Morgunblaðið - 12.12.2006, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 12.12.2006, Blaðsíða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 12. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is ANDLÁT Augusto Pinochet, fyrr- verandi einræðisherra í Chile, á sunnudag var víðast hvar í heim- inum lítt harmað og var víða vitnað til þeirrar grimmdar sem stjórnar- andstæðingum var sýnd í valdatíð hans sem lauk 1990. Pinochet, sem var 91 árs, verður jarðsettur í dag með hernaðarlegri viðhöfn en ekki hefur verið fyrirskipuð þjóðarsorg. „Ríkisstjórnin hefur gefið leyfi til að flaggað verði í hálfa stöng í bæki- stöðvum hersins,“ sagði talsmaður ríkisstjórnarinnar, Ricardo Lagos Weber. Óeirðalögregla í höfuðborginni Santiago beitti táragasi og vatns- þrýstisprautum á sunnudag til að dreifa þúsundum andstæðinga her- foringjastjórnar Pinochets sem fögnuðu dauða hershöfðingjans og hugðust ganga eftir aðalbreiðgöt- unni, Alameda, að forsetahöllinni. Þar er nú við völd vinstrisinninn Michelle Bachelet sem var á sínum tíma í fangelsi vegna andstöðu við Pinochet og pyntuð. Felipe Harboe innanríkisráð- herra sagði að grípa hefði orðið í taumana þegar hópar manna, sem huldu andlit sitt með húfum, blönd- uðu sér í raðir mótmælenda sem fram að því höfðu verið friðsamir. Sex lögreglumenn særðust og all- margir mótmælendur voru hand- teknir. Andstæðingar hershöfðingjans hafa margir lýst óánægju sinni yfir því að ekki skyldi takast að rétta yf- ir honum vegna mannréttinda- brotanna sem stjórn hans stóð fyrir. „Það sem hryggir mig er að þessi glæpamaður skuli hafa dáið án þess að hafa hlotið dóm og ég tel að íhuga beri ábyrgð ríkisvaldsins í því efni,“ sagði Hugo Gutierrez, lög- fræðingur sem hefur helgað sig bar- áttu gegn mannréttindabrotum. Pinochet er hins vegar umdeildur meðal landa sinna, sumir þeirra telja að hann hafi komið í veg fyrir að landið yrði kommúnisma að bráð þegar hann steypti sósíalistastjórn Salvadors Allende árið 1973 og hrifsaði völdin. Einnig er bent á að efnahagsstefna herforingjanna, sem byggðist að verulegu leyti á kenn- ingum frjálshyggjumanna, hafi bor- ið svo góðan árangur að Chile sé nú betur statt á því sviði en flest önnur ríki Rómönsku Ameríku. Nokkur þúsund manns komu saman við her- sjúkrahúsið þar sem Pinochet lést og hörmuðu andlát hans. „Þetta er mjög dapurlegt, það er eins og við séum skilin eftir munaðarlaus,“ sagði Maria Santibanez, sem var meðal viðstaddra. Margir dyggir stuðningsmenn hættu þó að verja Pinochet árið 2004 þegar í ljós kom að hann hafði á stjórnarárum sínum notað tæki- færið og stolið 27 milljónum dollara, nær tveim milljörðum króna, og komið þeim fyrir á leynilegum bankareikningum erlendis. Harmað að Pinochet skyldi sleppa við dóm Jarðsettur með hernaðarlegri viðhöfn en engin þjóðarsorg fyrirskipuð Í HNOTSKURN »Salvador Allende, forsetiChile, svipti sig lífi í for- setahöllinni þegar herinn sat um hana 1973. »Margaret Thatcher, fyrr-verandi forsætisráðherra Bretlands, studdi á sínum tíma Pinochet. »Lögfræðingum Pinochettókst að forða honum frá dómi með því vísa til þess að hann væri of veikur til að verja sig. Reuters Ósáttur Stuðningsmaður Augusto Pinochet, fyrrverandi einræðisherra í Chíle, sparkar í rúðu í húsi andspænis háskóla hersins þar sem lík Pinochets lá á viðhafnarbörum. Hershöfðinginn, sem var við völd í 17 ár, verður jarð- settur í dag. Mannréttindabrot Pinochets hafa verið fordæmd um allan heim. Eftir Davíð Loga Sigurðsson david@mbl.is VOPNAÐIR menn í Gaza-borg skutu í gær til bana þrjú ung börn háttsetts fulltrúa í Fatah-hreyfingu Mahmouds Abbas, forseta Palest- ínumanna. Voru uppi getgátur um það í gær að um misheppnað tilræði hefði verið að ræða, þar sem um- ræddur Fatah-liði, Baha Balousheh, var skotmarkið. Ódæðismennirnir létu byssukúl- um rigna yfir bifreið sem hafði að geyma börn Baloushehs, en þau voru á aldrinum sex til tíu ára og á leið í skólann. Mikið öngþveiti greip um sig en fjöldi barna var á vettvangi og særðust a.m.k. tvö í árásinni. Einn fullorðinn beið jafnframt bana í til- ræðinu. „Ég er orðlaus. Orð geta ekki lýst andstyggð þessa verknaðar,“ hafði Associated Press eftir Balousheh. „Ég er faðir sem nú hefur misst börn sín.“ Háttsettir fulltrúar í leyniþjón- ustu Palestínumanna, sem hollir eru Abbas forseta, kenndu Hamas-sam- tökunum um verknaðinn. Er Balous- heh sagður hafa átt marga óvini í röðum Hamas en fyrir um áratug síðan stýrði hann yfirheyrslum yfir Hamas-liðum þegar Fatah-hreyfing- in gerði tilraun til að ráða niðurlög- um Hamas. Aukin hætta á hjaðningavígum Hamas-samtökin hafa hins vegar fordæmt ódæðið og neita allri aðild. Sagði talsmaður þeirra, Fawzi Barhoum, að þeir sem hér stóðu að verki vildu skapa glundroða meðal palestínsku þjóðarinnar. Fatah-liðar streymdu út á götur Gaza eftir ódæðisverkið í gær og hétu þess að hefna barnanna þriggja. Abbas forseti lét svo um mælt að „aumingjar“ hefðu framið þennan ómennska gjörning. Fréttaskýrendur segja ódæðis- verkið skapa aukna hættu á átökum milli Hamas og Fatah sem nú deila hart um myndun þjóðstjórnar. Spenna milli samtakanna er sérlega mikil í Gaza og hefur ítrekað komið til skotbardaga á götum borgarinnar á undanförnum vikum og mánuðum. Voðaverk sem magnar spennu ÍTALSKA þjóðin var slegin óhug þegar fregnir bárust af því að trúar- hópurinn „Skepnur Satans“ hefði grafið ungt par – stúlku og unnusta hennar – lifandi í skógi utan við Míl- anóborg. Greftrunin var hluti af til- beiðsluathöfn fyrir djöfulinn og hef- ur ítalska lögreglan sett upp sérstaka deild til að sporna gegn vexti slíkra trúarhópa. Þótt fjöldi fólks sem aðhyllist slíka tilbeiðslu sé fámennur hefur lögregl- an rakið nokkur óhugguleg morð til nýrrar kynslóðar djöfladýrkenda, að því er breska ríkisútvarpið, BBC, skýrði frá á vefsíðu sinni í gær. Kemur þar fram, að einkum sé um ungmenni að ræða sem í veruleika- flótta leiti í svartagaldur, kynlíf, eit- urlyf og þungarokkstónlist. Mun hin nýja deild lögreglunnar hafa á að skipa sálfræðingi og presti sem er sérfræðingur í slíkum hópum en alls er ein milljón Ítala talin til- heyra jaðartrúarbrögðum. Því er brýnt fyrir lögreglunni, að gæta þess að einbeita sér að djöfla- dýrkendum en ekki fylgismönnum jaðartrúarbragða almennt, svo að- gerðirnar verði ekki túlkaðar sem ógn við trúfrelsi í landinu. Beinist rannsókn deildarinnar að landinu öllu og er ætlað að hafa uppi á hættulegum trúarhreyfingum. Djöfladýrkendur grafa meðlimi lifandi                    !  !"##$%&'($)*+,-.+/' $%&'(0 $)*+123405464 (#7+(#8$,+-'+ /'9(        "# #$ %&'# ()# (*# ($# (&# "### (%# ("# (+# ,-  - &8# *&&!"##$%&'($)** $)89 /'9( &8#*123405464   %&'# ()# (*# ($# (&# "### (%# ("# (+#                                       !!"#               ! "  # "  $%& '&$     &     "    "    ( . /0 ./ 12  13 4 5  6./0 7   8 ./0 9 : / 7 ;  $ %  &     !     !'( $  %  9 :;< 9/>? ( @  $+*('&8 9  = 'A.&*A.' #<B<= C*@*A )*+,&  -+, /  ,&     ,0  1 ,2++   3 + ,4   &  5  ,5 # 6 7,&  0 +,8    1+ ,0     ' ,9: '', " ",9; ;,!< (,: (,9; (,'! (,!! :,(' :,99 -+, )*+,&  3= + ,3= + > +?0 1 ,&  / &7,/5,@5 &  5  ,5 # 1 ,2++   0 +,8    3 + ,4      ;,; '(,"" '!,;A A,": A,;' ",A9 ",<( ",;9 <,"A <,; -+, 3= + ,3= + )*+,&  1 ,&  3  ,8      ,0  0 +,8    B  ,8    &  5  ,5 # / &7,/5,@5    9:,:( '",!< '<,"( '<,'! ';,!A '9, : '9,!; ' ,:: '',"( '',"' -+, 3  ,8    3= + ,3= + 1 ,&  )*+,&  B  ,8      ,0  0 +,8    B+,&    .+,8       9(,:A ',"< ',(< !,(: 'A,"" '",;! '<, 9 ';,A" ';,": ';," London. AP. | Þekktur biskup í ensku biskupakirkjunni, Tom Hunter, sagðist í gær ekki vera að íhuga af- sögn eftir atvik sem ekki hefur fengist skýring á. Hann fannst illa til reika, með sár á höfði, á dyra- þrepi heimilis síns í London eft- ir að hafa sótt jólateiti. Var hann búinn að týna skjalatösknni sinni og farsímanum. „Vandinn er að ég man ekki neitt, þetta hefur verið vandinn frá upphafi,“ segir biskupinn. Butler er biskup í Southwark, hann er 66 ára gamall og þekktur þátttakandi í trúmálaþáttum í út- varpi og sjónvarpi. Um var að ræða veislu í írska sendiráðinu. Daginn eftir atburðinn sagði hann söfnuði sínum að hann virtist hafa orðið fórnarlamb ræningja. En lögreglan segist nú ekki líta á málið eins og rán heldur mál er varði tapaða hluti. „Ég er biskupinn af Southwark“ Vitni segjast hafa séð mann sem líktist Butler fara inn í kyrrstæðan Mercedes Benz-bíl í borginni sama kvöld, við London Bridge. Eigandi bílsins, Paul Sumpter, segir að mað- urinn hafi kastað barnaleikföngum í kringum sig í aftursætinu og gefið eftirfarandi yfirlýsingu: „Ég er biskupinn í Southwark. Það er það sem ég geri.“ Sumpter segir mann- inn hafa verið hvíthærðan og í prestshempu undir frakkanum. Blaðið The Guardian átti samtal við biskupinn sem segist ekki muna neitt. „Ég sagði lögreglunni að ég hefði komið heim, töskulaus, marinn í andliti og með sár á hnakkanum,“ sagði hann. Butler segist hafa talið að hann hefði orðið fyrir árás ræn- ingja en hann vonaði að lögreglunni tækist að upplýsa málið. „Það er sagt að ég hafi verið í bíl við London Bridge en ég man ekk- ert eftir því,“ sagði Butler. Á skrif- stofu hans var sagt að biskupinn myndi gegna störfum sínum eins og ekkert hefði í skorist. Tom Butler „Ég man ekki neitt“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.