Lögfræðingur - 01.01.1898, Blaðsíða 41
Yfirlit yfir sóttvarnarlög íslands.
41
skuli eiga sjer stað, þegar frjett, er komin um sóttina, en
eptir lögunum 1896 um innlendar sóttvarnir virðist svo,
sem eigi megi setja sóttvarnir fyrri, en óyggjandi vissa er
fengin um sjúkdóminn. Bæði liggur þetta í hinum al-
mennu orðum í 2. gr., en sjerstaklega kemur þetta fram,
þar sem gert er ráð fyrir, að læknir láti flytja sjúkling á
sjúkrahús eða í annað hús, til að rannsaka vafasöm sjúk-
dómstilfelii, og í 3. gr., þar sem jafnvel er gert ráð fyr-
ir því, að læknir þurfi að skera lík upp, til að geta á-
kveðið, hvort setja skuli varnir gegn hinum lögskipuðu
sóttvarnarsjúkdómum.
pegar lækni virðist þörf á, að skera upp lík, til þess
að geta ákveðið þetta, þá má hann eptir grein þessari
eigi gjöra þetta upp á sitt eindæmi, heldur verður hann
að fá fyrirskipun hlutaðeigandi lögreglustjóra, og gildir
þetta einnig, þegar spurning er um rannsókn á pörtum
af líki. í lagagreininni eru engar undantekningar gjörðar
frá þessum ákvæðum, jafnvel eigi þó að það gæti tekið
viku eða hálfan mánuð, að senda til iögreglustjóra og fá
fyrirskipun hans um þessa líkrannsókn eða uppskurð.
Um lögieyfða sóttvarnarsjúkdóma hefur áður verið talað.
pegar nú er orðið víst, að einhver lögskipaður sótt-
varnarsjúkdómur liggi fyrir, þá skal læknir þegar í stað
heita »hinum almennu sóttvarnarreglum« (2. gr.).
f>essar sóttvarnarreglur eru hæði hinar almennu sótt-
varnarreglur, • er landshöfðingi gefur út, eins og áður er
sagt, og svo hinar almennu sóttvarnarreglur laganna.
Ennfremur verður hann að gjöra þær ráðstafanir, »er
nauðsynlegar eru og hægt er að koma við eptir atvikum
og ástæðum á hverjum stað«.
Með þessum orðum er lækninnm gefin heimild til,