Lögfræðingur - 01.01.1898, Page 56
50
Páll Briem.
allt land. Einstakir menn í Eyjafjarðarsýslu og einkum í
Jjingeyjarsýslu (meðal annars heil sókn, Illugastaðasókn í
Fnjóskadal) hjeldu uppi sóttvörnum með samtökum og
sluppu þannig við sóttina.
Vorið 1895 komu mislingarnir til Akureyrar, en náðu
eigi útbreiðslu.
Kíghósti hefur komið þrisvar sinnum til landsins
(1871, 1879 og 1890), en ekki eru upplýsingar um, hvern-
ig hann hafi borist inn í landið. Árið 1890 var sagt, að
kona ein í Keykjavík hefði flutt hann inn um mitt sumar,
án þess að sóttvarnir væru hafðar.
Hettusótt fluttist inn haustið 1876 með skipum
til Austurlandsins, og dreifðist hnn þaðan út um land allt
1877; hún tók sumstaðar nálega hvern mann. Hafði hún
þá eigi gengið yfir, síðan hún fluttist inn í landið sum-
arið 1834.
Blóðsótt virðist eigi hafa gengið yfir síðan 1859,
og eru engar upplýsingar um það, hvernig og hvar hún
hefnr komið upp þá.
Bólusótt fluttist til Reykjavíkur íaprílmánuði 1871
með frakkneskri fiskiskútu, en duglegar sóttvarnir voru
liafðar, og breiddist sóttin því eigi út. Arið eptir (11.
febr. 1872) kom bóluveikur maður til Reykjavíkur áskip-
inu Cito; var hann þegar fluttur í Laugarnesstofu og lækn-
aður, en sóttin breiddist ekkert út.
Skarlatssótt fluttist frá Norvegi inn á Seyðisfjörð
liaustið 1881 og breiddist út þaðan suður á bóginn; hjer-
aðslæknir F. Zeuthen ritaði lýsing á þessari hættulegu
veiki og gaf út varúðarreglur við henni, enda tókst að
hindra útbreiðslu veikinnar með öflugri samgönguvarúð.
Barnaveiki og diftheritis liafa vafalaust verið