Morgunblaðið - 12.12.2006, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 12.12.2006, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. DESEMBER 2006 27 krefur. Þegar unnið er að algengum verk- efnum á borð við einstaka bruna og umferð- arslys er þörf fyrir samhæfingu fárra aðila. Þegar alvarlegri vá ber að höndum þurfa fleiri að samhæfa viðbúnað sinn og við- brögð. Íslendingar í óskastöðu Við Íslendingar erum í þeirri óskastöðu að geta þróað neyðarþjónustu með þeim hætti að hún verði í fremstu röð. Sveit- arfélögin á höfuðborgarsvæðinu hafa sem fyrr segir verið í forystu um margt sem lýt- ur að frekari samvinnu og samhæfingu við- bragðsaðila, enda reynir verulega á þau og stofnanir þeirra í viðbrögðum við vá. Sveit- arfélögin bera ábyrgð á fjölmörgum verk- efnum sem lúta að velferð og öryggi borg- aranna og þau eru tilbúin að axla ábyrgð á þessu sviði eins og öðrum. Að sama skapi er mikilvægt að löggjöfin kveði skýrt á um verkaskiptingu ríkis, sveitarfélaga og ann- arra sem hlut eiga að máli. Nú er ljóst að ekki er unnt að skilgreina öll möguleg tilvik sem upp geta komið eða verkaskiptingu aðila vegna þeirra. Sumar þjóðir hafa því kosið að fara þá leið að leggja áherslu á að skilgreina vel hlutverk ríkisins í þessum efnum en líta svo á að allt annað sé í verkahring sveitarfélaga eða annarra aðila sem hafa samningsbundnum skyldum að gegna. Hlutverk ríkisins gæti þá lotið til dæmis að björgun á sjó og í lofti. Með þessari aðferð mætti eyða óvissu um hlutverk aðila en þá er mikilvægt að festa í lög skyldu allra viðbragðsaðila til samvinnu og samhæfingar. Von okkar er sú að vel takist til við end- urskoðun laga um almannavarnir og við væntum þess að eiga gott samstarf við dómsmálaráðherra og löggjafarvaldið um þetta mikilvæga verkefni. við hvers kyns vá á þeirri reynslu og þekk- ingu sem skapast í daglegum störfum við- bragðsaðila og því stjórnskipulagi sem stuðst er við í daglegum störfum (sam- kvæmnisreglan). Þannig breytist til dæmis ábyrgð aðila ekki eftir umfangi atburða og nauðsyn- legum viðbúnaði vegna þeirra. Hver sinnir sínu (sviðsábyrgðarreglan) hvort sem um er að ræða algeng verkefni eða svonefnt al- mannavarnaástand. Í þriðja lagi að allir hafi skyldu til að vinna saman og samhæfa störf sín í víðum skilningi (samhæfingarreglan). Í þessu sambandi má ekki gleyma að taka með í reikninginn þætti sem innviðir samfélagsins byggjast á, svo sem sam- göngur, orku-, vatns- og upplýsingaveitu, félagslega aðstoð og fleira. Einsleitt viðbragðskerfi Stjórn SHS, sem skipuð er fram- kvæmdastjórum allra sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu, hefur tekið undir þessa hugmyndafræði og telur að hafa beri hana að leiðarljósi við endurskoðun laga um almannavarnir og björgunarmál. Þarflaust er að breyta vinnubrögðum, hlutverki, skipulagi eða starfsháttum eftir umfangi eða hugsanlegum afleiðingum til- fella heldur ber að auka kröfur um sam- vinnu og samhæfingu. Við þurfum einsleitt viðbragðskerfi þar sem meginhlutverk og verkefni ríkis, sveitarfélaga og annarra sem koma að björgunarmálum er vel skil- greint. Löggjöfin verður að tryggja gott starfsumhverfi viðbragðsaðila þannig að þeir geti veitt sína þjónustu hnökralaust án þess að flakka úr einu samhæfingar- og/eða stjórnkerfi í annað eftir eðli og umfangi við- fangsefnanna. Í þessu sambandi gegnir samhæfing- arstöðin í Skógarhlíð lykilhlutverki. Að okkar mati ætti hún að vera sívirkur vett- vangur fyrir samvinnu og samhæfingu og mikilvægur stuðningur við þá sem stjórna aðgerðum á vettvangi eftir því sem þörf ldið og félagasamtök eins og savarnafélagið Landsbjörg og uða kross Íslands sem gegna ilvægu hlutverki í viðbúnaði, lu stærra hlutverki en tíðkast sambærileg samtök víða erlend- Björgunarmiðstöðinni Skóg- íð starfa nú aðilar sem gegna lhlutverki í forvörnum, skipu- og viðbrögðum við hvers kyns Og í hjarta miðstöðvarinnar, nefndri samhæfingarstöð, hafa fleiri hlutverki að gegna en þeir sinna daglegum störfum í rgunarmiðstöðinni. Samhæfing- kógarhlíð spratt upp í samstarfi ga, ríkis og félagasamtaka. r áunnist með þessari skipan n mikilvægari eru þó tækifærin t hafa til frekari ávinnings. l enn frekari og virkari sam- mhæfingar. á daglegri reynslu ð alls viðbúnaðarstarfs er að kt og öruggt samfélag sem hefur afl til að bregðast við áföllum, m smáum. Verkefni viðbragðs- ipta í þrjá meginhluta. Í fyrsta tlanagerð og fyrirbyggjandi að- ru lagi að tryggja að þeir sem þurfi fái þá aðstoð sem þeir eim sem best geta veitt hana, fleiri, á sem skjótastan og skil- átt, hvert sem tilvikið er og hvar mandi eru staddir hverju sinni. Í að ráða bót á óæskilegum afleið- oma aftur á eðlilegu ástandi sem gt er að hafa í huga að geta okk- ð sinna þessum verkefnum gar við sinnum daglegum verk- ar við bregðumst við alvarlegri m við á þeirri reynslu sem skap- daglegu viðfangsefni. Við slíkar törfum við fyrir opnum tjöldum, leikarar á sviði. Fullur salur ta á frumsýningu ætlast til að ið æft og skipulagt gaumgæfi- ðsmyndin sé tilbúin, ljósin virki nir kunni rullurnar sínar. lur viðbúnaðar rlöndunum og víðar er starfað armálum eftir hugmyndafræði t á fjórum meginreglum viðbún- eru grenndarreglan, sam- glan, sviðsábyrgðarreglan og arreglan. Í örstuttu máli má arni þeirra sé þessi: agi að æskilegt sé að áætl- rvarnir og viðbrögð séu að sem í höndum þeirra sem næst gurunum (grenndarreglan), það jórnum og svæðisbundnum íkisins. gi að best sé að byggja viðbrögð ð sam- ar allra Vilhjálmur er borgarstjóri, formaður stjórnar SHS og formaður almannavarnanefndar höfuðborgarsvæðisins. Jón Viðar er slökkvi- liðsstjóri SHS og framkvæmdastjóri almannavarnanefndar. Myndin sýnir hvernig dregur úr tíðni tilfella eftir alvarleika og hvernig þörfin fyrir samvinnu og samhæfingu eykst að sama skapi. Morgunblaðið birti greineftir Torben Frið-riksson á miðopnublaðsins laugardaginn 9. þ.m. undir fyrirsögninni: „Því ekki að skattleggja lífeyrissjóðina“. Undir greininni tíundar Torben námsgráðu sína og starfsferil: Við- skiptafræðingur að mennt og fyrr- verandi forstjóri Inn- kaupastofnunar Reykjavíkurborgar og ríkisbókari. Hér mætti því ætla að hinn hæf- asti maður væri að fjalla um mikilvægt mál. Eflaust hefur Torben margt sér til ágætis en ekki verður það sagt, að því er varðar þekkingu á málefninu sem hann fjallar um í greininni. Mér er í fersku minni fundur sem ég sat með Hrafni Magn- ússyni, fram- kvæmdastjóra Lands- samtaka lífeyrissjóða, og tveimur fulltrúum Félags eldri borgara, svo og Torben. Ég hafði skilið málið svo að Torben mætti sem sérfróður aðili og því yrði býsna fróðlegt að eiga skoðanaskipti við þá og skýra ýmis mál er varða lífeyrissjóði og eru býsna flókin fyrir marga sem eru ekki þeim mun betur heima í þessum mál- um. Ég varð því fyrir nokkrum vonbrigðum með skoðanaskiptin gagnvart Torben því líklega var hann búinn að festa sig svo í eigin skilningi að litlu varð um þokað. Hugsanlega er þó um kenna takmarkaðri hæfni minni til að skýra þetta torskilda efni. Í fyrrgreindri grein Torbens kemur berlega í ljós að allar mínar útskýringar hafa ekkert skilið eftir í kolli Torbens. Öllu verra er þó að í greininni fjallar hann um fundinn og klykkir út með alvarlegum ásökunum á hendur mér. Í grein- inni segir hann m.a.: „Lagðir voru m.a. fram útreikningar trygginga- fræðingsins á heildarframtíð- arskuldbindingum Lífeyrissjóðs verslunarmanna. Eru þessir út- reikningar hans ítarlega birtir í ársskýrslum lífeyrissjóðsins. Ég treysti mér ekki til þess að ve- fengja þá en set aftur á móti spurn- ingamerki við forsendur þeirra. Eru þessar skuldbindingar ekki of- metnar? Og eru framtíðartekjur lífeyrissjóðanna ekki að sama skapi stórlega vanmetnar?“ Á grundvelli þessara spurninga dregur Torben ályktanir sem ég túlka sem mjög grófa atlögu að starfsheiðri mínum og æru. Hann segir í framhaldi af fyrri tilvitnun: „Að fundinum lokn- um sat eftir sú óþægilega tilfinning að þar hefðu verið gefnar upplýs- ingar sem í besta falli væru sumar á misskilningi byggðar, í versta falli í blekkingarskyni.“ Og síðan í beinu framhaldi: „Enda er hér um ítök fárra aðila í ráðstöfun gríð- arlegs fjármagns að ræða, með stjórnarsetu í þessum og hinum fyrirtækjum og stofnunum og eng- inn hægðarleikur að hrófla við því.“ Það fer ekkert á milli mála hvernig túlka ber orð og skoðun Torbens. Í stuttu máli er ég í bezta falli van- hæfur til þess starfs sem ég hefi tekið að mér að vinna fyrir Lífeyr- issjóð verzlunarmanna, en jafn- framt líklegast að ég gangi erinda fárra aðila til þess að skapa þeim ítök sem erfitt er að hrófla við. Hvernig skyldi þessu vera hátt- að hjá öðrum sjóðum og öðrum tryggingastærðfræðingum? Hefur Torben rætt við starfs- menn Fjármálaeftirlitsins um grunsemdir sínar eða við starfs- menn fjármálaráðuneytis? Telur hann ef til vill að hér sé ein alls- herjar svikamylla í gangi til þess að hafa fé af lífeyrisþegum, ein- göngu til þess að þjóna metnaði nokkurra aðila til þess að hafa ítök í stjórnum fyrirtækja og stofnana? Hvernig háttar þessu til hjá lífeyr- issjóðum hins op- inbera, þ.e. ríkis og sveitarfélaga? Eru þessir aðilar að beina stórfelldum fjár- munum til sjóðanna til þess að stjórn- armenn þeirra fái aukin ítök? Staðreyndin er sú að hér er rekið eitt- hvert öflugasta líf- eyriskerfi í heim- inum. Kerfi sem byggist á sjóðsöfnun, sem felur í sér að hver kynslóð býr í haginn fyrir sig, en gerir ekki ráð fyrir tilfærslu fjármuna milli kynslóða eins og á sér stað í svo- nefndum gegn- umstreymiskerfum. Sjóðirnir starfa eftir ströngum skilyrðum laga og reglugerða og undir eftirliti öfl- ugrar stofnunar, m.a. að því er varðar mat á skuldbind- ingum þeirra. Það er í raun óskiljanlegt að maður með mikla reynslu á sviði op- inberrar stjórnsýslu skuli láta frá sér fara svo alvarlegar ásak- anir sem fram koma í grein Torb- ens. Hugmynd hans um skattlagn- ingu lífeyrissjóðanna er vart svars verð en mér sýnist hins vegar ljóst að tillögur hans fela í sér algjöran viðsnúning á skattlagningu lífeyr- iskerfisins. Við erum nú með svip- að kerfi og víðast hvar er í gildi, þ.e. skattlagningin fer fram fyrst við greiðslu lífeyrisins til lífeyr- isþegans. Hugmynd Torbens er að skatt- leggja lífeyrissjóðina en fella niður skattlagningu lífeyrisins. Hann tel- ur að það mundi auka mjög tekjur ríkissjóðs sem þýðir þá að hagur sjóðfélaga í almennum sjóðum mun versna umtalsvert. Hins vegar munu sjóðfélagar opinberra sjóða (hér er átt við sjóði sem njóta fullr- ar ábyrgðar opinberra aðila) ekki verða fyrir neinum skerðingum því þeim er tryggður fullur lífeyr- isréttur án tillits til tekna hlut- aðeigandi sjóða (enda eru þeir fjár- magnaðir með skattfé borgaranna) og munu ekki þurfa að greiða skatt af lífeyrinum. Er ekki mismununin nægjanleg þegar í dag milli sjóð- félaganna í þessum tveimur sjóða- kerfum? Tekjum ríkissjóðs á síðan að verja til að bæta ellilífeyri al- mannatrygginga og þá almennt. Sem sagt sjóðfélagar almennra sjóða eiga að una verulegri skerð- ingu á sínum lífeyrisrétti til þess að auka lífeyrisrétt almennt og þar með rétt sjóðfélaga opinberu sjóð- anna og auka mismununina enn frekar. Ég held að umræðu sé vart þörf um þessa hugmynd. En ég tek fram, að ég er sannfærður um að Torben setur ekki tillöguna fram í þeim tilgangi að bæta stöðu sjóð- félaga opinberu sjóðanna á kostnað hinna. Eftir situr í huga mér spurning um ábyrgð þeirra sem vega að æru og starfsheiðri samborgara sinna að tilefnislausu. Grafalvarlegar ásakanir fyrrver- andi ríkisbókara Eftir Bjarna Þórðarson Bjarni Þórðarson » ...sjóðfélagaralmennra sjóða eiga að una verulegri skerðingu á sín- um lífeyrisrétti til þess að auka lífeyrisrétt al- mennt og þar með rétt sjóð- félaga opinberu sjóðanna og auka mismun- unina enn frek- ar. Höfundur er trygginga- stærðfræðingur. veldisafsali með inngöngu í EFTA: „Við skulum ekki gleyma því að Ís- land er og verður útkjálki í Evrópu. Ef Ísland rennur inn í stóra efna- hagsheild mun að því stefna að landið verði fyrst og fremst útibú fyrir erlenda auðhringi og veiðistöð fyrir samevrópskan markað.“ Þessu spáði Ragnar borubrattur í ræðustóli Alþingis fyrir um 37 ár- um síðan! Þrátt fyrir bölsýnisspá Ragnars gekk Ísland í EFTA og seinna meir í EES. Nú er það nú svo að flestir telja, þvert á 37 ára gamla spá Ragnars, að aðildin að EFTA og síðar EES hafi verið for- senda fyrir nútímavæðingu Íslands. Ísland er sjálfstætt og fullvalda ríki og ekki lengur útkjálki í Evrópu. Ragnar er enn að spá um afdrif Ís- lands í samfélagi Evrópuþjóða en það skyldi þó ekki vera, að fenginni reynslu, að þekkingargrunni Ragn- ars til spádóma á því sviðinu sé verulega ábótavant. Í stað þess að fara fram með atvinnuróg um ágæta kennara og fræðimenn við Háskóla Íslands væri nær fyrir Ragnar að afla sér grunnþekkingar hjá viðkomandi kennurum og sækja tíma í fræðunum við Háskólann. kennslu dæma einungis þann sem stílvopnið mundaði – Ragnar Arn- alds. Spámaður í eigin föðurlandi! Ragnar Arnalds hefur löngum talið sig vera spámann í eigin föð- urlandi. Ragnar hefur hins vegar ekki reynst spámannlega vaxinn þegar rýnt er í spádóma hans um örlög Íslands í hringiðu Evrópu- samrunans. Á hinu háa Alþingi Ís- lendinga hélt Ragnar ræðu hinn 8. nóvember 1969 en þá stóðu einmitt yfir umræður um inngöngu Íslands í EFTA. Taldi Ragnar að þjóðin yrði svikin með sjálfstæðis- og full- Ragnar en þeir sem hafa áhuga á fyrrgreindri deilu geta kynnt sér málavexti í gagnasafni blaðsins. Ragnar Arnalds má að sjálfsögðu viðra skoðanir sínar um allt milli himins og jarðar opinberlega hér eftir sem hingað til. Ragnar gengur hins vegar skrefinu lengra í grein- um sínum tveim. Ragnar lætur ekki staðar numið við að gagnrýna mál- flutning fundarmanna heldur vegur hann að starfsheiðri ákveðinna ein- staklinga. Þar á meðal undirritaðs. Setur Ragnar Arnalds fyrst veru- lega niður svo um munar þegar hann gengur fram með pennann á lofti og ófrægir menn fyrir að hafa skoðanir á eigin rannsóknum. Ragnar Arnalds veður á foraðið og ýjar að því að lítil innistæða sé á bak við menntun ákveðinna ein- staklinga sem framsögu héldu og að kennslan við Háskóla Íslands hljóti að vera meira en lítið einkennileg. Svona lágkúra er vart svara verð en þó verður vart þagað þunnu hljóði yfir slíkri yfirhellingu. Ég fullyrði að það er enginn einasta innistæða fyrir þessu dæmalausa rugli Ragn- ars – um það geta nemendur Há- skóla Íslands vitnað. Lágkúruleg ummæli Ragnars um innihald og gæði menntunar ákveðinna fram- sögumanna og efnistök þeirra við eimspeki, i í fljótu verjir víkja úr Ragnari Hannesi Giss- fan- stefnu. agnars gnar, alds, hef- ausið úr áðstefn- Nú er að fara í nar Arn- ð Ragnar rg- á 18. febr- 99. Upp- vogaði ang- ði í viðtali ðsins 20. an til- lu við s! » Í stað þess að farafram með atvinnu- róg um ágæta kennara og fræðimenn við Há- skóla Íslands væri nær fyrir Ragnar að afla sér grunnþekkingar hjá viðkomandi kennurum og sækja tíma í fræð- unum við Háskólann. Höfundur er aðjunkt í stjórnmálafræði við HÍ.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.