Lögfræðingur - 01.01.1898, Blaðsíða 108
108
Klemens Jónsson.
því kjörskráin gildir frá 1. júlí til 30. júní, sjá um kosn-
ingarrjettinn yfir höfuð 1—5. gr. Ennfremur skulu þeir
settir á aukaskrá, sem að vísu ekki, þá er skráin er sam-
in, fullnægja skilyrðunum um aldur (25 ár) og heimili
(eitt ár minnst í kjördæminu), en sem vænta má, að full-
nægi skilyrðunum á því ári, sem kjörskráin gildir fyrir,
og skal þá tilgreina á skránni þann dag, er þeir verða 25
ára, eða hafa verið heimilisfastir í kjördæminu eitt ár.
Ivjörskrárnar skula vera þannig útbúnar, að í sjerstökum
dálkum standi fullt nafn kjósanda, aldur, stjett og heimili,
og auk þess rúm fyrir atkvæðagreiðsluna; þegar kjör-
skrárnar eru þannig útbúnar, og búið er að skcra úr þeim
efasemdum, sem fram kunna að koma, skal leggja skrána
fram eða eptirrit af henni á þeim stað, sem er hentugur
fyrir lireppsbúa, eða eptir atvikum á fleiri hentugum stöð-
um. Skráin skal liggja frammi frá 1—21. apríl að þeim
dögum báðum meðtöldum, og skal [iað birt hvar og hve
nær skráin liggi frammi með 14 daga fyrirvara við kirkju-
fundi, eða á þann hátt, sem vant er að birta auglýsingar.
J»essum reglum verður hreppsnefndin nákvæmlega að fylgja,
og má hún búast við sektum eða jafnvel lögsókn, ef út
af er brugðið. Ef einhver ætlar, að sjer sje ranglega
sleppt af skránni, eða einhver standi þar, sem ekki eigi
að vera, þá skal hann innan 8 daga frá því skráin hefur
legið til sýnis, bera upp þá kröfu munnlega eða skriflega
fyrir oddvita, að verða tekinn upp á skrána, eða hinir
dregnir út, og skal hann rökstyðja þá kröfu. Oddviti
boðar þvínæst nefndina á fund, sem haldinu skal innan
þriggja vikna þar frá, til þess að fella úrskurð um málið.
Til þessa fundar skulu kvaddir með 8 daga fyrirvara bæði
þeir, sem kært hafa. og þeir, sem yfir er kært, og þeim