Lögfræðingur - 01.01.1898, Blaðsíða 107
Handbók fvrir hreppsnefndarmenn.
107
þessu skyni; til þess að veitaleyfið, þarf meiri liluta þeirra
lireppsbúa, er atkvæðisrjett hafa, til þess að mæta á fundi,
og greiða atkvæði á fundinum með því, en auk þessa
jiarf meirihluti hreppsnefndar að samþvkkja ]iað: þar eptir
gengur máiið til sýslunefndar, og þarf þar einnig meiri-
hluta, og að síðustu samþykki amtmanns. Aldrei má
veita þettaleyfi, nema því fylgi skvlda tilað liýsa ákveðna
tölu ferðamanna, og að setja ferðamönnum nauðsynlegan
beina. Helmingur gjaldsins fyrir leyfisbrjefið rennur í
sveitarsjóð sjá lög 10. febr. 1888. Leyfisveitinguna og
skilyrðin skal bera upp í einu, og liggi íieiri umsóknir
fyrir, skal bera þá fyrst upp, er síðast kom fram, og svo
koll afkolli. Leyfisbrjefið nær að eins til 5 ára, og hrepps-
nefndin getur farið fram á að taka leyfið af fyr, ef veit-
ingamaður brýtur þær reglur, og þau skilyrði, sem hon-
um eru sett-ar, og má gjöra þetta með amtmannsúrskurði.
7. Undirboðsþings á vegastörfum, og viðhaldi á þing-
liúsum og öðrum eignum hreppsins, og ennfremur á því,
aðfátilverk og varning í þarfir sveitarinnar, geturhrepps-
nefndin haldið án milligöngu sýslumanns (sv. stj. tiisk.
24. gr.).
8. Eptir kosningarlögum 14. septbr. 1877, 7—17. gr.
á hreppsnefndin að semja kjörskrá til alþingis yfir ]iá
menn í hreppnum, sem hafa kosningarrjett. Kjörskrárnar
skulu samdar einu sinni á ári, síðari hluta marsmánaðar,
og skal byggja þær á gildandi kjörskrám þannig, að sleppt
sje úr þeim mönnum, sem hafa dáið, fluzt í burtu, eða
liafa misst kosningarrjett sinn; en þeim bætt við, sem
síðan hafa öðlazt kosningarrjett sökum aldurs, eða með
veru í hreppnum, svo og einnig öllum þeim, sem fyrir 1.
júlí fullnægja hinum settu skilyrðum um aldur og heimili,