Morgunblaðið - 12.12.2006, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 12.12.2006, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. DESEMBER 2006 17 MENNING AÐVENTAN og jólin skapa bæði tónlistarunnendum og tónlistarfólki óhemju fjölda tækifæra til að fara á fund tónlistargyðjunnar því feikna mikill fjársjóður tónlistar hefur orð- ið til í gegnum aldirnar til heiðurs „lávarði heimsins“. Í þessum fjár- sjóði kennir mismunandi djásna og er verðmæti þeirra háð bæði smekk og skoðun þeirra sem hlusta eða flytja. Þegar ég sem ungur maður upplifði aðventutímann í Austurríki þá fannst mér að sá tími ætti að vera bundinn lágstemmdri, einlægri en eftirvæntingarfullri stemmingu í samræmi við komu Hans, sem kom í heiminn á hljóðlátan hátt. Nú er ég fyrir löngu farinn að taka fullan þátt í gassaganginum og hraðanum sem er undanfari jólanna hjá okkur, en sakna stundum hins hljóðláta og ein- læga undirbúnings þeirra á aðvent- unni. Sinfóníuhljómsveit Norðurlands hefur í mörg ár lagt sitt af mörkum til undirbúnings jólastemming- arinnar með sérstökum aðventu- og jólatónleikum um þetta leyti árs. Að þessu sinni kom íþróttafélagið Þór í annað skipti að framkvæmd- inni en að loknum tónleikum gafst fólki sem það kaus að setjast við nægtaborð að dönskum „julefru- kost“-sið. Þetta virtist fólk kunna að meta því mikill fjöldi sótti þessa aðventu- veislu og segir mér svo hugur um að einhverjum þyki þessi hátíð mik- ilvægur þáttur í jólaundirbún- ingnum. Mikið þarf að hafa við til að breyta íþróttahúsinu í tónleika- og veislusal. Mér skilst að hljóðkerfið þurfi að leigja að sunnan með manni og mús og sé það það besta sem völ sé á. Það kom líka fram í hressilegri og stórfallegri jólalagasyrpu Leroy Anderson í upphafi að „hljóðið“ var mjög fínt og vandað og gerði öllum hljóðfærum góð skil. Í skemmtilegri útsetningu Guðmundar Óla á bæði íslenska þjóðlaginu „Það á að gefa...“ og samnefndu lagi Jórunnar Viðar fyrir karlakór og hljómsveit barst mér hvert einasta orð skýrt til eyrna af vörum Karlakórs Dalvíkur, sem skilaði öllum sínum söng með mikilli prýði. Auk framburðarins var radd- blær, túlkun og styrkleikabreyt- ingar í söng kórsins í mjög góðu lagi. Þessi útsetning Guðmundar Óla ásamt reyndar öðrum útsetningnum sameinar það að draga fram sér- stakan blæ og eiginleika hljóðfæra og undirstrika jafnframt stemmn- ingu ljóðs og lags, hvort sem er í galsa eða trega. Í verki Prokofieffs úr Troika fannst mér hljómsveitin ekki ná sér á strik í byrjun og samstillingin var þó komin er á leið. Síðar í fjórum þáttum úr Hnotu- brjótnum eftir Tchaikovsky var öruggur og skemmtilegur leikur í fyrirrúmi. Einsöngvararnir voru magnaðir. Hulda Björk flutti fyrst lag Áskels Jónssonar við Betlehemsstjörnuna ljóð Úlfs Ragnarssonar ásamt hljómsveitinni og það gerði hún óað- finnanlega af sannri tilfinningu þar sem hver tónn tindraði. Hulda Björk frumflutti Ave Maríu, lag Gunnars Þórðarsonar, með glæsibrag en Gunnar hafði nýverið útsett lagið fyrir hljómsveitina. Þetta er mikið lag, en að mínu mati of dramatískt fyrir þennan texta. Ólafur Kjartan hefur ótrúlega mikla rödd og stórt raddsvið. Það fór vel á því að hann heiðraði afa sinn og ömmu með glæsilegum flutningi á lagi afa síns, Jóns Sigurðssonar, við ljóð ömmu sinnar, Jóhönnu, með heitinu „Jólin, jólin allsstaðar“. Annars var kór- ónan á söng Ólafs flutningur hans á Kvöldstjörnunni úr óperunni Lo- hengrin eftir Richard Wagner. Þar kom flest fram sem frábæran bary- tónsöng prýðir og leikur hljómsveit- arinnar var einnig í sérflokki. Ég var ekki nógu sáttur við samhljóm radda þeirra Huldu Bjarkar og Ólafs í „Hvít jól“ og einnig í „Ave Maria“ Schuberts. Hvort það var tækjum eða formgerð radda þeirra um að kenna veit ég ekki. En í síðustu lög- unum „Helga nótt“ eftir Adams og í laginu „Frá ljósanna hásal...“ náði samsöngur bæði þeirra, kórs og hljómsveitar fullkominni samstill- ingu og stemmingin í höllinni varð rafmögnuð. Það fór vel á því að enda á glæsiflutningi á hinu gamla kynn- ingarlagi fréttaþátta „gömlu og góðu gufunnar“ „Sleðaferðinni“ eftir Leroy Anderson. En hinn ágæti og skemmtilegi kynnir tónleikanna, Margrét Blön- dal, sagði réttilega að miðað við þessar frábæru viðtökur mætti reikna með framhaldi að ári liðnu. Aðventutónleikar Sinfóníu- hljómsveitar Norðurlands TÓNLIST Íþróttahöllinni á Akureyri Flytjendur: Sinfóníuhljómsveit Norður- lands, Karlakór Dalvíkur, Hulda Björk Garðarsdóttir, sópran, Ólafur Kjartan Sig- urðsson, barítón. Kynnir: Margrét Blöndal. Konsertmeistari:Gréta Guðnadóttir. Stjórnandi: Guðmundur Óli Guðmunds- son. Tónlist eftir: Leroy Anderson, Jót- unni Viðar, Prokofieff, Áskel Jónsson, Jón Sigurðsson, Autry, Ingibjörgu Þorbergs- dóttur, Irving Berlin, Tchaikovsky, Wag- ner, Gunnar Þórðarson, William J. Kirk- patrick, Franz Schubert, Adolphe Adams og John F. Wade. Útsetningar eftir Guð- mund Óla Gunnarsson o.fl. Laugardaginn 9. desember 2006, kl. 18. Aðventutónleikar Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands Jón Hlöðver Áskelsson Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Sinfóníuhljómsveit Norðurlands Hefur í mörg ár lagt sitt af mörkum til undirbúnings jólastemningarinnar með aðventu- og jólatónleikum. Eftir Ingveldi Geirsdóttur ingveldur@mbl.is „ÉG NAUT þessara þriggja mín- útna sem dansinn stóð yfir til hins ýtrasta,“ segir Hlín Diego Hjálm- arsdóttir sem dansaði við afhend- ingu Nóbelsverðlaunanna í Svíþjóð á sunnudaginn, en hún hefur sein- ustu þrjú ár starfað með hinum virta Cullberg-ballett í Svíþjóð. „Þrátt fyrir stressið gekk allt frá- bærlega og að dansa fyrir allan þennan fjölda var stórkostlegt. Áætlað er að 1,2 milljónir Svía hafi fylgst með athöfninni í beinni út- sendingu í sænska sjónvarpinu. Í salnum voru síðan 1.300 manns og þar af sænska konungsfjölskyldan. Á balli eftir athöfnina fengum við mjög góð viðbrögð við dansinum,“ segir Hlín sem mun ekki gleyma þessari reynslu í bráð. Dansverkið var samið sérstaklega fyrir Nóbelsverðlaunahátíðina af Johan Inger listrænum stjórnanda Cullberg-ballett- sins. „Verkið er til- finningaríkt og fallegt, við vorum tvö sem dönsuð- um, ég og Jer- maine Spivey.“ Aðspurð hvort þau sýni dans- verkið aftur segir Hlín það vel geta gerst. „Í febrúar verður Cullberg- ballettinn fjörutíu ára og var áætlað að sýna það aftur þá, en það verður líklega ekki úr því fyrr en seinna á árinu.“ Hlín segir það mikinn heiður fyr- ir sig að hafa verið valin til að dansa við Nóbelsverðlaunahátíðina. „Inger bauð mér að dansa þetta hlutverk fyrir nokkru síðan og það var leyndarmál þangað til þremur dögum fyrir Nóbelsverðlaunaaf- hendinguna. Við þurftum meira að segja að æfa í laumi,“ segir hún. Hlín fluttist til Svíþjóðar sextán ára til að læra hjá Sænska ball- ettskólanum. Eftir námið dansaði hún með Íslenska dansflokknum í tvö ár. Síðan lá leið hennar til Aust- urríkis og Þýskalands og fyrir þremur árum flutti hún aftur til Sví- þjóðar þegar hún fékk stöðuna við Cullberg-ballettinn. „Þetta er einn besti nútímadans- flokkur í heimi og það er mjög erfitt að fá stöðu hjá honum. Það var samt draumur minn frá barnæsku og hann rættist,“ segir Hlín sem er fyrsti Íslendingurinn til að dansa með flokknum. Hjá Cullberg-ball- ettinum starfa tuttugu dansarar og fékk Hlín nýlega fastráðningu. „Einu sinni á ári fer maður á fund og fær að vita hvort maður er ráð- inn í einhvern tíma áfram eða rek- inn en í ár var mér boðin fastráðn- ing sem þýðir að ég er á föstum samningi til fertugs,“ segir Hlín sem má vera í skýjunum yfir vel- gengni sinni. Dansaði á Nóbelsverð- launaafhendingunni Ánægð Hlín segir dansinn á Nóbelsverðlaunaafhendingunni hafa gengið vel þrátt fyrir stressið, en um 1,2 milljónir Svía fylgdust með athöfninni. Hlín Diego Hjálmarsdóttir - fyrsta flokks. Stór orð sem reynslan réttlætir. Hátúni 6a . 105 Reykjavík . Sími 552 4420 . www.fonix.is Nilfisk ryksugurnar þekkja allir enda hafa þær þjónað Íslendingum í yfir 70 ár. Nilfisk ryksugurnar eru sérlega hljóðlátar. Þær eru búnar fullkomnu síunarkerfi sem fangar ofnæmisvaka. Þær eru sterkbyggðar og léttar og búa yfir miklum sogkrafti. Komdu í Fönix og sjáðu úrvalið og gæðin með eigin augum. Hreint út sagt, frábærar ryksugur! � �� � �� � �� �� � �� � � ��� � � � � � Ryksugur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.