Lögfræðingur - 01.01.1898, Blaðsíða 114
114
Klomens Jónsson.
maður honum til hlýðni — á hvern hátt er eigi sagt, en
líklega á það að vera með dómi, úr því að málið á að
meðhöndlast sem almennt lögreglumál —, ef þörf gjörist
með sektum eða fangelsi. Sektarákvæðið er eigi mjög
praktiskt, því að það er óliklegt, að þurfamenn geti greitt
sektir. Enginn má að viðlögðum sektum hýsa þurfamann
að nauðsynjalausu, sem honum er kunnugt um, að óhlýðn-
ast skipun hreppsnefndar eða þiggja verk af honum 6. gr.
Ef maður ætlar að fara af landi hurt (alfarinn), en
hefur vandamenn eptir, sem eigi eru sjálfbjarga, og hon-
um ber fram að færa að lögum, skal hann áður en hann
byrjar ferð sína, ef hreppsnefndin í framfærsluhreppi þeirra
heimtar, skyldur að setja viðunanlega tryggingu fyrir því,
að vandamenn hans, er eptir verða, verði eigi hreppsfje-
iaginu til byrða að minnsta kosti um næstu 3 ár, nema
veikindi eða önnur ófyrirsjáanleg óhöpp valdi, enda banni
sýslumaður utanförina, nema þessum skilyrðum sje fullnægt,
lög nr. 12, 7. febr. 1890.
pessum lögum verður þá að eins beitt, er maðurinn
ætlar alfarinn af landi burt, en eigi þó hann bregði sjer
snöggast utan. Hvenær algjörð ferð sje fyrir hendi, verð-
ur varla örðugt að ákveða, er um heimilisföður er aðræða ;
en að því er einhleypa menn snertir, getur það jafnaðar-
lega verið vafasamt, og er þó spurningin í tilliti til þeirra
opt mjög áríðandi, svo sem ef þeir eiga eptir óskilgetin
börn. Urlausnin verður hjer að vera komin undir því,
hvort ytri ástæður og atvik hendi á það, að inaðurinn
ætli alfarinn, svo sem ef hann selur allt, sem hann á, eða
lætur það verða eptir; ef menn ætla sjer til Vesturheims
má alloptast líta svo á, að maðurinn ætli alfarinn, en sje
ferðinni heitið annað, einkum til Danmerkur, má eins opt