Morgunblaðið - 12.12.2006, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 12.12.2006, Blaðsíða 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 12. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI ÁRLEGT jóla- blað verkalýðs- félagsins Ein- ingar-Iðju er óvenjulegt að því leyti í þetta skipti að það er skrifað á fimm tungumálum. Áð- ur hefur blaðið verið á ensku og taílensku auk ís- lensku, en nú var bætt við pólsku og tékknesku. Björn Snæbjörnsson, formaður Einingar-Iðju, segir að Pólverjum hafi fjölgað mikið á fé- lagssvæðinu og Tékkum einnig töluvert. Sem dæmi má nefna að nær allir erlendu verkamennirnir sem vinna við Héðinsfjarðargöngin um þessar mundir eru Tékkar, og Björn telur að hátt í hundrað tékk- neskir verkamenn séu starfandi á félagssvæðinu nú. Talsverður fjöldi erlendra verka- manna er nú félagsbundinn í Ein- ingu-Iðju og hefur fjölgað mjög á árinu. Nú eru félagar í verkalýðs- félaginu frá tugum þjóðlanda. Jólablaðið á fimm málum Björn Snæbjörnsson „MÉR líkaði sýningin mjög vel. Auð- vitað skildi ég ekki það sem leikar- arnir sögðu en þar sem ég kann leik- ritið nánast utanbókar skipti það ekki máli. Persónusköpunin var mjög sterk að mínu mati, sem skiptir gríðarlegu máli í þessu leikriti,“ sagði þýska leikskáldið David Gies- elmann við Morgunblaðið, eftir há- tíðarsýningu Leikfélags Akureyrar á verki hans, Herra Kolbert. Gieselmann segist hafa séð u.þ.b. 25 mismunandi uppfærslur á þessu verki sínu, víða á meginlandi Evr- ópu, í Ástralíu, í Síberíu og nú á Ís- landi. „Stundum hefur verið lögð mikil áherslu á skoplegu hlið verks- ins án þess að persónusköpunin sé mjög sterk og það finnst mér koma mikið niður á verkinu sem heild.“ „Endir verksins er óvenjulegur og það getur verið erfitt að ljúka sýn- ingunni á áhrifamikinn hátt – en eftir því sem persónurnar eru sterkari, því auðveldara verður það. Og mér fannst það mjög vel gert hér.“ Gieselmann leggur áherslu á það að leikskáld megi ekki skila frá sér „fullbúnu“ verki, því leikararnir og leikstjórinn verði að fá efni í hend- urnar sem þeir geti hnoðað. „Leiklist á að verða til þannig; það er gott leik- hús. Ef svo er kemur líka skemmti- lega í ljós hve mikill munur getur verið á sama leikritinu eftir því hvar það er sett upp; það er töluverður munur á því að sjá þessa sýningu setta upp í heimalandinu eða Sydney eða Síberíu eða á Íslandi. Samfélagið á hverjum stað hefur áhrif.“ Persóna í verkinu veltir því fyrir sér hvort kannski sé eðlilegt að drepa mann. Gieselmann var spurð- ur hvort þetta væri ef til lykilspurn- ing í leikritinu. „Það gæti verið. Kannski ekki stærsta spurningin en það er ekki rangt að þessi spurning er líklega stór í verkinu,“ sagði hann. Hann sagðist þó ekki hefja ritun leikrits með slíkt í huga. Nú vildi hann t.d. reyna að nota síma á leik- sviði til annars en skrauts og byrjaði á að láta eina persónuna hringja á veitingastað og panta pítsu! Síðan vatt verkið upp á sig. „Ég er hrædd- ur um ef ég settist niður ákveðinn í því að skrifa verk um spurningu eins og þá sem þú nefndir yrði erfitt að koma frá sér góðri sögu. Ég bara byrja og kemst svo smám saman að því um hvað sagan er!“ „Samfélagið á hverj- um stað hefur áhrif“ Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Glöð Edda Björg Eyjólfsdóttir, Gísli Pétur Hinriksson, Gieselmann, Unnur Ösp Stefánsdóttir, Ólafur Steinn Ingunnarson og Guðjón Davíð Karlsson. Í HNOTSKURN »Þýska leikskáldið DavidGieselmann var við- staddur sýningu á þekktasta verki sínu á sviðinu hjá LA. »Gieselmann telur höfundaekki mega skrifa „full- búin“ verk því listamennirnir verði að fá að hnoða efnið; þannig verði góð leiklist til. EINS og undanfarin ár mun Hjálp- ræðisherinn á Akureyri leitast við að aðstoða þá sem eru hjálpar þurfi fyrir þessi jól og útvarpsstöðin Voice og Hljóðkerfi.com standa að umsvifa- mikilli söfnun í samstarfi við Hjálp- arstarf kirkjunnar að þessu sinni. „Það eru margir sem búa við þröngan kost,“ segir í fréttatilkynn- ingu frá Hjálpræðishernum á Akur- eyri. Herinn verður með söfnun fyrir jólin og úthlutar úr þeim sjóði til þeirra sem eru hjálpar þurfi. Tekið verður á móti umsóknum í síma 462 4406 dagana 13. til 15. desember kl. 17–19. Úthlutað verður mánudaginn 18. desember kl. 17–19. Sjónvarpað beint Söfnun Voice og Hljóðkerfa.com í samstarfi við Hjálparstarf kirkjunnar hófst í síðustu viku og stendur til 16. desember, en þá verður henni sjón- varpað beint á N4, Sjónvarpi Norður- lands. „Þetta er samstarfsverkefni þess- ara tveggja ungu fyrirtækja í bænum með það eitt að markmiði að ALLIR geti haldið heilög jól hér norðanlands. Að söfnuninni koma fyrirtæki eins og Sparisjóður Norðlendinga, sem kost- ar söfnunina og beinu útsendinguna á N4, og Síminn,“ segir í frétt frá Voice. Þess má geta að Voice 987 hefur ákveðið að útvarpa aftansöng beint frá Akureyrarkirkju á aðfangadag frá kl. 18 til kl. 19. Það verður að sögn í fyrsta skipti í langan tíma sem hægt er að hlýða á aftansöng frá kirkju á Norðurlandi. Hægt verður að hlusta á aftansöng- inn á netinu á www.voice.is. Safna fyrir þá sem eru hjálpar þurfi ÁRSFUNDUR Háskólans á Akur- eyri verður haldinn í stofu L101 á Sólborg föstudaginn 15. desember kl. 12:00–13:30. Á fundinum mun rektor kynna stefnumótun háskól- ans fyrir 2007–2011 og fram- kvæmdastjóri kynnir ársreikning 2005. Ársfundurinn er öllum opinn og eru áhugasamir hvattir til að taka þátt í umræðum. Ársfundur HA á föstudaginn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.