Lögfræðingur - 01.01.1898, Blaðsíða 102
102
Klemens Jónsson.
koma kærunni áfram innan þess tíma, t. a. m. með vott-
orði póstafgreiðslunmnns. Sýslunofndin leggur síðan endi-
legan úrskurð á málið, og hefur yfir liöfuð að tala æðsta
úrskurðarvald um niðurjöfnun (Stj. tíð. 1879 B. bls. 68,36),
þó getur amtsráðið ónýtt úrskurði sýslunefndar, svo fram-
arlega sem sýslunefndin í þessu efni hefur farið út fyrir
takmörk sín (sv. stj. tilsk. 52. gr, 1). Sje í nokkru brugð-
ið út af þessum reglum, vísar hreppsnefnd eða sýslunefnd
málinu frá. I3ó útsvarinu þannig sje skotið til sýslunefnd-
ar, getur gjahlandi eigi komizt hjá því að greiða gjaldið,
þegar það er fallið í gjalddaga; breyti sýslunefndin álög-
unni fær gjaldþegninn það endurgoldið, sem framyfir var,
eða það er látið ganga uppí næsta árs útsvar. Að end-
ingu þykir ástæða til að taka það fram, að jafnt má
hækka sem lækka aukaútsvar, þá kært er (Stj. tíð. 1883,
B. bls. 54). Öll sveitargjöld má taka lögtaki, sjálög 16.
desbr. 1885. Hreppsnefnd getur eptirgefið útsvarentæp-
lega tíund; náist hún eigi inn, verður það að skoðast sem
veittur fátækrastyrkur. sem síðan getur orðið eptirgefinn.
Af gjöldunum er áður talað um kostnað við sveit-
arstjórnina og um fátækraframfærslu; í því efni verður nátt-
úrlega að greina vandlega styrk til eigin þurfamanna og
þurfamanna annara hreppa; síðari styrkurinn á strax að fást
endurgoldinn, hinn fyrri venjulega eigi fyr en við dauðann,
ef þá er nokkuð eptir; þó ber það opt við, að þurfamenn
endurgjalda styrkinn annaðhvort að öllu eðá nokkru í iif-
anda lífi. Að greinarmunur er gjörður milli munaðarlausra
barna undir 16 árum og eldri þurfamanna, kemur til af
því, að styrkur til barna undir 16 árum er eigi skoðaður
veittur þeim sjálfum; hann fæst því eigi endurgoldinn af
þeim, og það þó þau síðar verði fulifær að borga hann,