Morgunblaðið - 12.12.2006, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 12.12.2006, Blaðsíða 21
|þriðjudagur|12. 12. 2006| mbl.is Lítil kerti sem ekki eruljós – heldur fyrst ogfremst gleðigjafar eruómissandi hluti jólaund- irbúnings Aðalbjargar Erlends- dóttur, textílhönnuðar. Kertin fengu synir hennar úr jóladagatöl- um ömmu sinnar í gegnum tíðina. „Tengdamamma saumaði jóla- dagatöl handa barnabörnunum jafnóðum og þau fæddust,“ út- skýrir Aðalbjörg. „Síðustu helgina í nóvember kemur öll fjölskyldan saman hjá henni og pakkar inn sælgæti og smádóti í litla pakka til að hengja á dagatalið. Þann 24. desember var hefð fyrir því að börnin fengju lítil kerti úr dagatal- inu sem var haldið til haga.“ Hún segir kertin ósköp einföld „og svo sem ekki merkileg. Ein- hvern vegin æxlaðist það þó þann- ig að við kveiktum aldrei á þeim heldur röðuðum þeim upp í eld- húsgluggana. Þótt nú sé yfir 20 ár síðan fyrstu kertin komu til sög- unnar á ég enn stóran hluta þeirra og raða þeim alltaf út í glugga í byrjun aðventunnar. Helming- urinn snýr inn til okkar en hinn helminginn læt ég snúa út að gangstétt til að gleðja þá sem ganga hjá.“ Henti bernskujólunum Þótt fjölskyldufólk á heimili Að- albjargar sé búið að slíta barns- skónum þykja kertin góðu tilheyra aðventunni og jóla- haldinu. „Ég held að þetta sé eitt af því fáa á jólunum sem er svolítið ómissandi. Við erum ekki mikið hefðafólk en þetta verður hrein- lega að vera. Um daginn var mikið hlegið að mágkonu minni sem varð á að henda sínum kertum enda voru þau orðin gul og gömul og henni fannst ekki mikið skraut að þeim. Nú er henni legið á hálsi að hafa bókstaflega hent bernskujól- um barnanna,“ segir hún hlæjandi. Kertin eru ekki eina jólaskraut- ið í eldhúsi Aðalbjargar. „Ég set alltaf upp gamalt gervijólatré sem ég skreyti með pínulitlum eldhús- áhöldum. Þar undir fara „pakkar – út“. Núna er ég til að mynda búin að kaupa jólagjafir sem eiga að fara út úr húsinu og eru komnar þarna undir. Þetta jólatré er því eiginlega eins og „outbox“ á skrifstofu.“ Synirnir tveir eru nú orðnir 18 og 23 ára en fjarri því að vera vaxnir upp úr jóladagatölunum sínum. „Um daginn pökk- uðu þeir samviskusamlega sjálfir inn 24 pökkum fyr- ir dagatölin sín,“ segir Aðalbjörg kímin. „Þannig að þau virðast enn vera í fullu gildi.“ ben@mbl.is Yfir hundrað ólíkir englar prýða nú veggi á Kaffi-húsinu Mokka á Skólavörðustíg og munu gleðjagesti fram til 16. janúar. Höfundar englanna eru nemendur í Landakotsskóla frá fimm ára bekk og upp í áttunda bekk. Englasýningin kom þannig til að börn eig- enda kaffihússins voru í Landakotsskóla á sínum tíma og nú eru barnabörnin þeirra þar og þau langaði að gera eitthvað skemmtilegt í tilefni af því að skólinn á hundrað og tíu ára afmæli á þessu ári. Þau buðu því sýningar- veggina á Mokka undir verk nemenda. Krakkarnir gerðu englana í myndmenntartímum og þeir eru allir búnir til úr pappamassa sem þau sáu sjálf um að búa til með því að rífa niður pappa, bleyta hann og hakka. Þessi listsköpun er því líka endurvinnsla. Litlu myndlistarmennirnir eiga líka boð á Mokka um að koma þangað í köku og kakó og skoða sýninguna. Tveir bekkir fara þangað í senn með kennurum sínum og það gerir skólastarfið á aðventunni enn skemmti- legra.Vængjahaf Mjög misjafnt er hversu vængir englanna eru stórir. Englar á Mokka Morgunblaðið/Golli Glaður engill Þeir eru sumir litríkir englar krakkanna og sérlega glaðlegir. daglegtlíf Dagleg neysla ávaxta, græn- metis og súkkulaðis minnkar hættuna á fósturláti hjá of grönnum konum. » 23 heilsa Fjöldaframleiðsla á úrum höfðar ekki til þremenninganna sem standa að fyrirtækinu JS Watch Company Reykjavík. » 24 hönnun Minna salt í mat og aukin ávaxtaneysla minnkar hættuna á hjartaáfalli og fleiri sjúkdóm- um. » 22 rannsókn Gríma Björg Thorarensen er mikil hundakona enda nýkrýnd- ur Íslandsmeistari í hundafimi með litla hunda. » 23 tómstundir Eldhús Sameinuðu þjóðanna og Hyde Park matreiðsluskólinn voru meðal viðkomustaða nema af matreiðslubraut MK. » 22 matur Gleðigjafar Kertafígúrurnar eru ómissandi hluti jólanna, að mati Aðalbjargar Erlendsdóttur textílhönnuðar. Kertin hafa synir hennar fengið úr jóladagatölum ömmu sinnar í gegnum tíðina. Morgunblaðið/Kristinn Kerti sem gleðja í glugga Eldhúshefðin Gamla gervijólatréð er skreytt með pínulitlum eldhús- áhöldum, en undir tréð fara pakkar sem eiga að fara út af heimilinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.