Lögfræðingur - 01.01.1898, Blaðsíða 59
Yfirlit yfir sóttvarnarlög íslands.
59
Samkvæmt áliti, sem læknar og heilbrigðisstjórnin í
Norvegi hefur gefið út í fyrra um stjórnlegar ráðstafanir
til varnar gegn berklaveiki, hefur þessi svki aukist jafnt
og þjett í Norvegi síðustu 40 árin, einkum í sjáfarsveit-
um frá Stavangri norður á Finnmörk. Síðustu 20 árin
hefur fimmti hluti allra andláta í Norvegi dáið af berkla-
veiki, eða 6—8000 manns á hverju ári. Berklaveikin er
að tiltölu skæðust á mönnum á besta aldri; af andlátum
í Norvegi 20—30 ára deyr meir en helmingur (57 af hndr.)
af þessari veiki. Vinnutjón þeirra, er deyja af berklaveiki
15—60 ára að aldri, er metið að minnsta kosti 28 milj.
kr. á ári, en sjúkrakostnaðurinn er talinn 2 milj. kr, á
ári (Forslag til oífentlige Foranstaltninger mod Tuberku-
losen af Medicinaldirektör Holmbo og Overlæge Hanssen.
Kra. Ib96).
Ef þessi veiki yrði eins aimenn hjer á landi eins og
í Norvegi og eins kostnaðarsöm að tiltölu við mannfjölda,
þá ætti vinnutjón og sjúkrakostnaður hjer á landi að verða
yfir eina miljón krónur á hverju ári. Ef ekkert er að gjört,
þá getur þetta, ef til vill, orðið eptir 10—20 ár. Berkla-
veiki getur breiðst út.ótrúlega fljótt1).
1) Eitt dæmi er svo: Á skrifstofu voru 22 menn. Árið 1878
voru teknir á hana 2 menn með tæringu; svo fór veikin að
útbreiðast, og 1884—1889 dóu 13 af þessum 22 mönnum.
Árið 1889 var skrifstofan sótthreinsuð og varúð höfð; þá tók
fyrir útbreiðslu sýkinnar (8. Thomsen, Læren om Tuberku-
losen. Khavn, 1897, bls. 20).
Annað dæmi er hjer á landi. Öldruð kona 55 ára dó 1.
júlí 1895 úr tæringu. Dóttir hennar hjúkraði henni í leg-
unni. Hún var í vinfengi við dætur hóndans á næsta bæ
og fór til hans. Næsta ár (20. maí 1896) dó hún, 20 ára. úr
tæringu, og sama árið (22. júlí og 22. des. 1896) dóu tvær