Morgunblaðið - 12.12.2006, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 12.12.2006, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. DESEMBER 2006 13 VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF ÞETTA HELST ... VIÐSKIPTI ● HLUTABRÉF hækkuðu í verði í gær. Úrvalsvísitalan var skráð 6.424 stig við lokun viðskipta og hækkaði um 0,3% yfir daginn. Velta á hlutabréfamarkaði var 2.649 millj- ón krónur og 6.847 milljón krónur á skuldabréfamarkaði. Hlutabréf 365 hf. hækkuðu mest í viðskiptum gærdagsins eða um 1,8% og bréf Landsbankans hækk- uðu um 1,13%. Mest lækkuðu bréf Vinnslustöðvarinnar eða um 2,17%. Hlutabréf hækka ● ATHUGUN sam- keppniseftirlits- ins hefur leitt í ljós að ekki sé ástæða til að að- hafast vegna kaupa Íslands- pósts á Sam- skiptum. Er í ákvörðuninni vís- að til þess að ekki virðist vera skör- un á starfsemi félaganna sem hefur í för með sér röskun á samkeppni. Þá hafi ekki komið fram önnur atriði sem bendi til þess að samruninn geti raskað samkeppni. Í ljósi þessa er það mat eftirlitsins að ekki sé ástæða til að aðhafast frekar vegna umrædds samruna á grundvelli 17. gr. samkeppnislaga. Segir kaup Íslands- pósts á Samskiptum ekki raska samkeppni ● VERÐBÓLGAN í Danmörku mæld- ist 1,7% í nóvember, sem er 0,2 pró- sentustiga hækkun frá fyrra mánuði. Í frétt á fréttavef danska viðskipta- blaðsins Børsen segir að þessi aukning sé í samræmi við spár sér- fræðinga. Megin skýringin á aukinni verð- bólgu í Danmörku er annars vegar hækkun á verði á matvælum, sem hafa hækkað í verði um 4,8% á einu ári, og hins vegar hækkun á skóla- gjöldum í einkaskólum og fram- haldsskólum. Segir í frétt Børsen að skólagjöldin hafi hækkað um 5% síðastliðna tólf mánuði. Verð á fatnaði hafi hins veg- ar lækkað um 1,7% síðastliðið ár. Hefur blaðið eftir Jes Asmussen, aðalhagfræðingi Handelsbanken, að lítil hætta sé á því að verðbólgan fari úr böndunum á næstunni. Aukin verðbólga í Danmörku mælingunni. Er KB banki sá við- skiptabanki þar sem ánægja við- skiptavina hefur minnkað mest frá árinu 1999 en þá mældist bankinn með 77,6 stig. Landsbankinn er með ánægðustu viðskiptavini af bönkun- um þremur með einkunnina 71,4 sem er sami stigafjöldi og í fyrra. Þá kem- ur Glitnir með 70,5 stig. Í heild fær íslenski bankamarkað- urinn 70,5 stig og hefur ánægja við- skiptavina bankanna aldrei verið minni. Fyrstu þrjú árin voru íslensku bankarnir með ánægðustu viðskipta- vinina en jafnt og þétt hefur dregið úr ánægjunni og eru bankarnir nú með næstlægstu mælinguna. Ánægja með íslensku bankana aldrei minni Mest ánægjan hjá SPRON og minnst hjá KB banka #$%  &'() *+$, - .  / ,  0 1 $, " #$  % $ & '((()*++,            ÁNÆGJA viðskiptavina íslensku bankanna minnkaði þriðja árið í röð og hefur hún aldrei verið minni. Þeg- ar mælingar hófust árið 1999 voru Ís- lendingar ánægðastir allra Norður- landabúa með bankana. Ísland hefur hins vegar fallið úr fyrsta sætinu í næstneðsta sæti á eftir Noregi en mælingin nær einnig til Eystrasalts- ríkjanna þriggja. Þetta eru niðurstöður mælinga á bankamarkaði sem Capacent Gallup framkvæmdi og gengur undir heitinu Íslenska ánægjuvogin. Í könnuninni var tekið símaviðtal við 250 við- skiptavini allra bankanna og endur- speglar mælingin ánægju almenn- ings en nær ekki til fyrirtækja og stofnana. SPRON efst en KB banki neðst Viðskiptavinir SPRON eru nú ánægðustu viðskiptavinirnir og tekur SPRON við fyrsta sætinu af Spari- sjóðnum sem hingað til hefur trónað á toppi listans. Sparisjóðirnir hlutu nú 73,7 stig af 100 mögulegum og SPRON 75,1 stig, en SPRON er jafn- framt eina fyrirtækið þar sem ánægja viðskiptavinanna hefur auk- ist milli ára. KB banki er nú með síst ánægðu viðskiptavinina og fær 65,8 stig í Í HNOTSKURN » Ánægjuvog íslensku bank-anna mældist í ár 70,5 stig. Þegar mælingar hófust árið 1999 hlutu bankarnir hins vegar einkunnina 76,7 og hef- ur hún lækkað jafnt og þétt síðan þá . » SPRON er nú með ánægð-ustu viðskiptavinina með einkunnina 75,1 stig, en við- skiptavinir KB banka eru síst ánægðir og gefa bankanum 65,8 stig í einkunn Eftir Kristján Torfa Einarsson kte@mbl.is LANDSBANKI Íslands hefur gefið út skuldabréf í Kanada fyrir 300 milljónir kanadadollara, jafnvirði um 18 milljarða íslenskra króna. Bréfin eru með föstum vöxtum og eru á gjalddaga í janúar árið 2010. Ávöxt- unarkrafa bréfanna er 4,40% og mið- ast við álag á kanadísk ríkisskulda- bréf. Í tilkynningu frá Landsbankanum segir að þetta sé fyrsta skuldabréfa- útgáfa bankans til kanadískra fjár- festa. Lántakan fylgi í kjölfar fjár- festakynninga Landsbankans í Kanada og sé hún gefin út sem hluti af reglulegri fjármögnun bankans. „Skuldabréfaútgáfan er hluti af stefnu bankans um að fjölga stoðum í erlendri fjármögnun og bæta land- fræðilega dreifingu samhliða því að ná til breiðari hóps erlendra fjár- festa. Lántakan staðfestir jafnframt gott aðgengi Landsbankans að fjár- málamörkuðum og ber vott um það traust sem kanadískir fjárfestar hafa á bankanum og langtímastefnu hans,“ segir í tilkynningunni. Yfirumsjón með lántöku Lands- bankans í Kanada var í höndum bankans HSBC en aðrir umsjónar- aðilar voru bankinn CIBC og Nat- ional Bank of Canada. Um 85% lokið í ágústmánuði síðastliðnum Í ágústmánuði síðastliðnum var greint frá því að Landsbankinn hefði gefið út skuldabréf í Bandaríkjunum fyrir 2.250 milljónir Bandaríkjadoll- ara, jafnvirði um 155 milljarða ís- lenskra króna. Þá kom fram að bank- inn hefði þar með fjármagnað um 85% af meðallöngum og löngum lán- tökum sem koma til gjalddaga á næsta ári. Landsbankinn gefur út skuldabréf í Kanada „Niðurstaðan kemur á óvart. Í ljósi þess að sam- keppnin á þess- um markaði hef- ur aldrei verið meiri er erfitt að átta sig á því hvað veldur,“ segir Guðjón Rúnarsson, fram- kvæmdastjóri Samtaka banka og verðbréfafyrirtækja, inntur eftir viðbrögðum við niðurstöðum ánægjuvogarinnar. „Mikil samkeppni á undan- förnum árum hefur leitt til stórauk- innar þjónustu og fjölda þjónustu- liða. Það er því skrýtið að Ísland sé að dragast aftur úr öðrum ríkjum hvað þetta varðar,“ segir Guðjón. Aukin þjónusta og samkeppni „Það er ástæða til að taka fram að nýlegar rannsóknir hafa verið að undirstrika mikilvægi fjármála- geirans fyrir íslenskan þjóðar- búskap. T.d. sýnir nýleg rannsókn Háskóla Reykjavíkur að beinar skatttekjur ríkisins af fjármála- starfsemi eru 15 milljarðar króna. Það er erfitt að sjá hvaða samhengi er á milli þegar þjónustan og sam- keppnin eru að aukast en ánægjan að minnka. Kannski er hætta á því að álitsgjafar blandi saman þjón- ustustigi banka og sparisjóða og háu vaxtastigi, en grunnvextir eru ákvarðaðir af Seðlabankanum,“ segir Guðjón Rúnarsson að end- ingu. Segir niður- stöðuna koma á óvart Guðjón Rúnarsson              ''   *++, -. /01 0/ 0% 2#!3 "40% % 20% # #25 # " 5 #" 3 "40% 6!/ 3 "40% -3 "40% 3#  7 0% 8% 94%1   (4& 7 0% - 7  0% , 0% ,"2 0" 0% #  :6  $ $ % 7 0% ; 0% 2 .34&  9<#0%  3 "40% =2  23 "40% >?0 0% @,A6 B C0% B C   #/  0% D #/  0% 5 &  & 6 $# %1    !% 789:  & 863  0% 84  0% ;&    2 2     2  2    2                                        8  : ! 4#    B7" ." E (4                                               : : :    :  : :                                      :     D 4#. +  B8 F#0   # / ! 4#      : : :  : : :  . # !  ! >G H5   32 32 I I B9 JA   32 32 I I KK @,A#"0   32 2 I I @,A(0/% >    32 32 I I =K9A J"LM"    32 32 I I VÆGI Kaupþings banka í Úrvalsvísitölu Kaup- hallar Íslands á fyrstu sex mánuðum næsta árs er svipað og vægi Glitnis, Landsbankans og Straums-Burðaráss fjárfestingarbanka til sam- ans. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Kauphöll- inni. Þar er greint frá vægi þeirra 15 félaga á Aðallista Kauphallarinnar sem mynda Úrvalsvísi- töluna (ICEX-15) fyrir tímabilið frá 1. janúar til 30. júní á næsta ári. Í tilkynningunni segir að af þeim félögum sem eru skráð á Aðallista Kauphallarinnar séu valin tólf til fimmtán félög eftir ákveðnum reglum. Tvisvar á ári sé vísitalan endurskoðuð og hefjast ný tímabil 1. janúar og 1. júlí ár hvert. Valið í Úr- valsvísitöluna byggist á gögnum um viðskipti frá tímabilinu 1. desember 2005 til 30. nóvember 2006. Vægi Kaupþings banka í Úrvalsvísitölunni er 34,55% af heildinni. Næst kemur Landsbankinn, en vægi hans er 14,85%, þá Glitnir 13,29%, Actav- is 9,31% og Straumur-Burðarás 7,45%. Önnur fé- lög í Úrvalsvísitölunni vega minna í vísitölunni, en þau eru, eftir vægi þeirra; Bakkavör, FL Group, Mosaic Fashions, Össur, Atorka, Alfesca. Eim- skipafélagið, Marel, Atlantic Petroleum og 365. Fjármálaþjónusta vegur 71% Þegar litið er á skiptingu Úrvalsvísitölunnar eftir atvinnugreinum kemur í ljós að fjármála- þjónusta stendur fyrir um 71% af vægi vísitöl- unnar. Til fjármálaþjónustu teljast Kaupþing banki, Landsbankinn, Glitnir, Straumur-Burðar- ás fjárfestingabanki og Atorka. Heilbrigðisgeirinn vegur næst mest atvinnu- greinanna í Úrvalsvísitölunni, eða um 10,5%. Undir þá atvinnugrein teljast Actavis og Össur. Aðrar atvinnugreinar vega minna, en þær eru nauðsynjavörur, iðnaður, neysluvörur og orku- vinnsla. Kaupþing vegur um þriðjung í Úrvalsvísitölunni í Kauphöllinni Morgunblaðið/Brynjar Gauti

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.