Morgunblaðið - 12.12.2006, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 12.12.2006, Blaðsíða 36
36 ÞRIÐJUDAGUR 12. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Sveinn Krist-insson, fyrrver- andi ritstjóri og blaðamaður, fædd- ist á Hjaltastöðum í Skagafirði 2. mars 1925. Hann lést á heimili sínu 2. des- ember síðastliðinn. Hann var sonur hjónanna Kristins Jóhannssonar, f. 2. desember 1886, d. 4. febrúar 1941, og Al- dísar Sveinsdóttur, f. 13. október 1890, d. 1. nóvember 1977. Systkini Sveins, sem upp komust, eru Ei- ríkur, f. 1916, d. 1994, Hjörleifur, f. 1918, d. 1992, Þorbjörn, f. 1921, d. 2000, og Jökull, f. 1935. Sveinn kvæntist 29. ágúst 1964 Jóhönnu Jónsdóttur skrifstofu- manni, f. 6. september 1934. Hún er dóttir Sturlu Jóns Þórarins- sonar og Álfheiðar Einarsdóttur frá Bolungarvík. Systkini hennar eru Jón Rafnar, Bergþóra og Þór- unn Jónína. Dóttir Sveins og Jó- hönnu var Álfheiður Þorbjörg, f. 1964, dáin sama ár. Sveinn ólst upp í Skagafirði við almenn sveitastörf. Hann flutti tvítugur til Reykja- víkur og lauk stúd- entsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1951. Hann lagði um skeið stund á íslensk fræði og lögfræði við Háskóla Íslands. Síðar stundaði hann sagnfræðirann- sóknir. Sveinn var kunnur skákmeist- ari, m.a. var hann skákmeistari Tafl- félags Reykjavíkur 1951 og 1957. Hann tefldi í skák- sveit stúdenta á Heimsmeist- aramóti stúdenta í Lyons í Frakk- landi 1955. Þá var hann formaður Taflfélags Reykjavíkur 1953. Sveinn skrifaði skákþætti í Morg- unblaðið og Þjóðviljann og var með skákþátt í Ríkisútvarpinu auk þess sem hann flutti fjölda fyrirlestra þar. Þá var Sveinn bókavörður á Landsbókasafninu um skeið. Eftir Svein hafa birst smásögur, kvæði og ýmsar grein- ar í blöðum og tímaritum. Útför Sveins verður gerð frá Fossvogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13. Mig langar að minnast skáfrænda míns Sveins Kristinssonar skák- manns og fyrrverandi blaðamanns. Í æsku þegar ég var að stíga mín fyrstu skref í skákinni var mér sagt frá eiginmanni frænku minnar sem væri öflugur skákmaður. Þegar ég svo fluttist til Reykjavíkur til að fara í menntaskóla og fór að mæta á ská- kæfingar hjá Taflfélagi Reykjavíkur þá kynntist ég Sveini betur. Hann mætti á allar skákæfingar og miðlaði ungum skákmönnum af visku sinni. Hann var einn af þeim mörgu full- orðnu mönnum sem mættu alltaf á æfingar og voru mjög mikilvægir þættir í skákþjálfun ungra skák- manna. Styrkleiki þeirra fullorðnu hélst nokkuð stöðugur, en ungu og upprennandi unglingarnir fengu áskoranir til að glíma við. Fyrst töp- uðu ungu mennirnir fyrir þeim full- orðnu, en þegar styrkleiki þeirra ungu jókst fóru þeir að vinna hina fullorðnu. Með allra erfiðustu áskor- unum var Sveinn Kristinsson. Það einkenndi Svein að hann átti við Parkinson-sjúkdóminn að stríða og titraði oft mikið við taflmennskuna, en hann lét það ekki á sig fá og oftar en ekki stóð hann uppi sem sigurveg- ari á skákæfingunum. Sveinn og Hanna frænka voru mjög samrýnd hjón og oft hitti mað- ur þau saman á förnum vegi. Alltaf voru þau jafn ástfangin og í jákvæðu skapi. Fyrir nokkrum árum ákváðu þau á gamals aldri að festa kaup á tölvu og varð ég þeirrar ánægju að- njótandi að aðstoða þau við það. Hanna ætlaði að nota tölvuna til ættfræðigrúsks og Sveinn til að tefla á Netinu, skrifa sögur og fylgjast með fréttum. Eftir þetta kom ég oft í heimsókn til Sveins og Hönnu í Þór- ufellið til að aðstoða við smáræði í sambandi við tölvureksturinn. Alltaf var vel tekið á móti manni og ekki mátti fara án þess að þiggja kaffi og með því sem Hanna galdraði fram. Þótt Sveinn ætti í erfiðleikum með að eiga við músina og takkaásláttinn til að byrja með sökum Parkinson- stitringsins þá náði hann samt ótrú- legri leikni við hana og skrifaði bæði sögur og tefldi við aðila út um allan heim á Netinu. Sveinn var mjög fróður maður og fylgdist vel með. Hann las alla skák- dálka í dagblöðunum og fylgdist grannt með því sem var að gerast í skákinni bæði hér heima og erlendis. Á heimili Sveins og Hönnu taka bókahillur vænt pláss og þar er mikið af góðum skákbókum sem og öðrum bókum bæði frá fyrri og seinni tíð. Sveinn var afburða penni og skrif- aði mikið um skák í blöð og tímarit. Eitt merkasta framlag Sveins til skákarinnar er án efa útgáfa hans og Þóris Ólafssonar á Skákritinu sem kom út í þrjú ár frá 1950 til 1953. Margir skákmenn minnast Sveins fyrir kynni þeirra af honum í skák- inni og á Skákhorninu, umræðuvef skákmanna, hafa margir þakkað honum samfylgdina. Elsku Hanna frænka, ég votta þér samúð mína vegna fráfalls elskulegs eiginmanns þíns og Sveini þakka ég ánægjuleg viðkynni. Halldór Grétar Einarsson. Hartnær hálf öld er liðin síðan fundum okkar Sveins Kristinssonar bar fyrst saman. Það tókust fljótt með okkur kynni, sem urðu varanleg. Sveinn var þekktur skákmaður, einn í hópi hinna fremstu hérlendis um skeið, og fræðimaður á því sviði. Þau fræði voru mér ókunn, en ánægju hafði ég af því að lesa rit- smíðar Sveins, enda var hann ritfær með ágætum og fróður mjög um skáklistina og afreksmenn á þeim vettvangi, innanlands sem utan- lands. En Sveinn átti fleiri hugðarefni en skák: Þess varð ég fljótt var að hann kunni ógrynni af ljóðum og vísna- kunnátta hans var með ólíkindum. Hann var og vel skáldmæltur, orð- hagur og rímfróður. Hér verður ekki sögð nein ævi- saga. Aðeins þökkuð áratuga tryggð. – Ágætri konu Sveins, Jóhönnu Jóns- dóttur, eru sendar samúðarkveðjur. Grímur. Mig langar að minnast skák- mannsins Sveins Kristinssonar í fáum orðum. Fyrstu kynni af Sveini voru í gegnum skákþætti sem hann flutti í útvarpið á árunum milli 1960 og 1970. Hann hafði notalega rödd og spjallaði í þess orðs bestu merkingu við hlustendur, hafði gott lag á að segja frá hlutunum þannig að þeir urðu sögulegir. Sveinn ritaði líka ár- um saman skákþætti í Morgunblaðið og hafði þá sama lag, að leggja ekki ofuráherslu á teoríu og fræði, heldur flétta ýmsu skemmtilegu inn í frá- sögnina. Maðurinn var vel að sér og fróður um sögu og bókmenntir og minnugur og átti því hægt með að sækja sér líkingar úr ólíklegustu átt- um. Textar hans voru því einkar læsilegir. Má nefna sem dæmi ferða- sögu hans frá heimsmeistaramóti stúdenta í Frakklandi árið 1955 sem birtist í Skákblaðinu það ár og er allt- af jafn skemmtileg aflestrar. Hann gaf líka út Skákritið á ár- unum 1950-1953 með Þóri Ólafssyni og mátti það kallast afrek að halda því riti út svo lengi, því þau ár voru erfið fjárhagslega og skáklistin ekki jafn vinsæl og um þessar mundir. Afrek Sveins á skákborðinu skulu ekki tíunduð hér en hann var einn af fremstu skákmönnum landsins á sjötta áratugnum, m.a. skákmeistari Reykjavíkur 1951 og 1957, og klapp- aði kröftuglega á dyr landsliðsins á þeim árum. Um þær mundir hætti hann taflmennsku opinberlega um nær 20 ára skeið en hóf aftur að taka þátt í mótum á áttunda og níunda áratugnum. Sýndi hann þar með eldri skákmönnum gott fordæmi og náði oft á tíðum góðum árangri í þessari „seinni“ skáklotu sinni. Að beiðni Jóhanns Þóris Jónsson- ar ritstjóra Skákar hóf Sveinn að rita minningarþætti um skákmenn og skákviðburði á stríðsárunum og teygðust þeir þættir allt til samtím- ans. Hefur Sveinn þar með bjargað mikilvægum minningum frá fyrri ár- um. Honum tókst að draga upp skýr persónueinkenni á mörgum þekktum taflmeisturum. Sérstaka rækt lagði Sveinn við kempuna Benóný Bene- diktsson og gerði alvarlega tilraun til að skilgreina flókinn skákstíl hans. Var líka einn af þeim sem lögðu rækt við að herma eftir meistaranum og gerði það með miklum ágætum. Sveini kynntist ég á skákmótum og viðburðum í kringum þau. Hann var viðræðugóður, glöggur á menn og málefni og hafði góða frásagnar- gáfu sem hann nýtti í ritstörfum sín- um. Eftirlifandi eiginkona Sveins er Jóhanna Jónsdóttir. Þau hjón voru mjög samrýnd og vil ég að lokum senda Jóhönnu mínar innilegustu samúðarkveðjur. Jón Torfason. Kveðja frá Taflfélagi Reykjavíkur Sveinn Kristinsson er fallinn frá. Það eru höggvin stór skörð í raðir sterkra skákmanna af kynslóð föður míns þessa dagana. Stutt er síðan Lárus Johnsen lézt og nú er Sveinn Kristinsson allur. Það eru komin sex- tíu ár síðan Sveinn gekk til liðs við Taflfélag Reykjavíkur, haustið 1946. Sveinn lét fljótt að sér kveða. Hann vann sig strax upp í fyrsta flokk og á Haustmótinu 1947 vann hann sér þátttökurétt í meistaraflokki Tafl- félags Reykjavíkur. Á næstu árum efldist Sveinn mjög sem skákmaður og á árunum upp úr 1950 var hann sannarlega orðinn einn af sterkustu skákmönnum landsins. Hann varð Haustmeistari TR 1951 eftir harða baráttu við Lár- us Johnsen og hampaði þar í fyrsta skipti meistaratitli félagsins. Á Skák- þingi Íslands 1953 í landsliðsflokki sýndi Sveinn styrk sinn þegar hann deildi öðru sætinu og var eini kepp- andinn sem bar sigurorð af sigurveg- ara mótsins Friðriki Ólafssyni sem þá var átján ára gamall og á góðri leið með að tryggja sér stórmeistara- titil, fyrstur íslenskra skákmanna. Það þóttu tíðindi á þeim tíma að sigra Friðrik í kappskák, hvað þá með svörtu mönnunum eins og Sveinn af- rekaði í aðeins 33 leikjum í kóngs- indverskri vörn. Á árinu 1955 tefldi Sveinn í liði Íslands á Heimsmeist- aramóti stúdenta í Lyon í Frakklandi og stóð sig ágætlega. Sveinn endur- heimti meistaratitil Taflfélags Reykjavíkur, þegar hann vann Haustmót TR 1957 eftir 4 skáka ein- vígi við Kára Sólmundarson þar sem Sveinn sigraði með yfirburðum 3½-½. Á næstu árum dró heldur úr tafl- mennsku Sveins og eftir 1960 hætti hann alveg að tefla á mótum um 20 ára skeið. Hann settist aftur að skák- borðinu 1981, þá kominn vel á sex- tugsaldurinn og gerði sér lítið fyrir og deildi efsta sætinu í B-flokki á Skákþingi Reykjavíkur. Hann var virkur í skáklífinu framundir sjötugt en hætti þá. Ekki verður komist hjá því að minnast á framlag Sveins til skák- fræðslunnar í landinu. Hann gaf út og ritstýrði ásamt Þóri Ólafssyni Skákritinu á árunum 1950-1953 og var einnig með skákþætti bæði í blöðum og útvarpi, hann var góður penni með gott vald á íslensku máli. Sveinn Kristinsson var formaður Taflfélags Reykjavíkur 1953. Sveinn giftist Jóhönnu Jónsdóttur og lifir hún mann sinn. Það ríkti mikill kær- leikur með þeim og ég minnist þess frá unglingsaldri og allar götur síðan hvað mér þótti það fallegt að á þessu kalda landi, þar sem fullorðið fólk ber nú sjaldnast tilfinningar sínar á torg, þá leiddust þau alltaf hönd í hönd um allt sem þau fóru, eins og ástfangnir unglingar, þessi myndarlegu hjón sem fóru yfirleitt fótgangandi sínar leiðir. Um leið og ég fyrir hönd stjórnar TR vil þakka Sveini fyrir hans fram- lag til félagsins og skáklistarinnar í landinu þá votta ég Jóhönnu og að- standendum innilega samúð mína. Óttar Felix Hauksson, formaður Taflfélags Reykjavíkur. Sveinn Kristinsson REYNSLA • UMHYGGJA • TRAUST Þegar andlát ber að höndum Önnumst alla þætti útfararinnar ÚTFARARSTOFA KIRKJUGARÐANNA Vesturhlíð 2 • Fossvogi • Sími 551 1266 • www.utfor.is ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs eigin- manns míns, föður og afa, ÁRNA SIGURÐSSONAR, Þrastargötu 8, Reykjavík. Sérstakar þakkir viljum við færa Eiríki Jónssyni lækni og starfsfólki Landspítalans við Hringbraut. Guð blessi ykkur öll. Ingigerður R. Árnadóttir, Árni Ragnar Árnason, Elmar Freyr Árnason. ✝ Elsku hjartans sonur minn, bróðir, mágur, besti frændi okkar og barnabarn, ÁSGEIR JÓN EINARSSON, Fljótaseli 10, sem lést af slysförum laugardaginn 2. desember, verður jarðsunginn frá Neskirkju miðvikudaginn 13. desember kl. 11.00. Kristín Jónsdóttir, Ragnar Magnús Einarsson, Linda Elisabeth Skaug, Sara Sif, Emma Ósk, Einar, Magnús Sigurðsson, Ágústa Óskarsdóttir, Soffía Ásgeirsdóttir. ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinsemd við andlát og útför systur okkar, KRISTNÝJAR ÓLAFSDÓTTUR frá Gíslholti, Vestmannaeyjum, sem lést á Sjúkrahúsi Vestmannaeyja föstudaginn 24. nóvember sl. Sigríður Ólafsdóttir, Guðjón Ólafsson, Jón Ólafur Vigfússon og aðrir vandamenn. ✝ Innilegar þakkir sendum við öllum sem sýndu okk- ur samúð og hlýhug við andlát og útför okkar elsku- legu og ástkæru INGIBJARGAR HÖNNU BERGMANN SVEINSDÓTTUR, Furugrund 79, Kópavogi, áður Skeljagranda 4, Reykjavík. Sérstakar þakkir fær starfsfólk líknardeildar Landspítalans í Kópavogi. Jóhanna Elín Árnadóttir, Einar Jónsson, Sveinn Bergmann Rúnarsson, Halldóra Ólafsdóttir, Bjarni Bergmann Sveinsson, Þorbjörg Kristvinsdóttir, Úndína Bergmann Sveinsdóttir, Björn Brynjólfsson, Ásmundur Bergmann Sveinsson, Hallveig Finnbogadóttir, Árni Bergmann Sveinsson, Sigríður Ólafsdóttir, Rúnar Bergmann Sveinsson, Sigrún Friðgeirsdóttir, Logi Úlfljótsson, Jón Þór Bergmann Sveinsson, Steinhildur Hjaltested, Róslind Bergmann Sveinsdóttir, Dag Bordal, Haukur Örn Björnsson, Esther Guðmundsdóttir, Sævar Birgisson og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.