Morgunblaðið - 12.12.2006, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 12.12.2006, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 12. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR  ANNA Inge- borg Pétursdóttir varði doktorsrit- gerð í atferlis- greiningu við sál- fræðideild West- ern Michigan University 7. júlí sl. Ritgerðin ber heitið Mat á yrtri þjálfun og hlustunarþjálfun við kennslu flokkunarfærni. Dr. James E. Carr var aðalleiðbeinandi og for- maður doktorsnefndar. Rannsóknin fól í sér mat á því að hvaða marki tvær aðferðir við að kenna ungum börnum að flokka hugtök skiluðu sér í flokkunarfærni sem ekki var kennd með beinum hætti. Markmiðið var að líkja eftir aðferðum sem algengt er að notaðar séu við kennslu barna með einhverfu og önnur þroskafrá- vik. Í þeim tilgangi var útbúið hlið- stæðulíkan af kennslu flokkunar- færni með tilvísun annars vegar í greiningu B.F. Skinners á yrtri hegð- un og hins vegar í nýlegar rann- sóknir á áreitisjafngildi. Rannsóknin var framkvæmd með einstaklings- tilraunasniði og í henni tóku þátt þriggja ára börn sem ekki höfðu nein þekkt þroskafrávik. Í upphafi lærðu börnin að nefna sjónræn áreiti sem ýmist voru rittákn úr erlendum mál- um eða myndir af útlínum erlendra landa. Börnunum var síðan kennt að flokka ýmist tákn eða lönd, annað hvort með hlustunarþjálfun þar sem þau lærðu að benda á áreiti þegar þau heyrðu flokkaheiti eða með yrtri þjálfun þar sem þau lærðu að segja flokkaheiti þegar þau heyrðu nöfn einstakra tákna eða landa. Niður- stöður voru þær að hvorug þjálfunar- aðferðin leiddi á áreiðanlegan hátt til birtingar færniþátta sem ekki höfðu verið kenndir beint, en yrt þjálfun skilaði sér stundum í bættri frammi- stöðu í hlustun og þegar svo var birt- ust jafnframt aðrir færniþættir. Þessi útkoma samræmist niður- stöðum fyrri rannsókna á kennslu skilnings og tjáningar, ásamt nið- urstöðum nýlegra grunnrannsókna á tengslum máls og flokkunar hugtaka. Anna Ingeborg Pétursdóttir fædd- ist á Akureyri 21. janúar 1974 og ólst þar upp hjá móðurforeldrum sínum, Önnu Björnsdóttur, húsfrú, og Ólafi Sigurðssyni, yfirlækni. Foreldrar hennar eru Halldóra Ólafsdóttir, yfirlæknir á geðdeild LSH, gift Kjartani Mogensen, landslags- arkitekt og Pétur Rasmussen, kenn- ari við Menntaskólann við Sund, kvæntur Auði Ólafsdóttur, kennara. Anna Ingeborg lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1993 og B.A. prófi í sálfræði frá Há- skóla Íslands 1996. Hún hóf fram- haldsnám við Western Michigan Uni- versity í júní 2000, útskrifaðist með meistaragráðu í júní 2004 og dokt- orsgráðu í ágúst 2006. Anna Inge- borg starfaði sem lektor við Félags- vísinda- og lagadeild Háskólans á Akureyri 2005–2006. Hún er nú að- stoðarprófessor í sálfræði við Texas Christian University í Fort Worth í Texas. Doktor í atferlis- greiningu Eftir Sunnu Ósk Logadóttur sunna@mbl.is FJÖLBÝLISHÚS með um það bil 100 íbúðum og hjúkrunarheimili fyr- ir allt að 90 vistmenn gæti risið á næsta ári á Lýsisreitnum í vesturbæ Reykjavíkur samkvæmt tillögu að deiliskipulagi. Fjölbýlishúsið verður níu hæðir samkvæmt tillögunni sem nú hefur verið auglýst. Þegar hefur verið tekið tillit til athugasemda hagsmunaaðila við útfærslu tillög- unnar og húsið m.a. lækkað úr tíu hæðum. Lýsisreiturinn markast af Grandavegi, Eiðsgranda, Hring- braut og Framnesvegi. Gert er ráð fyrir töluverðri stækkun gömlu Lýs- islóðarinnar til norðurs í átt að Eiðs- granda samkvæmt tillögunni. Mun húsið sem verslunin Krónan hefur verið í, verða rifið og bætist það svæði því við byggingarreitinn. Deiliskipulag íbúahverfisins í Bráð- ræðisholti, sem er innan reitsins, er að mestu leyti óbreytt, en þar verða leyfðar minniháttar breytingar og viðbyggingar. Bílastæði neðanjarðar að mestu „Við auglýsum núna tillögu sem gerir ráð fyrir átta hæðum og ní- undu hæðinni að auki sem er inn- dregin,“ segir Margrét Þormar, arkitekt hjá Skipulags- og bygging- arsviði Reykjavíkurborgar. Bíla- stæði verða aðallega neðanjarðar en gert er ráð fyrir að hjúkrunar- heimilið, sem komi á milli fjölbýlis- ins og byggðarinnar í Bráðræðis- holti, verði fjórar hæðir auk bílakjallara. Aðkoma að nýju byggingunum verður að hluta frá Eiðsgranda í gegnum JL-portið, en einnig verður mögulegt að aka inn á milli bygging- anna frá Grandavegi. ÍAV eiga Lýsislóðina og var samið við þá um að kaupa hluta lóðarinnar undir hjúkrunarheimili en að því munu Seltjarnarnesbær, Reykjavík- urborg og ríkið standa í sameiningu. Margrét segir það fara eftir þeim at- hugasemdum sem berast við tillög- una hvenær hægt verði að hefja framkvæmdir. Auglýsa verði tillög- una í sex vikur og þá taki við skoðun athugasemda. Tillagan verður kynnt íbúum í samvinnu Skipulags- og bygginga- sviðs Reykjavíkurborgar og hverfis- ráðs Vesturbæjar í dag, þriðjudag, kl. 17 í sal félags- og þjónustumið- stöðar, Aflagranda 40. Á fundinum verður m.a. umferðarsérfræðingur með kynningu. Deiliskipulagstillöguna, ásamt teikningum, má finna á vefnum www.skipbygg.is. Hjúkrunarheimili og fjölbýlishús á Lýsisreitnum við Eiðsgranda Tillaga um níu hæða fjölbýlis- hús með um hundrað íbúðum Tillaga Fjölbýlishúsið er nær Eiðsgranda og hjúkrunarheimilið nær Bráðræðisholti samkvæmt tillögunni. Í LÖGUM, sem samþykkt voru á Al- þingi um helgina, er kveðið á um að einstaklingum, sem eru eða hafa ver- ið búsettir erlendis og koma hingað til lands til starfa tímabundið eða í atvinnuleit, annaðhvort sem laun- þegar eða sjálfstætt starfandi ein- staklingar, verði heimilt að nota bif- reið hér á landi í allt að ár án greiðslu aðflutningsgjalda. Hingað til hefur verið miðað við mánuð. Lögin taka gildi hinn 1. janúar nk. Komið til móts við ábendingar ESA Í athugasemdum frumvarpsins segir að með þessum breytingum sé verið að draga úr hættu á að þeir sem íhuga að koma hingað til lands til tímabundinna starfa eða í at- vinnuleit hverfi ekki frá þeim áform- um vegna álaga á bifreiðar hér á landi. Auk þess sé verið að koma til móts við ábendingar Eftirlitsstofn- unar EFTA (ESA) í þessa átt. „Þrátt fyrir að breytingarnar séu til komnar vegna ábendinga ESA er af framkvæmdalegum ástæðum lagt til að rýmkunin verði ekki látin velta á ríkisfangi þess sem hingað flyst til tímabundinna starfa heldur allra þeirra sem uppfylla áðurnefnd skil- yrði,“ segir í athugasemdum frum- varpsins, sem nú er orðið að lögum. Greiði ekki aðflutnings- gjöld í ár BYGGÐIN í Bráðræðisholti er kennd við býlið Bráðræði sem þar stóð á öld- um áður. Nú er þar m.a. kjarni timburhúsa sem fluttur var frá öðrum svæð- um í borginni eftir 1980. Guðjón Friðriksson sagnfræðingur skrifaði grein í Lesbók Morgunblaðsins árið 1987 þar sem hann segir m.a. frá því að á síð- ari hluta 19. aldar hafi risið steinbær lengst inn með hinum nýlagða Lauga- vegi, en deilt var um breidd og lengd vegarins í bæjarstjórn lengi vel. „Það þótti slíkt glapræði að byggja sér hús svo langt frá byggðinni að gárung- arnir gáfu steinbænum nafnið Ráðleysu og var hann eftir þetta aldrei kall- aður annað,“ skrifar Guðjón. Bæjarheitin Ráðleysa og Bráðræði buðu því upp á skemmtilega orðaleiki. Á Valdimar Ásmundsson, ritstjóri Fjallkon- unnar, t.d. að hafa sagt þegar deilur um Laugaveginn stóðu sem hæst „að það væri eðlilegt að samkomulag væri ekki gott í bæjarstjórn þar sem bær- inn byrjaði í Bráðræði og endaði í Ráðleysu,“ skrifar Guðjón í grein sinni. Bærinn byrjaði í Bráðræði og endaði í Ráðleysu Höfn í Hornafirði | Umferðaróhapp varð á sjöunda tímanum í gær er flutningabifreið valt við bæinn Skálafell í Suðursveit. Ökumaður bifreiðarinnar sem var einn á ferð og var á vesturleið slapp ómeiddur en óvíst er um skemmdir á bifreiðinni, að sögn lögreglunnar á Höfn í Hornafirði. Hringveginum var lokað við Skálafell vegna þessa óhapps í báðar áttir og var þannig fram eftir kvöldi á meðan unnið var við að koma bif- reiðinni af veginum. Óhappið er rak- ið til hálku og veghalla. Óhapp í Suðursveit ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.