Morgunblaðið - 12.12.2006, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 12.12.2006, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. DESEMBER 2006 19 AUSTURLAND Egilsstaðir | Bæjarstjórn Fljótsdals- héraðs hefur samþykkt fjárhags- áætlun sveitarfélagsins fyrir árið 2007. Áætlunin gerir ráð fyrir að tíma- bundnum íbúum Fljótsdalshéraðs við Kárahnjúka fækki úr 950 í 50 á næsta ári. Spáð er fjölgun almennra íbúa úr 3.400 í 3.710 manns árið 2007. Mótun nýs sveitarfélags, veruleg uppbygg- ing, markviss stefnumótun og björt framtíðarsýn, einkennir fjárhags- áætlunina, að sögn bæjaryfirvalda. Heildartekjur Fljótsdalshéraðs og stofnana eru áætlaðar 2,22 milljarðar rúmir og gjöld 2,05 milljarðar. Veltu- fé frá rekstri er reiknað verða 228 milljónir króna, afborganir langtíma- lána 171 milljón og fjárfestingar A- og B-hluta 876 milljónir króna. Af einstökum málaflokkum fara mest útgjöld til fræðslu- og uppeldismála en þar er gert ráð fyrir útgjöldum upp á rúmar 940 milljónir króna, til æskulýðs- og íþróttamála fari rúmar 180 milljónir króna, félagsþjónust- unnar um 103 milljónir og til menn- ingarmála um 60 milljónir króna. Helstu fjárfestingar ársins Fjárfestingar ársins eru áætlaðar rúmar 870 milljónir króna, m.a. bygging félagsaðstöðu fyrir eldri borgara fyrir um 140 milljónir króna, stækkun leikskólans Skógarlands fyrir um 50 milljónir króna, hlutur sveitarfélagsins í nýrri reiðhöll að upphæð 20 milljónir króna og nýr gervigrasvöllur í Fellabæ fyrir um 150 milljónir króna. Nýbygging gatna í sveitarfélaginu er áætlað að kosti rúmar 190 millj- ónir króna. Framkvæmdir við hita- og vatnsveitu eru áætlaðar um 135 milljónir króna og fráveitu 38 millj- ónir króna. Fjárfestingar vegna kaupa á landi og framkvæmdir á mið- bæjarsvæði á Egilsstöðum er áætl- aðar 330 milljónir króna. Gert er ráð fyrir að tekin verði ný langtímalán að upphæð 395 milljónir króna til að standa straum af kostnaði við fjár- festingar. Sérstök fjárveiting hefur verið samþykkt til að bæta þjónustu við íbúa af erlendum uppruna. Þátt- tökugjöld til barna sem stunda íþrótta- og æskulýðsstarf verða nið- urgreidd. Kúrsinn settur með bjartsýni að leiðarljósi Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Fimleikapiltar Niðurgreiða á meðal annars íþróttastarf barna. Í HNOTSKURN »Fækkun manna við virkj-unarframkvæmdir í Kára- hnjúkum hefur áhrif á rekstur Fljótsdalshéraðs á næsta ári. » Í fjárhagsáætlun fyrir2007 er tekið mið af áframhaldandi uppbyggingu og auknum umsvifum í sveitarfélaginu. »Byggja á m.a. félags-aðstöðu aldraðra, reiðhöll, gervigrasvöll og stækka leik- skóla. Seyðisfjörður | Alltof algengt er að hreintarfar fái vír á hornin, sem oftar en ekki drepur þá. Hér er engu öðru um að kenna en trassa- skap manna er skilja gamlan girð- ingavír, símavír eða eitthvað því- umlíkt eftir á víðavangi. Eru allir þeir sem málið varðar hvattir til að taka til heima hjá sér svo koma megi í veg fyrir þetta í framtíðinni. Tarfurinn á myndinni lenti senni- lega í víraflækju við Seyðisfjörð en með góðra manna hjálp var unnt að leysa hann úr fjötrunum. Ljósmynd/Skarphéðinn G. Þórisson Rammflæktur Vírinn hefði hæglega getað dregið dýrið til dauða. Háskaleg hornaflækja Eskifjörður | Kirkju- og menningar- miðstöðinni á Eskifirði barst góð gjöf undir liðna helgi. Er það mikið og fallegt jólatré, 62 ára gamalt og 15 metra hátt og er gjöf Magneu Magn- úsdóttur á Eskifirði til kirkjunnar. Var trénu plantað í garð Magneu ár- ið 1944 og mun vera eitt stærsta ís- lenska tréð sem verður ljósum prýtt á Íslandi um þessi jól. Kirkju- og menningarmiðstöðin býður að vanda upp á góða dagskrá og má nefna sem dæmi tónleika Eiv- arar Pálsdóttur söngkonu og Gust- afs Ljunggren gítarleikara, sem hefjast kl. 20 í kvöld. Gaf kirkjunni 62 ára jólatré úr garðinum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.