Lögfræðingur - 01.01.1898, Blaðsíða 18
18
Páll Bricm.
að spyrja skipstjóra á öllum aðkomuskipum, áðnr en nokk-
ur fer í land, hvaðan þeir komi, hvort ]>eir hafi haft mök
við nokkurt annað skip, og um veikindi og manndauða á
samleg, og hið sama gildir um skip frá útlöndum, pegar eng-
in auglýsing liggur fyrir um, að þar gangi pestkynjuð sótt,
nema því að eins að skipin hafi haft mök við eitthvert skip,
sem her sóttnæmi eða er á annan hátt grunsamlegt, eða
söttnsem veiki hafi gengið á skipinu. Nú eru skipin eigi
grunsamleg, og skal sóttvarnarnefndin á staðnum þá að eins
sjá um, að áreiðanlegur hafnsögumaður, hafngæslumaður,
tollþjónn eða neysluskattsþjónn eða annar maður, sem trúað
er fyrir því, loggi fyrir skipstjórana, or þeir koma, eða áður
en nokkur skipverja stígur fæti sínum á land, þessar spurn-
ingar: a) Hvaðan hann komi? — b) Hvort nokkur maður
á skipinu hafi sýkst eða andast á leiðinni, eða hvort menn
sjeu á skipinu sjúkir eða látnir. — c) Hvort skipverjar haíi
haft nokkur mök við menn á öðrum skipum. þannig að á
milli skipanna hafi flutst menn eðamunir? — Nú svarar skip-
stjóri tveimur síðustu spurningunum neitandi, og hefur þá
sá, sem trúað er fyrir að leggja spurningarnar fyrir hann,
heimild til að leyfa skipstjóra og skipverjum landgöngu með
því skilyrði, að hann segi til sín hjá þeim manni úr sótt-
varnarnefndiuni, sem nefndin hefurfalið að taka við slikum
yfirlýsingum. En nefndin skal sjá um, að skipstjóra sje
skýrt frá nafni mannsins á tollstofunni, svo að hann tefjist
eigi. — Nú hefur skipstjóri sagt til sín, og engin ástæða er
til að tortryggja skip, farm eða skipverja, og skal hann þá
fá vottorð sóttvarnarnefndarinnar um það, að skipið megi
hafa frjálsar samgöngur um allar strendur í löndum og ríkj-
um konungs. — En ef svör skipstjórans bera með sjer, að
skipið hafi, eins og áður er sagt, haft mök við annað skip,
eða að á því hafi mcnn sýkst eða andast, þá má hvorki hann
eða nokkur annar koma í land, og eigi heldur nokkur skap-
aður hlutur, fyr en sóttvarnaruefndin hefur látið rannsókn
fram fara og leyft landgÖDgu.