Morgunblaðið - 12.12.2006, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 12.12.2006, Blaðsíða 34
34 ÞRIÐJUDAGUR 12. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Stefán VigfúsÞorsteinsson fæddist í Vest- mannaeyjum 26. júní 1928. Hann lést á gjörgæsludeild LSH í Fossvogi mánudaginn 4. des- ember síðastliðinn. Stefán var sonur hjónanna Ingigerð- ar Jóhannsdóttur, f. 6. september 1902, d. 10. desember 1993, og Þorsteins Þ. Víglundssonar, skóla- og sparisjóðsstjóra í Vest- mannaeyjum, f. 19. október 1899, d. 3. september 1984. Systkini Stefáns eru Kristín Sigríður, f. 1930, Víglundur Þór, f. 1934, og Inga Dóra, f. 1946. Eiginkona Stefáns er Erla Guð- mundsdóttir tækniteiknari, f. 19. febrúar 1929. Hún er dóttir hjónanna Guðmundar Vigfús- sonar, skipstjóra og útgerð- armanns frá Holti í Vest- mannaeyjum, og konu hans Stefaníu Guðrúnar Einarsdóttur. Erla var alin upp hjá móðursystur sinni Guðbjörgu Einarsdóttur og manni hennar Helga Þórarinssyni úr Hafnarfirði. Börn Stefáns og Erlu eru: 1) Guðný kennari, f. 14. nóvember 1950, d. 4. mars 1997. Hún var gift Magnúsi Hjörleifs- syni ljósmyndara og á með honum þrjú börn: a) Erla, f. 1969, gift Sig- urði Óla Sigurðssyni. Börn þeirra Stefán ólst upp í Vestmanna- eyjum, lauk gagnfræðaprófi frá Gagnfræðaskóla Vestmannaeyja. Hann nam rafvirkjun í Hafnarfirði og hlaut meistararéttindi. Stund- aði framhaldsnám í rafmagns- iðnfræði við Vélskólann í Reykja- vík og lauk þaðan prófi 1952. Hlaut kennararéttindi frá Kenn- araskóla Íslands 1982. Hann var rafmagnseftirlitsmaður hjá Raf- veitu Hafnarfjarðar frá 1953–73. Kennari við Iðnskóla Hafn- arfjarðar frá 1976–94. Starfrækti sína eigin teiknistofu við raflagna- hönnun. Um árabil vann hann við sjúkraflutninga og var starfs- maður Slökkviliðs Hafnarfjarðar. Iðnfulltrúi fyrir Hafnarfjörð var hann frá 1989–2000. Stefán var virkur í félagsstörfum, stóð að stofnun Framsóknarfélags Hafn- arfjarðar 1949, var formaður þess um skeið og formaður full- trúaráðsins. Hann var formaður rafveitunefndar og brunamála- nefndar Hafnarfjarðar um hríð, sat í skipulagsnefnd og barna- verndarnefnd. Hann var formaður Landssamtaka rafmagnseftirlits- manna, sat í stjórn Iðnaðarmanna- félags Hafnarfjarðar og var for- maður stjórnar þess í nokkur ár. Hann söng með karlakórnum Þröstum í mörg ár ásamt fleiri kórum. Öll sín fullorðinsár hefur Stefán búið í Hafnarfirði. Útför Stefáns verður gerð frá Víðistaðakirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. eru Magnús Óli, Dag- ur Óli og Guðrún Edda. b) Ari, f. 1977, í sambúð með Auði Karitas Ásgeirs- dóttur. Ari á tvö börn, Sverri Anton og Guðnýju Gabríelu. c) Silja, f. 1983, í sam- búð með Sigurði Pálma Sveinbjörns- syni. 2) Inga Þóra leikskólakennari, f. 16. maí 1955. Sonur hennar og Guð- mundar G. Sveins- sonar er Stefán Freyr, f. 1977. 3) Helga Björg lífeindafræðingur, f. 29. júlí 1960. Maður hennar er Rögnvaldur Guðmundsson ferða- málafræðingur. Börn þeirra eru: a) Guðmundur Vignir, f. 1983, í sambúð með Margréti Arn- ardóttur, b) Hjálmar Helgi, f. 1985, c) Margrét Lára, f. 1989, d) Erla Rut, f. 1993, e) Guðný Björg, f. 1998, og f) Áslaug Rún, f. 2002. 4) Elfa tómstundafræðingur, f. 1. mars 1962, gift Haraldi J. Bald- urssyni tæknifræðingi. Börn þeirra eru: a) Edda Karen, f. 1981, í sambúð með Þórði Bjarnasyni, b) Hjördís, f. 1984, c) Andri, f. 1986, og d) Ylfa, f. 2002. 5) Víðir raf- magnsverkfræðingur og kennari, f. d. 18. ágúst 1964, kvæntur Elínu Rögnu Sigurðardóttur snyrtifræð- ingi. Börn þeirra eru a) Helga Sif, f. 1987, b) Stefán Már, f. 1988, og c) Gígja, f. 1994. Á einu augabragði tók tilveran kollsteypu hjá okkur systrunum. Pabbi var kallaður til annarra verk- efna. Við sitjum agndofa og minning- arnar sækja á hugann. Litlar manneskjur eiga bágt, gott að leita skjóls í fangi pabba. Hend- urnar hans voru líka svo undur hlýj- ar. – Pabbi að byggja húsið uppi á hrauni, Inga skottast með og fær að halda að hún sé byggingameistarinn. Pabbi sannfærði Helgu um að hún hefði hjálpað mikið til í maganum á mömmu. Matarborðið, yngstu meðlimir fjölskyldunnar áttu sitt sæti við hlið pabba. – Uss! ekki hafa of hátt það eru fréttir í útvarpinu. Pabbi, hvernig kemst maðurinn fyrir inni í útvarp- inu? „Elskið þið friðinn og strjúkið þið kviðinn.“ – Úps! Elfa, eina ferðina enn á slysavarðstofuna. Mjúkur og hugg- andi faðmur pabba. – Yndisleg minning, litlir fætur dansa á fótunum hans pabba og hann brosir allan hringinn. Pabbi okkar er fallegasti pabbi í heimi. – Pabbi minn er stór og sterkur, hann keyrir sjúkrabílinn, tekur á móti börnum og slekkur elda í brenn- andi húsum. – Rafmagnslaust í bænum. Pabbi fer af stað og bjargar málunum. – Pabbi og mamma að hafa sig til í danstíma. Þau þurfa að æfa sporin og lítil augu horfa dáleidd á. – Pabbi og mamma prúðbúin á leið á árshátíð. Fallegt par. – Nú er gaman, dansað og sungið með pabba á gamlárskvöld. Pabbi var kennari af Guðs náð, litl- ar manneskjur voru ómissandi að- stoðarmenn við að draga í rafmagn, skrúfa saman lampa, rétta nagla og gera við reiðhjól. Unglingsárin með tilheyrandi brölti hjá sumum. Pabbi botnar lítið í sínu fólki en er þó alltaf til staðar. „Er þetta nú móðins?“ – Pabbi glæsilegur að syngja með kórunum sínum. Elfa og pabbi að pukra úti í horni með nóturnar sínar, einn og einn tónn heyrist. – Pabbi sýnir börnum okkar sömu hlýju og umhyggju og við nutum í bernsku. – Hvíta tjaldið, hústjaldið, tjald- vagninn, húsbíllinn og sumarbústað- urinn. Öll yndislegu ferðalögin. Pabbi í essinu sínu með allan hópinn sinn. – Pabbi-afi alltaf til í að sprella. Margir leiksigrar, Lilli litli, jóla- sveinn, brúðarmær, tré í skógi, að- stoðarmaður „Silvíu Nætur“. – Pabbi-afi með túberað hár, tík- arspena, spennur, hárkollur, þol- inmóðasta fyrirsætan fyrir litlar hendur. Enn nær brosið hans afa all- an hringinn. – Húsbyggingar, pípulagnir, máln- ingarvinna, raflagnir, bíllinn bilaður, pabbi þúsundþjalasmiðurinn kallað- ur til. Alltaf að dytta að. – Búseta erlendis. Pabbi og mamma hugsa um sína og koma gjarnan í heimsókn. – Pabbi situr við dánarbeð Guð- nýjar systur, honum er brugðið. Það á enginn að þurfa að horfa á barnið sitt deyja. Lífssýn pabba breytist. Pabbi í hjartaaðgerð, okkur er mikið brugðið. Aldrei séð pabba í rúminu um miðjan dag. – Uss-uss fréttir í sjónvarpinu, út- varpinu og hinu sjónvarpinu, margar rásir í gangi í einu. Hvað ertu eig- inlega með mörg eyru pabbi? – Pabbi og mamma flytja eftir fjörutíu og fimm ár í fallegu íbúðina sína þar sem þau ætla að eyða ævikvöldinu saman. – Pabbi og mamma eignast sælu- reit. Súmarbústaður í Úthlíð með út- sýni yfir Suðurlandsundirlendið. Pabbi alsæll. – Draumurinn að smíða dúkkuhús næsta sumar. Elsku pabbi. Við erum þakklátar fyrir allar góðu minningarnar sem við eigum um þig. Þær munu ylja okkur í framtíðinni. Það er okkur huggun harmi gegn að vita af ykkur saman þér og Guðnýju systur nú þegar jólahátíðin nálgast. Elsku mamma, missir þinn er mik- ill. Þú ert hetjan okkar og við viljum gæta þín. Inga Þóra, Helga Björg og Elfa. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Skjótt kom kallið, svo skjótt að erfitt er að trúa því að pabbi sé ekki lengur meðal okkar. Hann var á venjulegri morgungöngu, sem hann nýtti til að styrkja sál og líkama, er hann féll um koll svo harkalega að hann missti fljótt meðvitund. Hann lést síðar sama dag af völdum heila- blæðinga. Við feðgarnir höfðum af- ráðið að hittast seinna þennan dag til að setja upp ljós. Ljósið hafði verið valið af kostgæfni og var síðasta ljós- ið sem átti að setja upp í nýju íbúð- inni á Herjólfsgötunni. Verkið var það vel undirbúið af hans hálfu að það litla sem ég þurfti að gera var að fara upp í stiga og tengja ljósið. En svona var hann pabbi, vildi ekki láta hafa neitt fyrir sér, heldur vann allt í haginn fyrir aðra. Alltaf kom hann þegar með þurfti, gaf ráð sem ávallt reyndust þau réttu og rétti síðan fram sína fórnfúsu hjálparhönd. Hvort heldur það var við vinnu við innréttingar á íbúð minni eða núna síðast við smíði sólpalls, alltaf gerði kunnátta hans útslagið. Í hvert sinn dró hann sig til baka á hárréttu augnabliki, þegar hann var þess full- viss að kunnátta mín nægði til að klára verkið með sóma og fyndist sem ég einn og ólastaður hefði unnið verkið. Pabbi var af þeirri kynslóð, sem ásamt undangengnum kynslóðum lagði grunninn að því þjóðfélagi alls- nægta sem Ísland er í dag. Hans kynslóð hafði lag á að nýta alla hluti. Hann geymdi hluti vitandi að sá tími kæmi að not mætti hafa af þeim. Oft og iðulega var hægt ganga að þessu safni, t.d. finna festingar og skrúf- bolta sem pössuðu akkúrat í það sem vantaði. Pabbi ólst upp í Vestmannaeyjum til 19 ára aldurs, er hann fór að heim- an til náms. Hafnarfjörður varð fyrir valinu. Þar hóf hann nám í rafvirkjun og þar lágu leiðir þeirra móður minn- ar fyrst saman fyrir alvöru. Augu þeirra höfðu mæst fyrr, er hún fór skömmu áður í bekkjarferð til Vest- mannaeyja, hún var þá nemandi í Kvennaskólanum. Þau urðu sam- rýnd hjón sem máttu vart hvort af öðru sjá, byggðu sér hús við Arnar- hraun þar sem þau bjuggu lengst af. Þau bjuggu við barnalán, eignuðust fimm börn og fjölda barnabarna. Alltaf kunni hann best við sig um- kringdur barnabörnunum. Sárt er að kveðja þig pabbi minn, en minningin um traustan og hjálp- fúsan föður veitir huggun harmi gegn. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (Vald. Briem) Þinn sonur Víðir. Tíminn líður ógnarhratt. Fyrir tæpum 10 árum missti ég eiginkonu mína Guðnýju úr krabbameini. Smátt og smátt læknar tíminn þau sár sem ástvinamissir skilur eftir. Hinn 4. desember síðastliðinn lést á gjörgæsludeild Borgarspítalans tengdafaðir minn Stefán V. Þor- steinsson. Eldsnöggt renna bjartar endur- minningar í gegnum hugann um samband Stefáns við fjölskyldu sína og vini. Alltaf hafði hann tíma til að veita okkur Guðnýju aðstoð og góð ráð sem ungu fólki var ómetanlegt. Stefán var mikill fjölskyldumaður og sinnti fjölskyldunni af heilum hug. Barnabörnin hændust að afa sínum sem hafði mikla ánægju af þeim alla tíð. Stefán og Erla höfðu yndi af að ferðast og njóta náttúrunnar með börnum sínum og barnabörnum. Mikil eftirvænting var þegar þau færðu sig um set frá Arnarhrauninu þar sem þau höfðu búið í áratugi. Fyrir ári fluttu þau í glæsilega íbúð við Herjólfsgötu þar sem útsýnið yfir hafflötinn gerist ekki fallegra. Allt hefur sinn gang. Mennirnir ákveða en Guð einn ræður. Elsku Erla og börn innilegar samúðar- kveðjur. Magnús. Elskulegi tengdapabbi og vinur. Þú fórst frá okkur eins og hendi væri veifað. Engu líkara en það hefði skyndilega orðið rafmagnslaust í efra og vantað vanan mann til að leysa málið. Fæddur Eyjapeyi. Son- ur umdeilds heiðursborgara Vest- mannaeyja, margra manna maka, og konu sem var klettur. Þrjú dugmikil systkini. Fjallmyndarlegur og hærri prestinum við fermingu. Að heiman á stríðsárunum. Rafvirki. Erla varð þín og er enn. Alltaf saman í Hafn- arfirði. Á Norðurbraut hjá tengdó. Byggt á Arnarhrauni og Erla þín ólétt að þriðja. Unnið myrkra á milli. Handlaginn. Sjúkraflutningamaður meðfram. Fimm börn, sautján barnabörn og fimm barnabarnabörn. Afi Deddi. Framsóknarmaður af gamla skólanum. Barngóður. Lengi hjá Rafveitunni í Hafnarfirði. Stórar og styrkar hendur. Brosmildur. Aldrei að trana sér. Áhugasamur kennari við Iðnskólann í Hafnarfirði. Okkar kynni hófust 1977. Helga þín og mín. Frímúrari. Fékkst mig með í kennsluna 1983. Það var allt til í bíl- skúrnum. Söngmaður og í Þröstun- um til dauðadags. Bæði ung í anda. Dótturmissir þungbær. Undir sjö- tugt, húsbílatímabil og ferðalög um landið fagra. Oft tekinn upp hansk- inn fyrir tengdasoninn í vinnutörn- um. Útilegur og ættarmót. Í fyrra – sumarhúsið okkar í Úthlíð. Það var svo gaman að greiða afa. Og hvernig hann hló og brosti hringinn. Afi að leika tré í Rauðhettu. Nýleg enda- stöð í glæsilegu húsi við Herjólfs- götu. Hvatamaður að því verki. Hjálpsamur. Góður vinur. „Mikið er gaman að vera með ykkur, alveg yndislegt.“ Börnin okkar sex. Ávallt til staðar fyrir sig og sína. Afi með hárkollu, veski og eyrnalokka. „Þú ert svo flottur svona afi.“ Allt í blóma. Utanlandsferðir með Erlu og vinum. 55 ára brúðkaupsafmæli. Glæsileg hjón. Nýtt líf. Daglegar gönguferðir. Áhyggjulaust ævikvöld. Verðskuldað. En svo – eins og hendi sé veifað. Eftir sitjum við og Erla þín. Hún á marga að. Hafðu ekki áhyggjur. Elskulegi tengdapabbi og vinur. Það var yndislegt að vera með þér. Bið að heilsa öllum sem ég þekki. Rögnvaldur. Ég kynntist Stefáni tengdaföður mínum er við Víðir sonur hans byrj- uðum saman. Ég naut þeirra sérrétt- inda að vera eina tengdadóttir Stef- áns. Frá fyrstu kynnum fannst mér nærvera hans þægileg. Einn af hans góðu kostum var hversu einlægan hug hann bar fyrir annarra hag, allt- af spurði hann hvernig gengi í lífi og starfi, hann gaf góð ráð ef með þurfti. Ávallt var gott að fá hann í heim- sókn, dásamaði allt sem boðið var upp á hvort sem það var súpa eða steik, allt var gott. Þegar við vorum að byggja var hann ávallt fyrstur manna að mæta með sín verkfæri og þótti mér alltaf gaman að því þegar hann skaust heim og náði í eitthvað dót úr skúrnum sínum sem við gátum yfirleitt notað. Bílskúrinn hans var sem lítil BYKO-verslun, alltaf var hann með eitthvað sniðugt í poka- horninu þegar hann kom til baka. Stefán var traustur maður og aldr- ei heyrði ég hann tala illa um nokk- urn mann. Elsku Stefán, þín verður sárt saknað. Þín tengdadóttir. Elín. Mig langar að minnast í nokkrum orðum tengdaföður míns Stefáns V. Þorsteinssonar sem kvaddi þennan heim á sviplegan hátt fyrir skemmstu. Fyrstu kynni mín af Stef- áni voru væntanlega eins og flestra sem hitta hann í fyrsta skipti. Hæg- lát rósemin og þetta öryggi sem frá honum stafaði er eitthvað sem erfitt er að lýsa með orðum. Hann var iðn- aðarmaður að upplagi og verkmaður góður. Rafmagnsfræðin voru hans aðalfag og eftir hann liggja ótalin verk við raflagnir, hönnun og kennslu við Iðnskólann í Hafnarfirði til margra ára. Ég minnist þess er við hjónin byggðum okkar fyrsta hús að hann var jafnan mættur fyrstur og dreif okkur yngra fólkið með sér. Það var hans líf og yndi að aðstoða aðra í fjöl- skyldunni ef hann mögulega gat. Ef eitthvað stóð til þá var hann fyrstur manna á staðinn og gott ef hann hafði ekki fundið eitthvað í bílskúrnum sem kom að góðu gagni við verkið. Hjálpsemin og dugnaðurinn var hon- um í blóð borin og það er veganestið sem hann gaf mér. Að hugsa um fjöl- skylduna fyrst og fremst og að láta verkin tala. Þannig er mín minning um afa Dedda eins og börnin mín kalla hann, hann var og verður okkur öllum fyr- irmynd um ókomna tíð. Guð blessi þig. Haraldur J. Baldursson. Rúsínur, kaffi og bílskúr fullur af dóti. Afi var góðmennskan uppmáluð. Brosið stökk upp á varir hans við minnsta tilefni og fór aldrei langt. Hann skammaði aldrei; sat bara og brosti. Inn á milli skaut hann inn hin- um sígilda kaffibrandara. Hann kenndi okkur að smíða, bora, festa og negla. Var alltaf tilbúinn að koma og laga það sem laga þurfti heima. Sveskjugrautur, ab-mjólk og litla sjónvarpið. Bestu minningarnar án efa úr felli- hýsinu smekklega, húsbílnum og frá Arnarhrauni 36. Úr garðinum með tjörninni og fossinum. Maður varð alltaf að passa fótboltann. Þarna voru verðlaunablóm. Endalausar ferðir á Sorpu einhverra hluta vegna. Allar veislurnar og sólskinsdaganir í sólhúsinu. Alltaf sat hann og brosti. Útvarpið á hæstu stillingu, amma og afi hrjótandi í stólunum sínum. Örlæti og hlýja. Tók mann í bónda- beygju. Aldrei slapp maður. Enda var hann sterki og stóri afi. Safnari af guðsnáð. Það átti að nýta allt. Hann var alltaf með lykla þegar mað- ur læsti sig úti. Enda bjuggum við aldrei langt frá. Þrátt fyrir þráláta flutninga. Hverfið varð fátækara án afa. Leyniherbergið, stóra teikniborð- ið og kórsöngur. Sægur af barnabörnum. Það fengu allir sömu athyglina. Kenndi okkur á veðrið. Bústaðurinn var í svakalegu uppáhaldi. Hefði sest þar að hefði það verið í boði. Takk fyrir minning- arnar afi. Við erum þakklát fyrir öll árin sem við fengum með þér. Þú verður alltaf í huga okkar. Guðmundur, Hjálmar, Margrét, Erla, Guðný og Áslaug. Elsku afi Deddi. Það kom okkur mikið á óvart að þú skyldir falla frá svo skyndilega líkt og raunin varð. Í huga okkar systk- inanna varst þú órjúfanlegur hluti af tilverunni. Þú varst alltaf svo rólegur og brosmildur og ekkert veitti þér meiri ánægju en að sjá öll afabörnin þín samankomin, þá brostir þú og hlýjan skein úr augum þínum. Enda varst þú alveg ekta afi. Talaðir fal- lega til okkar og gafst okkur kaffi í Stefán V. Þorsteinsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.