Morgunblaðið - 12.12.2006, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 12.12.2006, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. DESEMBER 2006 45 dægradvöl 1. Rf3 Rf6 2. g3 d5 3. Bg2 c6 4. O-O Bf5 5. b3 e6 6. Bb2 h6 7. d3 Be7 8. e3 O-O 9. De2 a5 10. a4 Bh7 11. Kh1 Ra6 12. Re1 Rd7 13. f4 Bf6 14. d4 c5 15. c3 Rc7 16. Rd2 Re8 17. Rd3 Hc8 18. Re5 Rd6 19. Hac1 Be7 20. Ba3 Rxe5 21. dxe5 Re4 22. Rxe4 Bxe4 23. Bxe4 dxe4 24. Hfd1 Db6 25. Hd7 Hfd8 26. Hxd8+ Hxd8 27. Dc4 Hd2 28. He1 Dc6 29. He2 Hd1+ 30. Kg2 h5 31. Hf2 g6 32. h3 Kg7 33. g4 hxg4 34. hxg4 b6 35. Bb2 Bh4 36. He2 Da8 37. b4 Dh8 38. Db3 Staðan kom upp á spænska meist- aramótinu í Léon. Stórmeistarinn Ju- len Arizmendi (2540) hafði svart gegn Pablo Castro (2390). 38... Bg3! 39. Kxg3 hvítur hefði einnig orðið mát eft- ir 39. Dxd1 Dh2+ 40. Kf1 Dh1#. 39... Hh1 40. f5 Dh3+ 41. Kf4 Df3+ 42. Kg5 Hh5+! 43. gxh5 og hvítur gafst upp um leið enda getur svartur mátað hann í næsta leik með 43... Dg3#. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is Svartur á leik Tímasetning. Norður ♠G9 ♥D105 ♦ÁK104 ♣KG95 Vestur Austur ♠ÁK87642 ♠-- ♥Á8 ♥G7642 ♦8 ♦7632 ♣Á83 ♣10742 Suður ♠D1053 ♥K92 ♦DG95 ♣D6 Suður spilar 3G dobluð. Vestur á falleg spil og opnar fullur af metnaði á einum spaða. En sagnir taka óvænta stefnu. Norður doblar og suður stekkur í tvö grönd, sem norður hækkar í þrjú. Þá er vestri nóg boðið – hann do- blar og spilar úr ÁK og þriðja spað- anum. Víkur þá sögunni til suðurs. Hann þarf að sækja þrjá slagi áður en vestur nær að fría spaðann. Til að byrja með spilar hann laufsexunni að blind- um. Vestur má ekki hoppa upp með ás- inn, því þá fríast þrír laufslagir, svo hann dúkkar og kóngur blinds á slaginn. Næsta skref er að spila tígli heim og svo litlu hjarta að drottningunni. Og það er sama sagan, vestur verður að dúkka. Þegar slagurinn á hjarta er kominn í hús spilar sagnhafi laufinu aftur og fríar þar níunda slaginn. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is Sudoku Miðstig Lausnir síðustu Sudoku Lausn, ábendingar og tölvuforrit á www.sudoku.com Frumstig Miðstig Efstastig Frumstig © Puzzles by Pappocom Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Efstastig Krossgáta Lárétt | 1 erfitt við- ureignar, 8 sýnir, 9 dálít- ið hey, 10 op, 11 vera vanur, 13 logið, 15 fljótt, 18 vegna, 21 bókstafur, 22 týni, 23 vottar fyrir, 24 spjátrungur. Lóðrétt | 2 skurðurinn, 3 launa, 4 happdrætti, 5 áreita, 6 má til, 7 rétt, 12 hold, 14 eyða, 15 blýkúla, 16 stétt, 17 veisla, 18 skjót, 19 höfuðs, 20 lé- legt. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 glens, 4 gulls, 7 nenna, 8 rúðan, 9 pot, 11 iðra, 13 eðla, 14 sakni, 15 haki, 17 raus, 20 urt, 22 fúlan, 23 ruddi, 24 renna, 25 genið. Lóðrétt: 1 gengi, 2 einar, 3 skap, 4 gort, 5 liðið, 6 sunna, 10 orkar, 12 asi, 13 eir, 15 hafur, 16 kúlan, 18 aldin, 19 stirð, 20 unna, 21 treg. 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 1 Augusto Pinochet, fyrrum ein-ræðisherra í Chile, lést í höf- uðborg landsins á sunnudag. Hver er höfuðborgin í Chile? 2 Popplag úr Latabæ skellti sér ífjórða sæti breska smáskífulist- ans. Hver er höfundur lagsins? 3 Íslendingur er í öðru sæti yfiráhrifamesta fólkið í breskum tískuiðnaði. Hver er hann? 4 Nýtt lið skellti sér á toppinn íefstu deild karla. Hvaða lið er það? Svör við spurningum gærdagsins: 1. Fyrrverandi ráðuneytisstjóri vann fullan sigur á stjórnkerfinu út af samnings- brotum með réttarsátt sem gerð var í máli hans. Hver er hann? Svar: Björn Friðfinns- son. 2. Guðlausir menn – hugleiðingar um jökulvatn og ást er önnur tveggja ljóða- bóka sem fengu tilnefningu til íslensku bókmenntaverðlaunanna. Eftir hvern er hún? Svar: Ingunni Snædal. 3. Nýr lands- liðsþjálfari kvenna hefur verið ráðinn. Hver er hann? Svar: Sigurður Ragnar Eyjólfs- son. 4. Kunnur handboltakappi, Heimir Örn Árnason, er á leið aftur til landsins. Við hvaða lið hefur hann rætt? Svar: Fylki. Spurt er… ritstjorn@mbl.is    ÞAÐ ER eins og að vera kominn á árshátíð á geðveikraspítala og húsbandið sé að spila að hlusta á hinn frábæra geisladisk Greinilegur púls, tónleikaupptöku af Púlsinum frá 1991. Hljóm- urinn er þrælfínn og hljóð- færaleikararnir ekki af verri endanum. Þarna leggja Birgir Baldursson og Har- aldur Þorsteinsson gríð- arlega þétt og snarbrjálað undirlag fyrir hreinan súrrealisma hjá Guðlaugi Kristni, aka God Christ, sem virðist stundum andsetinn í gítarleik sínum. Hljómborðsleikur Jóns Ólafssonar er einnig með villtasta móti og tilraunamennskan í fyr- irrúmi, en samt einhvern veginn snyrtileg til- raunamennska, nokkuð sem Jón Ólafsson er áreiðanlega einn í heiminum um að valda. Rödd Megasar fullkomnar svo bilunina, og hef ég einkar gaman af því hvernig hann beitir henni með tilheyrandi væli og óhljóðum til áherslu á stöku stað. Við allra fyrstu hlustun skildi ég alls ekki hvernig sum lögin gátu gengið upp, því hver hljómsveitarmeðlima virðist vera í sínu horni að framkvæma sinn prívat tónlistargjörning. Eftar nokkrar hlustanir til viðbótar smella þó hug- myndirnar og maður áttar sig á því að þarna er flæðið allsráðandi. Þarna eru samankomnir fjórir skapandi tónlistarmenn, og sá fimmti, Björk Guðmundsdóttir, bætist við í lokalög- unum. Staðreyndin er sú að sum lögin hljóma bara miklu, miklu betur en í upprunalegu útgáf- unum, og má þar nefna sem dæmi „Við sem heima sitjum #45“ ásamt nokkrum öðrum sem eru hreint stórkostleg. Saman býr þessi hópur til tryllta tónlist sem Megas syngur svo yfir og verkar sem extra sterkt lím á tryllinginn og bút- arnir fara að raðast saman. Útkoman er með skemmtilegri tónleikadiskum sem ég hef heyrt á ævinni. Góða skemmtun! Tryllingsleg hljómsveit og Megas TÓNLIST Geisladiskur Tvöfaldur geisladiskur Megasar, sem ber heitið Greinilegur púls. Tónleikar á Púlsinum í febrúar 1991. Upptaka gerð í stúdíói Axels Einarssonar. 22 lög, heildartími 68,51 + 42,31, samtals 111,22 mínútur. Trommur: Birgir Baldursson; bassi: Har- aldur Þorsteinsson; gítar: Guðlaugur Kristinn Ótt- arsson; hljómborð: Jón Ólafsson; söngur: Björk Guð- mundsdóttir; söngur og hljóðfæraleikur: Magnús Þór Jónsson. Íslenskir tónar gefa út 2006. Megas – Greinilegur púls  Ragnheiður Eiríksdóttir Morgunblaðið/Einar Falur Megas „Hljómurinn er þrælfínn og hljóðfæraleikararnir ekki af verri endanum.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.