Morgunblaðið - 12.12.2006, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 12.12.2006, Blaðsíða 23
tómstundir barna MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. DESEMBER 2006 23 Ég þjálfa hundinn minn á sérstökumbrautum þar sem hann þarf aðfara í gegnum göng, yfir brýr,hoppa, vega salt og gera alls- konar fleiri kúnstir. Ég hleyp meðfram og reyni að hafa stjórn á honum og með því að æfa þetta nógu oft þá nær maður góðum ár- angri,“ segir Gríma Björg Thorarensen ný- krýndur Íslandsmeistari í hundafimi með litla hunda. Gríma er 15 ára og var líka valin bjartasta vonin hjá Íþróttadeild Hundarækt- unarfélags Íslands. Gríma fer einu sinni í viku í reiðskemmuna í Andvara til að æfa hundakúnstirnar með tíkinni sinni henni Andreu, en hún æfir sig líka heima. Hún segir Andreu hafa látið nokkuð vel að stjórn, en Gríma er mikil hundakona. „Hún er mjög hlýðin en auðvitað kemur fyrir að hún óhlýðnast,“ segir Gríma sem á aðra tík auk Andreu, sem heitir Díva en þær eru báðar af tegundinni Cavalier King Charles Spaniel, en þó alls óskyldar. Vinkonurnar eiga líka hunda „Ég fer með þær út að ganga að minnsta kosti tvisvar á dag. Ég tek þær alltaf með mér á morgnana um hálf sjö þegar ég ber út blöðin og svo fer ég aftur með þær í klukku- tíma göngutúr seinna um daginn. Allar vin- konur mínar eiga líka hunda og eru að keppa í hundafimi eins og ég. Við förum mikið saman út að ganga með hundana okk- ar og förum oft upp í Heiðmörk, hringinn í kringum Vífilstaðavatn eða eitthvað annað sem er nálægt heima hjá okkur.“ Gríma er ekki eingöngu að þjálfa fyrir hundafimi, hún tekur líka þátt í hundasýn- ingum og sýnir oft hunda fyrir annað fólk og sama er að segja um vinkonur hennar. „Það er mjög gaman að eiga vini sem hafa sama áhugamál. Ég hugsa að ég muni alltaf eiga hund eða hunda af því ég hef svo gaman af þeim. Ég var alltaf að suða um að fá hund en ég fékk ekki fyrsta hundinn minn fyrr en fyrir þremur árum, þegar ég var tólf ára,“ segir Gríma sem er mjög hænd að hund- unum sínum, þeim Andreu og Dívu, og hún leyfir þeim meira að segja einstaka sinnum að sofa uppí hjá sér. „Mömmu og pabba finnst það allt í lagi á meðan þær fara ekki upp í þeirra rúm. En annars eiga hundarnir sitt horn í þvottahúsinu þar sem er stórt hundabúr og þar sofa þeir oftast á nótt- unni.“ Gríma er bjartasta vonin Morgunblaðið/Árni Sæberg Meistari Gríma með Andreu og Mola í fanginu á hundafimiæfingu. Þjálfarinn Gríma fylgir Andreu fast eftir þar sem hún lætur hana gera hinar ýmsu þrautir. Fimi Andrea er fjarskalega fimur hundur og finnst fátt skemmtilegra en að stökkva yfir hindranir. KONUR sem eru mjög grannar áð- ur en þær verða barnshafandi eru 72% líklegri til að missa fóstur á fyrstu þremur mánuðum, að því er fram kemur í nýrri rannsókn. Frá þessu er sagt á vef BBC. Rannsóknarhópur á vegum læknaskóla í Lundúnum rannsakaði 600 konur sem höfðu misst fóstur og 6.000 konur sem gengu með lengur en í 12 vikur. Rannsóknar- hópurinn komst að því að dagleg neysla ávaxta og grænmetis, svo og súkkulaðis, minnkaði hættuna á fósturláti. Konur sem flokkaðar voru of grannar voru með BMI- stuðul undir 18,5. Áætlað er að ein af hverjum fimm þungunum í Bretlandi endi með fósturláti og hefur það áhrif á um 250.000 breskar konur árlega. Nokkrir áhættuþættir eru vel þekktir, svo sem hærri aldur kvenna á meðgöngu, ef kona hefur orðið fyrir fósturláti áður og ófrjó- semi, en orsakir meirihluta fóstur- láta eru ekki alveg ljósar. Margir meintir áhættuþættir, eins og neysla áfengis, reykingar og neysla koffíns, eru umdeildir eða óstaðfestir. Rannsóknin sem hér er sagt frá var gerð þannig að skoðaður var lífsstíll og mataræði fullorðinna kvenna. Öll fósturlát sem skoðuð voru áttu sér stað eftir 1995 en kon- urnar sem höfðu fullgengið með áttu sín börn eftir 1980. Ár getn- aðar og saga um fósturlát voru tek- in með í reikninginn. Niðurstöðurnar voru þær að of grannar konur voru 72% líklegri til að missa fóstur á fyrstu tólf vik- unum, en 2⁄3 hlutar kvennanna sem tóku vítamín og bætiefni á fyrstu vikum meðgöngu minnkuðu áhætt- una um allt að 50%. Áhrifin voru mest hjá þeim konum sem tóku fól- ín-sýru og járn eða fjölvítamín sem innihélt þetta tvennt. Það sýndi sig líka að dagleg neysla ávaxta og grænmetis minnkaði líkurnar á fósturláti um helming. Ef konurnar borðuðu súkkulaði daglega, eins og helmingur kvennanna gerði, minnkuðu þær einnig líkurnar. Ein- hleypar konur voru í meiri áhættu varðandi fósturlát, jafnframt þær konur sem höfðu farið í fóstureyð- ingu. Þær konur sem sögðu að þungunin hefði verið fyrirfram ákveðin voru í 40% minni áhættu gagnvart fósturláti, en þær sem voru lengur en eitt ár að verða þungaðar voru helmingi líklegri til að missa fóstur en þær sem urðu þungaðar innan þriggja mánaða. Rannsóknin staðfesti líka trú manna á að morgunógleði bendi til þess að meðgangan gangi vel. Kon- ur sem fundu til ógleði á fyrstu tólf vikunum voru því sem næst 70% ólíklegri til að missa fóstur og eftir því sem ógleðin var meiri voru lík- urnar betri á því að meðgangan gengi vel. EPA Þyngd Of grannar konur eru 72% líklegri til að missa fóstur á fyrstu 12 vikum meðgöngunnar. Of grannar konur eiga frekar á hættu að missa fóstur heilsa

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.