Morgunblaðið - 12.12.2006, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 12.12.2006, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. DESEMBER 2006 41 menning Einn af merkilegustu geisla-diskunum sem koma út núfyrir jólin er Finisterre, þar sem Einar Kristján Einarsson leikur gítarverk eftir Heitor Villa Lobos, Hafliða Hallgrímsson og út- setningu á japanska þjóðlaginu Sakura. Einar lést vorið 2002, aðeins 46 ára, en hafði þá þegar skapað sér nafn sem afbragðs gítarleikari og einn okkar bestu tónlistarmanna. Hann spilaði með Caput og kom fram sem einleikari með Kamm- ersveit Akureyrar, Kammersveit Reykjavíkur og Sinfóníuhljómsveit Íslands, auk þess að halda einleiks- tónleika bæði hér heima og erlend- is. Hann starfaði sem tónlist- armaður fyrir Þjóðleikhúsið, Leikfélag Akureyrar, Alþýðuleik- húsið o.fl. Hann var stofnandi og hljómsveitarstjóri Rússíbana og hljóðritaði ásamt félögum sínum fjóra geisladiska. Sjálfur gaf hann út einleiksdisk árið 1998 og var til- nefndur til Íslensku tónlistarverð- launanna fyrir vikið.    Diskurinn sem nú er kominn útvar hljóðritaður síðla vetrar 2002, þegar Einar var orðinn fár- veikur af krabbameininu sem dró hann til dauða nokkrum vikum síð- ar. Það voru vinir hans og vanda- menn sem sáu til þess að gefa hljóðritanirnar út. Nafnið, Fin- isterre, vísar til endimarka lands, mæranna miklu sem himinn og jörð mætast, ef til vill mæra lífs og dauða. En það er líka lýsandi fyrir Einar á margan annan hátt. Í tón- listinni var hann landkönnuður og hefði kunnað því illa að vera settur í einhverja skilgreinda skúffu þar. Hann var rokkari inn að beini, en engu að síður fágaður klassíker. Hann tættist í alls konar jað- armúsík, hafði dálæti á hvers kyns þjóðlagatónlist og var jafn flinkur í glímunni við tónlist samtímans. Ást hans á tónlistinni bar víðsýni hans vitni, og víðsýnið endurspeglaðist í spilamennskunni, sem var alltaf frjó og litrík. Mér er afar minnisstætt að hafa heyrt Einar Kristján spila verk sem Karólína Eiríksdóttir samdi fyrir hann, Hvaðan kemur lognið. Hann fór svo mjúkum höndum um fín- legan músíkvef Karólínu, en spila- mennskan var samt svo þróttmikil og skapandi; – hvergi dauður punktur. Sem betur fer rataði verkið inn á fyrri einleiksdisk hans. Hróður Einars í þeirri spila- mennsku barst alla leið til Argent- ínu, þar sem þarlendur gítarsnill- ingur hafði að bragði samband við Karólínu og vildi fá verk fyrir sig líka.    Á nýja diskinum spilar EinarKristján gítarklassíkina miklu: Fimm prelúdíur eftir Heitor Villa-Lobos, og gerir það frábær- lega vel. Hann spilar líka Jak- obsstigann eftir Hafliða Hall- grímsson, magnað og sterkt verk og sýnir þar enn og aftur hæfni sína í túlkun samtímatónlistar. Japanska þjóðlagið kemur svo úr enn annarri átt, í fallegri til- brigðaútsetningu Yuquijiro Yocoh. Finisterre gefur góða mynd af Einari og hæfileikum hans í tónlist- inni, vegna þess hve verkin eru ólík. Hann nálgast hvert þeirra með sinni næmu tilfinningu fyrir stíl og uppruna hvers og eins, og spilamennskan er sindrandi mús- íkölsk. Það er afar lofsvert af að- standendum Einars að hafa hér gefið okkur hinum tækifærið til að hlusta á Einar einu sinni enn og komandi kynslóðum tækifæri til að kynnast góðum listamanni sem gaf sig allan í listina. Gítarleikur handan mæra Morgunblaðið/Einar Falur Fjölhæfur Einar Kristján Einarsson gítarleikari. AF LISTUM Bergþóra Jónsdóttir » Í tónlistinni var hann landkönnuður og hefði kunnað því illa að vera settur í einhverja skil- greinda skúffu. begga@mbl.is „ÉG VAR að snúa aftur í útvarp eftir fjórtán ára hlé. 1992 var ég með þætti á menntaskólastöðinni Útrás. Þeir hétu Kvöldstund með Arnari en þátturinn á XFM heitir Kvöldstund með Arnari Eggerti,“ segir Arnar Eggert Thoroddsen blaðamaður sem byrjaði nýlega með þátt á út- varpsstöðinni XFM 91.9. „Fjórði þátturinn fer í loftið í kvöld. Þetta er tveggja tíma þáttur, í upphafi hans spila ég það sem ég er að hlusta á hverju sinni, frá harðasta rokki til ljúfustu þjóðlagatónlistar. Í seinni helmingnum tek ég fyrir eitt- hvert þema, í fyrstu tveimur þátt- unum tók ég fyrir sögu hljómsveit- arinnar The Byrds, í síðasta þætti fjallaði ég um kanadískar hljóm- sveitir og í kvöld ætla ég að taka fyr- ir Paul McCartney en í allri þessari skilnaðarumræðu ákvað ég að beina sjónum fólks aftur að tónlist hans. Ég stefni að því að hafa gesti við og við í hljóðverinu hjá mér og með mér í kvöld verður gamall kollegi minn af Morgunblaðinu og stórvinur, Ívar Páll Jónsson, en hann er McCartney fræðingur.“ Arnar segist hafa gengið með hugmyndina að útvarpsþættinum lengi í maganum en ekki fundið sig knúinn til að framkvæma hana fyrr en nú. „Þeim hjá XFM fannst mikill feng- ur í að fá mig og ég fann góða strauma frá þeim. Það er góð til- breyting frá skrifunum að fá að blaðra í útvarpi og það er auðveld leið til að koma tónlist á framfæri,“ segir Arnar sem fékk óbilandi tón- listarbakteríu eftir fjórtán ára aldur og segist ekki hugsa um annað en tónlist í dag. „Þótt ég sé bæði blaða- og út- varpsmaður hef ég ekki mikla fjöl- miðlabakteríu en ég hef gríðarlegan áhuga á allskonar tónlist og nota fjölmiðla til að koma henni áfram.“ Frá harðasta rokki Morgunblaðið/Kristinn Útvarpsmaðurinn Arnar Eggert Thoroddsen er með fræðandi útvarpsþátt á XFM á hverju þriðjudagskvöldi þar sem hann fjallar um tónlist. Tónlist | Kvöldstund með Arnari Kvöldstund með Arnari Eggerti er öll þriðjudagskvöld á milli kl. 20 og 22 á XFM 91.9. ÞÁ er lokið sýningum á 40 mínútumyndum sem hafa verið sýndar í Kastljósi síðustu 4 vikurnar. Höfund- arnir eru margir úr hópi okkar kunnustu kvikmynda- gerðarmanna, en myndirnar eru gerðar í tilefni fer- tugsafmælis stéttarinnar. Í seinni helft stuttmyndanna er gamansemi áber- andi, dálítið kaldhæðin á köflum – í anda þjóðarsál- arinnar. Mínútuformið er vandmeðfarið og hentar slíku efni mætavel, það sýnir sig m.a. í Píanói. Hefurðu hugsað þér að segja bestavini þínum að þú hafir haldið við konuna hans? Nytsamlegar upplýsingar um ákjós- anlegt augnablik og aðstæður er að finna í myndinni. Í Tandurhreint, filmar Ólafur Jóhannesson taílenskan gluggaþvottamann sem er í djúpum þönkum um lífið og tilveruna. Kemst að þeirri háleitu niðurstöðu að: „Lífið er rassgat, og ég þríf það“. Heldur áfram þvott- inum eins og ekkert hafi í skorist, það er rétti andinn. Meistari Robert Altman var að falla frá, svo merki- lega vill til að myndin hans Jakobs Frímanns gæti ver- ið eftirmæli um manninn, þó það hafi ekki verið hug- myndin. „Sá hlær best sem síðast hlær,“ hugsar kokkáluð eiginmannsnefna harðsoðinnar og lausgyrtrar frama- konu í meinfyndinni og vel gerðri Niðurstöðu könn- unarinnar, e. Guðjón Jónsson. Hjartað er á svipuðum nótum hvað meinfýsinn endann snertir. Mínútusteik er einnig vel gerður brandari sem minnir okkur á að vera notalegir við kokkastéttina … Í hópi 40 mínútumynda er einnig að finna gagnrýni á virkjanaframkvæmdir og misnotkun okkar fagra lands sem skilur eftir ólæknandi svöðusár um ókomin ár. Þessi geðslegi framtíðararfur sem samtíðin færir framtíðinni á álfati er gagnrýndur á nokkrum snjöllum mínútum. „Við erfðum ekki landið frá foreldrum okkar … við fengum það að láni hjá börnunum okkar.“ Þessi póli- tíska yfirlýsing er jafnframt nafn myndar frá Drauma- landi og hefst á litlum börnum að leik úti í guðs grænni náttúrunni. Myndavélin færist ofurhægt frá þeim, fuglasöngurinn smákafnar í ómennsku véla- skrölti fráhrindandi verksmiðjubákns sem kemur í ljós eins og skrattinn úr sauðarlegg ægifegurðar Hval- fjarðar. Er maðurinn órjúfanlegur hluti náttúrunnar eða ber að flokka hann með sorpinu, spyr Lárus Ýmir Ósk- arsson á beinskeyttan hátt í umhugsunarverðri mynd Dauðastundin nálgast hjá sjúklingnum í Drauma- landi, eftir Andra Snæ Magnússon. Þegar sálin hefur yfirgefið líkama hins dauðvona er vitnað í háfleyg orð Halldórs Ásgrímssonar, fyrrum forsætisráðherra: „Maðurinn er hluti af náttúrunni. Eyðileggi hann umhverfi sitt tortímir hann sjálfum sér.“ Er nokkru við þetta að bæta? Nokkrar mínútur í viðbót SJÓNVARP RÚV 40 Íslenskar mínútumyndir gerðar í tilefni 40 ára afmælis Fé- lags kvikmyndagerðarmanna. Seinni hluti. RÚV í nóvember og desember 2006. 40 mínútumyndir FK 1966–2006 Sæbjörn Valdimarsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.