Morgunblaðið - 12.12.2006, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 12.12.2006, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. DESEMBER 2006 37 ÍSLANDSMÓTIÐ í atskák hefur verið haldið í tæpa tvo áratugi en á sínum tíma þótti það mikil nýjung að teflt væri með þessum tímamörkum, þ.e. 25–30 mínútna skákum. Venj- an hefur verið sú að haldnar séu undanrásir en að þeim loknum sé haldin úrslitakeppni sem samanstendur af þeim sem voru efstir í undanrásunum og sér- stökum boðsgestum. Heildarfjöldi keppenda í úrslitakeppninni var 16 og hafa eldri og óvirkari skákmenn að jafnaði tekið þátt. Um langt skeið hafa ýmsir af yngri kynslóð skák- manna talið að þetta fyrirkomulag þjónaði hagsmunum eldri meistara og senni- lega til að koma til móts við þessi sjónarmið var fyrirkomulagi mótsins í ár verulega breytt. Haldið var opið mót þar sem teflt var eftir útsláttarfyrirkomulagi alveg frá fyrstu umferð til þeirrar síðustu. Keppnin fór fram í Vestmannaeyjum í haust og stóðu heimamenn vel að mótinu. Þetta var hinsvegar í fyrsta skipti síðan á upphafsárum keppnis- haldsins að enginn stórmeistari tók þátt. Í undanúrslitunum í Eyjum öttu kappi saman alþjóðlegir meistarar, annars vegar Bragi Þorfinnsson og Jón Viktor Gunnarsson og hinsvegar Arnar E. Gunnarsson og Stefán Kristjánsson. Bragi lagði Jón Viktor að velli og Arnar bar sigur úr býtum í einvígi sínu gegn Stefáni. Þar sem það hefur tíðkast að halda úrslitaein- vígið í sjónvarpssal lauk mótinu ekki í Eyjum heldur fór það fram laugar- daginn 9. desember sl. í sjónvarpssal Ríkisútvarpsins þar sem íþrótta- fréttamaðurinn Hrafnkell Kristjáns- son stjórnaði útsendingu en skák- skýrendur voru Helgi Ólafsson stórmeistari og Guðfríður Lilja Grét- arsdóttir, forseti Skáksambands Ís- lands. Fyrsta skák einvígisins var all- dramatísk. Arnar stýrði svörtu mönn- unum og fékk síst verri stöðu út úr byrjuninni. Hægt og sígandi náði hann und- irtökunum en Bragi barðist vel. Þegar stefndi í að keppendur myndu sættast á skipt- an hlut lék Bragi af sér peði og varð þá staða hans töpuð. Hann brá á það ráð að fórna hrók en fá þess í stað að hóta máti. Arnar hugðist leika eðlilegum varnar- leik en var kominn fram úr sjálfum sér og snerti kóng sinn sem leiddi til þess að hann varð óverj- andi mát. Í seinni at- skákinni tefldi Bragi af krafti með svörtu og stóð framan af eilítið betur. Með seiglu tókst Arnari að snúa taflinu við og knýja fram sigur. Leikar stóðu þá jafnir og gripið var til bráðabana þar sem tefld var hraðskák. Bragi yfir- spilaði andstæðing sinn í byrjun tafls en í stað þess að láta kné fylgja kviði sætti Bragi sig við að vera peði yfir í endatafli sem að öllu jöfnu hefði tryggt honum unnið tafl. Hann lék hinsvegar hverjum afleiknum á fætur öðrum og að lokum stóð Arnar uppi sem sigurvegari eftir að Bragi skildi kóng sinn eftir í dauðanum. Segja má að með þessu hafi Arnar sett punkt- inn yfir i-ið þar þetta var ekki eini meistaratitill hans í síðustu viku en mánudaginn 4. desember sl. varð hann Atskákmeistari Reykjavíkur. Omar varð efstur en Snorri varð Íslandsmeistari í Netskák Íslandsmótið í netskák fór fram á ICC sunnudaginn 3. desember sl. þar sem 41 skákmaður tók þátt. Egyptinn Omar Salama reyndist óstöðvandi á mótinu og fékk 8½ vinning af 9 mögu- legum en Snorri G. Bergsson kom í humátt á eftir með 8 vinninga. Þar sem Omar er ekki íslenskur ríkis- borgari varð Snorri Íslandsmeistari. Næstir á eftir þeim tveim voru Davíð Kjartansson, Jón Viktor Gunnarsson og Magnús Örn Úlfarsson með 6½ vinning. Tómas Veigar Sigurðarson varð efstur í flokki skákmanna með minna en 1800 skákstig en Gunnar Gunnarsson og Þórður Harðarson voru efstir í flokki stigalausra. Nánari upplýsingar um mótið er að finna á www.skak.is. Júlíus atskákmeistari öðlinga Fyrir skömmu lauk atskákmóti öð- linga sem haldið er fyrir 40 ára og eldri. Tuttugu skákmenn mættu til leiks og varð Júlíus Friðjónsson hlut- skarpastur er hann fékk 7½ vinning af 9 mögulegum. Björn Þorsteinsson varð annar með 7 vinning en jafnir í þriðja sæti voru þeir Gunnar Gunn- arsson og Sverrir Norðfjörð með 6 vinninga. Ingimar Jónsson lenti í 5. sæti með 5½ vinning. Sem fyrr var Ólafur Ásgrímsson skákstjóri. Ægir Páll haustmeistari Eyjamanna Skáklíf í Eyjum er mjög virkt um þessar mundir. Fyrir skömmu lauk Haustmóti Taflfélags Vestmannaeyja þar sem tuttugu skákmenn tóku þátt. Ægir Páll Friðbertsson (2040) varð hlutskarpastur á mótinu með 6 vinn- inga af 7 mögulegum. Annar varð Einar Guðlaugsson (1875) með 5½ vinning en Sigurjón Þorkelsson (1840) fékk bronsið með 5 vinninga. Athygli vakti að hinn ungi og efnilegi Nökkvi Sverrisson (1580) náði góðum árangri á mótinu en hann lenti í 4.–5. sæti með 4½ vinning ásamt Þórarni I. Ólafssyni (1670). Nánari upplýsingar um mótið og skáklíf í Eyjum er að finna á heimasíðu TV, http://skak.eyj- ar.is/. Arnar Íslandsmeistari í atskák Helgi Áss Grétarsson daggi@internet.is Arnar E. Gunnarsson, atskákmeistari Íslands. SKÁK Sjónvarpssalur RÚV ÍSLANDSMÓTIÐ Í ATSKÁK 2006 9. desember 2006 JÓLATRÉSSALA Flugbjörgunar- sveitarinnar í Reykjavík hófst síð- astliðinn mánudag og stendur til kl. 13 hinn 24. desember nema ef trén seljast upp fyrr, en í fyrra seldust þau upp á Þorláksmessu. Salan er í húsi sveitarinnar við Flugvallarveg við rætur Öskjuhlíðar og verður opið frá 12–22 virka daga en 10–22 um helgar. „Það þarf varla að taka fram hve mikilvæg sala jólatrjáa og ekki síð- ur flugelda er fyrir starfsemi björg- unar- og hjálparsveita á Íslandi. Þær eru mikilvægt öryggisnet á þessu strjál- og harðbýla landi okk- ar. Sjálfboðaliðar fara út í öllum veðrum til að aðstoða, hvort sem er á fjöllum eða í borgum og bæjum. Til að geta sinnt þessu starfi sínu þurfa sveitirnar ýmis tæki og tól. Til að fjármagna þau standa sjálf- boðaliðar, konur og karlar á öllum aldri í fjáröfluninni í desember og sleppa jafnvel smákökubakstrinum vegna hennar,“ segir í fréttatil- kynningu. Jólatréssala Flugbjörgunar- sveitarinnar Bátar 30 rúmlesta skipstjórnarnám. Fjarnám við Framhaldsskólann í Aust- ur-Skaftafellssýslu. Skráning á vefn- um www.fas.is og í síma 470 8070. Umsóknarfrestur til 18. janúar. Hjólbarðar Matador ný vetrardekk. Tilboð 4 stk. 195/65 R 15 + vinna 31.900 kr. Kaldasel ehf. , Dalvegur 16b, Kópavogur, s. 544 4333. Ökukennsla Glæsileg kennslubifreið Subaru Impreza 2006, 4 wd. Góður í vetrarakstur. Akstursmat og endurtökupróf. Gylfi Guðjónsson, sími 696 0042. Smáauglýsingar 5691100 Röng föðurnöfn VILLA slæddist inn í frétt á bls. 9 í Morgunblaðinu í gær þar sem greint var frá Reykdalsvirkjun í Hafnar- firði. Jóhannes Einarsson var fyrir mistök kallaður Jóhannes Reykdal, sem var nafn afa hans. Á sömu síðu var fjallað um ferð ljósmóður og hjúkrunarfræðings til Afganistan. Þar var rangt farið með föðurnafn Evu Laufeyjar Stefáns- dóttur. Velvirðingar er beðist á þessum mistökum. Jón hjá Arev RANGHERMT var á viðskiptasíðu blaðsins í gær að Jón Scheving Thorsteinsson færi fyrir fjárfest- ingasjóðnum BG Capital. Hið rétta er að Jón Scheving er meirihlutaeig- andi Arev, sem m.a. annars á verð- bréfafyritækið Arev hf á Íslandi og ráðgjafafyrirtækið Arev Ltd í Lond- on. Aðrir eigendur eru starfsmenn félaganna. Fyrirtæki þessi reka einnig vogunarsjóðinn Arev Capital Ltd sem skráður er í írsku kauphöll- inni og fjárfestingarsjóðinn Kcaj. Beðist er velvirðingar á þessu. Rangt orð Í UMSÖGN Önnu Jóa í Lesbók á laugardag, um sýningar í Gerðar- safni, var orðinu hnattstæðing vikið út fyrir orðið hnattvæðing, og rask- aðist þar með merking setningar- innar. Rétt er hún svona: Sýningarnar þrjár vekja til um- hugsunar um frumbyggja- og ný- lendusögu í víðu samhengi,svo sem í tengslum við umræðu um hnatt- stæðingu, eða áherslu á staðbundin sérkenni andspænis áhrifum hnatt- væðingarinnar það afl samtímans sem „þvingar“ þjóðir til að meðtaka ákveðna hugmyndafræði og lífs- hætti. LEIÐRÉTT Veizlubrids í Gullsmáranum Bridsdeild FEBK í Gullsmára spilaði síðasta tvímenninginn fyrir jól mánudaginn 11. desember. Spil- aður var stuttur tvímenningur, veitt verðlaun til efstu teyma í sveita- keppni fyrr í vetur, en þar var sveit Þorsteins Laufdal efst. Síðan var sezt að veisluborði, súkkulaði, kaffi, veizlubrauð og rjómatertur. Næst verður spilað mánudaginn 8. janúar á nýju ári. Beztum árangri í stuttum tvímenningi náðu í NS Eysteinn Einarsson – Jón Stefánsson 158 Helga Helgad. – Ásgrímur Aðalsteinss. 149 Þorg. Sigurgeirsd. – Stefán Friðbjss. 129 Katarínus Jónsson – Helgi Sigurðss. 118 AV Ernst Backmann – Tómas Sigurðss. 144 Þórður Jörundss. – Hrafnhildur Skúlad. 133 Raghildur Gunnarsd – Ólafur Gunnarss. 128 Bragi Björnsson – Viðar Jónsson 126 Bridsfélag Kópavogs Sveit Allianz stóð uppi sem sigur- vegari í afar spennandi Aðalsveita- keppni BK, þar sem fjórar efstu sveitirnar skiptust á um að leiða eftir hvert kvöld. Sveit Allianz skipuðu Bernódus Kristinsson, Georg Sverrisson, Hróðmar Sigurbjörnsson og Ragnar Jónsson. Lokastaðan: Allianz 129 Birgir Örn Steingrímsson 123 Sigurður Sigurjónsson 121 Loftur Pétursson 110 Næsta fimmtudag er síðasta spila- kvöld ársins hjá BK. Þá verður jóla- tvímenningur og verða vinningar í boði fyrir þá sem skora mest og líka aðra. Einnig verður boðið upp á hefðbundinn jóladrykk að hætti Lovísu. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson| norir@mbl.is BORGARMÁLARÁÐ Samfylking- arinnar efnir til opins fundar um málefni innflytjenda á veitinga- staðnum DOMO í Þingholtsstræti 5 í kvöld, þriðjudagskvöldið 12. des- ember, og hefst klukkan 20. Yfir- skrift fundarins er „Heimurinn er hér“. Erindi flytja: Anh Dao Tran, verkefnisstjóri, ,,Framtíð í nýju landi“, Ásgeir Beinteinsson, skóla- stjóri Háteigsskóla, ,,Er grunnskól- inn fyrir alla Íslendinga?“, Haukur Harðarson, verkefnisstjóri hjá Mími-símenntun, ,,Sögur af vinnu- markaði“, Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir, formaður Samfylkingar- innar, ,,Sköpum jafnvægi í sam- félaginu“, María Reyndal, leik- stjóri, ,,Best í heimi“, og Tatjana Latinovic, sem situr í stjórn Alþjóðahúss, samtökum kvenna af erlendum uppruna og Innflytjenda- ráði, flytur erindið ,,Jöfn á öllum sviðum“. Fundarstjóri er Oddný Sturlu- dóttir, varaborgarfulltrúi. Opinn fundur um málefni innflytjenda DR. Adriënne Heijnen, mannfræð- ingur við Háskólann í Árósum, fjallar í kvöld, þriðjudaginn 12. desember, í máli og myndum um grímuhefðir granna okkar í vestri, hvernig Grænlendingar nota grímur í daglegu lífi, sögu- lega þróun og þýðingu í samtím- anum. Fyrirlesturinn, sem er í boði Stofnunar Vilhjálms Stefánssonar og Kalak, vinafélags Grænlands og Íslands, með stuðningi danska sendiráðsins á Íslandi, verður í Norræna húsinu í Reykjavík og hefst kl. 20. Allir eru velkomnir. Fyrirlestur um grænlenska grímuhefð ÚT ER komin Krossgátubók ársins 2007. Þetta er 24. skipti sem bókin kemur út en ÓP-útgáfan hefur sem fyrr veg og vanda af útgáfunni. Bókin er 68 blaðsíður að þessu sinni. Ráðningar á annarri hverri gátu er að finnast aftast í bókinni. Forsíðumyndin er af Geir H. Haarde forsætisráðherra og er hún eftir Brian Pilkinton. Gutenberg annaðist prentun og bókband. Krossgátubókin fæst í öllum helstu bókabúðum og söluturnum landsins. Krossgátubók ársins komin út FRÉTTIR JÓLAGLEÐI Kramhússins verður haldin 16. desember í Borgarleik- húsinu. Þetta er í 24. sinn sem nem- endur Kramhússins koma saman fyrir jól og sýna listir sínar. Jóla- gleðin hefur vaxið ár frá ári og er nú orðin metnaðarfull sýning með dans- og skemmtiatriðum um 280 þátttakenda. Eins og venja er mun fjölbreytni ríkja og í boði er alþjóðlegur menn- ingarkokteill að hætti hússins undir stjórn kennara frá Danmörku, Belgíu, Frakklandi, Spáni, Búlg- aríu, Austurríki, Gíneu, Argentínu, Perú, Mexíkó, Chile og Íslandi. Húsið verður opnað kl. 20:00 og skemmtunin hefst kl. 20:30. Eftir að formlegri dagskrá lýkur verða gæðasúpa Borgarleikhússins og heimabakað brauð selt á vægu verði og haldinn dansleikur í and- dyri hússins. Jólagleði Kramhússins ÚT ER komin bókin Skógarbók Grænni skóga. Efni bókarinnar er byggt á námsefni námskeiða Grænni skóga, sem er nám fyrir skógarbændur. Námið hófst árið 2001 fyrst á vegum Garðyrkjuskólans og síðar Landbúnaðarháskóla Íslands í sam- starfi við Skógrækt ríkisins, Land- græðsluna og landshlutabundnu skógræktarverkefnin. Bókin er hugsuð bæði sem kennslubók og al- menn handbók um fjölmarga þætti skógræktar á Íslandi og er ætlað að bæta úr brýnni þörf fyrir slíkt námsefni, segir í fréttatilkynningu. Skógarbók Grænni skóga fæst í bókabúðum Pennans Eymundsson og á skrifstofu Landabúnaðarhá- skóla Íslands á Reykjum. Einnig getur fólk pantað bókina á vefnum www.lbhi.is Skógarbók Grænni skóga

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.