Morgunblaðið - 12.12.2006, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 12.12.2006, Blaðsíða 11
Þorláksbiblía frá 1664 og kort keypt á uppboði Eftir Hjálmar Jónsson hjalmar@mbl.is lenska eigu. Þar væri einnig um mjög gott eintak að ræða. Ari Gísli sagði að ekki væri mikið vitað um sögu þessara gripa, en á auðri síðu í Þorláks- biblíu væri áritun þar sem fram kæmi að um sumargjöf væri að ræða frá árinu 1857. Síðan hefði bókin einhvern veginn komist á flakk út fyrir landsteinana. Hann grunaði að hún kæmi nú úr þýsku einkabókasafni en hefði ekki staðfestingu fyrir því. vitað um innan við eitt hundrað eintök, að sögn Ara Gísla Braga- sonar, fornbóksala, sem kom að því að útvega bókina og kortið hingað til lands. Ari Gísli sagði að þetta eintak af Þorláksbiblíu væri mjög gott. Það væri alveg heilt en Þor- láksbiblía hefði af ein- hverjum ástæðum haft til- hneigingu til þess að fara mun verr en Guðbrandsbiblía. Oft vantaði í þær einstaka síður eða að aðrir gallar væru á þeim en þetta eintak væri ein- staklega gott. Ari Gísli sagði að á upp- boðinu hefði einnig sæskrímsla- kortið verið kennt við Guðbrand og það hefði einnig komist í ís- ÞORLÁKSBIBLÍA, sem prentuð var árið 1664 á Hólum í Hjalta- dal, og sæskrímslakortið svo- nefnda, sem kennt er við Guðbrand Þorláksson, biskup Hólum, voru keypt á uppboði í Stokkhólmi í Svíþjóð nýlega og verða vistuð í einkasöfnum hér á landi. Þorláksbiblía er önn- ur biblían sem prentuð var hér á landi, en elst ís- lenskra biblía er Guð- brandsbiblía sem prentuð var 1584, eins og kunnugt er. Þor- láksbiblía var upphaflega prentuð í eitt þúsund eintökum en nú er MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. DESEMBER 2006 11 Eftir Brján Jónasson brjann@mbl.is TEKIST var á í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær um kröfu fimm einstaklinga sem eru tengdir Baugi þess efnis að rannsókn á meint- um skattalagabrotum þeirra yrði úrskurðuð ólögleg, eða að yfirmenn ríkislögreglustjóra teldust vanhæfir í málinu, og þar með allir þeirra undirmenn hjá ríkislögreglustjóra. Málareksturinn er á vegum fimm einstak- linga sem allir eru tengdir Baugi; þeirra Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, Jóhannesar Jónsson- ar, Kristínar Jóhannesdóttur, Tryggva Jóns- sonar og Stefáns H. Hilmarssonar. Meint brot þeirra eru til rannsóknar hjá ríkislögreglu- stjóra, en engin ákæra hefur enn verið gefin út. Verjendur fimmmenninganna sögðu að brot- ið hefði verið á rétti þeirra við rannsóknina, en saksóknari efnahagsbrotadeildar sagði á móti að körfugerðin væri með öllu tilhæfulaus og dómari hlyti að taka afstöðu til hennar með það í huga. Að loknum málflutningi tók Eggert Óskarsson héraðsdómari málið til úrskurðar, en ekki er ljóst hvenær hann mun kveða upp úrskurð í málinu. Lögmenn fimmmenninganna fullyrtu í gær að nokkrar ástæður væru fyrir því að úrskurða ætti rannsókn á meintum skattalagabrotum ólöglega, eða að yfirmenn ríkislögreglustjóra væru vanhæfir til að fjalla um þau. Í fyrsta lagi hafi verið brotið gegn rétti þeirra til þess að teljast saklausir uns sekt þeirra hafi verið sönnuð. Gestur Jónsson, verj- andi Jóns Ásgeirs, benti í þessu samhengi á ummæli sem höfð voru eftir Haraldi Johann- essen ríkislögreglustjóra í Blaðinu, 12. október 2005, þar sem hann sagði að skattamálin hefðu „sumpart farið sinn farveg í skattakerfinu og [mundu] að öðru leyti fara fyrir dóm sem skatt- svikamál“. Einnig var vísað í ummæli Jóns H. Snorra- sonar, saksóknara efnahagsbrotadeildarinnar, einnig í Blaðinu, þar sem hann sagði að ef ein- hver bryti af sér á þessu sviði lenti hann hjá efnahagsbrotadeild til rannsóknar. Gestur sagði engu breyta þótt því væri nú haldið fram að hér væri ekki rétt eftir þeim Haraldi og Jóni H. haft. Hvorugur hefði óskað eftir því að þessi ummæli yrðu leiðrétt, og því stæðu þau sem sannleikur í málinu. Engu breytti hvort þetta hefði í raun verið sagt orð- rétt svona, eða hvort merkingin hefði ekki komist rétt til skila. Ekki hefði verið óskað eft- ir því að þessi ummæli yrðu leiðrétt, og því stæðu þau. Í greinargerð Jóns H. Snorrasonar vegna kröfu verjenda í þessu máli kemur fram að um- mæli Haraldar hafi verið höfð eftir honum eftir blaðamannafund. Var einnig vísað til þess að enginn annar fjölmiðill hefði birt nokkuð í ætt við þetta eftir fundinn og vitnað í fréttir Fréttastofu Stöðvar 2 um málið. Gestur lagði því fram tvær yfirlýsingar frá fjölmiðlafólki sem fór á umræddan fjölmiðla- fund, þar sem fram kom að yfirmenn ríkislög- reglustjóra hefðu rætt við fulltrúa hvers fjöl- miðils í einrúmi. Því væri ekki hægt að byggja á því sem aðrir fjölmiðlar segðu um málið, um nokkra fundi hefði verið að ræða en ekki einn eins og saksóknari hefði sagt berum orðum. Blaðamanns að tryggja samhengið Jón H. Snorrason, saksóknari efnahags- brotadeildar ríkislögreglustjóra, sagði að blaðamenn fjölluðu um mál eins og þeir vildu, viðmælendur réðu því ekki hvernig framsetn- ing blaðamannsins væri. Ekkert líkt þessum ummælum hafi komið fram í öðrum fjölmiðl- um, sem þó hafi fjallað ýtarlega um málið, og bendi það til þess að þetta hafi ekki verið við- horf Haraldar. Á blaðamannafundinum hafi bæði verið spurt um Baugsmálið og meðferð mála almennt, og það sé blaðamannsins að setja ummæli viðmælenda í rétt samhengi. Verjendur fimmmenninganna sögðu aðra ástæðuna fyrir því að úrskurða ætti rannsókn- ina ólögmæta þá að yfirmenn ríkislögreglu- stjóra hefðu þegar lýst sig vanhæfa til að fara með málið. Kristín Edwald, verjandi Kristínar Jóhannesdóttur, benti á að bæði Haraldur Johannessen og Jón H. Snorrason hefðu sagt sig frá Baugsmálinu eftir að Hæstiréttur ákvað að vísa 32 af 40 upphaflegum ákæruliðum í málinu frá dómi. Sömu ástæður gildi nú og þá, ekkert hafi breyst. Þeir hljóti því að vera van- hæfir til að fjalla um þetta mál, á grundvelli yfirlýsinga þeirra sjálfra í fjölmiðlum. Þessu mótmælti Jón H. Snorrason og sagði hann ljóst að málið hefði verið sent til ríkissak- sóknara þar sem vafi hefði leikið á því hvort gefa ætti út endurákæru, ekki vegna vanhæfis yfirmanna ríkislögreglustjóra. Ef um vanhæfi hefði verið að ræða hefðu yfirmenn ríkislög- reglustjóra einnig verið vanhæfir til að fjalla um þá átta ákæruliði sem sendir voru aftur í héraðsdóm, sem þeir hefðu ekki verið. Kristín gerði einnig alvarlega athugasemd við að Jón H. Snorrason, saksóknari í málinu, gerði gys að Jóhannesi Jónssyni í samtali við Blaðið hinn 14. nóvember sl. Þar sagði Jón H. m.a.: „[…] hér fær enginn sérmeðferð, hvort sem hann er snauður eða ríkur og hvort sem hann afgreiðir kjötfars eða ekki. Svona er þetta bara.“ Með ummælum af þessu tagi sé grafið undan því trausti sem sakborningar eigi að hafa á ríkislögreglustjóra. Jón H. Snorrason sagði á móti að það væri alvarlegt mál væru verjendur að saka Jóhann- es um að hæðast að héraðsdómi. Hann sjálfur hefði einungis verið að vitna til ummæla Jó- hannesar fyrir héraðsdómi þar sem hann sagð- ist ekki hafa séð um gerð ársreikninga sem stjórnarmaður í Baugi, sín sérgrein væri að selja kjötfars. Hann mótmæli því alfarið að hann hafi verið að gera gys að Jóhannesi. Jón H. sagði að í þessu viðtali við blaðamann Blaðsins hefði hann einungis verið að gefa í skyn að honum þætti spurningin vitlaus og því svarað með þessum hætti. Jakob Möller, verjandi Tryggva Jónssonar, fjallaði að lokum um tvær ástæður til viðbótar sem leiða ættu af sér að úrskurða ætti rann- sókn á meintum skattalagabrotum ólöglega. Annars vegar hafi málsmeðferðin tekið of lang- an tíma, en hins vegar hafi gögn sem starfs- menn ríkislögreglustjóra hafi aflað með húsleit í Lúxemborg verið misnotuð. Benti Jakob á að ekki yrði betur séð en að rannsókn á meintum skattalagabrotum hefði legið niðri í um tvö ár. Það væri í það minnsta sá tími sem leið frá því skattrannsóknarstjóri sendi efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra málið þar til tekin var skýrsla af sakborning- um. Gögn hverfi ekki úr huga Jón H. Snorrason sagði þetta misskilning, rannsókn lægi ekki niðri þó sakborningar hefðu ekki orðið varir við hana. Einungis um 1% af þeim tíma sem fari í rannsókn umfangs- mikilla efnahagsbrota fari í yfirheyrslur yfir sakborningum. Ekki sé óeðlilegt að taka rúmt ár í rannsóknir áður en skýrslutökur hefjist. Hvað varðar gögnin frá Lúxemborg sagði Jakob að þó ljóst væri að ekki ætti að nota gögnin við rannsókn á meintum skattalaga- brotum væri ómögulegt fyrir þá starfsmenn ríkislögreglustjóra sem séð hefðu umrædd gögn frá Lúxemborg að taka afstöðu til máls- ins með þau gögn í huga, þó ekki mætti byggja á þeim. Þannig hafi þau alltaf áhrif á rannsak- endur, vitneskjan um það sem þar standi „hverfi ekki úr huga þessara manna“. Jón H. sagði fráleitt að blanda gögnum frá Lúxemborg við meðferð skattamála sem nú væri verið að fjalla um. Gögnin sem þar hafi verið aflað verði ekki notuð við rannsókn á skattamálum, enda slíkt með öllu óheimilt sam- kvæmt lögum. Fjallað um kröfu um að skattrannsókn yfir einstaklingum tengdum Baugi verði úrskurðuð ólögmæt Verjendur segja brotið á rétti sakborninga Með öllu tilhæfulaus kröfugerð sem dómarinn hlýtur að skoða með það í huga, sagði saksóknari Í HNOTSKURN »Baugsmálið svokallaða hefur núskipst í þrjá aðskilda hluta. » Í fyrsta lagi bíða 8 ákæruliðir semeftir standa af upphaflegri ákæru meðferðar Hæstaréttar. » Í öðru lagi verður fjallað um endur-ákæru vegna ákæruliða sem vísað var frá í héraðsdómi á næstunni. »Að lokum eru meint skattalagabrottil rannsóknar, en engin ákæra hef- ur verið gefin út vegna þeirra. Morgunblaðið/Ásdís Málflutningur undirbúinn Tveir verjenda í Baugsmálinu, þau Jakob Möller og Þórunn Guð- mundsdóttir, stungu saman nefjum áður en málflutningur fyrir héraðsdómi hófst í gær. ÚTSALA - ÚTSALA 30-80% verðlækkun Nú er hægt að gera góð kaup Leðurjakki 14.900 4.990 Túníka 5.500 1.100 Íþróttagalli 5.500 2.900 Rúskinnspils 8.900 4.900 Síðúlpa 9.900 5.990 Allar buxur og peysur á 50% afslætti Opnunartími fyrir jól Virka daga frá kl. 10.00 -18.00 Laugardaga frá kl. 10.00-16.00 www.friendtex.is Síðumúla 13 108 Reykjavík Sími 568 2870 Opið frá 10–18 Dæmi um verð: Áður Nú

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.