Morgunblaðið - 12.12.2006, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 12.12.2006, Blaðsíða 52
BRESKA rokksveitin Jethro Tull heldur tónleika hér á landi í lok næsta sumars en nákvæm dagsetning tónleikanna hefur ekki enn verið staðfest. Ian Anderson, flautuleikari og forsprakki sveitarinnar, hélt tónleika í Laugardalshöll í maí síðast- liðnum en Jethro Tull hélt hins vegar tón- leika á Akranesi árið 1992. Sveitin er á meðal áhrifamestu hljómsveita breskrar rokksögu og hafa sveitir á borð við Iron Maiden nefnt hana sem áhrifavald. Þá hef- ur sveitin selt yfir 60 milljónir platna. | 16 Jethro Tull snýr aftur ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1100 ÞRIÐJUDAGUR 12. DESEMBER 346. DAGUR ÁRSINS 2006 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. og framleiðsla er góð gjöf Löggilt menntun meistara í iðngreinum tryggir viðskiptavinum faglega þjónustu og lausnir að þörfum hvers og eins. Íslensk hönnun og framleiðsla er góð gjöf. MUNIÐ GJAFAKORTIN skartgripir portrett klæðskurður snyrting Íslensk hönnun Samtök iðnaðarins hvetja landsmenn að skipta aðeins við fagfólk með tilskilin réttindi og það er að finna á: www.meistarinn.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is  NA- og austan 5–10 m/s. Létt- skýjað vestan- lands, annars skýjað með köflum og stöku él, einkum sunnanlands. » 8 Heitast Kaldast 0°C -8°C LEIKRITIÐ Misery, sem byggt er á hinni þekktu sögu Stephen King, verð- ur frumsýnt á NASA við Austurvöll 12. janúar nk. Jóhann Sigurðarson, leik- stjóri verksins, telur að þetta sé í fyrsta skipti sem verk byggt á sögu eftir Stephen King sé sett á svið hér á landi. Einungis tveir leikarar, þau Ólafía Hrönn Jóns- dóttir og Valdimar Örn Flygering, leika í verkinu. Það er nýtt leikfélag, Stúdíó 4, sem hefur veg og vanda af uppsetningu verksins. Stúdíó 4 er með fleiri verkefni í bígerð, að sögn Jóhanns. Til stendur að frumsýna með vorinu verk eftir Ólaf Hauk Símonarson sem nefnist 27. Leikritið fjallar um ævi söngkon- unnar Janis Joplin og stendur nú yfir leit að leikkonu verksins, sem er einleikur.| 40 Leikhús á NASA Jóhann Sigurð- arson stýrir æf- ingu í gær. Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson orsi@mbl.is LÖGREGLUNNI hefur síðustu misserin blöskrað framkoma og til- litsleysi vegfarenda á vettvangi al- varlegra slysa og eru þess dæmi að aðvífandi ökumenn hafi skammast í lögreglu og sett ofan í við hana vegna tafa á umferð á slysstað. A.m.k. tvívegis hefur þetta gerst að undanförnu, á Suðurlandsvegi þeg- ar tveir létust og nú síðast á sunnu- dag þegar ungur maður lést í árekstri við annan bíl. Ekki er nóg með að samborgarar þeirra sem lenda í slysum eigi það til að hella sér yfir lögregluna, heldur ganga sumir svo langt að aka bein- línis í gegnum vettvang slysa og hafa engan skilning á því að lögregla þurfi að hafa frið til að ljúka vett- vangsrannsókn. Karl Steinar Vals- son aðstoðaryfirlögregluþjónn segir þetta geta verið refsivert, en hitt sé líka áhyggjuefni þegar almenningur skammar lögregluna sem er fyrst og fremst að tryggja öryggi á slys- stað, sinna frumrannsókn og gæta að sönnunargögnum. Þessu til við- bótar eru dæmi um að fólk hafi ekið framhjá slysstað áður en lögregla og björgunarlið hafa mætt á vettvang, án þess að veita fyrstu hjálp eða at- huga með slasaða. Verður að sýna þolinmæði „Þegar slys verða, er alltaf reynt að finna hjáleiðir fyrir umferð til að fólk verði fyrir eins litlum töfum og hægt er, en fólk verður að sýna ákveðna þolinmæði. Miðað við um- ferðaraðstæður á Vesturlands- og Suðurlandsvegi, verður fólk að gera ráð fyrir talsverðum töfum.“ Um klukkustund leið þar til hægt var að hleypa umferð framhjá slys- staðnum á Vesturlandsvegi á sunnu- dag og fékk lögreglan vægast sagt kaldar kveðjur frá óþolinmóðum ökumönnum. „Þau símtöl sem lögreglan fékk í gær [sunnudag] endurspegluðu ekki aðeins óánægju með að fólk þyrfti að bíða á meðan unnið var á vett- vangi, heldur var fólk nánast að lesa yfirvöldum pistilinn fyrir að geta ekki hunskast til að hleypa umferð í gegn. Okkur blöskraði þetta skeyt- ingarleysi. Þarna var um mjög al- varlegt slys að ræða sem þarfnast gaumgæfilegrar rannsóknar,“ segir Karl Steinar. Morgunblaðið/Júlíus Slysstaður Erfiðar aðstæður voru á vettvangi banaslyssins á Vesturlandsvegi á sunnudag og langar bílaraðir mynduðust upp á Kjalarnes. Lögreglunni blöskrar framkoman á slysstað Áhyggjuefni er ökumenn skamma lögregluna, segir Karl Steinar Valsson Í HNOTSKURN »Að hindra lögreglu ívettvangsrannsókn get- ur verið refsivert. »Erfitt var að finna leiðframhjá slysstað á Vest- urlandsvegi á sunnudag. »Fyrsta holli bíla varhleypt í gegn um klukku- stund eftir slysið. »Karl Steinar telur tíma-bært að setja upp upplýs- ingaskilti á helstu stofnæð- um til borgarinnar. VIÐRÆÐUR um varnar- og öryggismál við dönsk og norsk stjórnvöld hefjast í næstu viku. Ákveðinn hefur verið fundur danskra og ís- lenzkra embættismanna í Kaupmannahöfn nk. mánudag. Þá koma norskir embættismenn til Íslands sama dag og funda með íslenzkum starfssystkinum sínum fram á þriðjudag, auk þess sem þeir skoða þá aðstöðu á vellinum sem stendur öðrum NATO-ríkjum til boða. Háttsettir embættismenn frá utanríkis- og varnarmálaráðuneytum Danmerkur og Nor- egs munu taka þátt í fundunum í næstu viku. Af Íslands hálfu taka þátt í fundunum þau Grétar Már Sigurðsson, ráðuneytisstjóri utan- ríkisráðuneytisins, Sturla Sigurjónsson, ráð- gjafi í utanríkismálum í forsætisráðuneytinu og Þórunn Hafstein, skrifstofustjóri dóms- mála- og löggæzluskrifstofu dómsmálaráðu- neytisins. Þessi þrjú sitja jafnframt í nefnd, sem fjalla á um framkvæmd varnarsamnings- ins við Bandaríkin við breyttar aðstæður. Viðræður við Breta eftir áramót Grétar Már sagði í samtali við Morgunblaðið að rætt hefði verið við Breta um fund embætt- ismanna fljótlega og væri stefnt að honum í London 16. janúar. Stefnt væri að fundi með Kanadamönnum á svipuðum tíma. Þá færu fram þreifingar við fleiri NATO-ríki, m.a. um nýtingu aðstöðunnar á Keflavíkurflugvelli. „Samkomulag okkar við Bandaríkin stendur fyrir sínu, það er klárt að þau skuldbinda sig til að verja Ísland á ófriðartímum. Spurningin er hvað gerist á friðartímum. Helzta samstarfs- ríki okkar á friðartímum verður áfram Banda- ríkin, eins og samkomulagið við þau gerir ráð fyrir. Við viljum hins vegar búa til sýnilega samstarfsfleti við önnur ríki, þannig að það, sem við viljum byggja upp, og það sem þau gera á Norður-Atlantshafinu falli saman.“ Grétar Már segir að eitt af markmiðunum með auknu samstarfi við önnur NATO-ríki sé að afla bandamanna í þeirri viðleitni að sann- færa Mannvirkjasjóð NATO um að mannvirk- in hér, t.d. ratsjárstöðvarnar, hafi notagildi. Varnarviðræður í næstu viku Eftir Ólaf Þ. Stephensen olafur@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.