Lögfræðingur - 01.01.1898, Blaðsíða 40
40
Páll Briem.
við. í skýringunni eru þannig nefnclir naðkomumenn þeir,
er þar hafa húsnæði um stundarsakim. Undir þetta teij-
ast eðlilega þeir menn, sem fá sjer húsnæði um stuttan
tíma, t. a. m. meðan þeir eru við nám o. sv. frv., en eptir
málvenju getur eigi heimfærst undir þetta gestur, sem
kemur á bæ og verður snögglega veikur, flökkukarlar
o. sv. frv., og það er jafnvel eigi sagt um gest, sem er
nætursakir á einhverju heimili, að hann hafi þar húsnæði.
Ennfremur falla eigi undir orð laganna verkamenn, sem fæða
sig sjálfa. Ennfremur verður vafi á um húsmenn og hús-
konur, eins og þau eru venjulega hjer á landi. Ef hús-
fólkið býr í sjerstakri þurrabúð, þá er það hvorki á heim-
ilinu nje heimilismennj] en ef það býr inni í bænum, þá
má telja það á heimilinu, þó að það sje ekki heimilis-
menn.
En þetta skiptir minna, því að úr þessu er bætt með
hinum almennu orðum í greininni, er leggja svo fyrir, að
ef einhver verði var við, að eigi er skýrt frá sjúkdóms-
tilfellinu, þá skuli hann þegar í stað skýra frá því. pó
getur verið vafi á því, hvað leggja á í orðin »verða var
við«. I'að er þannig eigi nóg til að sakfella mann fyrir
vanrækslu með tilkynninguna, að bann að eins gruni. að
eigi hafi verið skýrt frá sjúkdómstilfellinu, og ef orðin
»verða var við« eiga að merkja sama, sem að fá fulla
vissu um, þá geta sannanir fyrir slíku orðið nokkuð erf-
iðar. Eins og það getur verið auðvelt að sanna, að mað-
ur hafi vitað um það, sem ber við, eins getur orðið erf-
itt að sanna, að maður »verðiþess var«, sem ekki ber við.
Nú er að athuga, hvernig fer eptir tilkynninguna til
læknisins, í sóttvarnartilskipuninni 1805, 4. gr. er á-
kveðið, að auglýsing um sóttvarnir gagnvart útlöndum