Lögfræðingur - 01.01.1898, Blaðsíða 101
Haudbók fyrir hreppsnefudarmenn.
101
verzlunin hefði verið rekin í 4 mánuði á ári. Á þessa
gjaldstofna skal leggja gjald, er samsvari útsvarinu eptir
efnum og ástandi, eptir því sem liæfa þykir eptir árlegri
veltu og arði, án þ’ess tillit sje liaft tii annara tekna eða
eigna þess, er í hlut á; með öðrum orðum, það er ein-
ungis af verzluninni einni eða liinu arðsama fyrirtæki ein-
göngu, sem gjaldið á að takast, eigi eptir nettó ágóðan-
um einum, heldur líka eptir árlegri veltu.
[>egar niðurjöfnunarskráin er búin, skal leggja hana
fram hreppsbúum til sýnis í 4 vikur annaðhvort í þing-
húsinu eða á öðrum hentugum stað. Nú er einhver óá-
nægður með sitt; útsvar, eða honum þykja aðrir hafa of
lágt útsvar, eða að einhverjum hafi verið ranglega sleppt
á niðurjöfnunarskrá, getur hann kæii yfir því til hrepps-
nefndarinnar, og skal hann þá liafa gjört það skriflega
innan þessara 4 vikna, og er tíminn reiknaður þannig, að
sá dagur, sem niðurjöfnunarskráin er framlögð, er eigi
talinn með (Stj.tíð. 1884 B. bls. 103—04). Kæran skal
send til oddvita, en hann skal kalla nefndina á fund hið
fyrsta og leggja umkvörtunina fyrir liana til úrskurðar.
Á þennan fund skal einnig kveðja kæranda og saman-
bufðarmenn lians, ^og gefa þeim kost á að færa fram á-
stæður sínar, en livorki er kærandi eða aðrir skyldir að
mæta, en geta sent skriílega ástæður sínar á fundinn, og
er þá hreppsnefndin skykl að taka þær eins til greina og
þeir kæmu sjálfir; síðan leggur nefndin úrskurð á málið,
og skal birta bann kæranda og öðrum, ef útsvar þeirra
breytist. [>essum úrskurði rná svo skjóta til sýslunefndar
innan þriggj i vikna frá birtingu, þ. e. áf'rýjun verður að
vera komin til sýslumanns innan 3ja vikna, nema sannað
sje, að kæraudi hafi gjört nauðsynlegar ráðstafanir til að