Lögfræðingur - 01.01.1898, Blaðsíða 164
164 Yfirlit yfir dóma i ísleuskum málum 1896.
hefur veriðf'virt 35—37 aura. Með dómi 8. júní er hegn-
ing hennar ákveðin 5 daga fangelsi við vatn og brauð.
frír menn fóru í göngur, stálu 3 hestum, riðu þeim
3 klukkutíma upp undir fjall og skildu þá svo eptir; Einn
hesturinn strauk til baka; þar stal fjórði maðurinn hon-
um og reið hestinum aptur upp undir fjallið. Enginn af
þessum hrossaþjófum gjörði neina ráðstöfun til þess, að
hestarnir kæmust til skila. Með dómi 1 5. júní eru 3 þeirra
dæmdir, hver um sig, í 6 kr. sekt til landssjóðs eða 3
daga einfalt fangelsi, ef sektin eigi er greidd, og einn
þeirra, sem var 15—18 ára, í 3 kr. sekt til landssjóðs eða
2 daga einfalt fangelsi.
Maður rak garðsæknar kindur til fjalls; þar tálgaði
hann neðan af klaufum þeirra með tilhjálp tveggja ung-
lingspilta. Nókkru síðar fundu tveir menn kindurnar;
voru tvær af þeim þá dauðar aðallega fyrir meðferðina.
Hinar kindurnar, 6 að tölu, voru lifandi, en klaufirnar
skornar inn við bein, sumar skriðu á hnjánum, en sumar
nskriðu á fótunum«, og var mikið blóð í kringum þær.
Hegning fyrir þetta er með dómi 29. júní ákveðin 2 kr.
sekt til landssjóðs eða 2 daga einfalt fangelsi fyrir hvorn
unglingspiltanna, og 20 kr. sekt eða 6 daga einfalt fang-
elsi fyrir fullorðna manúinn.'
í einkamálum skulu nefndir nokkrir dómar, þar sem
er að ræða um skýringar á lögum.
Með dómi 2. marsmán. er dæmt um forgangs-
rjett skuldar. í dánar- og þrotabúi gjörði læknirkröfu
fyrir læknislyf og læknishjálp til andláta og vinnuhjús
hans. í hjeraði var dæmt, að forgangsrjettur væri að eins
fyrir þeim hluta kröfunnar, sem snerti læknislyf og lækn-
ishjálp til andláta sjálfs, en eigi til vinnuhjúsins, en yfir-