Morgunblaðið - 12.12.2006, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 12.12.2006, Blaðsíða 22
daglegt líf 22 ÞRIÐJUDAGUR 12. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ Nóatúni 4 · Sími 520 3000 www.sminor.is Ryksugur frá Siemens í 100 ár Afmælisryksugan Ryksuga VS 08G2422 Mjög öflug: 2400 W. Jólaverð: 26.900 kr. stgr. Ryksuga VS 01E1800 Létt og lipur. 1800 W. Jólaverð: 8.900 kr. stgr. A T A R N A / S T ÍN A M . / F ÍT Eftir Jóhönnu Ingvarsdóttur join@mbl.is Þ etta var skemmtileg upp- lifun og mikil lífsreynsla. Okkur var einfaldlega skaffaður fiskur og feng- um frjálsar hendur í hvaða búning við settum hann,“ sagði Hinrik Carl Ellertsson, nemi á mat- reiðslubraut Menntaskólans í Kópa- vogi, sem var ásamt þremur öðrum nemum á matreiðslubrautinni feng- inn til að fara til New York í liðnum mánuði til að elda og kynna fisk í mötuneytum stórfyrirtækja, í eldhúsi Sameinuðu þjóðanna og hjá sendi- herra fastanefndar Íslands hjá Sam- einuðu þjóðunum, Hjálmari W. Hannessyni og konu hans Önnu Birgisdóttur. Fjórmenningarnir dvöldu í stór- borginni í rúma viku, en allir stefna þeir á sveinspróf nú fyrir jólin. Auk Hinriks tóku þeir Guðjón Kristjáns- son, Jóhannes Haraldur Proppé og Ívar Þórðarson þátt í þessu sam- vinnuverkefni fisksölufyrirtækisins Icelandic, Ferðamálaráðs og Menntaskólans í Kópavogi. „Við eld- uðum fisk í stórfyrirtækjum og bönk- um í hádeginu og sáum auk þess um þrjá kvöldverði fyrir íslensku sendi- herrahjónin. Við fengum auk þess tækifæri til að heimsækja Hyde Park, stærsta matreiðsluskóla Bandaríkjanna, sem er staðsettur rétt fyrir utan New York,“ segir Hin- rik, en með fjórmenningunum í för allan tímann var matreiðslumeist- arinn Hilmar B. Jónsson, sem er einn helsti kynningarfulltrúi fyrir Ice- landic. Viljum auka fiskneysluna „Við vorum að elda alls konar fisk, allt frá þorski upp í maihi maihi, sem er havaískur fiskur og svipar kannski helst til túnfisks. Þennan fisk höfðum við hvorki séð eða smakkað áður, en það tókst bara þokkalega til. Það rík- ir mikil hamingja með þetta framtak enda hefur verið ákveðið að halda samstarfi þessara aðila við.“ Markmiðið með svona átaki er það auðvitað að fá Bandaríkjamenn til að borða meiri fisk með því að matbúa hann á réttan hátt, að sögn Hinriks, sem bætir við að fínir bandarískir veitingastaðir beri ekkert endilega sósu fram með fiski. „Í reynd er fisk- ur með neikvæðum formerkjum í huga hins almenna bandaríska neyt- anda þar sem fiskborð í verslunum eru hvorki aðlaðandi né neytenda- væn vegna stækju þegar gengið er þar framhjá. Það kemur því mörgum Bandaríkjamanninum á óvart að heimsækja fiskverksmiðjur og finna enga lykt þar inni.“ Æðið er vísindamatreiðsla Matarmenningin vestra, var að mati fjórmenningana, mjög misgóð, en segja má að nýjasta „æðið“ í mat- reiðslu nútímans gangi út á vísinda- matreiðslu. „Hún gengur út á það að nota efnafræðileg efni til að búa til mat með sérstakri áferð, lykt og bragði. Sem dæmi má nefna að við smökkuðum ís sem verður að dufti. Við fengum súpu, sem borin var fram með túpu og þegar kreist var úr túp- unni út í súpuna urðu til núðlur. Við fengum líka spælt egg sem ekki reyndist spælt egg þegar til kom heldur kókos- og gulrótarmauk, sem búið var að stífa upp og leit út eins og spælt egg. Þessi matreiðsla gengur út á það að koma gestunum á óvart þar sem matreiðsla er listform. Flott- ustu veitingahús í heimi, t.d. The Fat Duck í Bretlandi og El Bully á Spáni, eru nú farin að gera út á vísindamatreiðslu enda er þessi matreiðsla mjög spenn- andi. Þó maturinn líti við fyrstu sýn kunn- uglega út, er bragðið allt annað þegar til kastanna kemur,“ segir Hinrik. Bjuggu til fínustu fiskrétti vestra Hópurinn Félagarnir fyrir framan Hyde Park, stærsta matreiðsluskóla Bandaríkjanna. Frá vinstri: Hilmar B. Jónsson, Guðjón Kristjánsson, Jóhannes Haraldur Proppé, Ívar Þórðarson og Hinrik Carl Ellertsson. Eldhús Sameinuðu þjóð- anna og Hyde Park mat- reiðsluskólinn voru meðal viðkomustaða nokkurra nema af matreiðslubraut Menntaskólans í Kópa- vogi í new York fyrir skemmstu. Reuters Sameinuðu þjóðirnar Það er ekki amalegt að fá færi á að elda þar. Kokkaskóli Hyde Park, stærsti matreiðsluskóli Bandaríkjanna, sem er staðsettur rétt fyrir utan New York, var meðal viðkomustaða. MINNA salt í mat og aukin ávaxta- neysla minnkar hættuna á hjarta- áfalli og fleiri sjúkdómum. Þetta er niðurstaða finnskra vísinda- manna sem hafa leitað að orsökum þess að lífslíkur Finna hafa aukist um tæplega sex ár á síðustu 30 ár- um. Á sjöunda áratugnum voru hjartaáföll hvergi algengari í heiminum en í Finnlandi að því er Aftenposten greinir frá. Nú hafa vísindamenn við háskólann í Hels- ingfors reiknað út að síðan hafi hættan á hjartaáfalli minnkað um 75 – 80 prósent hjá Finnum undir 65 ára aldri. Þá hafa lífslíkur auk- ist um nærri sex ár þrátt fyrir að reykingar og áfengisneysla hafi aukist í Finnlandi á sama tíma. Blóðþrýstingur lykilatriði Vísindamennirnir segja lækk- andi blóðþrýsting vera lykilatriði en telja að aðeins tíu prósent þró- unarinnar megi rekja til bættrar lyfjagjafar. Að þeirra mati hefur minnkandi saltneysla gert útslagið samhliða því að Finnar borða meiri ávexti en áður. Með því að merkja það skil- merkilega á matvörum hversu mikið salt þær innihalda hefur Finnum tekist að minnka salt- neyslu úr 14 grömmum daglega í 8 grömm á síðastliðnum 30 árum. Talið er að 75 prósent saltsins sem við neytum komi úr tilbúnum mat sem inniheldur einnig minna af kalki og steinefnum en heima- gerður matur. Þessi efni, sem einnig er að finna í ávöxtum, eru mikilvæg því þau aðstoða líkam- ann við að losa sig við umframsalt í líkamanum. Það hefur aftur já- kvæð áhrif á blóðþrýsting. Finnar eru eina þjóðin í heim- inum sem hefur markvisst minnk- að saltneyslu sína og því fylgist Alþjóða heilbrigðisstofnunin (WHO) gaumgæfilega með gangi mála þar í landi. Morgunblaðið/Golli Hollusta Minni saltneysla hefur aukið lífslíkur Finna um sex ár þrátt fyrir aukna áfengisneyslu. Lengjum lífið með minna salti Blandaðir sjávarréttir Fjórmenningarnir frá Íslandi buðu meðal annars upp á blandaða sjávarrétti með lime, kórían- der og engifer á núðlubeði og voru svo vin- samlegir að gefa Daglegu lífi uppskrift ef menn vilja prófa sig áfram heima. Uppskriftin er fyrir fjóra. 200 g pillaðar risarækjur 200 g pillaður smáhumar 200 g þorskur 200 g íslenskar rækjur 50 g engifer, rifið 1 rauður chili, fínt saxaður 2 hvítlauksgeirar, fínt saxaðir 2 lime, skorin í tvennt 1 búnt kóríander, gróft saxað 1 pakki eggjanúðlur 1 dós kókoshnetumjólk 2 stk sítrónugrös, léttmarin með pönnu steikingarolía salt og pipar Hreinsið allan skelfiskinn og skolið í köldu vatni. Leggið núðl- urnar í sjóðandi vatn í þrjár mín. til að mýkja þær. Steikið chili, engifer og hvítlauk í um það bil 30 sekúndur á forhitaðri pönnu. Bæt- ið þá kókosmjólkinni, sítrónugrasi og lime út í og sjóðið niður um helming. Smakkið til með salti og pipar. Steikjið risarækjurnar og humr- ana í olíu á mjög heitri pönnu í um það bil tvær mínútur og bætið út í sósuna ásamt þorskinum, íslensku rækjunum og kóríander. Munið að veiða sítrónugrasið og lime upp úr sósunni áður en rétturinn er bor- inn fram. Holl ráð  Hætt er við að skelfiskurinn verði seigur ef hann er eldaður of lengi. Ekki steikja eða sjóða skel- fisk í meira en nokkrar mínútur.  Skelfiskur er frábær pinnamat- ur. Léttsteikið skelfiskinn, þræðið á pinna og berið fram með t.d. sweet chili sauce.  Hægt er að laga gott skel- fisksoð með því að sjóða skelina af skelfiskum í 30 mínútur í vatni og gott er að nota krydd, t.d. vín, hvítlauk eða rista skelina í potti fyrst með karrídufti. Þá má nota soðið í súpur eða sósur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.