Morgunblaðið - 12.12.2006, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 12.12.2006, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. DESEMBER 2006 31 UMRÆÐAN JANÚAR var runnin upp og komið var að því að leggja pípu- lagnir í einbýlishús á höfuðborg- arsvæðinu. Þetta var árið 1991 og ég að hefja störf sem iðnnemi við pípulagnir. Þetta var kaldur morg- un og mér var sagt að mæta á þennan tiltekna stað. Þegar inn var komið fann maður greinilega að það var kaldara inni en úti, steypubyggingin virk- aði eins og stór fryst- ir. Lýsingin var að mestu leyti í lagi, vantaði þó lýsingu hér og þar á sumum stöðum í húsinu, sem var þó reddað með ljóskastara. Rafmagn- ið var í góðu lagi fullt að tenglum til að komast í enda bygg- ingaverktakinn ólmur í að fá okkur til að hefja framkvæmdir. Þegar búið var að koma snittvélinni fyrir og raða upp lagnaefninu á „heima- tilbúið“ vinnuborð hófust fram- kvæmdir. Þegar meistarinn var búinn að setja mér fyrir og rokinn út í „hlýjuna“ til að sinna öðrum verkum hófust framkvæmdir. Eft- ir dágóða stund kom að kaffihléi. Ég spurði smið sem var þarna að störfum hvar kaffiaðstaðan væri ( hafði áður unnið í frystihúsi þar sem var fín aðstaða fyrir vinnandi fólk ) hann sagði mér að hún væri hvergi og slíkt væri bara í stærri byggingum. Hann sýndi mér hvernig hann færi að og var hann búinn að raða upp einangr- unarplasti frá múraranum fyrir borð og sjálfur sat hann á pappa- kassa. Ég settist hjá honum og hann gaf mér kaffi úr sínum brúsa. Sjálfur þurfti ég að búa mér til kaffimál úr kókflösku. Eft- ir kaffið spurði ég hann hvar sal- ernisaðstaðan væri, hann hló við og sagði að hér væri ekkert slíkt. Hann sagði mér frá raunum sín- um. Í mörg ár hafi hann unnið á slíkum stöðum þar sem enginn að- staða hafi verið. Hann sagði mér að hann væri búinn að skemma í sér ristilinn vegna þess að hann hafi svo oft þurft að halda í sér og farið síðan á salernið að vinnu lok- inni heima hjá sér. Hann var þó með ferðakamar sem hann sýndi mér því ekki gat hann lagt það á ristilinn að halda meir í sér sakir aldurs, enda kominn á sjötugsald- urinn. Bara hann hafði aðgang að þessum kamri sínum. Því miður er þessi frásögn ekki liðin tíð. Ennþá í dag árið 2006 er iðnaðarmönnum boðið upp á slíkt, að sjálfsögðu ekki öllum þar sem sumir verktakar hlúa vel að sínum mönnum og sjá þeim fyrir mannsæmandi að- stöðu.Ég fékk upp í hendurnar bækling um daginn sem hefur með að gera aðbúnað á vinnustöðum. Í bæklingnum er tekið fram hvað það er mik- ilvægt að byggingar séu hreinar og snyrti- legar. Reynt er að ná til þeirra sem hafa með framkvæmdir að gera svo sem fyr- irtæki, meistara og starfsmenn í íslenskum byggingariðnaði ( Hrein Bygging. 1998. Menntafélag bygg- ingariðnaðarins, Reykjavík. ) Í öll þau ár sem ég hef unnið sem pípu- lagningamaður hefur mér nánast aldrei verið bent á mikilvægi þess að hafa snyrtilegt í kringum sig. Einstaka sinnum hefur verið bent á drasl og.þ.h. en aldrei farið markvisst út í mikilvægi þess hvað það skiptir miklu máli að hafa hreint í kringum sig. Menn eru samt misjafnir og víða leynist einn og einn sem finnst það skipta máli að hafa hreint í kringum sig. Í 13.gr. laga 46/1980 um aðbúnað, hollustuhættir og öryggi á vinnu- stöðum er tekið skýrt fram hvern- ig aðbúnaður á að vera á vinnu- stöðum: „Atvinnurekandi skal tryggja, að gætt sé fyllsta öryggis og góðs aðbúnaðar og holl- ustuhátta á vinnustað.“ ( Lög nr. 46/1980 um aðbúnað, holl- ustuhættir og öryggi á vinnustöð- um, 28 maí ) Menntafélag byggingariðnaðar- ins hefur lagt sitt að mörkum um að koma þessum heilnæmu skila- boðum til okkar í gegnum bækl- inga og ýmis námskeið. Mikilvægt er því að halda þessum boðskap á lofti um hreinar byggingar þar sem þetta er nú vinnan okkar. En til þess að þetta takist þurfa allir að taka þátt svo vel eigi að vera. Ég spurði eitt sinn mann hví hann væri sjálfstæðismaður. Hann sagði mér stutta sögu sem varð til þess að hann aðhylltist stefnu og sjónarmið Sjálfstæðisflokksins „Frelsi einstaklingsins til at- hafna“. Sagan var á þessa leið: Hann ólst upp á Vestfjörðum. Frá unga aldri mundi hann eftir því að á veturna lokaðist bærinn hans inni vegna mikillar snjókomu. Lengi vel var beðið um að fá veg ofar í hlíðinni til að koma í veg fyrir að þau lokuðust inni stóran part af vetrinum. Aldrei kom veg- urinn þar sem ríkisstjórnin á þeim tíma hafði lofað þeim vegi, en aldrei kom sá vegur. Það var ekki fyrr en þau sem á bænum bjuggu fóru sjálf í framkvæmdir því klárt var að enginn annar ætlaði að gera þetta fyrir þau. Síðan kom vegurinn sem þau sjálf lögðu. Þessi saga hefur verið hvati fyr- ir mig að margt í lífinu gerist ekki að sjálfu sér. Ef eitthvað þarf að gera eins og til dæmis koma því í verk að hafa snyrtileg hjá mér í vinnunni að þá gerist ekkert fyrr en ég tek af skarið, tek til hjá mér og tek undir þennan boðskap hreinlætisins. Kæru samstarfsmenn, tökum höndum saman í þessari baráttu og minnum okkar vinnuveitendur á að í þessu landi eru til lög sem hafa með aðbúnað okkar að gera. Tökum einnig til hendinni og ver- um snyrtilegir það færir okkar iðnaðarstétt gott orðspor inn í hina komandi tíma og öllum á eftir að líða betur í vinnunni sinni. Gangi ykkur vel. Aðstaða á vinnustað Böðvar Ingi Guðbjartsson fjallar um aðbúnað iðnaðarmanna »Kæru samstarfs-menn, tökum hönd- um saman í þessari bar- áttu og minnum okkar vinnuveitendur á að í þessu landi eru til lög sem hafa með okkar að- búnað að gera. Böðvar Ingi Guðbjartsson Höfundur er pípulagningamaður. „HLJÓMUR þagnarinnar er tónlist“ er haft eftir óþekktum tónlistarmanni. Frá upphafi hefur tónlistin fylgt mannfólkinu með ýmsum hætti og er í dag veigamikill þátt- ur í tjáningu og til- finningamiðlun í mannlegum sam- skiptum. Frá land- námi hafa tónhæðir og tilgangur þeirra haft áhrif á líf fólks og er í íslensku nú- tímasamfélagi snar þáttur í hinu daglega og hversdagsbundna lífi. Og á Íslandi er það íslensk tónlist sem hljómar hæst. Tónlist og menningin í heild sinni er gjarnan notuð sem mæli- kvarði á þroskastig einstakrar þjóðar í alþjóðasamfélaginu. Fjöl- breytt menningarafurð er tákn um fjölbreytt og frjálst samfélag þar sem einstaklingar og þjóðfélags- hópar geta óhindrað tjáð sig eftir þeim miðlum og aðferðum sem til boða stendur hverju sinni. Í okkar menningarsamfélagi hafa opinber- ir aðilar borið gæfu til í að skilja þýðingu tónlistar – bæði frá menningarlegu og efnahagslegu sjónarhorni og stuðlað þannig að fjölbreyttu og öflugu tónlistarlífi á Íslandi. Í hinum vestræna heimi hafa þjóðir lagt mikla áherslu á tilurð og flutning innlendrar tónlistar og hafa sum samfélög sett lög sem skulda- binda útvarpsstöðvar til að hafa allt að helmings hlutfall út- sendrar tónlistar með innlendu efni. Hér- lendis hefur Rík- isútvarpið borið höfuð og herðar yfir aðrar útvarpsstöðvar í flutn- ingi á íslenskri tónlist á sínum rásum, nokk- uð sem aðrar íslenskar útvarpsstöðvar mættu gjarnan taka sér til fyrirmyndar. Á Íslandi hafa tónlistarmenn og hagsmunasamtök tónlistar tekið höndum saman undir nafni Sam- tóns til að vinna að framgangi tón- listar á Íslandi og erlendis. Skemmst er að minnast stofn- unar Útflutningsskrifstofu ís- lenskrar tónlistar undir forystu Samtóns, þar sem þrjú ráðuneyti sameinuðust um stuðning við það nýstofnaða fyrirtæki. Að auki hef- ur Landsbanki Íslands ákveðið þriggja ára fjárstuðning við verk- efnið – sem á eftir að veita ís- lenskri tónlist og tónlistarmönnum brautargengi á erlendri grundu. Þá hefur fjármálaráðherra lagt til að virðisaukaskattur á geisla- diskum verði lækkaður – í kjölfar breytinga á sölu- og dreif- ingaaðferðum á tónlist sem átt hafa sér stað á undanförnum ár- um. Í dag er „Dagur íslenskrar tón- listar“ þar sem augum og eyrum er beint að íslenskri tónlist. Sam- tónn hefur haft forgöngu að verk- efninu og er það ósk okkar allra að þjóðin taki þátt í verkefninu – með því að flytja og hlýða á ís- lenska tónlist. Dagur íslenskrar tónlistar Kjartan Ólafsson skrifar í til- efni af degi íslenskrar tónlistar » Á Íslandi hafa tón-listarmenn og hags- munasamtök tónlistar tekið höndum saman undir nafni Samtóns til að vinna að framgangi tónlistar á Íslandi og er- lendis. Kjartan Ólafsson Höfundur er formaður Tónskálda- félags Íslands. Bréf til blaðsins Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is DÆMISAGA um einstaklega fá- ránlegt kerfi: Tekjutengingar – Út- lagður endurgreiddur kostnaður, tekjur í augum TR. Ég var að skoða þessar hrikalegu tekju- tengingar, sem því miður eru viðhafðar hér á landi og eru að mínu mati ein- staklega ósann- gjarnar og ber að leggja af hið bráðasta og varp- aði boltanum til eins ágæts félaga í félagi eldri borgara, sem hefur látið sig málefni okkar eldri borgara miklu skipta og fór m.a. í skoð- unarferð til Danmerkur til þess að undirbyggja þekkingu sína. Viðkomandi fékk endurgreiddan útlagðan kostnað við ferðina, sem svo sannarlega kom í bakið á hon- um eins og eftirfarandi frásögn ber með sér: „Svo er eitt sem þarf að huga að. Standi „atvinnutekjur og lífeyr- issjóðstekjur“ í lögunum er það heldur flóknari regla heldur en bara „aðrar tekjur“ og allt eins víst að TR reyni í hvert sinn að finna sér leið til að heimfæra slíkar tekjur sem hvorki atvinnu- né líf- eyrissjóðstekjur til að geta hýru- dregið viðkomandi lífeyrisþega. Standi hins vegar „aðrar tekjur“ þarf ekki að skilgreina hvers konar tekjur um er að ræða og TR hefur þá enga smugu til að reyta sínar greiðslur til baka af viðkomandi. Ég fékk „dagpeninga“ í tengslum við ferðina sem bæjarstjórn míns bæjarfélags bauð mér til, til Dan- merkur haustið 2005 til að skoða öldrunarsetur þar ásamt fleirum. Þegar heim kom framvísaði ég nót- um fyrir útlögðum kostnaði á bæj- arskrifstofunni og fékk hann greiddan, eitthvað um 17 þúsund krónur. Fæ svo bréf frá TR þar sem þeir telja þetta tekjur og ætla að skerða greiðslur til mín vegna þessa.“ Ég leyfi mér að spyrja, er þetta hægt? Þarna gengur Trygg- ingastofnun lengra heldur en skatt- urinn, sem þó kallar ekki allt ömmu sína. Þetta er enn eitt dæmi þess hverskonar ófreskja þessar tekjutengingar eru og í raun furðu- legt hvernig Tryggingastofnun rík- isins leyfir sér að beita þeim. HELGI K. HJÁLMSSON, viðskiptafræðingur og varafor- maður LEB. Dæmisaga um einstak- lega fáránlegt kerfi Frá Helga K. Hjálmssyni: Helgi K. Hjálmsson HERRA vegamálastjóri og bæjarstjóri Hveragerðis, Ásdís Hafsteinsdóttir! Enn rís umræða um öryggismál á þjóðvegunum. Og enn að gefnu tilefni. Því miður. Í þessari umræðu er hlutur sem mig langar að fá botn í. Ásdís, þú sagðir í viðtali á Rás eitt: „Það er búið að gera það á vissum köflum á Hellis- heiði að setja 2+1-veg og reynslan af því er ekki góð. Þetta er ekki sú lausn sem við teljum vera nauðsyn- lega og þetta er alls ekki það sem við teljum þurfa.“ Gaman væri að fá að vita á hvern hátt reynslan hefur sýnt að þetta er ekki nóg. „Reynslan af því er ekki góð,“ sagðir þú. Viltu nokkuð útskýra þetta nánar? Ég hélt – og ég veit um marga aðra sem héldu – að reynslan af 1+2 væri mjög góð! Vegamálastjóri, haft er eftir þinni stofnun að 1+2-lausnin sé það sem við á, við þær aðstæður sem eru t.d. á Hellisheiði. Gaman væri að fá að vita eitthvað um þann umferð- arþunga sem Vegagerðin miðar við varðandi tillögur um óaðskilda um- ferð. Um 1+2-vegi og um 2+2-vegi með bili á milli vegahluta? Keflavíkurvegurinn nýi hefur bjargað mannslífum. Á Hellisheiði hefur verið ekið á víraveggirðinguna milli akstursstefna, svo ætla má að girðingin sú hafi bjargað manns- lífum. En vegamálastjóri: Hver eru þau mörk sem við er miðað? Var tvöföld- un Keflavíkurvegarins framkvæmd þar sem viðmið Vegagerðarinnar hefði bent á 1+2? Eða var það kannski framkvæmd sem hefði sam- kvæmt sömu viðmiðum átt að vera búið að gera fyrir mörgum árum? Hvar standa hinir ýmsu vegir landsins með tilliti til þessara við- miða? Hvaða vegaspottar eru sam- kvæmt viðmiðum Vegagerðarinnar komnir í þörf fyrir breytingu til aukins öryggis vegna þess að um- ferðarþunginn er meiri en þau við- mið sem viðkomandi vegir voru byggðir eftir? Það er lítill vandi að stilla sér upp við hlið Sunnlendinga og heimta tvöföldun. En vegamálastjóri: Hvað segir reynsla okkar og annarra af 1+2-lausninni og hver er kostn- aðarmunurinn á milli þessara tveggja lausna? Ég trúi því að það hugsi fleiri en ég sem svo að réttur Sunnlendinga til að auka öryggið á Suðurlands- vegi sé mikill. Að hann sé gríð- arlegur, feiknalegur. Já ástandið sé löngu orðið þjóðinni til skammar. En vegamálastjóri: Er þessu kannski eins farið á öðrum vegum sem líka þarf að laga, til að reyna með því að bjarga mannslífum? Einhvern veginn er það svo að þrátt fyrir allt er eitt mannslíf metið með sama hætti af aðstandendum hvar sem þeir búa á landinu – held ég. Vegamálastjóri og bæjarstjóri: Ég bið um upplýsingar til að ég geti reynt að mynda mér skoðun af ein- hverri skynsemi. Þeir sem hrifnir hafa verið burt koma ekki aftur og við vitum aldrei hvar höggið fellur næst. ÞÓR JENS GUNNARSSON, Esjugrund 23, Kjalarnesi. Umferðaröryggi Frá Þór Jens Gunnarssyni: Fréttir í tölvupósti

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.