Morgunblaðið - 12.12.2006, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 12.12.2006, Blaðsíða 25
úr bæjarlífinu MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. DESEMBER 2006 25 Rafmagnið datt út í smá tíma á sunnudaginn. Ég tók upp símtólið og hugðist hringja í ná- grannann til að segja honum að nú væri komið að því; þetta væri orðið einni jólaseríunni of mikið og kerfið þyldi ekki meira. Þá datt raf- magnið inn aftur og hægt að halda áfram að undirbúa piparkökumálunarveislu með ung- viðinu. Nágranni minn bætir enn við ljósum og ég þarf ekki lengur að kveikja inni hjá mér í rökkrinu. Útijólaskreytingar eru hrífandi fyr- irbæri og ég styð heilshugar þessa gleðivekj- andi skammdegisupplyftingu.    „Hann er í bakstursfríi í dag,“ var svarað í fyr- irtækinu sem ég hringdi í til að bera upp erindi við einn starfsmanna þar. Ha? Jú, þetta er til og er víst hjá sumum starfsgreinum í kjara- samningum. Karlar og konur fá einn frídag fyrir jólin til að vera heima við og baka til jólanna. Dásamlegt og aukinheldur til eft- irbreytni fyrir atvinnurekendur.    Á ferð í skröltandi járnbrautarlest eftir dimm- leitum og vatnsgjálfrandi aðrennslisgöngum Kárahnjúkavirkjunar í fyrri viku var mér sagt að kínversku starfsmennirnir hjá Impregilo fjárfestu nú unnvörpum laun sín í fasteignum. Þeir kaupa sér til dæmis 140 fermetra íbúð í miðborg í Peking fyrir árslaunin, enda treysta þeir víst kínversku bönkunum ekki of vel fyrir aurunum sínum. Portúgalarnir telja margir mátulegt að vinna hér í þrjú ár alls og eftir þann tíma geta þeir farið heim og keypt sér gott einbýlishús og nýjan bíl og borgað í topp. Um þetta eru dæmi við Kárahnjúka. Annað gildir sjálfsagt um þá fjölmörgu erlendu starfsmenn sem senda verulegan hlut launa sinna mánaðarlega heim til að framfleyta fjöl- skyldum sínum.    Egilsstaðabúar hlakka reglulega mikið til að sjá jólaskreytingar í Fljótsdalnum í ár. Telja þeir einsýnt að skreyta megi hressilega innst í dalnum þar sem Landsvirkjun og verktakar hafa bækistöðvar og undirbúa raforkuflutning úr túrbínum Kárahnjúkavirkjunar til álversins á Reyðarfirði. Nóg af rafmagni á þeim bænum þó hverflarnir snúist ekki fyrr en á næsta ári.    Forvitnileg ljósmyndasýning opnar brátt í bænum en þá sýnir Skarphéðinn G. Þórisson líffræðingur ljósmyndir frá tveggja ára dvöl sinni og fjölskyldunnar í Malavi. Sagt er frá einstaklingum og lífi þeirra auk stórbrotins náttúrufars í myndum og máli og sýndir munir sem tengjast daglegu lífi við Malavivatnið. Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Eftirvænting Ungviðið er glatt á aðventunni. EGILSSTAÐIR Steinunn Ásmundsdóttir blaðamaður Rúnar Kristjánsson áSkagaströnd fylgdist með umræðum í þinginu: Halldór Blöndal steig í stól, studdi að gæslumiðum. Setti á Guðjón Ólaf ól eftir réttum siðum. Fannst honum þar langt úr leið lítill snati gjamma. Áminning því yfir reið eins og högg á kjamma! Davíð Hjálmar Haraldsson heyrði í fréttum að hitinn í Ölpunum væri slíkur að skógar- birnir þar gætu ekki lagst í vetrardvala. Honum varð hugsað til vinar síns og orti: Í Ölpunum er svo horngrýti heitt að hamstola birnirnir ná ekki að sofna. Án þess ég viti samt um það neitt efast ég um að svo mikið sem nefið á þessum á Grenivík sé farið að dofna. Björn Ingólfsson fékk kveðjuna og svarar: Þótt birnir í Ölpunum búi við stress sem barn er ég hvíldur og sofinn, svo yfir mig frískur og afspyrnu hress að ekki svo mikið sem minnsta fruma í nefinu á mér er dofin. VÍSNAHORNIÐ Birnir og þingmenn pebl@mbl.is SÉRFRÆÐINGAR vara við því að skilja smábörn eftir í bílstólum án aðgæslu af hættu á að þau kunni að lenda í andnauð. Slík vandamál gætu komið upp vegna þess að viðbragð, sem heldur höfði barnsins uppréttu og önduninni eðlilegri, er að þroskast smám saman á fyrsta árinu. Ný-sjálensku sérfræðingarnir, sem skoðað hafa þetta sér- staklega, telja að með útfærslu- breytingum á barnabílstólum megi halda höfði ungbarna stöðugu svo það hlammist ekki fram og þrýsti kjálka að brjósti heldur haldist stöðugt. Auk notkunar í bílum eru bílstólarnir gjarnan notaðir til að bera börn um, bæði utan dyra og eins innan heimilisins. Hinsvegar getur það reynst barni banvænt að leyfa því að sofna í bílstólnum í uppréttri stöðu, að sögn sérfræð- inga. „Við vonum þó að ekkert aftri fólki frá því að nota barnabílstóla í bílana sína. Stólarnir eru ekki að- eins lögleg skylda, dæmin sanna að þótt slys komi fyrir bjarga þeir ekki síður mannslífum,“ að sögn talsmanns sérfræðingahópsins. Frá þessu var greint í netmiðli Breska ríkisútvarpsins BBC fyrir skömmu. Banabiti í bílstólum heilsa

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.