Morgunblaðið - 12.12.2006, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 12.12.2006, Blaðsíða 30
30 ÞRIÐJUDAGUR 12. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN ÞAÐ VAR ákaflega fróðlegt að sjá vandaða umfjöllun Kompáss á Stöð 2 síðastliðið sunnudagskvöld um stöðu forsjárlausra feðra og barna. M.a. um dæmigerðar umgengn- istálmanir móður gegn föður að því er virtist í einhverskonar hefnd- arskyni – burtséð frá réttindum, þörfum og vilja barnanna til að umgangast föður sinn. Lögbundnum mann- réttindum barnanna til að umgangast föður sinn ríkulega. Fleiri komu fram í þessum vandaða þætti og þar á meðal Valborg Snævarr hrl. sem er einn af helstu arkitektum þeirra laga og þess kerfis sem þessi málaflokkur býr við. Valborg á sæti í svokallaðri tveggja manna sifjalaganefnd – nefnd innan dómsmálaráðuneytis, sem hef- ur með lagasmíðar o.fl. að gera í þess- um málaflokki forsjármála. Skemmst er frá því að segja að síð- astliðinn vetur flutti dómsmálaráð- herra prýðilegt frumvarp á Alþingi til lagabreytingar á barnalögum þar sem sameiginleg forsjá var gerð að meginreglu við skilnað foreldra. Þannig að báðir foreldrar muni áfram fara sameiginlega með forsjá barns eftir skilnað eða sambúðarslit. Rísi deilur um þá skipan má leysa slíkar deilur fyrir vanhæfum dómstólum. Í Morgunblaðinu hinn 12. febrúar á þessu ári lýsti Valborg Snævarr sig andsnúna lagabreytingunni og vildi ekki að sameiginlegt forræði yrði meginregla og er þar með í andstöðu við eðlilegar framfarir og í andstöðu við þingið sem samþykkti lögin síðar. Í Kompásþætti umræddum lýsti Val- borg Snævarr sig andvíga þeirri hug- mynd, sem mikið hefur verið rædd á þessum vettvangi, að dómarar fengju lagaheimild til þess að dæma fólk í sameiginlega forsjá. Það eru nákvæmlega þessar yf- irlýsingar Valborgar Snævarr sem orka tvímælis og undirritaður telur að Valborg eigi að víkja sæti og í stað- inn komi fólk að nefndinni sem ekki hefur yfirlýstar umdeildar skoðanir á málaflokknum; á börn á skólaaldri og hefur ekki beina atvinnu sem hrl. við málaflokkinn. Undirrituðum varð það ljóst fyrir löngu þegar hann fór að vinna í málaflokknum, kynna sér lögin, reglugerð- irnar, framkvæmdahlið kerfisins og arkitekt- úrinn á kerfinu; að það væri stórlega gallað. Svo gallað í heild sinni að stefna verður að rót- tækri endurskoðun hið fyrsta og þótt fyrr hefði verið … Það er afleitt að kerfið skuli þurfa að vinna eftir lögum og reglugerðum frá árinu 2003 sem innihalda stórkostlega galla, sem aftur endurspegla gamla tíma og úrelt viðmið. En aftur að kjarnanum og mótþróa Valborgar við þá hugmynd að dóm- arar fái lagaheimild til að dæma um sameiginlega forsjá foreldra. Félag ábyrgra feðra hefur margsinnis bent á það ósamræmi í íslensku réttarfari að hendur dómara í forsjármálum skuli vera bundnar fyrirfram. Með öðrum orðum ber dómara að svipta annað foreldrið forsjá þegar deilan er til lykta leidd. Fjölmargir dómarar hafa lýst því yfir að þeir séu settir í afleita stöðu samkvæmt núgildandi lagaramma. Þá stöðu að standa frammi fyrir tveimur jafnhæfum for- eldrum í væntanlega tímabundinni deilu; vitandi það að til framtíðar væru bestu hagsmunir barnsins að báðir foreldrar færu með forsjá þess; en mega ekki dæma á þann veg sem kæmi barninu best til framtíðar. Þá er og önnur hlið á þessu máli, jafnvel öllu alvarlegri. Dómari í for- ræðismáli, þar sem forræði er sam- eiginlegt, má ekki kveða upp þann dóm að ágreiningurinn sem fyrir hann er lagður sé efnislega enginn; og það sé barninu fyrir bestu að báðir foreldrar axli ábyrgðina. Dómarinn sér að annað foreldrið kann að vera í málaferlum gagngert til að fá fullt forræði – sem það fær nánast und- antekningarlaust hafi það lögheimili barnsins í upphafi. Við vitum að fjöl- mörg slík sýndarmál koma upp þar sem hagsmunir barnsins eru ekki ástæða deilna. Ástæður fyrir slíkum sýndarmálaferlum geta verið af ýms- um toga eins og til dæmis af- brýðisemi vegna tilkomu maka, markviss undirbúningur fyrir beiðni um aukið meðlag og jafnvel til að geta farið úr landi með barnið án sam- þykkis hins foreldrisins. Þannig verð- ur refsingin oft tvöföld, óréttlátur dómur byggður á allt öðrum for- sendum en því sem kemur barninu best og svo gjarnan kröfugerð í kjöl- farið. Þetta hljómar auðvitað afar ein- kennilega í okkar landi. Við erum að flytja deilur til dómstóla í forsjár- málum vegna þess að við eigum að venjast því að dómarar komist að bestu mögulegu niðurstöðu – en dóm- ari má ekki komast að bestu nið- urstöðu fyrir barn í forsjármáli? Slíkur lagarammi er ofar skilningi flestra; einkum og sér í lagi með tilliti til þess gríðarlega fjölda af annars- konar málaflokkum sem rata fyrir dómstóla – þá skuli þetta vera sá ein- asti sem hefur hendur dómara bundnar fyrirfram. Á meðan þeim lögum er ekki breytt og slíkar breyt- ingar mæta andstöðu Valborgar Snævarr og fleiri – hlýtur það að vera skýr ábending til dómara um að þeim sé alls ekki treystandi til að komast að bestu niðurstöðu í málinu; og það orkar þá auðvitað einnig tvímælis að vera yfirhöfuð að flytja slík deilumál fyrir íslenskum dómstólum í núver- andi mynd. Nýtt nútímafólk í sifjalaganefnd! Stefán Guðmundsson fjallar um forsjármál og umfjöllun Kompáss » Fjölmargir dómararhafa lýst því yfir að þeir séu settir í afleita stöðu samkvæmt nú- gildandi lagaramma. Stefán Guðmundsson Höfundur er í Félagi ábyrgra feðra. VARMÁR- SAMTÖKIN óska eftir að koma eftirfarandi athugasemdum á framfæri í kjölfar úr- skurðar umhverf- isráðuneytisins um að tengibraut úr Helga- fellslandi um Álafoss- kvos inn í miðbæ Mos- fellsbæjar skuli ekki háð mati á umhverfis- áhrifum. Umhverfisráðu- neytið gefur með úr- skurði sínum grænt ljós á áframhaldandi bútasaum bæjaryf- irvalda í Mosfellsbæ í skipulagsmálum. Eng- in krafa er gerð um að tengibrautin sé skoðuð í heildarsamhengi eða ruðningsáhrif hennar á nærliggjandi svæði metin. Skipulags- yfirvöld í Mosfellsbæ þurfa skv. þessu hvorki að gera grein fyrir þeim skipulagsbreyt- ingum sem tengibrautin kallar á né afleiðingum þeirra fyrir íbúa Mos- fellsbæjar. Til að þjóna þörfum tengibraut- arinnar verður að rífa hús, fjarlægja reisuleg tré og leggja stórt landsvæði í kvosinni undir nýjan veg sem liggja á samhliða tengibrautinni í ískyggi- legri nálægð við Varmá. Tengibraut- in leiðir ennfremur af sér að gera þarf mislæg gatnamót þar sem Ála- fossvegur tengist Vesturlandsvegi. Hækka á þjóðveg 1 í um 6 m hæð yfir landi skv. samgönguáætlun Vega- gerðarinnar og leiða 10.000 bíla um- ferð úr Helgafellshverfi um Álafoss- kvos inn í miðbæinn framhjá aðal íþrótta- og skólasvæði bæjarins. Hér er um er að ræða mannvirki sem á eftir að kollvarpa ásýnd svæðisins á þann veg að umhverfi þessarar ein- stöku, menningarsögulegu nátt- úruperlu í hjarta Mosfellsbæjar verður ekki nema svipur hjá sjón, – fyrir utan mengunina og hætturnar sem öll þessi bílaumferð á eftir að skapa fyrir börn á leið úr og í skóla og íþróttir. Ráðgjafar Varmársamtakanna í hönnun umferðarmannvirkja segja útilokað að ætla sér að beina allri þessari umferð inn á hringtorg á Vesturlandsvegi, jafnvel þótt það yrði tvöfaldað. Umferðaröngþveiti muni skapast við torgið á álags- tímum og því liggi fyrir að hraða þurfi framkvæmdum við gerð mis- lægra gatnamóta. Í úrskurði umhverfisráðherra seg- ir orðrétt: „Í máli þessu er tekin af- staða til matsskyldu fyrirhugaðrar tengibrautar í Mosfellsbæ en aðrar fyrirhugaðar framkvæmdir eru ekki til skoðunar svo sem hugsanleg breyting á Vesturlandsvegi og því engin afstaða tekin til áhrifa slíkrar framkvæmdar enda liggur útfærsla ekki fyrir.“ Engu er líkara en að um- boð umhverfisráðuneytisins til af- skipta nái einungis til deiliskipulagn- ingar sem þýðir að Mosfellsbær er leystur undan þeirri lögbundnu ábyrgð að gera íbúum sveitarfé- lagsins grein fyrir framhaldi tengi- brautarinnar og því heildarsamhengi sem hún óhjákvæmilega er hluti af. Þannig ýtir umhverfisráðuneytið beinlínis undir bútasaum Mosfells- bæjar í skipulagsmálum. Það nægir umhverfisráðuneytinu að gerður sé uppdráttur af „brautarteinum á milli tveggja stoppistöðva“. Skítt með framhaldið! Með svipuðum rök- um, þ.e. ‘að aðeins sé hægt að taka mið af framkvæmdum sem ákveðnar hafa verið’ er nauðsyn þess að meta raunverulegan umferð- arhávaða – sem m.a. eykst til muna með upp- hækkun Vesturlands- vegar – að engu gerð í úrskurðinum. Sam- mögnunaráhrif, þ.e. hljóðstig frá öllum nær- liggjandi hávaðaupp- sprettum, þarf ekki að leggja saman til að fá rétta útkomu því til- teknar ‘framkvæmdir eru ekki hluti af þeirri framkvæmd sem hér er til skoðunar’ – að dómi ráðuneytisins Í kjölfar þess að haf- ist verður handa við lagningu tengibraut- arinnar blasir nú við að íbúum Mosfellsbæjar verða settir þeir af- arkostir að þurfa hvort sem þeim lík- ar betur eða verr að samþykkja mis- læg gatnamót með umferðarlykkjum þvers og kruss við Brúarland til að hægt verði að leiða umferðina að næstu „stoppistöð“ sem bæjarstjórn er enn að skima eftir. Í úrskurði sínum tekur ráðuneytið undir þá réttlætingu skipulags- yfirvalda að gert hafi verið ráð fyrir vegi á þessum stað síðan 1983. Ekk- ert tillit er tekið til samfélagsþróunar sem orðið hefur í kvosinni á þessum tíma og heldur ekki þeirra miklu lagabreytinga sem átt hafa sér stað í tengslum við umhverfis- og skipu- lagsmál á undanförnum árum. Hér er átt við lög um náttúruvernd, lög um mat á umhverfisáhrifum, skipu- lags- og byggingarlög o.s.frv. Ráðu- neytið telur ekkert athugavert við að um ósambærilegt mannvirki er að ræða. Í upphafi fór vegurinn inn á að- alskipulag sem safnvegur sem þjóna átti lítilli byggð. Í dag er um að ræða 10.000 bíla tengibraut sem þjóna á hverfi þar sem áætlaður íbúðafjöldi fer vaxandi dag frá degi. Síðast þeg- ar fréttist var hann kominn vel á ann- að þúsund. Rúsínan í pylsuendanum er síðan að hvergi er tekið á fádæma lélegri kynningu og skorti á samráði við íbúa. Ráðuneytið virðist álíta að framkvæmdaaðilar fullnægi laga- skyldu um virkt samráð með því að gefa íbúum kost á að taka þátt í að skreyta mannvirkið í lok fram- kvæmdaferlisins. Krafa samtakanna um virkt samráð við íbúa strax frá upphafi skipulagsferlis er með þessu að engu höfð af ráðuneytinu. Hagur íbúa er fyrir borð borinn í úrskurðinum og því ljóst að stjórn- völd á Íslandi eiga langt í land með að skapa þann lýðræðislega grundvöll sem hefð er fyrir í nágrannalönd- unum og kveðið er á um í tilskip- unum Evrópusambandsins. Það er nú í höndum lögfræðings samtakanna að ákveða hvort úr- skurðurinn verður kærður til dóm- stóla. Grænt ljós á um- hverfisslys í hjarta Mosfellsbæjar Sigrún Pálsdóttir skrifar f.h. Varmársamtakanna um tengibraut úr Helgafellslandi um Álafosskvos inn í miðbæ Mosfellsbæjar Sigrún Pálsdóttir »Krafa sam-takanna um virkt samráð við íbúa strax frá upphafi skipu- lagsferlis er með þessu að engu höfð af ráðuneytinu. Höfundur er gjaldkeri Varmársamtakanna. ÞAÐ var heldur kalt að standa baksviðs við Alþingishúsið hinn 6. desember sl. og bíða eftir því að komast upp á þingpalla til að fylgj- ast með atkvæða- greiðslu um fjárlaga- frumvarpið. Loksins opnaði dyravörðurinn, ég komst inn í hlýjuna og þingfundur var sett- ur í næstum fullskip- uðum sal. Það fjölgaði á pöll- unum og fulltrúar Landssambands eldri borgara bættust í hóp- inn. Nú voru af- greiddar breyting- artillögur og tvær voru frá stjórnarandstöð- unni um mál eldra fólks. Önnur var um að frítekjumark vegna atvinnu- tekna lífeyrisþega yrði 70 þúsund kr. á mánuði. Hún var að sjálfsögðu felld samkvæmt reglunni, en athygli vakti að stjórnarliðinn brokkgengi Kristinn H. Gunnarsson studdi til- löguna. Þá varð Ólafi formanni LEB að orði; „við náðum einum“. Tillaga ríkisstjórnarinnar um 25 þúsund króna frítekjumark á mánuði var hins vegar samþykkt. Svo var það tillaga stjórnarandstöðu um að fimm milljörðunum, sem ríkisvaldið hefur tekið úr Framkvæmdasjóði aldraðra sl. 15 ár til rekstrar og fleira, yrði skilað aftur í sjóðinn. Hún var felld með traustum meirihluta. Stjórnarliðar vísuðu stöðugt í samkomulag við eldri borgara sl. sumar og heilbrigð- isráðherrann nefndi 27 milljarða til aldraðra – að vísu á næstu fjórum árum. Það er sjálfsagt gert ráð fyrir að ráð- herrastóllinn fylgi! Til að undirstrika mildina og rausnina efndu fjármálaráð- herra og heilbrigð- isráðherra til blaða- mannafundar á eftir með þann boðskap, að nú gætu allir lífeyr- isþegar farið sælir út að vinna og aldrei fyrr í sögunni hefði verið gert annað eins fyrir aldraða og engin ríkisstjórn myndi í framtíðinni gera betur! Milljarð- arnir voru nú orðnir 28. Það var sérkennileg tilviljun að þegar sagt var frá þessum fundi í blöðunum daginn eftir var frétt frá Félagi eldri borgara í Reykjavík um að félagið mundi ekki standa að sér- stöku framboði eldri borgara til Al- þingis. Sjálfsagt ekki þörf á því mið- að við rausnarskap ráðherranna. Eftir tvo stórfundi í Háskólabíói, greinaskrif og fundi út og suður fór- um við í AFA – Aðstandendafélagi aldraðra tómhent úr þinghúsinu og mig grunar að félagsmenn í félögum eldri borgara séu ekki sáttir. Enginn er verkfallsrétturinn eins og Ólafur Ólafsson hefur bent á og búið að pakka atkvæðisréttinum niður. Það var kannski við hæfi að einn af nýju þingmönnunum, Guðjón Ólafur Jónsson, gekk glottandi í ræðustól við atkvæðagreiðsluna umræddu og sagði nánast: Þið eruð búin að fá nóg og þurfið ekki meira. Döpur morgunstund á pöllum Alþingis Reynir Ingibjartsson fjallar um málefni aldraðra og afgreiðslu Alþingis á fjárlögum »Eftir tvo stórfundi íHáskólabíói, greina- skrif og fundi út og suð- ur fórum við í AFA – Aðstandendafélagi aldr- aðra tómhent úr þing- húsinu og mig grunar að félagsmenn í félögum eldri borgara séu ekki sáttir. Reynir Ingibjartsson Höfundur er formaður AFA – Að- standendafélags aldraðra. Sagt var: Valsarar og KR-ingar reyndu að finna veikan blett á hverjum öðrum. RÉTT VÆRI: … finna veikan blett hvorir á öðrum. Gætum tungunnar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.