Morgunblaðið - 12.12.2006, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 12.12.2006, Blaðsíða 20
20 ÞRIÐJUDAGUR 12. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ SUÐURNES Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is Keflavík | Tólf til þrettán hundruð manns voru í Íþróttahúsinu við Sunnubraut í Keflavík um helgina þegar fram fór jólasýning fim- leikadeildar Keflavíkur. Sýningin stækkar ár frá ári og nú voru sleg- in öll met, bæði í fjölda þátttak- enda og gesta, og sýningin var glæsilegri en nokkru sinni fyrr. Iðkendur á aldrinum frá fimm til sextán ára tóku þátt í jólasýningu fimleikadeildar Keflavíkur, alls hátt í 300 manns, að sögn Evu Bjargar Sveinsdóttur, formanns deildarinnar. Að verkefninu vinna auk þess tæplega 30 þjálfarar og stjórnarfólk í deildinni. Æfingar við jólasögu Jólasýningin er einn af hápunkt- um starfsársins hjá fimleikafólk- inu. „Þetta er glæsilegur endir á árinu,“ segir Eva. Krakkarnir æfa í mánuð fyrir sýninguna. Fyrst er undirbúningurinn tekinn inn í al- mennar æfingar og síðasta vikan fer alveg í undirbúning. Sýningarnar eru misjafnar milli ára enda er ný verkefnisstjórn skipuð á hverju ári. Að þessu sinni önnuðust Hildur María og Bryndís Jóna Magnúsdóttir sýninguna og meginþema hennar var jólasaga eftir Bryndísi Jónu. Leikari las upp úr sögunni milli atriða. Mikið var dansað en einnig sýndir fimleikar á áhöldum. Að vanda var mikið lagt upp úr fal- legum og viðeigandi búningum og segir Eva Björg að foreldrarnir leggi mikið á sig til að hafa börnin í flottum búningum á sýningunni. Aðsókn var meiri en nokkru sinni fyrr og Eva Björg efast um að fleiri hafi verið í Íþróttahúsinu við Sunnubraut. Áætlar hún að fjöldi gesta og þátttakanda hafi verið tólf til þrettán hundruð. Hverjum iðkanda fylgi foreldrar og aðrir aðstandendur og svo komi gestir aðeins til að fylgjast með. Segist hún hafa hitt tvær konur sem hafi verið að koma í átjánda skipti. Glæsilegur endir á fimleikaárinu Ljósmynd/Víkurfréttir Jóladans Mikið er lagt í búninga á jólasýningu Fimleikadeildar Keflavíkur. Helguvík | Stjórn Sorp- eyðingarstöðvar Suð- urnesja hefur ákveðið að hækka sorphirðu- og sorpeyðingargjöld um 5.600 krónur á íbúð á ári. Samsvarar það tæp- lega 30% hækkun frá yfirstandandi ári. Ástæðan er þungur rekstur sorpeyðing- arstöðvarinnar Kölku og aukið sorp. Sveitarfélögin sem standa að Sorpeyð- ingarstöð Suðurnesja innheimta á næsta ári 17.300 krónur fyrir sorpeyðingu og 7.300 krónur fyrir sorphirðu á hverja íbúð, samtals 24.600 kr. Í ár eru þessi gjöld tæplega 19 þúsund kr. og hækka milli ára um 5.640 kr., eða um tæplega 30%, fyrst og fremst vegna sorpeyðingarinnar. „Það er vaxandi sorpmagn og kröfurnar hafa aukist,“ segir Guðjón Guðmundsson, framkvæmdastjóri Sambands sveitarfé- laga á Suðurnesjum og Sorpeyðing- arstöðvar Suðurnesja. Hann bætir því við að rekstur Kölku hafi verið þungur frá því hún hafi verið tekin í notkun. Þá hafi þjón- ustan verið aukin frá því sem áður var. Guðjón segir að nýja sorpeyðingarstöðin hafi verið fjármögnuð með lánum og mik- ilvægt að greiða þau niður. Varnarliðið á Keflavíkurflugvelli var stór viðskiptavinur hjá Kölku. Á móti hef- ur komið að sorp hefur aukist mjög úr sveitarfélögunum, vegna fjölgunar íbúa og tilheyrandi umsvifa við bygging- arframkvæmdir. Loks nefnir Guðjón að losa þurfi blaðagáma oftar og stækka þá vegna aukinnar útgáfu fríblaða og dreif- ingar á Suðurnesjum. Sorpgjöldin hækka um 30% á Suðurnesjum Sorpið eykst stöð- ugt á Suðurnesjum. Eftir Birki Fanndal Haraldsson Mývatnssveit | Gestir í Mývatns- sveit heillast af stórskrítnum en skemmtilegum jólasveinum sem þar eru á aðventunni. Jólasveinaverk- efnið byrjaði með erlenda jólasveina en skipti yfir í þá þjóðlegu og Mý- vetningar sjá ekki eftir því. Þessi saga hefst um 1990 við Stórutjarnaskóla í Ljósavatnsskarði, þegar Kristín Sigurðardóttir og Ragnheiður Kristjánsdóttir, þá báð- ar starfandi við skólann, voru fengn- ar til að útbúa jólasveinaland fyrir skemmtun í skólanum. Þá mótuðu þær fyrstu sveinana, syni Grýlu og Leppalúða, sem gerðu þá þegar mikla lukku. Svo mikla að síðan hafa þær báðar fengist við að búa til jóla- sveina, að nokkru leyti í samvinnu en að nokkru leyti hvor með sínu lagi. Fréttaritari heimsótti Kristínu og fékk að skoða sveinana hennar. Mest ber þar á litlum körlum, svo sem 30 sm háum. Einnig sýnir hún töluvert stærri jólasvein en slíka sveina hefur hún útbúið eftir pöntunum frá versl- unum til að nota í stærri skreyting- ar. Kvæði Jóhannesar úr Kötlum Kristín segir að hugmyndirnar og sérkennin sem hún leggur í búninga og útlit sveinanna séu alfarið byggð á kvæði Jóhannesar úr Kötlum, „Jólasveinarnir“, sem fyrst var gefið út 1932 ásamt Grýlukvæði og fleiri vísum í kverinu „Jólin koma“ með myndskreytingum Tryggva Magn- ússonar. Þetta magnaða kvæði hefur síðan lifað með þjóðinni og fullkom- lega mótað hugmyndir Íslendinga um jólasveinana þrettán og foreldra þeirra, Grýlu og Leppalúða, og lífs- stíl fjölskyldunnar í fortíðinni. Allir þekkja þetta kvæði, börn sem full- orðnir. Kristín nefnir einnig sérlega góð- ar sögur Iðunnar Steinsdóttur í bók- inni „Jólasveinarnir“. Þar glíma jóla- sveinarnir við vandamál í nútímanum. Það er frábær bók, seg- ir Kristín, og tengir sveinana skiln- ingi nútímabarna. Því miður er hún víst ófáanleg sem stendur en er til á geisladiski. Víkur nú sögunni í Mývatnssveit en þar hafði Yngvi Ragnar Krist- jánsson hótelstjóri á Sel Hótel Mý- vatn verið með útlenda jólasveina í Dimmuborgum síðan 2001. Það ger- ist svo í tengslum við átaksverkefni í ferðaþjónustu í Mývatnssveit árið 2005, eftir miklar vangaveltur og umræður, að ákveðið var að gera jólasveinaverkefnið í Dimmuborgum þjóðlegt og leggja áherslu á íslensku sveinana. Það segir Yngvi Ragnar að hafi verið töluvert erfið ákvörðun og sýndist sitt hverjum, hvort það væri ráðlegt. Það kom þó strax í ljós á að- ventunni 2005 að ákvörðunin var rétt, það sýndu frábærar undirtektir sem sveinarnir fengu. Þegar ákvörðun hafði verið tekin þurfti að fá þeim sveinum búninga við hæfi og þá var einboðið að leita til þeirra Kristínar og Ragnheiðar og fá þær til að hanna og sauma búninga fyrir alla 13 bræðurna. Þær tóku verkefnið að sér og árangurinn hafa menn séð síðan, í Dimmuborgum og víðsvegar um Mývatnssveit en þeir sveinar hafa einnig gert sér ferðir í aðrar sveitir og bæi, til Akureyrar og Húsavíkur. Fyrir skömmu brugðu þeir sér á Grenjaðarstað til að skoða tæki og tól þar á byggðasafninu. Það er orðið ljóst að með vönd- uðum undirbúningi og samvinnu margra hefur þetta jólasveinaverk- efni heppnast afar vel. Börn og full- orðnir njóta þess að heimsækja þá í stórbrotnu umhverfi Dimmuborga þar sem snjór er yfirleitt á aðvent- unni. Útlendingar sem fá að heyra sögur af þeim bræðrum, sérkennum þeirra og fjölbreytni láta einnig, og ekki síður, heillast af þessum stór- skrítnu og skemmtilegu körlum. Íslenskir jólasveinar í Mývatnssveit Morgunblaðið/Birkir Fanndal Haraldsson Áhugi Dóttursonur Kristínar Sigurðardóttur, Bjarni Gunnar Randversson, er áhugamaður um jólasveina og duglegur að aðstoða ömmu sína. Morgunblaðið/Birkir Fanndal Haraldsson Á ferðinni Hér eru þeir fyrir bæjardyrum á Grenjaðarstað, íslensku jóla- sveinarnir; Kjötkrókur, Stúfur, Kertasníkir og Staurfótur. Í HNOTSKURN »Ákveðið var að gera jóla-sveinaverkefnið í Dimmu- borgum þjóðlegt og sjá að- standendur ekki eftir því. »Kristín Sigurðardóttir ogRagnheiður Kristjáns- dóttir tóku að sér að hanna og sauma búninga á sveinana.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.