Morgunblaðið - 12.12.2006, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 12.12.2006, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 338. TBL. 94. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 12. DESEMBER 2006 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is ENDURKOMA NÝ ÍSLENSK HÖNNUN HEFUR FÆRT ARM- BANDSÚRIÐ 50 ÁR AFTUR Í TÍMANN >> 24 12 dagar til jóla Í HNOTSKURN »Annan harmaði ástandið íDarfur-héraði í Súdan og mannréttindabrotin þar. »Hann sagði „óraunhæft“að ætla að sumir gætu haldið áfram að hagnast mjög á alþjóðavæðingunni á meðan milljarðar lifðu í fátækt. »Hann taldi Bandaríkingeta aðstoðað milljónir fá- tækra með aukinni verslun í gegnum Doha-viðræðurnar. Eftir Baldur Arnarson og Boga Þór Arason KOFI Annan, fráfarandi fram- kvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, sagði í kveðjuræðu í Truman-forseta- safninu í Missouri í gær, að Bandarík- in mættu ekki fórna helstu hugsjón- um sínum í baráttunni gegn hryðjuverkum. Hann hóf ávarp sitt á léttum nótum, rifjaði upp ferðalag sitt frá Ghana til Minnesota, þar sem hann var við nám fyrir nokkrum ára- tugum, en gerði síðan gagnrýninn samanburð á utanríkisstefnu Banda- ríkjanna fyrr og nú. Annan lofaði demókratana og Bandaríkjaforset- ana Franklin D. Roosevelt og Harry S. Truman og mikla framsýni þeirra við stofnun Sameinuðu þjóð- anna. Hann sagði Truman hafa gert sér grein fyrir því eftir síðari heims- styrjöldina, að öryggi ríkja yrði aldrei aftur tryggt á kostnað öryggis ann- arra. Áhersla Trumans á alþjóðlega samvinnu hefði komið í ljós í aðdrag- anda Kóreustríðsins (1950–53), þegar hann krafðist þess að íhlutun yrði borin undir SÞ. Hafa „ómetanlegt tækifæri“ Annan nefndi aldrei George W. Bush Bandaríkjaforseta á nafn í ræðu sinni en ljóst mátti vera að gagnrýnin var ætluð Bush og stjórn hans. Þótti þetta skína í gegn þegar hann sagði Bandaríkin hafa verið leiðandi í starfi alþjóðlegu mannréttindahreyfingar- innar, forysta sem þau gætu aðeins haldið með því að vera trú grundvall- argildum sínum, þ.m.t. baráttuna gegn hryðjuverkum. Þegar Banda- ríkin „virtust hafa snúið baki við eigin hugsjónum og markmiðum“ ylli það „vinum þeirra erlendis skiljanlega heilabrotum og áhyggjum“ og bætti við, að sökum þess hve valdamikil þau væru, hefðu þau „ómetanlegt tæki- færi“ til að festa í sessi lýðræðisleg grundvallargildi sín á heimsvísu. Undir lok ræðu sinnar hvatti Ann- an, sem lætur af störfum 31. desem- ber nk. eftir tíu ára feril sem fram- kvæmdastjóri, til umbóta á öryggisráði SÞ, það endurspeglaði enn heimsmyndina eins og hún leit út við lok síðari heimsstyrjaldarinnar 1945. Bandaríkin heiðri hugsjónirnar Kofi Annan, fráfarandi framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, gagnrýndi utanríkisstefnu stjórnar George W. Bush Bandaríkjaforseta í óvenjulegri kveðjuræðu á Truman-forsetasafninu í Missouri Kofi Annan HJÓNIN Anna Marta Ásgeirsdóttir og Ing- ólfur Arnar Guðmundsson gengu með það í maganum í nokkur ár að láta gott af sér leiða. Afraksturinn leit í fyrsta skipti dagsins ljós í gær þegar ísbjörninn Hringur heimsótti börnin sem dvelja á Barnaspítala Hringsins. Anna Marta og Ingólfur segja í samtali við Morgunblaðið að í upphafi árs 2003, þegar barnaspítalinn var að taka til starfa í nýju hús- næði, hafi þau fengið þá hugmynd að sniðugt gæti verið að spítalinn eignaðist sína eigin „fí- gúru“ sem byggi á spítalanum og væri þar öll- um hnútum kunnug. Á þessum tíma höfðu Anna Marta og Ing- ólfur þegar safnað í dálítinn sjóð til að leggja í verkefnið en sáu þó fram á að meira þyrfti til. Í lok árs 2005 giftu þau sig og ákváðu þá að af- þakka brúðargjafir. Þau hönnuðu boðskort þar sem markmið verkefnisins var kynnt ásamt teikningu af ísbirninum Hringi. Reikningur var stofnaður í hans nafni og brúðkaupsgestum boðið að leggja inn á hann í stað þess að gefa þeim hjónum gjafir. Hugmyndin mæltist vel fyrir og söfnuðust í framhaldinu yfir 700 þúsund krónur sem gerði hjónakornunum kleift að setja verkefnið af stað af fullum þunga. Nokkur sjóður er enn fyrir hendi sem nýttur verður til að tryggja áfram- haldandi heimsóknir bangsans en greiða þarf leikurum sem gæða Hring lífi fyrir vinnu sína. Anna Marta og Ingólfur segjast vonast til þess að almenningur leggi verkefninu lið og að þetta ævintýri verði öðrum hvatning til að láta gott af sér leiða. Á myndinni hittir Hringur hina nýju vini sína á barnaspítalanum sem sáu svo um að leiða hann um húsnæðið og kynna hann fyrir gestum. Morgunblaðið/Ásdís Brúðargjafir verða að ísbirni  Viltu vera vinur minn? | 6 HÓPUR sérfræðinga í loftslagsfræðum tel- ur að sökum þess hve ísbrynjan á norður- heimskautinu bráðn- ar hratt vegna lofts- lagsbreytinga, muni norðurpóllinn verða næsta íslaus árið 2040 og því greiðfært fyrir siglingar þar í framtíðinni. Breska dagblaðið Times greindi frá þessu á vefsíðu sinni í gærkvöldi en þar sagði að árið 2040 – jafnvel fyrr – muni verða íslaust haf þar sem póllinn er nú. Hópurinn, sem naut stuðnings Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna, NASA, telur að ísinn muni bráðna hægt og bítandi til ársins 2024 þegar bráðnuninni muni hraða mjög. Norðurpóll- inn íslaus fyrir 2040 Austin. AP. | Blindir bætast innan skamms í fjölmennan hóp veiðimanna í Texas ef nýtt frumvarp um veiðiréttindi þeirra verður að lögum. Felur hið óvenjulega frumvarp í sér, að blindum veiðimönnum verði heim- ilt að beita svokallaðri „laser-sjón“ við veiðarnar, hjálparbúnaði sem þeim sjá- andi er nú bannað að nota. Blindum verður engu að síður gert að hafa með sér fylgdarmann, sem hefur fulla sjón, á veiðunum. Er honum ætlað að tilgreina blindum um hversu marga þuml- unga þeir þurfi að hreyfa skotvopnið til að hitta bráðina. Ekki fylgdi sögunni hvort Dick Cheney, varaforseti Bandaríkjanna, hefði áhuga á slíku starfi þegar hann hverfur af vett- vangi stjórnmálanna, en hann skaut sem kunnugt er veiðifélaga sinn óvart í andlit- ið og bringuna með haglabyssu við korn- hænuveiðar í Texas fyrr á árinu. Blindir fái skotleyfi ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.