Lögfræðingur - 01.01.1898, Blaðsíða 130
130
Páll Briem.
að menn, er búa á æðarvarpsjörðum í Breiðaíirði eða allt
að 1 mílu frá þeim, skuli eyða svartbaksegoj11™ á jörðum
sínum að viðlögðum sektum.
37) Lög 11. des. 1891 um samþykktir um kynbætur hesta,
38) Lög 13. apr. 1894 um samþykktir til að friða skóg
eða mel,
39) Samþykktarlög 13. apr. 1894 um verndun Safamýrar
í llangárvallasýslu.
40) Lög 15. febr. 1895 til að gjöra samþykktir um hindr-
un sandfoks og um sandgræðslu og
41) Lög 6. mars 1896 um samþykktir til hindrunar
skemmdum af vatnaágangi veita sýslunefndum heimild til
að setja um þessi efni samþykktir, er amtmaður staðfestír.
42) Lög 6. nóv. 1887 um nýbýli nema úr lögum tilskip-
un 15. apr. 1776 um fríheit fyrir þá, er vilja upptaka
eyðijarðir eða óbyggð pláss á íslandi, en í þess stað eru
sett ákvæði, sem setja miklu eðlilegri skilyrði um upptöku
nýbýlis, en áður hafa gilt. Sbr. Hb. f. hrn. bls. 110—111
hjer að framan.
Landsbanki sjá peningar.
Lausamenn:
43) Lög 2. febr. 1894 um breytingu á 2., 4. og 15. gr. í
tilskipun um lausamenn og húsmenn á íslandi 26. maí
1863 og viðauka við hana veita þeim, sem eru 30 ára,
rjett til að fá lausamennskubrjef ókeypis (o: án þess að
borga lausamennskugjald) og þeim, sem eru 22 ára. fyrir
15 kr. karlmanni og 5 kr. kvennmanni. Lausamennsku-
gjald þetta rennur í styrktarsjóð handa alþýðu. Sá, er
leyfisbrjef vill fá, skal taka það fyrir 1. maí það ár, er
hann gengur úr fastri vist. Lausafólk á að hafa fast árs-
heimili að viðlögðum sektum, ogþar skal það greiða lög-