Lögfræðingur - 01.01.1898, Blaðsíða 24
24
Páll Bnem.
skipum, þangað til þessar ráðstafanir eru gjörðar (sjá lög
1875, 4. gr.).
í tilskipun 1805 eru nákvæmar reglur um sóttvarn-
arhald skipa o. sv. frv. Um sama efni er opið brjef 28.
mars 1832. En þetta allt verður að teljast úr gildi num-
ið með sóttvarnarlögunum 1875, því að þar sem segir,
að heilbrigðisstjórnin skuli gjöra þær ráðstafanir, sem með
þarf, þá verður heilbrigðisstjórnin að hafa frjálsar hendur
til, að fara eptir þeim reglum, sem nauðsynlegar eru sam-
kvæmt heilbrigðisfræðinni. Ennfremur verður heilbrigð-
isstjórnin í hvert skipti að setja reglur til að varna því,
að sóttin flytjist í land, eins og talað er um í lögum
1875, 4. og 7. gr.
í lögum 24. okt. 1879, 2. gr, er svo ákveðið, að
ráðgjafinn fyrir Island og landshöfðinginn skuli hafa vald
til þess, að skipa svo fyrir, að menn, sem koma til ís-
lands frá löndum, þar sem gengur pestkynjuð sótt, megi
því að eins komaí land, að þeirhafi leiðarbrjef með vott-
orði um, að þeir hafi eigi verið á þeim stað, sem sýktur
sje af pest, svo marga daga, áður en hann fór af stað,
sem til er tekið í auglýsingunni. Yottorð þetta á að
vera frá hinum danska verslunarfulltrúa á síðasta viðskiln-
aðarstað skipsins, ef fulltrúi er þar nokkur, en ella frá
yfirvaldi á þessum stað.
I lögum 24. okt. 1879, 3. gr. er ennfremur ákveðið,
að ráðgjafinn fyrir ísland og landshöfðinginn skuli hafa
vald til þess, að banna með öllu flutning til íslands frá
útlöndum á nokkru því, sem uggvænt þykir að pestnæmt
sje, svo sem á varningi, fatnaði og farangri ferðamanna,
dýrum og fleiru, eða þá með þeim skilyrðum, að ákveðn-
um varúðarreglum sje fylgt. Ennfremur er ákveðið í