Morgunblaðið - 12.12.2006, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 12.12.2006, Blaðsíða 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 12. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Þ að er ekki auðvelt að vera á móti Latabæ á Íslandi, segir Dagný Kristjánsdóttir í grein sinni í nýjasta hefti TMM. En eins og fræðingi sæmir nálgast hún viðfangsefnið á gagn- rýninn hátt, og því er óhjá- kvæmilegt að tónninn í greininni verði dálítið neikvæður. En Dagný fer afskaplega varlega í neikvæðn- ina, sem er vissulega skiljanlegt því að það er hárrétt hjá henni að það er ekki auðvelt að vera á móti Lata- bæ. Svolítið eins og að vera á móti góðu veðri. Eða jólunum. Maður sem er á móti Latabæ stimplar sig ekki aðeins sérvitring heldur liggur við að hann geri sig útlægan úr ís- lensku samfélagi, svo einróma hef- ur lofsöngurinn um Latabæ verið frá upphafi. En um leið og það er skiljanlegt að Dagný sé varkár í gagnrýninni er það dálítið leiðinlegt því að ein- mitt vegna þess hve eindregið lof og samþykki Latibær hefur hlotið væri ekki bara gaman að sjá önd- verða skoðun heldur má halda því fram að það gæti verið hollt. Jafn- vel djöfullinn þarf jú sinn málsvara. Samt er vissara að fara varlega í því, og Dagný lætur duga að vitna í ritdóm Jökuls Valssonar um Lata- bæjarbækurnar í Kistunni, þar sem ekki var hikað við að vera neikvæð- ur og fara jafnvel út í persónulegt skítkast í garð Magnúsar Schev- ings. Þessar tilvitnanir sem Dagný hefur með þjóna ef til vill ágætlega sem dæmi um hversu illa getur far- ið þegar fræðingar missa stjórn á skapvonsku sinni. Ætli sé þá ekki betra að láta duga að rýna í viðfangsefnið á hlut- lausum nótum, draga fram dýpri anga þess og til dæmis tengsl við hefðir. Dagný fitjar reyndar tvisv- ar, að minnsta kosti, upp á slíkum öngum, en því miður lætur hún þá niður falla. Í byrjun greinarinnar rekur hún þróun hugmyndarinnar um barnið, og vitnar til dæmis í þá Rousseau og Locke, en sá fyrr- nefndi hafði þá hugmynd að börn væru að upplagi hrein og óspillt, og það væri mannlífið sem gerði þau ómöguleg. Þekkingarfræði Lockes byggðist svo á þeirri grundvall- arhugmynd að mannshugurinn væri í upphafi eins og óskrifað blað, sem lífið risti síðan rúnir í og mót- aði þannig manninn. Það er alveg óljóst hvort þessar hugmyndir sem Dagný ver dágóðu rými undir hafa nokkuð að segja fyrir greiningu hennar á Latabæ. Að vísu hafa báð- ar þessar kenningar verið hraktar fullkomlega, og sýnt fram á að skapferli og persónuleiki er að miklu leyti meðfæddur og arfgeng- ur, þannig að Rousseau og Locke duga vart sem rök gegn nokkrum hlut lengur. Dagný greinir líka einskonar ættarsögu Latabæjar, það er að segja sýnir fram á hvernig sög- urnar tilheyra aldagamalli hefð „fyrirmyndar- og viðvörunarsagna átjándu og nítjándu aldar þar sem afar neikvæð mynd af barninu er lögð til grundvallar sögunum sem sagðar eru“ (bls. 7). Þetta er skemmtileg greining, en því miður gerir Dagný sér ekki mikinn mat úr henni. Bendir til dæmis ekki á nein- ar athyglisverðar hliðstæður með persónum Latabæjar og persónum þessara viðvörunarsagna fyrri alda. Tvennt í viðbót: Dagný bendir á að foreldrar barnanna í Latabæ séu hvergi nálægir, og mér fannst við lestur greinar hennar að hún væri ósátt við það. Hún nefnir að í barnabókum leiki foreldrar yfirleitt stór hlutverk. En það er ef til vill tímanna tákn að foreldra verði hvergi vart í Latabæ. Maður les varla svo viðtal við sálfræðinga og kennara nútildags að þeir fari ekki mörgum orðum um það að svo virð- ist sem foreldrar gefi börnum sín- um alltof lítinn tíma. Og það læðist að manni sá grunur, að mjög mörg þeirra barna sem sitja við sjón- varpið að horfa á Latabæ á laug- ardagsmorgnum sitji þar ein, og foreldrar þeirra séu órafjarri í draumalandi. Kannski gaf það einu sinni raunsæja mynd af veru- leikanum að foreldrar væru nærri í barnabókum, en sennilega er nú öldin önnur og fjarvera foreldra í Latabæ nær raunveruleikanum. Dagný virðist einnig vera fremur ósátt við að Latibær sé búinn til í samræmi við þá stefnu að ánægja áhorfendanna, í þessu tilviki barnanna, sé notuð sem mælistika á hvernig efnið er unnið. „Sálfræð- ingar og menntunarfræðingar hafa alltaf lagt megináherslu á þroska- og þekkingarfræðilegt gildi leikja og leikfanga, hvort leikurinn víkki sjóndeildarhring barnsins og kenni því eitthvað nýtt um heiminn og til- veruna,“ segir hún – svolítið eins og hún væri fremur hlynnt því – á bls. 14. En Latibær hefur reyndar mjög afdráttarlausan boðskap að flytja og gerir mjög eindregna tilraun til að reyna að fá áhorfendur til að sjá hlutina frá nýju sjónarhorni. Eins og til dæmis með þeim orðaleik að kalla grænmeti „íþróttanammi“, og reyna þannig að sýna grænmetið í alveg nýju ljósi. Meginboðskapur Latabæjar er alveg nauðaeinfaldur: Maður á að iðka íþróttir. „En verð- ur það gert með enn einum afþrey- ingarþættinum og fjölmörgum fylgihlutum?“ spyr Dagný á bls. 21. Er þetta ekki „ódýr lausn á mjög alvarlegu og dýru vandamáli“? Án þess að ég hafi sérstaklega verið ráðinn fjölmiðlafulltrúi Lata- bæjar ætla ég að leyfa mér að efast um að framleiðendur þáttanna telji sig vera að bjóða allsherjarlausn á vandanum. Ég held að það geti bara vel verið að þeir séu í fyllstu einlægni að leggja fram sinn túkall, og þykist ekki vera að gera neitt meira. Þannig að ég veit ekki nema Dagný sé þarna að seilast of langt í gagnrýninni. Titillinn á grein Dagnýjar, „Lati- bær er skyndibiti“, er grípandi, en hvergi í greininni er þessa fullyrð- ingu að finna, né útleggingu á henni. Kannski á titillinn að vera einskonar lykill að greininni, súmmera upp boðskapinn í henni, eins og ljóðskáld gerðu gjarnan hér í eina tíð er þeir gáfu ljóðum sínum nöfn. Það má vera að þetta sé rétt hjá Dagnýju, en gleymum því þá ekki að það er einn nammidagur í viku. Jafnvel hörðustu næring- arfræðingar eru til í að leyfa það. Sumir segja meira að segja að nammi einu sinni í viku sé hollt. Hollur skyndibiti »Kannski gaf það einu sinni raunsæja mynd afveruleikanum að foreldrar væru nærri í barnabókum, en sennilega er nú öldin önnur og fjarvera foreldra í Latabæ nær raunveruleik- anum. BLOGG: kga.blog.is VIÐHORF Kristján G. Arngrímsson kga@mbl.is TILEFNI þessarar greinar er að vekja athygli á einu af átta framsæknum verkefnum á sviði geðheilbrigðismála sem Sparisjóð- urinn hefur ákveðið að styrkja með hjálp viðskiptavina sinna og landsmanna allra. Klúbburinn Geysir starfar eftir alþjóðlegri hugmyndafræði Fo- untain House sem miðar að því að styrkja félaga sem hafa átt eða eiga við geðræn veikindi að stríða til að ná fótfestu í lífi og starfi. Oftar en ekki er fólk á framhalds- skólaaldri þegar veikindanna verð- ur fyrst vart. Í Klúbbnum Geysi höfum við orðið þess áskynja að margir sem þangað sækja hafa flosnað upp úr námi. Geðræn veik- indi eru þess eðlis að erfitt getur reynst að stunda nám, hvað þá að ljúka því. Margir þeirra sem veikj- ast eiga erfitt með að hefja nám að nýju, þrátt fyrir áhuga, vegna þess að viðeigandi stuðning skort- ir. Klúbburinn Geysir hefur því ákveðið að leggja áherslu á að stofna atvinnu- og menntunardeild sem auðveldar félögum að stunda nám, komast í ráðningu til reynslu, atvinnu með stuðningi eða sjálfstæða ráðningu. Meg- ináhersla verður lögð á að gera menntunarmöguleika aðgengilegri fyrir félaga, hvort sem það eru skemmri námskeið eða námsleiðir sem leiða til lokaprófs, gráðu eða starfsréttinda. Með atvinnu- og menntunardeild getur Klúbburinn Geysir byggt upp sterkari tengsl við skóla og atvinnulíf, aukið menntun og þekkingu félaga og verið öflugri við að aðstoða félaga aftur út á vinnumarkað eða í nám. Öflug atvinnu- og menntunardeild er því mikilvæg, bæði til að hjálpa ungu fólki, sem er að byrja að veikjast og einnig þeim sem hafa verið veikir lengi að hefjast handa að nýju. Atvinnu- og menntunardeild Klúbbsins Geysis er eitt af átta framsæknum verkefnum á sviði geðheilbrigðismála sem Sparisjóð- urinn hefur ákveðið að styrkja. Söfn- unin er nýstárleg að því leyti að ósk- að er eftir þátttöku allra viðskiptavina og getur hver um sig valið eitt af verkefnunum átta. Í kjölfarið leggur Sparisjóðurinn 1.000 krónur til þess verkefnis í nafni viðskiptavin- arins en um leið er hver og einn hvatt- ur til að leggja fram frjálst viðbót- arframlag. Þá verður einnig opn- aður söfnunarsími svo að landsmenn allir geti lagt sitt af mörkum. Símanúmerið er 901 1000 og kostar hvert símtal 1.000 krón- ur sem dreifist jafnt á verkefnin átta. Með þessu móti er vonast til að alls takist að veita um 25 millj- ónir króna til þessara verkefna. Auðvelt er að taka þátt og gefa styrk frá Sparisjóðnum. Það má gera á heimasíðunni www.spar.is, eða með heimsókn eða símtali í næsta sparisjóð hvar sem er á landinu. Á sömu stöðum er einnig að finna ítarlegar upplýsingar um félögin og verkefnin sem fjármun- irnir munu renna til. Að lokum minnum við á að geð- heilbrigðismál koma okkur öllum við. Staðreyndin er sú að einn af hverjum fjórum landsmönnum glímir við geðræn veikindi ein- hvern tímann á lífsleiðinni. Það eru því fáar fjölskyldur í landinu sem geðræn veikindi snerta ekki. Menntunar- og atvinnutækifæri geðsjúkra í Klúbbnum Geysi Kristinn Stefán Einarsson og Kristinn Heiðar Fjölnisson fjalla um atvinnu- og mennt- unardeild Klúbbsins Geysis og söfnun Sparisjóðsins Þú gefur styrk »Með atvinnu- ogmenntunardeild get- ur Klúbburinn Geysir byggt upp sterkari tengsl við skóla og at- vinnulíf, aukið menntun og þekkingu félaga og verið öflugri við að að- stoða félaga aftur út á vinnumarkað eða í nám. Kristinn Heiðar Fjölnisson Kristinn Stefán er framkvæmdastjóri Klúbbsins Geysis. Kristinn Heiðar er félagi í Klúbbnum Geysi og starfs- maður Glitnis. Kristinn Stefán Einarsson Í grein á FÍB-vefnum fimmtu- daginn 7. desember er fjallað um mótmæli Bifhjólasamtaka lýðveld- isins, Snigla, við lagningu víravegriða á Hellisheiði. Er í greininni að gefnu tilefni haldið fram að engin gögn styðji þá sjálfsögðu kröfu þess stóra hóps vegfar- enda, sem mót- orhjólafólk er orðið, að vegrið geti verið honum hættuleg. Má jafnvel skilja svo af höfundi greinarinnar að mótmæli mót- orhjólafólks séu gegn vegriðum almennt og því ör- yggi sem þau veita öðrum umferð- arhópum, en slíkt er að sjálfsögðu algjör fjarstæða. Greinarhöfundur, sem reyndar hefur ekki einu sinni fyrir því að láta nafns síns getið, klykkir svo út með því að segja að ekki gangi að fórna öryggi ann- arra vegfarenda svo bifhjólamenn geti tekið óhindrað framúr hvar sem er. Enginn öryggisstaðall fyrir mótorhjólafólk Svona til að leiðrétta þennan ónefnda greinarhöfund aðeins er rétt að það komi fram að fjöl- margar rannsóknir styðja það að vegrið geti verið mótorhjólafólki mjög hættuleg ef ekki er vandað til hönnunar þeirra. Það hefur því miður oft brunnið við að mót- orhjólafólk gleymist við hönnun umferðarmannvirkja. Við prófun á öryggi vegriða í Evrópu er notast við samevrópskan öryggisstaðal er kallast EN1317 og eru þar til- greindar 11 gerðir öryggispróf- anna á vegriðum. Því miður mið- ast engar þessara prófana við öryggi bifhjólafólks en eins og nærri má geta eru vegrið meiri- háttar fyrirstaða fyrir mót- orhjólafólk, mun meiri en bíla, og því eðlileg krafa að tekið sé tillit til öryggis allra veg- farenda við hönnun vegriða en ekki bara sumra. Meiri líkur á dauða- slysum við vegrið Samkvæmt könnun á 418 mótorhjólaslys- um í Frakklandi þar sem vegrið komu við sögu eru líkur á dauðaslysi í þeim til- fellum fimm sinnum meiri en ef ekkert vegrið er til staðar. Alls urðu 8–13% allra dauðaslysa á mótorhjólum við vegrið á því þriggja ára tímabili sem rann- sóknin stóð yfir (Brailly 1998). Önnur rannsókn sem kynnt var á ifZ ráðstefnunni árið 1998 sýnir fram á að líkur á dauðaslysi í mót- orhjólaslysi aukist úr 2,2% í 10,9% ef vegrið er fyrir hendi. Sú rann- sókn bendir á að sum vegrið geti verið betri en önnur og tilgreinir sérstaklega Sigma-staura í vegr- iðum sem öruggari kost en hefð- bundna I-bita. Alls hafa FEMA- samtökin, sem í eru flest mót- orhjólasamtök Evrópu, tekið saman 23 rannsóknir sem benda til að sumar gerðir vegriða séu hættulegar mótorhjólafólki. Kem- ur þar fram eins og rauður þráður að það eru fyrst og fremst staurar vegriða sem eru þeim hættulegir og einnig að of lág vegrið valdi þeirri hættu að ökumaður bifhjóls á það á hættu að kastast yfir vegriðið lendi hann á því, og þá oftar en ekki í veg fyrir aðvífandi umferð. Rétt tegund umferðarmann- virkja skiptir máli Við skulum aðeins leiða hugann að því hvernig mannvirki vegriðin á Hellisheiði eru, en þar eru ótelj- andi óvarðir staurar á vegriði sem nær ekki einu sinni metra á hæð. Til að bæta gráu ofan á svart er engin undirvörn á því vegriði svo að mótorhjólamaður, sem fellur þar af hjóli sínu, á sér varla nokkra von. Þótt ekkert slys hafi orðið þar ennþá á mótorhjólafólki er það engin trygging fyrir því að engin slys eigi eftir að verða þarna, og því síður ef fjölga á slík- um umferðarmannvirkjum. Við höfum því miður þegar dæmi um mótorhjólaslys á Íslandi þar sem hærra vegrið hefði getað bjargað mannslífi. Þótt mótorhjólafólk mótmæli vissum gerðum vegriða skal ekki skilja það svo að mót- orhjólafólk sé á móti vegriðum al- mennt, við keyrum líka bíla! Krafa mótorhjólafólks er einfaldlega sú að sama tillit sé tekið til öryggis þeirra og annarra vegfarenda. Þess vegna styður langflest mót- orhjólafólk tvöföldun Suðurlands- vegar umfram 2+1 veg og skal engan undra. Vegrið bara góð fyrir suma? Njáll Gunnlaugsson skrifar um vegrið og mótorhjólafólk »Krafa mótorhjóla-fólks er einfaldlega sú að sama tillit sé tekið til öryggis þeirra eins og annarra vegfarenda. Njáll Gunnlaugsson Höfundur er mótorhjólakennari og stjórnarmaður í MSÍ.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.