Morgunblaðið - 12.12.2006, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 12.12.2006, Blaðsíða 44
44 ÞRIÐJUDAGUR 12. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ fólk Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn ÉG ÆTLA AÐ KLÆÐA GRETTI Í ÞENNAN BOL HÉRNA ÞETTA ER EKKI SATT! ÉG ER EKKILATUR HVAÐ SVO SEM ÞAÐ ÞÝÐIR LATUR LATUR VISSIR ÞÚ AÐ KRYBBUR NOTA FRAM- VÆNGINA TIL ÞESS AÐ BÚA TIL HLJÓÐ? NEI, ÉG HÉLT AÐ ÞÆR NOTUÐU AFTURFÆTURNAR... ALGENGUR MISSKILNINGUR! KANNSKI ÆTTIR ÞÚ BARA AÐ SEGJA MÖMMU ÞINNI HVAÐ GERÐIST OG ATHUGA HVORT HÚN GETUR EKKI HJÁLPAÐ ÞÉR SEGJA MÖMMU? ERTU GALINN? ALDREI! AF HVERJU EKKI? KANNSKI HJÁLPAR HÚN ÞÉR BARA AÐ LAGA KÍKINN OG ALLT VERÐUR EINS OG ÞAÐ VAR ÉG HELD AÐ Á SVONA STUNDUM SÉ MAMMA ÁNÆGÐ MEÐ ÞAÐ HVAÐ ÉG VAR LENGI Í MAGAN- UM Á HENNI Á HVERJUM EINASTA MORGNI ÞÁ VAKNA ÉG OG HUGSA AÐ ÞETTA SÉ DAGURINN... SEM AÐ ENGINN VAFI SÉ Á... AÐ ÉG FARI Í MEGRUN EN SÍÐAN EFTIR AÐ ÉG VAKNA ÞÁ GERIST SVOLÍTIÐ SEM SKEMMIR FYRIR MÉR ALLAR MÍNAR ÁÆTLANIR... ÉG VERÐ SVANGUR GLEYMDIR ÞÚ BRÚÐKAUPS- AFMÆLINU OKKAR AFTUR!?! ÉG VEIT ALVEG AÐ ÞESSI DEMANTUR ER EKKERT ANNAÐ EN KOL SEM ÞÚ ERT BÚINN AÐ KREISTA! FALLEGT VEÐUR! EIGUM VIÐ AÐ SITJA ÚTI? JÁ, EF AÐ PALLURINN OKKAR ER ÞURR ÞAÐ ER ORÐIÐ LANGT SÍÐAN NÁGRANNINN HEFUR BLEYTT PALLINN OKKAR KANNSKI VAR NÓG AÐ TALA AÐEINS VIÐ HANN KANNSKI VAR HANN BARA AÐ BÍÐA EFTIR OKKUR ÞETTA ER ORÐIÐ STRÍÐ ÞAÐ ER LEIÐINLEGT AÐ FARA FRÁ ÞÉR ÞAÐ ER ALLT Í LAGI, ÉG KEM Í HEIMSÓKN FLJÓTLEGA. GANGI ÞÉR VEL MEÐ MYNDINA ÉG HRINGI Í ÞIG Á HVERJU KVÖLDI Á DAGINN VÆRI BETRA... ...ÉG ER UPPTEKINN Á KVÖLDIN Norræna félagið á Íslandivar stofnað árið 1922.Félagið starfar í 28deildum hérlendis og starfar náið með Sambandi nor- rænu félaganna. Bjarni Daníelsson er formaður Norræna félagsins á Íslandi: „Hlið- stæð félög voru stofnuð um alla Skandinavíu í kjölfar fyrra stríðs, en tilgangur Norrænu félaganna er að efla vináttu og samskipti milli Norðurlandaþjóðanna, og að sýna samstöðu til að stuðla að viðvarandi friði,“ segir Bjarni. „Enn þann dag í dag er bræðralag Norðurlanda- þjóðanna kjarninn í starfsemi fé- laganna.“ Norræna félagið á Íslandi er frjáls félagasamtök og koma með- limir félagsins af öllum stigum samfélagsins: „Félagið hefur geng- ið í endurnýjun lífdaga á síðustu ár- um, og gegnir mikilvægu hlutverki í norrænum samskiptum. Almenn- ingur jafnt sem yfirvöld gerir sér í auknum mæli grein fyrir hve stórt hlutverk norrænt samstarf leikur í daglegu lífi okkar og að mikilvægt er að standa vörð um þetta starf,“ segir Bjarni. „Víða líta þjóðir með aðdáun til hins norræna samstarfs, sem ekki aðeins nær milli stofnana í formi ýmissa samstarfsverkefna, heldur til fólksins sjálfs sem byggir Norðurlönd, sem myndað hefur persónuleg vináttutengsl sín á milli yfir landamæri.“ Norræna félagið á Íslandi starf- rækir þjónustuskrifstofu á Óðins- götu 7. Þar má meðal annars finna Halló! Norðurlönd – upplýs- ingaþjónustu fyrir fólk sem hyggst flytja til annarra Norðurlanda. „Félagið er opið öllum sem áhuga hafa á norrænu samstarfi og njót- um við meðal annars þátttöku fjölda ungs fólks sem öðlast hefur mikla reynslu með margskyns sam- starfs- og skiptiverkefnum á Norð- urlöndunum,“ segir Bjarni. Norræna félagið á Íslandi fagnar 85 ára afmæli sínu með veglegri dagskrá næsta haust. Þema hátíða- haldanna verður ásatrú að fornu og nýju, en afmælishátíðin verður haldin samhliða norrænu höf- uðborgamóti í Reykjavík. Skrifstofa Sambands norrænu félaganna hefur nú aðsetur í Málm- ey, og hefur það hlutverk að sam- ræma starf félaganna. „Samband norrænu félaganna beitti sér fyrir stofnun Norðurlandaráðs um miðja síðustu öld og fylgist vel með störf- um Norðurlandaráðsins og ráð- herranefndarinnar, kemur þar með tillögur og tekur að sér fram- kvæmd ýmissa verkefna,“ segir Bjarni. Karen Bue, framkvæmdastjóri Sambands norrænu félaganna læt- ur brátt af störfum og er auglýst eftir umsóknum um starfið. Nánari upplýsingar um Norræna félagið á Íslandi má finna á slóðinni www.norden.is. Norrænt samstarf | Leitað að nýjum fram- kvæmdastjóra Sambands norrænu félaganna Efla vináttu og samstarf  Bjarni Daní- elsson fæddist á Dalvík 1949. Hann lauk stúd- entsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1971, stundaði nám við KHÍ og lauk myndlistarkenn- araprófi frá MHÍ 1981. Bjarni lagði stund á meistaranám í myndlist og kennslufræði myndlistar við Wis- consin-háskóla 1982-1984 og dokt- orsnám við sama skóla 1984-1986. Árið 1999 lauk hann MPA námi frá Viðskiptaháskólanum í Kaup- mannahöfn. Bjarni starfaði við kennslu um árabil, m.a. við KHÍ. Hann var skólastjóri MHÍ 1986- 1994, framkvæmdastj. Norræna menningarsjóðsins 1994-1996, yf- irmaður menningarmálaskrifstofu Norrænu ráðherranefndarinnar 1996-1999 og tók við starfi óp- erustjóra 1999. Bjarni er kvæntur Valgerði Gunnarsdóttur lýðheilsu- fræðingi og eiga þau þrjú börn. Kominn er útdiskurinn Dauðaskammtur sem er sam- starfsverkefni tónlistarmanns- ins Þórs Eldon og ljóðskáldsins Dags Sigurð- arsonar. Dauða- skammtur kom upprunalega út á vordögum undir heitinu Túnglskinsmjólk en það upplag seldist upp á skömmum tíma. Rekja má rætur Dauðaskammts til ársins 1985, að því er segir í fréttatilkynningu frá Smekkleysu sem gefur plötuna út, því þá hafði Þór Eldon umsjón með upptökum á ljóðasnældunni Fellibylurinn Gloría sem Grammið gaf út. Á henni lásu nokkur skáld eigin ljóð með frjálsri aðferð. Eitt af skáld- unum sem las inn á snælduna var Dagur Sigurðarson. Hann þurfti engan undirleik því mikil var tón- listin í ljóðunum hans. Dagur las ljóðin sín upp eins og rokkstjarna á stóru sviði, jafnvel þótt upp- tökusalurinn væri kjallarahola við Klapparstíginn. Átta árum síðar var Dagur staddur á heimili Þórs í Reykjavík við mjólkurdrykkju. Þór var þá að vinna að tónlist sem hann leyfði Degi að heyra og ekki leið að löngu þar til Dagur greip í míkró- fón og kyrjaði áhrifamikla möntru inn á fjögurra rása upptökutæki Þórs. Þeir ákváðu í framhaldinu að vinna meira saman í þessum dúr en því miður varð ekkert úr þar sem Dagur lést nokkrum misserum síðar.    Fólk folk@mbl.is KvikmyndinBörn í leik- stjórn Ragnars Bragasonar hlaut sérstök verðlaun dóm- nefndar á kvik- myndahátíðinni Courmayeur Noir á Ítalíu nú um helgina, að því er segir á vef Lands og sona. Meðal mynda sem kepptust um verðlaun á hátíðinni voru The Last King Of Scotland eftir Ke- vin McDonald með Forrest Whitaker í aðalhlutverki sem Idi Amin og nýjasta mynd Nick Casavettes Alpha Dog sem hlaut aðalverðlaun hátíðarinnar. Í dómnefndinni sátu m.a. Peter James, Mike Hodges (Get Car- ter) og hinir ítölsku Manetti bræður. Ragnar gat ekki verið við verð- launaafhendinguna vegna anna en hann er í Búdapest að ganga frá sýningareintökum af kvik- myndinni Foreldrar sem frum- sýnd verður 19. janúar. Arnaldur Indriðason tók við verðlaununum fyrir hönd Ragnars en hann var staddur á bókmenntahluta hátíð- arinnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.