Morgunblaðið - 12.12.2006, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 12.12.2006, Blaðsíða 40
staðurstund Atli Bollason segir nýju plötu Benna Hemm Hemm, Kajak, betri en þá fyrri og gefur henni fjórar stjörnur. » 47 dómur Sæbjörn Valdimarsson segir myndina The Holiday „skraut- lega innpakkaða jólagjöf, langa og glysgjarna.“ » 49 kvikmynd Bergþóra Jónsdóttir fjallar um nýútkominn disk þar sem má heyra Einar Kristján Einarsson leika af fingum fram. » 41 af listum Nýjasta mynd Mel Gibson fór beint á toppinn á aðsóknarlista bíóhúsa í Bandaríkjunum þrátt fyrir að vera umdeild. » 43 kvikmynd Arnar Eggert Thoroddsen fær útrás fyrir gríðarlegan áhuga á allri tónlist í nýjum útvarps- þætti á XFM. » 41 útvarp Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is Hin þekkta saga Eymd (Mi-sery) eftir bandarískarithöfundinn StephenKing verður sett á svið á NASA við Austurvöll í byrjun næsta árs, en æfingar standa nú sem hæst. Það er fyrirtækið Stúdíó 4 sem set- ur verkið upp, en Jóhann Sigurð- arson er stjórnarformaður þess, auk þess sem hann er leikstjóri verksins. „Það er mikil glæpasagnatíð og glæpasagan er í miklu öndvegi þessa dagana. Svo er leikritið spennandi og sagan góð,“ segir Jó- hann um ástæðu þess að ráðist var í að setja verkið upp, en hann telur að þetta sé í fyrsta skipti sem verk byggt á sögu eftir Stephen King sé sett á svið hér á landi. Kvikmynd sem byggð var á bókinni var gerð árið 1990 og hlaut Kathy Bates Ósk- arsverðlaun fyrir hlutverk sitt sem hin sturlaða Annie Wilkes. Það er Ólafía Hrönn Jónsdóttir sem fer með hlutverk hennar að þessu sinni, en þótt hún sé ef til vill þekktari fyr- ir gamanleik telur Jóhann að hún fari létt með þetta alvarlega hlut- verk. „Ólafía Hrönn er náttúrulega frábær leikkona og það er það sem málið snýst um. Hún hefur leikið drama og kómík jöfnum höndum, og svo er líka ákveðinn húmor í þessu verki þótt það sé vissulega skelfilegt á köflum. Ólafía hefur kannski feng- ist meira við kómísk hlutverk að undanförnu en hún hefur líka leikið mikið af dramatískum hlutverkum,“ segir Jóhann. Einungis tveir leik- arar eru í verkinu, en það er Valdi- mar Örn Flygering sem fer með hlutverk rithöfundarins Paul Shel- don. Mjög ógnvekjandi Sagan segir frá þekktum rithöf- undi sem lendir í alvarlegu bílslysi í óbyggðum, en er bjargað af konu sem segist vera mikill aðdáandi hans. Hún fer með hann heim til sín þar sem hún gerir að sárum hans, en eftir því sem lengra líður virðist hún vilja honum allt annað en gott. Í ljósi þess hve sagan er ofbeldisfull telur Jóhann hugsanlegt að leikritið verði bannað börnum. „Það er nú ekki búið að taka á því en það gæti farið svo. Þetta er mjög ógnvekj- andi.“ Aðspurður segir Jóhann að ekkert mið sé tekið af kvikmyndinni við uppsetningu leikritsins. „Þetta er alveg sér leikgerð sem var gerð eftir bókinni. Við gerum bara okkar leikhús,“ segir hann. Einleikur um Janis Joplin Misery er fyrsta leikritið sem Stúdíó 4 setur upp á NASA, en það verður frumsýnt föstudaginn 12. janúar. Að sögn Jóhanns er von á fleiri verkum á fjalirnar á NASA. „Við erum með nýtt leikrit sem Ólafur Haukur Símonarson skrifaði fyrir okkur og heitir 27. Það byggir á ævi Janis Joplin og er einleikur fyrir eina leikkonu og tvær til þrjár söngkonur,“ segir Jóhann og bætir því við að leit að leikkonu standi nú yfir, en verkið verður frumsýnt með vorinu. Hingað til hefur NASA fyrst og fremst verið notaður til tónleika- halds en Jóhann segir staðinn einnig ágætt leikhús. „Já, allavega fyrir svona leikhús þar sem ekki eru mik- ið fleiri en tveir til þrír leikarar, kannski fjórir. Þetta er ekki það stórt rými að það beri mikið fleiri,“ segir Jóhann sem stendur að Stúdíó 4 ásamt þeim Helga Ólafssyni, Hin- rik Ólafssyni og Valdimar Erni Flygenring. Leiklist | Hin þekkta hrollvekja Misery eftir Stephen King sett á svið í janúar Ógn og skelfing skekur NASA Eymd Kathy Bates og James Caan í hlutverkum sínum í Misery. Morgunblaðið/ÞÖK Ógnvekjandi Ólafía Hrönn og Valdimar Örn á æfingu. Þetta mun vera í fyrsta sinn sem verk eftir Stephen King er sett á svið hér á landi. Morgunblaðið/ÞÖK Leikstjórinn „Það er mikil glæpasagnatíð og glæpasagan er í miklu önd- vegi þessa dagana. Svo er leikritið spennandi og sagan góð,“ segir Jóhann.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.