Morgunblaðið - 12.12.2006, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 12.12.2006, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 12. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR RITVERKIÐ Skipstjórnarmenn, fyrsta bindi af sex, er nú komið út hjá útgáfufyrirtækinu Kátir voru karlar ehf. í samantekt Þorsteins Jónssonar. Hefur sjávarútvegs- ráðherra, Einari Kristni Guðfinnssyni, verið fært fyrsta eintak verksins. Ritverkið er safn rúmlega sjö þúsund æviþátta um ís- lenska skipstjórnarmenn frá því Íslendingar hófu að gera út þilskip með íslenskum skipstjórum, allt frá þeim Páli í Selárdal og Eyvindi duggusmiði til þeirra sem lokið hafa skipstjórnarprófi á árinu 2006. Frá stýrimannaskól- unum í Reykjavík, Vestmannaeyjum og á Dalvík hafa rúmlega sex þúsund skipstjórnarmenn lokið prófi. Auk þeirra eru í verkinu fjölmargir sem á nítjándu öld út- skrifuðust frá stýrimannaskólum erlendis eða fengu skipstjórnarréttindi á námskeiðum víða um land og svo þeir sem voru frumkvöðlar sem formenn á vélbátum á fyrri hluta tuttugustu aldar. Mikill fjöldi mynda prýðir ritverkið og eru um 2.800 myndir í 1. bindinu af allflestum þeim skipstjórnar- mönnum sem þar er fjallað um og einnig af skipum þeirra, skipshöfnum og störfum um borð í fiskiskipum og kaupskipum auk mynda sem tengjast hverjum og einum skipstjórnarmanni, en fæstar þeirra hafa birst áður. Fjölmargir ljósmyndarar hafa lagt verkinu lið og skip- stjórar og aðstandendur þeirra hafa lagt til mikið af merkilegum ljósmyndum sem varðveita vel sögu sjó- manna þegar þær eru settar í samhengi við æviþættina. Glæsilegur afrakstur Einar Kristinn Guðfinnsson, sjávarútvegsráðherra, skrifar inngang að verkinu og segir meðal annars: „Sjó- sókn Íslendinga og glíman við Ægi hefur markað þjóðar- sálina frá örófi alda og því að vonum að sjómennska og kynngikraftur hafsins hafi verið mönnum hugleikinn. Hér getur að líta fyrsta bindi af sex um skipstjórnar- menn. Augljóst er að ritstjórinn, Þorsteinn Jónsson, hef- ur haft allar árar úti við þrotlausa vinnu sína undanfar- inn áratug. Óneitanlega leitar á hugann að höfundinn hafi í byrjun vegferðar ekki órað fyrir hve mikið færst var í fang, en afraksturinn er glæsilegur, sannkallað tímamótaverk.“ Einstakt tímamótaverk Árni Bjarnason, forseti FFSÍ, nefnir ávarp sitt í rit- verkinu Einstakt tímamótaverk, og segir þar m.a.: „Af- rakstur margra ára þrotlausrar vinnu kemur nú loks fyr- ir almennings sjónir og er það mikið ánægjuefni. Ekki er annað hægt en að fyllast undrun og um leið aðdáun á staðföstum ásetningi og ótrúlegri þrautseigju Þorsteins Jónssonar höfundar þessa verks. Það að gera að veru- leika þann draum að ráðast í útgáfu þessa geysiviðamikla heimildarrits um íslenska skipstjórnarmenn er nokkuð sem ég efa að eigi sér hliðstæðu, hérlendis eða erlendis.“ Annað bindi Skipstjórnarmanna er væntanlegt næsta vor og er gert ráð fyrir að bindin komi út á u.þ.b. hálfs árs fresti. Ritverkið verður til sölu í helstu bókabúðum landsins, hjá umboðsmönnum Farmanna- og fiskimanna- sambands Íslands á helstu útgerðarstöðum landsins og einnig er hægt að panta það hjá bókaútgáfunni Kátir voru karlar. Æviþættir rúmlega 7.000 skip- stjórnarmanna skráðir á bók Morgunblaðið/Kristinn Bækur Höfundurinn Þorsteinn Jónsson og sjávar- útvegsráðherrann Einar K. Guðfinnsson eru ánægður með bókina Skipstjórnarmenn.                                                                                                                           !"    #" $%  & $      ' %!" #" %  $    #   !   & &   ( % )% '"  *            #+ ,  -.# #+ ,  -.#  #+ ,  -.#             !"  #" %% $%/  & $      , ! !   $!    $ "   $ ! !  01                 !  !   !   " ! ÚR VERINU SUMIR veiðimenn hnýta flugur á vetrarkvöldum, á meðan aðrir láta sig dreyma um stundir á bökkum vatnanna; bókin Laxaflugur ætti að höfða til þeirra allra. Lárus Karl Ingason tekur myndirnar og er jafn- framt útgefandi. Bjarni Róbert Jónsson og Valgarður Ragnarsson völdu og hnýttu um 40 laxaflugur sem hafa reynst vel hér á landi. Birt er stór mynd af hverri flugu, upp- skrift og fleiri útgáfur, og þá segja veiðimenn frá eftirlætis flugum. „Við viljum víkka út sjóndeild- arhring þeirra sem eru að hnýta og koma fleiri flugum en Frances að í veiðinni; í bókinni eru ýmsar flugur sem eru lítt þekktar þótt þær hafi reynst vel,“ segir Lárus Karl. Hann hefur nostrað við að mynda flugurnar í stúdíóinu, segist iðulega hafa verið allt að fjóra tíma að mynda hverja flugu í sem náttúru- legustu umhverfi. Sjálfur segist Lárus Karl hafa átt sér uppáhalds laxaflugur. „Lengi var það Arndilly Fancy. Ég notaði hana mikið eitt sumarið. Einu sinni var ég að ljúka veiði í Dölunum og átti 20 mínútur eftir. Ég ákvað að kasta í einn hyl til í kveðjuskyni, valdi þessa flugu og lax tók í fyrsta kasti. Þetta var svo fal- leg fluga og ég reyndi hana oft, þótt ég hafi bara fengið þennan eina fisk á hana. Svona tökur lifa með manni. Það er endalaust hægt að karpa um hvaða flugur eiga að vera í svona bók en nú hafa menn vonandi fleira að prófa í ánum.“ Lárus Karl segir að í framhaldinu sé fyrirhugað að gera sambærilegar bækur um straumflugur og púpur. Veiðiplanið virkaði alltaf Fyrir ári var gefinn út DVD- diskurinn Af hverju tekur laxinn, þar sem Gunnar Helgason leikari fór í gegnum fyrstu skref fluguveiði- mannsins og velti lífsstíl laxins fyrir sér. Ný mynd, Svona tekur laxinn, er óbeint framhald. „Hér förum við beint í að veiða,“ segir Gunnar. „Við fórum á staði þar sem var fiskur og reyndum að búa til veiðiplan. Við byrjuðum alltaf á hitsi, fórum svo í litlar flugur á flot- línu, þá stækkuðum við flugurnar, notuðum intermediate línu, stundum með sökkenda og enduðum á túp- unum. Það var allur gangur á því hvenær í ferlinu laxinn tók – en hann tók alltaf. Veiðiplanið virkaði alltaf þannig að við fengum fisk; á endanum vorum við alltaf verðlaun- uð með töku.“ Hann segir markmiðið hafa verið að ná fleiri myndum af fiskinum ofan í vatninu, sjá hvernig hann bregst við þegar flugan fer yfir hylinn, og að sjá þegar hann tekur. „Það gerð- ist miklu oftar en við bjuggumst við. Og við sáum fiska taka flugu og spýta henni aftur út úr sér, án þess að veiðimaðurinn hefði hugmynd um. Hefði maður átt að bregða við? Veiðimönnum er kennt að bíða með að bregða við í þrjár sekúndur, frá því að laxinn tekur – en er það rétt? Á maður ekki bara að kippa í?“ Veiðikortið 2007 Veiðikortið fyrir árið 2007 er kom- ið í sölu. Stangveiðimenn hafa tekið Veiðikortinu fagnandi, frá því það kom á markað fyrir tveimur árum, en með því hafa opnast mörg ný veiðisvæði og þægilegri aðgangur að öðrum. Nú eru vatnasvæðin orðin 29 og Ingimundur Bergsson, maðurinn bakvið Veiðikortið, segir að þeim muni fjölga enn frekar fyrir vorið. „Það má alltaf bæta á sig blómum,“ segir hann. Verðið á kortinu hækkar ekki, er áfram 5.000 krónur. „Kortinu hefur verið mjög vel tek- ið og það gefur okkur kost á að auka framboðið án þess að hækka. Mót- tökurnar hafa vissulega verið fram- ar vonum og þeim sem nota Veiði- kortið hefur fjölgað mikið milli ára.“ Ingimundur segir að finna megi veiðisvæði sem falla undir Veiðikort- ið hringinn í kringum landið og til standi að þétta það enn betur; gera kortið að enn betri og fjölskyldu- vænni kosti fyrir veiðimenn. Allur gangur á því hvenær laxinn tók – en hann tók alltaf Á aðventunni birtast nýjar vörur fyrir veiði- menn. Meðal nýjunga eru bókin Laxaflugur og mynddiskurinn Svona tekur laxinn. Þá er Veiðikortið 2007 komið í verslanir. Ljósmynd/Lárus Karl Fluguhnýtarar Höfundar bókarinnar Laxaflugur: Lárus Karl Ingason, Bjarni Róbert Jónsson og Valgarður Ragnarsson. Í HNOTSKURN » Í bókinni Laxaflugur eruupplýsingar um 40 mis- þekktar flugur, svo sem Cas- cade, Nagla og White Wing. » Í myndinni Svona tekurlaxinn var reynt að ná myndum af löxum renna sér á flugur í ólíkum ám. » Handhöfum Veiðikortsins2007 býðst að veiða á 29 veiðisvæðum, en þau kunna að verða orðin fleiri í vor. HÆSTIRÉTTUR hefur staðfest úrskurð héraðsdóms um að karl- maður sæti áframhaldandi gæslu- varðhalds vegna fjölda afbrota þar til dómur í máli hans gengur, en þó ekki lengur en til 22. desember. Umræddur maður hefur verið í gæslu frá í september og er grun- aður um fjölda hegningarlagabrota á þessu ári en mál mannsins hafa verið til rannsóknar hjá lögregl- unni í Keflavík og á Selfossi, Húsavík, Akureyri og víðar á land- inu. Um er að ræða þjófnaði, nytja- stuldi, fjársvik, eignaspjöll og um- ferðarlagabrot. Málið dæmdu hæstaréttardóm- ararnir Ingibjörg Benediktsdóttir, Hjördís Hákonardóttir og Jón Steinar Gunnlaugsson. Verður áfram í gæslu vegna fjölda brota HÉRAÐSDÓMUR Norðurlands eystra hefur dæmt pilt í 25 þúsund króna sekt fyrir utanvegaakstur í Hlíðarfjalli á Akureyri í haust. Hann var ákærður ásamt félaga sínum og voru þeir á svæðinu á tveimur bílum þegar að var komið. Annar þeirra mætti ekki fyrir dóm og var það talið jafngilda játningu. Sá hefur oft hlotið refsidóma og rauf skilorð með broti sínu nú. Refsingu hans var frestað. Hinn maðurinn kom fyrir dóm og játaði sök. Sagðist hann hafa verið þarna til að hjálpa hinum mann- inum sem hafði fest sig. Dómurinn tók tillit til þess maðurinn hefur ekki brotið af sér fyrr og mennirnir hafi báðir lagfært ummerki eftir aksturinn. Málið dæmdi Freyr Ófeigsson dómstjóri. Sekt fyrir ut- anvegaakstur í Hlíðarfjalli ♦♦♦ Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.