Morgunblaðið - 12.12.2006, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 12.12.2006, Blaðsíða 42
42 ÞRIÐJUDAGUR 12. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ Á „Grasrótarsýningu“ Nýlistasafnsins eru að þessu sinni verk listmálarans Huldu Vil- hjálmsdóttur og vekur sýningin áleitnar spurningar um myndlistarheiminn og um hlut- verk og sjálfsmynd safnsins. Markmið Gras- rótarsýninganna er að kynna vaxtarsprotana, þá fersku strauma sem finna megi í verkum ungra og „upprennandi“ myndlistarmanna. Þar til nú hefur verið um að ræða samsýningar á verkum nýútskrifaðra – og verðandi – lista- manna. Það er nýjung að sýna verk eins lista- manns sem að auki á nokkurn feril að baki en Hulda útskrifaðist frá Listaháskóla Íslands ár- ið 2000 og hefur verið virk í sýningarhaldi. Á sýningunni getur að líta 74 verk, aðallega mál- verk, unnin á síðastliðnum 9 árum. Hulda vinnur innan hinnar expressjónísku hefðar og einkennast verk hennar af op- inskárri tjáningu tilfinninga og persónulegrar reynslu. Pensilskrift málverkanna er frjálsleg og formin lausbeisluð og á myndfletinum má oftar en ekki sjá konumynd. Hulda hefur næma tilfinningu fyrir lit og hrynjandi sem gæðir myndmál hennar léttleika og hreyfingu. Léttleikinn er þrunginn hrárri spennu í hinu magnaða verki „Kona í fullri reisn“ en þar nær Hulda fram sprengikrafti í einfaldri mynd- byggingu og í pensildráttum sem túlka fín- leika, munúð og óþreyju – allt í sviphendingu. Í verkunum, sem vissulega eru misgóð, end- urspeglast ýmis hugrenningartengsl og hug- dettur, svo sem í skrifuðum texta og í álímdum úrklippum eða myndum. Slíkar vangaveltur, sem og hin sjálf-sprottna tjáning, koma glögg- lega fram í teikningum Huldu. Þá gerir hún til- raunir með ólík efni og á sýningunni má sjá eitt myndbandsverk frá 2003. Þar ræðst hún af miklum vígamóð á Nýlistasafnið (þá staðsett við Vatnsstíg) vegna höfnunar sem hún hafði þá fengið – hugsanlega um þátttöku í Grasrót- arsýningu. Njóta má sýningar Huldu á fagurfræðileg- um forsendum en einnig er vert að hugleiða hana í samhengi við starfsemi Nýlistasafnsins. Sú ákvörðun sýningarstjóra Grasrótarinnar að velja Huldu, er safnið hefur áður hafnað, sem fulltrúa grasrótarinnar í íslenskri samtíma- myndlist, virðist nánast byltingarkennd. Allt það, sem þótt hefur vera dæmi um tilrauna- kennda eða framsækna, nýja list (samanber „Nýlistasafnið“), hefur verið látið fyrir róða í bili og „gamaldags“ listmálari verið valinn sem að auki málar í expressjónískum anda en slík verk hafa ekki átt upp á pallborðið í íslenskum myndlistarstofnanaheimi að undanförnu (nema þá í sögulegu samhengi). Sú myndlist sem hefur þótt hvað framsækn- ust hjá ungum, jafnvel nýútskrifuðum, lista- mönnum, hefur reyndar ratað nokkuð oft inn á stóru listasöfnin hin síðari ár. Í slíku stofn- anasamhengi (og þá einnig Nýlistasafnsins) tekur grasrótarhugtakið að glata merkingu sinni og ætla má að sýningarstjórum Grasrót- arinnar sé nú í mun að stokka upp í þessari þróun og gera tilraun til endurnýjunar á hug- takinu. Yfirskrift sýningar Huldu, „Grasrótin er villt“ skírskotar þannig til þess að hin sanna grasrót lætur ekki stofnanavæðast; hún lýtur ekki skilgreiningum heldur eigin lögmálum. Spennandi þversögn er því fólgin í þeirri stað- reynd að sýningin er í Nýlistasafninu. Þessi sýning ber vott um víðsýni sýning- arstjóranna og ef til vill endurspeglar hún raunverulega gerjun í íslenskri myndlist sem lýsir sér í aukinni áherslu á tilfinningar, ein- lægni og óhamda tjáningu andspænis vits- munalegum rannsóknum af ýmsu tagi og með- vitaðri kaldhæðni. Líkt og aðrir myndlistarmenn samtímans er Hulda mótuð af listasögunni en gildi verka hennar er einkum fólgið í því hvernig þau túlka einstaklings- bundna reynslu. Styrkur hennar sem mynd- listarmanns felst ekki síst í hinni óheftu tilfinn- ingatjáningu. Guðrún Eva Mínervudóttir hittir kannski naglann á höfuðið þar sem hún segir í sýningarskrá: „stundum fær maður á tilfinn- inguna að listin hennar Huldu taki við þegar myndlistin getur ekki meir“. Af hjartans list MYNDLIST Nýlistasafnið Til 17. desember 2006 Opið mi. – sun. kl. 13 -17. Aðgangur ókeypis. Morgunblaðið/Eyþór Grasrótin er villt „Hulda vinnur innan hinnar expressjónísku hefðar og einkennast verk henn- ar af opinskárri tjáningu tilfinninga og persónulegrar reynslu.“ Grasrót 2006 – Grasrótin er villt/ Hulda Vilhjálmsdóttir Anna Jóa ÓFAGRA VERÖLD Fim 28/12 kl. 20 Forsýning Miðaverð 1.000 Fös 29/12 kl. 20 Frumsýning UPPS. Fim 4/1 kl. 20 2. sýning Gul kort Fös 12/1 kl. 20 3. sýning Rauð kort Fim 18/1 kl. 20 4.sýning Græn kort Sun 21/1 kl. 20 5.sýning Blá kort Lau 30/12 kl. 20 Fös 5/1 kl. 20 Lau 13/1 kl. 20 Fös 19/1 kl. 20 SAN FRANCISCO BALLETTINN Samstarfsverkefni Listahátíðar Reykjavíkur og Borgarleikhússins. Mið 16/5 kl. 20 UPPS. Fim 17/5 kl. 20 Fös 18/5 kl. 20 Lau 19/5 kl. 14 Lau 19/5 kl. 20 Sun 20/5 kl. 14 Sun 20/5 kl. 20 Miðaverð 4.800 Fös 29/12 kl. 20 Lau 30/12 kl. 20 Lau 6/1 kl. 20 Lau 13/1 kl. 20 Sun 7/1 kl. 20 AUKAS. Sun 14/1 kl.20 AUKAS. Lau 20/1 kl. 20 AUKAS. Lau 27/1 kl. 20 AUKAS. Síðustu sýningar DAGUR VONAR Mið 10/1 kl. 20 Forsýning Miðaverð 1.000 Fim 11/1 Afmælissýning UPPS. Fös 12/1 kl. 20 Fim 18/1 kl. 20 Sun 21/1 kl. 20 Fös 26/1 kl. 20 Sun 7/1 kl. 20 Sun 14/1 kl. 20 Lau 20/1 kl. 20 Allra síðustu sýningar Lau 6/1 kl. 20 Fim 11/1 kl. 20 Fim 18/1 kl. 20 Lau 27/1 kl. 20 JÓLALEIKRITIÐ RÉTTA LEIÐIN Barna og unglingaleikhúsið Borgarbörn Í dag kl. 9:30 UPPS. Mið 13/12 kl. 9:30 UPPS. Fim 14/12 kl. 9:30 UPPS. Fös 15/12 kl. 9:30 UPPS. Lau 16/12 kl. 13:0 Lau 16/12 kl. 15:00 Sun 17/12 kl. 13:00 Sun 17/12 kl. 15:00 Miðaverð 500 virka daga og 1400 um helgar RONJA RÆNINGJADÓTTIR Lau 30/12 kl. 14 Sun 7/1 kl. 14 Sun 14/1 kl. 14 GJAFAKORT Gjafakort í Borgarleikhúsið, frábær jólagjöf. Gjafakortin gilda endalaust! Herra Kolbert Fös. 15.des. kl.19 Örfá sæti laus Lau. 16.des. kl.19 Örfá sæti laus - Síðasta sýn.! Ekki við hæfi barna. Karíus og Baktus - Sýnt í Rýminu Lau 16. des kl. 14 Nokkur sæti laus Lau 30. des kl. 14 Í sölu núna Síðustu sýningar! Styttri sýningartími – lækkað miðaverð! www.leikfelag.is 4 600 200 Gjafakort - góð jólagjöf                                      ! "          #  $   "%   !  " # $  % # &'   #   ( ! " ) *  +! ,  !  +  '   - . / %     0 1 !2 & ! "! &&&     '    320 455 6788 9/  !*  ' / 5:/88 2 1 3 ; .* 2  2' :/  !*  ' / 78/88 2  !' (!! -  '/ 7/888 <!! / =/ ,/ ' / 78 ; !"'' >    (   )  ( ?@ -3  ; .  'A "  ; 3B@3 *   + )  ( ,    )  (  ) 3D@ ; CE FG -@E 3 Gjafakort fyrir alla fjölskylduna! Stóra sviðið kl. 20:00 Afgreiðsla er opin kl. 12:30 – 18:00 mán. – þri. Aðra daga kl. 12:30 – 20:00. STÓRFENGLEG! eftir Peter Quilter Lau. 6/1, lau. 13/1 lau. 20/1, lau. 27/1. SITJI GUÐS ENGLAR eftir Guðrúnu Helgadóttur. Leikgerð Illugi Jökulsson. Fös. 29/12 kl. 20:00 uppselt, lau. 30/12 kl. 14:00 uppselt og kl. 17:00 uppselt, lau. 6/1 kl. 14:00 örfá sæti laus, sun. 7/1 kl. 14:00 örfá sæti laus og kl. 20:00, lau. 13/1 kl. 14:00 nokkur sæti laus, sun. 14/1 kl. 14:00 örfá sæti laus, lau. 20/1 kl. 14:00 örfá sæti laus, sun. 21/1 kl. 14:00. BAKKYNJUR eftir Evripídes Frumsýning 26/12 uppselt, 2. sýn. mið. 27/12 örfá sæti laus, 3. sýn. fim. 28/12 örfá sæti laus, 4. sýn. fim. 4/1 örfá sæti laus, 5. sýn. fös. 5/1 örfá sæti laus, 6. sýn. fim. 11/1 örfá sæti laus, 7. sýn. fös. 12/1 nokkur sæti laus, 8. sýn. fim. 18/1. LEITIN AÐ JÓLUNUM eftir Þorvald Þorsteinsson Lau. 16/12 kl. 13:00 uppselt, kl. 14:30 uppselt og kl. 16:00 uppselt, sun. 17/12 kl. 13:00 uppselt, kl. 14:30 uppselt og kl. 16:00 uppselt, fös. 22/12 kl. 13:00 uppselt, lau. 23/12 kl. 13:00 uppselt. Leikhúsloftið SKOPPA OG SKRÍTLA eftir Hrefnu Hallgrímsdóttur Lau. 6/1 kl. 11:00 uppselt, kl. 12:15 og kl. 14:00, sun. 7/1 kl. 11:00, kl. 12:15 og kl. 14:00, lau. 13/1 kl. 11:00, kl. 12:15 og kl. 14:00 örfá sæti laus, sun. 14/1 kl. 11:00, kl. 12:15 og kl. 14:00 uppselt. Kúlan Smíðaverkstæðið kl. 20:00 PATREKUR 1,5 eftir Michael Druker. Lau. 6/1, lau. 13/1 nokkur sæti laus, lau. 20/1 Ath! Miðaverð aðeins 1.500 kr. fyrir nema gegn framvísun skólaskírteinis. Miðasala í síma 551 1200 og á netinu www.leikhusid.is Gjafakort í miðasölu og á www.leikhusid.is bókasalur: Upplestur Í dag KL 12:15 Arnaldur Indriðason Konungsbók Ingvar E. Sigurðsson les Blóðrauð rauðrófusúpa á veitingastofu Á MORGUN Ævar Örn Jósepsson Sá yðar sem syndlaus er MEÐ FYRIRVARA UM FORFÖLL Miðasala á tónleika Incubus íLaugardalshöll 3. mars hefst í dag í verslunum Skífunnar, BT á Egilsstöðum, Akureyri og Selfossi og á Midi.is. Incubus er nú í tónleikaferð um Norður-Ameríku, Evrópu og Asíu til að fylgja eftir nýrri plötu sinni Light Grenades sem kom í verslanir í lok síðasta mánaðar og trónir nú á toppi metsölulista víða um heim – m.a. á bandaríska Billboard-listanum. Miðaverð er 4.500 krónur í stæði og 5.500 í sæti – og er miðagjald innifalið í miðaverðinu.    Fólk folk@mbl.is Hin þekkta elektrósveit BookaShade kemur fram á árs- listakvöldi Party Zone á Gauki á Stöng 19. janúar næstkomandi. Sveit- in kemur frá Berlín og er skipuð tónlistarmönnunum Walter Merzi- ger og Arno Kammermeier. Þeir hafa sent frá sér tvær breiðskífur á jafnmörgum árum, Memento árið 2004 og í ár hina marglofuðu Move- ments, en í fréttatilkynningu segir að hún sé á meðal 100 mest seldu platna í iTunes-tónlistarversluninni. Þá segir í tilkynningu að tónlist sveitarinnar einkennist af ein- kennilega mínímalískri og lág- stemmdri teknótónlist sem er á sama tíma gríðarkraftmikil og magn- þrungin. Það hafi orðið til þess að þeir náðu eyrum mun breiðari hóps en hljómsveitir í þessari tegund tón- listar eiga að venjast. Nánari upplýs- ingar um sveitina má finna á www.bookashade.com. Miðasala er hafin á midi.is.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.