Morgunblaðið - 12.12.2006, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 12.12.2006, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. DESEMBER 2006 49 flugstrákar eee V.J.V. Topp5.is / ÁLFABAKKA / KRINGLUNNI THE HOLIDAY kl. 5:30 - 8 - 10:30 LEYFÐ DEAD OR ALIVE kl. 6 - 8 - 10 B.i. 12 SKOLAÐ Í BURTU m/ísl. tali kl. 6 LEYFÐ DIGITAL FLUSHED AWAY m/ensku tali kl. 8 - 10 LEYFÐ DIGITAL FLUSHED AWAY SÝND BÆÐI MEÐ ÍSKLENSKU OG ENSKU TALI Frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna eeee S.V. MBL. HVERSU LANGT MYNDIR ÞÚ GANGA TIL AÐ HALDA LÍFI THE GRUDGE 2 BÖLVUNIN 2 ÞORIR ÞÚ AFTUR? Martin ShortTim Allen JÓLASVEININN 3 SÝND Í SAMBÍÓUNUM KRINGLUNNI OG KEFLAVÍK Cameron Diaz Kate Winslet Jude Law Jack Black DEAD OR ALIVE kl. 4 - 6 - 8 - 9 - 10:10 B.i.12 ára DEAD OR ALIVE VIP kl. 5 - 8 - 10:10 SAW 3 kl. 8 - 10:20 B.i.16 ára SANTA CLAUSE 3 kl. 3:40 - 5:50 LEYFÐ THE GRUDGE 2 kl. 5:50 - 10:30 B.i.16 ára FLY BOYS kl. 8 B.I. 12 ára SKOLAÐ Í BURTU m/ísl. tali kl. 3:40 - 5:50 LEYFÐ FLUSHED AWAY m/ensku tali kl. 3:40 - 5:50 - 8 - 10:10 LEYFÐ BÆJARHLAÐIÐ m/ísl. tali kl. 3:40 LEYFÐ eeee Kvikmyndir.is Frábær rómantísk gamanmynd frá Nancy Meyers leikstjóra What Women Want og Something´s Gotta Give. eeee V.J.V. TOPP5.IS. 09.12.2006 2 3 4 5 11 2 9 7 3 1 3 1 0 8 1 31 06.12.2006 1 10 11 20 41 45 1017 18 Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Hrúturinn vindur sér beint að efninu, sem gerir hann að hinni fullkomnu hindrun fyrir þá sem eiga til að missa þráðinn. Óþolinmæði þín kemur sér raunar vel um þessar mundir. Þú truflar af ákveðni og heldur þínu striki. Naut (20. apríl - 20. maí)  Nýir vinir sem þú kynnist eru af því tagi að hægt er að umgangast þá við hvaða aðstæður sem er. Gott fólk eins og það er ekki á hverju strái - raun- verulegt ríkidæmi. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Líttu á áhyggjurnar eins og fyrirbæri sem fór úr tísku í gær. Þú tekur ákvarðanir, beislar efann og heldur fram veginn, ekkert hverflyndi. Þegar þú ert kominn með fast land undir fætur, skaltu halda þínu striki. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Krabbanum er yfirleitt sama hvort hann er leiðtoginn í hópnum eða ekki - hæfasta manneskjan á að halda í taumana. En þú átt eftir að sjá einhverjum mis- takast í dag og getur ekki stillt þig um að hjálpa. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Ljóninu gengur einstaklega vel í dag. Núna loksins finnst því sem að eitt- hvað sé að gerast. Fjölskyldulífið verður flókið í kvöld, en ljóninu tekst að sigla milli skers og báru. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Sumir líta á ástina sem leik, aðrir sjá hana fyrir sér sem dans. Í augum meyjunnar hefur hún verið eins og jafna sem þarf að reikna. Ef fyrsta svarið er rangt bíða þúsund aðrar lausnir á listanum. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Það er engin ástæða til þess að vera afbrýðisamur út í vini sem fara í ferðalög og kanna nýja heimshluta. Farðu á netið og bókaðu. Það er ekki jafn dýrt og þú heldur. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Sporðdrekinn er afar viðkvæmur en gæti haft gott af því að herða sig eilít- ið í dag. Ekki láta neitt á þig fá. Vertu eins og símasölumaður, þeim er hafnað í 95% tilvika, en gefast samt aldrei upp. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Bogmaðurinn leitar að samböndum sem styðja hann í þeirri viðleitni að bæta sig. Uppörvandi tjáskipti við ein- hvern í merki fisksins eða vogar gætu verið upphafið að löngu og frjósömu sambandi. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Steingeitin þarf ekki hundruð valkosta og ef þeir eru fyrir hendi finnst henni það fremur pirrandi en hitt. Þú veist hvað þú vilt. Einn góður möguleiki er allt og sumt. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Himintunglin brosa við vatnsberanum er hann byggir á einhverju sem geng- ur sérlega vel í einkalífinu. Hann tek- ur ekkert sem sjálfsögðum hlut og þannig dafnar ástin. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Fiskurinn er ánægður og sáttur inni í litlu loftbólunni sinni. Örlitlar breyt- ingar eða ágreiningur eiga eftir að gera honum gott. Hristu upp í hlut- unum. Hættu að sniðganga símtöl og taktu áhættu. stjörnuspá Holiday Mathis Sól í bogmanni spyr, hvers vegna ekki? er það æðir út í ævintýri eða óhöpp, ef þannig ber undir. Tungl í hinni jarðbundnu meyju gerir illa skipulagt æv- intýri að bestu sögu ársins. Maður getur lifað í villtu taumleysi og munað eftir ökuskírteininu og seðlaveskinu. AÐALPERSÓNURNAR í Fríinu, rómantískri jólamynd eftir Nancy Meyers, eru tvær konur, flottar og farsælar frá 9 til 5, en ástamálin og einkalífið er í ólestri. Kvikmynda- gerðarkonan Amanda (Diaz), nýtur mikillar velgengni sem hönnuður sýnishorna fyrir kvikmyndaiðnaðinn. Hún býr ríkulega í Los Angeles en er ofantekin af vinnunni, kynlífið er gleymt og grafið og þegar myndin hefst er bóndi hennar farinn að halda framhjá og er varpað á dyr. Nú víkur sögunni til London, á rit- stjórn Daily Telegraph (að mig minn- ir), þar sér blaðakonan Iris (Winslet), kærastann ganga sér úr greipum er hann tilkynnir trúlofun sína og vinnu- félaga þeirra beggja. Í ofanálag velur hann til þess jólaskaup fyrirtækisins, tímasetningin getur ekki verið and- styggilegri. Konurnar sjá fram á ömurleg jól og ákveða, hvor í sínu heimshorninu, að breyta um umhverfi og prófa íbúðaskipti yfir hátíðarnar. Fyrir al- gjöra tilviljun finna þær hvor aðra fyrir á upplýsingasíðum á netinu og semja um að víxla eignum fram á ný- ársdag Fríið er snotur fyrir augað, auð- gleymd en þunglamaleg afþreying, alltof löng og lykilpersónurnar óvilj- andi gerðar fráhrindandi, þannig að ástarraunir þeirra snerta mann ekki. Iris lætur endalaust troða á sér og það er ekki beint trúverðugt að sá auli finnist sem dumpar slíku sjarma- trölli. Diaz er á hinn bóginn afleitlega skrifaður karakter, svo eigingjarn, sjálfselskur, sístritandi og leiðinlegur að það hálfa væri nóg. Diaz tekst ekki að kreista fram minnstu meðaumkv- un með persónunni frekar en Wins- let, grátsöngur þeirra og sjálfsmeð- aumkun fer langt út fyrir mannsæmandi takmörk. Karlpeningurinn er illskárri, Law leikur bróðir Irisar, sem fellur fyrir rjómaísgerðinni Amöndu, og gagn- kvæmt, enda telur hún manninn „brjálæðislega fallegan“. Black, sem er óvenju sissí, leikur kokkálaða ást- arknúsarann sem kemur inn í líf Ir- isar. Black er bæði fyndinn, músík- alskur og tekst að sleppa frá klisjunni líkt og Law. Til að gera innihaldið ábúðarmeira er gamla góða Eli Wallach troðið inn í myndina, fyrst sem gamalmenni komnu að fótum fram og vafrandi með göngugrindina sína um stræti og torg. En með yndisleika Irisar og hjálp tekst hinni bresku blómarós að gera kraftaverk á karlinum – sem kemur í ljós að er heimþekktur hand- ritshöfundur og Óskarsverðlauna- aþegi. Iris afvopnar hann stuðnings- búnaðinum, fær afskrifaðan gamlingjann nánast til að ganga á vatni, sitja samkvæmi og semja hjart- næmar ræður. Aumingja Wallace, sá held ég að hafi saknað þess að vera ekki í félagsskap Eastwood, Lee Van Cleef, og Leone. „Ég elska væmni,“ segir Iris við Óskarshafann, og við fáum yfrið nóg af þeirri ómissandi tilfinningu í jóla- mynd frá Hollywood. Musterisridd- ararnir þrír, óvænt ekkilsmál, fimm- tán ára augnþurrkur sem linnir með táraflóði, best að fara ekki nánar út í þá sálma. Jólin eru hátíð ljóss, friðar og við- skipta, kvikmyndaiðnaðurinn ekki undanskilinn. Fríið er skrautlega inn- pökkuð jólagjöf, löng og glysgjörn. Hún virkar örugglega vel á kvenfólk, ekki síst ungt, rómantískt og ást- fangið. Persónulega vona ég að næsta mynd hinnar laghentu Meyers verði í ætt við hina bráðskemmtilegu So- mething’s Gotta Give. Æ, æ, ó, ó, aumingja ég KVIKMYNDIR Sambíóin, Laugarásbíó, Smárabíó, Borgarbíó Akureyri Leikstjóri:Nancy Meyers. Aðalleikendur: Cameron Diaz, Kate Winslet, Jack Black, Eli Wallach, Edward Burns, Rufus Sewell. 130 mín. Bandaríkin 2006. Fríið – The Holiday  Sæbjörn Valdimarsson Fríið „Er snotur fyrir augað, auðgleymd en þunglamaleg afþreying.“ tvær milljónir og stóll úr sjónvarps- þáttunum Big Brother á rúmar 700 þúsund krónur. Að sögn starfsmanns ChildLine safnaðist mun hærri upphæð en bú- ist hafði verið við, svo há að hægt er að svara allt að 100 fleiri símtölum á dag frá bágstöddum börnum.    hama-eyjum fór fram í þriðja sinn nú um helgina. „Ég er að hugsa um að taka mér lengra frí á milli kvik- mynda,“ seg- ir Cage. „Mér líður eins og ég hafi þegar leikið í fjölmörgum kvikmyndum og mig langar til að kanna önnur svið sem ég get tileinkað mér, hvort sem það er að skrifa eða einhver önnur áhugamál sem ég get þróað með mér.“ Nicolas Cage ætlar að aðstoðaóháða kvikmyndageirann á Bahama-eyjum og íhugar leikarinn nú að taka að sér færri kvikmynda- hlutverk. Cage, sem er búsettur á Bahama-eyjum, fékk afhent Chop- ard-verðlaunin fyrir starf sitt á sviði leiklistarinnar þegar árlega Al- þjóðlega kvikmyndahátíðin á Ba- við Reuters-fréttastof- una. Mary Carey tók upp sviðsnafnið fyrir fjórum árum og bauð sig fram til ríkisstjóra Kaliforníu. Nú ætlar klámstjarnan að senda frá sér hljóð- og mynd- bandsupptökur og verja þær höfundarrétti und- ir sviðsnafninu. Lögfræðingur Mary Carey efast um að Mar- iuh muni takast að banna klámstjörnunni að nota nafnið. Hann furðar sig einnig á því að söngkonan haldi að fólk muni fara mannavillt. BBC segir frá þessu. Poppsöngkonan Mar-iah Carey hefur hótað klámmynda- stjörnu lögsókn, hætti hún ekki að kalla sig Mary Carey. Mary þessi Carey heitir í raun Mary Cook. Mar- iah Carey telur þetta tökunafn klámstjörn- unnar geta ruglað aðdá- endur sína í ríminu en klámstjarnan er óhrædd við söngkon- una. „Þetta er hálffyndið því ég er klámstjarna og hef verið ég sjálf í nokkuð langan tíma. Hún er með kjánalæti,“ sagði Mary Carey

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.