Morgunblaðið - 12.12.2006, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 12.12.2006, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. DESEMBER 2006 35 morgunverðarskálina, á þeim stund- um fannst okkur við vera fullorðin eins og þú. Ylfa litla systir spyr mikið um þig og við munum gera okkar besta til að láta minninguna um þig lifa. Elsku afi, við söknum þín sárt. Guð geymi þig. Þín afabörn. Edda Karen, Hjördís og Andri. Hann Deddi, stóri bróðir minn, var um margt sérstakrar gerðar. Hann erfði frá móður sinni þetta hægláta, ljúfa, en ákveðna fas, létta lund og einstaka elju. Honum féll aldrei verk úr hendi frekar en henni, fór svo laus við hávaða að undrum sætti, en verk- in töluðu. Hann var snemma bráðþroska, stærri en jafnaldrar, beina- og burð- armikill. Hann var mildur í leikjum og óáreitinn. Aldursmunur okkar var rúm sex ár, svo að ég var lengi litli bróðir og naut þess um árabil að eiga hann að. Það var yndislegt. Bróðir hafði snemma mikinn áhuga á öllu sem snerti tækni og vél- ar og las mikið um allt slíkt og byrj- aði fljótlega að hanna hlutina. Tíðum smíðaði hann handa mér leikföng, flugvélar og bíla, sem hann tálgaði og litaði. Þetta voru gimsteinar. Hann var líka göldróttur. Um skeið varð iðulega ljóslaust í Háa- garði. Kom í ljós, að Deddi var með tilraunir. Þá fékk hann rafhlöður. Það var ekki lítill galdur, þegar hann gat látið hluti ferðast um gólfið án þess að snerta þá. Hann hélt á bogn- um nagla, sem hann hafði vafið með vírum og tengt í þessar rafhlöður. Mun ég hafa verið sex ára og hann tólf, þegar þessi undur gerðust. Á því skeiði lagði hann rafmagn í fjósið, og þurfti pabbi þá ekki að nota hænsna- luktina lengur við að mjólka. Afdrifaríkust hönnun hans var þó rottugildran. Mikill rottugangur var í hlöðunni. Hann fékk sér tunnu, tók úr henni belgsponsinn og fyllti að með síldarmjöli. Setti net yfir. Brú fyrir gesti. Dósalok, til lokunar á gat- inu, lék á nagla, á það sett sakka af blýteini og úr henni hengitaug gegn- um vírlykkju í rjáfrinu og út í gegn- um gat við hlöðudyrnar, þar á nagla. Að kvöldi læddist hann að dyrunum og leysti bandið og tunnan læstist. Gildran var full. Tók hann þá tóma málningardollu, setti fyrir gatið og hersingin fór í dolluna. Þá var lokið sett yfir og öllu drekkt. Hlaðan hrein. Þetta hefði nú allt farið vel, ef guð- fræðin hefði ekki truflað. Tvær ömm- ur áttum við á heimilinu. Önnur þeirra var ákaflega trúuð og sá að miklu leyti um kristilega innrætingu. Amma hafði kennt mér mikið um syndina og refsinguna. Í hennar aug- um voru Jesús og presturinn okkar tengdir órjúfandi böndum og fékk ég þá hugmynd, að þeir ræddu saman daglega. Þegar athafnir Dedda fréttust sagði hún það vera synd að fara svona með blessuð dýrin. Ég varð hræddur um bróður minn og bar þetta undir hina ömmuna, sem var öllu jarðbundnari. Hún teygði sig niður í koffortið sitt, náði í súkku- laðiplötu, braut bita handa mér og sagði: „Lambið mitt, ef við drepum ekki rotturnar, þá drepa þær okkur.“ Það leið að fermingu Dedda. Ég ef- aðist um, að presturinn vildi ferma hann, líklega ræki hann hann út úr kirkjunni eins og amma hafði sagt mér, að Jesús hefði gert við synd- arana. En nú sagði hún, að Jesús fyr- irgæfi svo margt og það væri alveg víst, að hann segði prestinum að fyr- irgefa Dedda. Ég var á áttunda árinu og átti að fara í kirkjuna. Lítið vissi ég til mín, svo náið fylgdist ég með prestinum og Dedda. Hann sat næst- ur dóttur prestsins, en hún átti líka að fermast. Nú var komið að henni. Þá grét presturinn svo mikið að hann mátti vart mæla. Hann hélt áfram að gráta og bróðir fermdist. Himinn glaðnaði. Mikið var ég þakklátur þeim félögum. Hann bróðir minn tók út mikinn og heillavænlegan þroska. Varð hann gæfumaður í lífinu, menntaðist að vild sinni, eignaðist glæsilega fjöl- skyldu og vann öll störf sín af stakri samvizkusemi. Hann hélt tryggðinni við litla bróður sinn og voru þau mörg handtökin hans, sem við nut- um. Ljúft er að minnast hans. Víglundur Þór Þorsteinsson. Það var árið 1971. Við sátum öll sex systkinin á aldrinum þriggja til 16 ára við hlaðið veisluborð hjá frænku og frænda í Hafnarfirði. Mamma og pabbi voru í útlöndum. Þegar ljúffengar krásirnar voru að mestu upp urnar spurði Erla frænka okkur hvort við vildum pylsur og við jánkuðum því. Þótt við skömmumst okkar nú lítillega fyrir framhleypn- ina vitum við að bæði Deddi og Erla hafa brosað að þessum stóra og lyst- uga hópi sem kominn var í heimsókn; Erla með sitt fallega og hlýja bros og Deddi sem eflaust stóð til hlés, hall- aði undir flatt og brosti góðlega að öllu saman. Við sáum sama brosið á vörum þessara sæmdarhjóna þegar við systkinin og fjölskyldur okkar heim- sóttum þau í glæsilegan bústað þeirra og Helgu Bjargar og Rögn- valdar í Úthlíð fyrr á þesu ári. Þá var glæsilegur hópur barnabarna þeirra sem lék á als oddi, sýndi nýjustu tískustrauma og leikþætti. Við sáum líka hve hænd barnabörnin voru að afa sínum, þau valhoppuðu í kringum hann og gjóuðu augunum reglulega til hans, eins og til þess að ganga úr skugga um að hann væri örugglega að fylgjast með. Nú er stóri bróðir mömmu okkar látinn, bróðirinn sem hélt alltaf í hönd systur sinnar og passaði vel upp á hana á æskuárum þeirra í Vestmannaeyjum. Við biðjum Guð að varðveita góðan frænda og halda þétt í höndina á Erlu á sorgarstund. Megi minning um góðan mann lifa. Börn Kristínar og Sigfúsar. Nú er komið að kveðjustund elsku afi Deddi, mikið er erfitt að þurfa að kveðja þig, þetta gerðist allt svo snöggt. Við trúðum því öll að þú og amma mynduð eyða ævikvöldinu saman næstu árin á Herjólfsgötunni og í sumarbústaðnum þar sem ykkur leið svo vel. Afa leið alltaf best í faðmi fjöl- skyldunnar, alla daga mátti ganga að því vísu að heitt væri á könnunni í Arnarhrauninu. Afi var mjög góður og rólegur maður með einstaklega góða nærveru. Honum leið best með allan hópinn sinn í kringum sig, þá brosti hann breiðast. Áramótaveisl- urnar hjá afa og ömmu eru okkur ógleymanlegar þar sem öll fjölskyld- an tók snúning á stofugólfinu, bæði ungir sem aldnir. Afi var óþreytandi að hjálpa öllum í fjölskyldunni og var alltaf fyrstur á staðinn þegar framkvæmdir voru í gangi og var rafmagnið hans sér- grein. Bílskúrinn hans afa var enginn venjulegur bílskúr, hann var vara- hlutageymsla. Afi safnaði nefnilega öllu mögulegu sem kom honum oft að góðum notum þegar einhver þvotta- vélin eða annað rafmagnstæki bilaði í fjölskyldunni. Amma og afi voru dugleg að taka okkur elstu barnabörnin með í tjaldútilegur og voru þær ófáar ferð- irnar sem voru farnar á rauða skát- inum með tjaldvagninn í eftirdragi. Þetta voru ógleymanlegar ferðir, enda hafa ferðalög ávallt verið þeim hjónum mikil ástríða. Góðu minning- arnar um afa eru óþrjótandi og mun- um við ylja okkur við þær um ókomna tíð. Mamma Guðný hefur tekið þér opnum örmum. „Nú verður gaman hjá ömmu Guðnýju um jólin,“ eins og litla nafna hennar orðaði það. Megir þú hvíla í friði elsku besti afi. Erla, Ari og Silja. Það er erfitt að lýsa þeim sem manni hefur þótt hvað vænst um á lífsleiðinni. Það er svo margt sem kemur í hugann sem erfitt er að segja frá. Ég mun alltaf minnast Stefáns frænda eða Dedda eins og hann var oftast kallaður heima, fyrir brosið og hlýjuna sem af honum staf- aði. Hæglætið einkenndi Dedda og hvað hann byrsti sig sjaldan ef hon- um mislíkaði það sem maður var að gera. Þá sjaldan hann byrsti sig tók maður eftir því og hlýddi umsvifa- laust. Sem barn og unglingur lærði ég fljótt að fylgjast með svipnum á frænda til þess að átta mig á hvað honum fannst. Það var oft bara breyting á svipnum eða í raddblæn- um og það nægði. Á unglingsárunum ferðuðumst við mikið saman og voru það oft við- burðaríkar ferðir, fastir jeppar úti í mýri, brotið kerrubeisli sem varð að binda saman með skófluskafti, bilað- ir tjaldvagnar, stundum endalaus rigning. Á öllu þessu var tekið með rólyndi og málin bara leyst. Hin seinni ár veiddi Stefán með okkur pabba og Ingu Dóru systur þeirra ásamt fleirum í Fremri-Laxá í Ásum. Þá upphófst nýr kafli í okkar vináttu. Við gengum oft saman meðfram ánni, veiddum og áttum góðar stund- ir við að spjalla um allt milli himins og jarðar; fjölskyldurnar, gömlu góðu dagana, útilegurnar og veiði- skapinn. Deddi veiddi alltaf með kaststöng og nobler sem Sigurður Óli hennar Erlu litlu hafði hnýtt sér- staklega fyrir veiðiferðina. Oft veiddi hann vel þegar ekkert fékkst hjá mér, en aldrei bar á monti. Ef því var öfugt farið og illa veiddist hjá Dedda var aldrei kvartað, heldur þeim sem veiddi betur hrósað. Börnum mínum, Ölmu Björgu og Víglundi Ottó, þótti mikið til koma að hitta stóra bróður hans afa Víglundar og höfðu alltaf mikla ánægju af samverunni með Stefáni og Erlu. Alltaf gaf Deddi sér tíma til þess að spjalla við þau og veita þeim athygli og sóttu þau mikið í hlýjuna sem brosið og viðmót hans allt veitti þeim. Þeim þótti báðum ákaflega vænt um Stefán frænda, sem Víglundur Ottó kallaði eitt sinn „stærsta manninn“. Við munum öll sakna Stefáns frænda. Þorsteinn Ingi, Auður Björg, Alma Björg og Víglundur Ottó. Stefán Vigfús Þorsteinsson rafiðn- fræðingur og kennari er látinn. Í Hafnarfirði bjó hann og starfaði í áratugi, en fæddur var hann og upp- alinn í Vestmannaeyjum, þar sem sá er þessar línur ritar kynntist honum náið og eignaðist vináttu hans. Við vorum jafnaldrar og fylgdumst að í skóla. Foreldrar hans, þau sæmdar- hjónin Ingigerður Jóhannsdóttir og Þorsteinn Þórður Víglundsson, skólastjóri gagnfræðaskólans í Eyj- um frá 1927–1963, tóku mig inn á heimili sitt, þegar svo horfði fyrir mér að ég yrði að hætta námi, vegna veikinda móður minnar. Þannig vildi það til að við Stefán deildum saman herbergi uppi á háaloftinu í Háagarði veturinn 1943–1944. Þetta var mikill og góður greiði sem þau hjónin gerðu mér á erfiðum tímum og nánast ótrú- legur, þar sem fjölskyldan bjó þá við mjög þröngan húsakost. Stefán átti örugglega sinn þátt í að af þessu varð, þar sem við þekktumst mæta vel og vorum raunar mjög samrýnd- ir. Stefán var líka mikill fyrirmynd- arpiltur og góður félagi og alla tíð hef ég blessað þann dag er hann skaut yfir mig skjóli í litla þakherberginu sínu. Segir það meira um mannkosti hans en mörg orð. Við vorum mjög fyrir það að takast á glímutökum, sem náttúrlega var aldeilis fráleitt þarna í þrengslunum. Þorsteinn birt- ist eitt sinn í dyrunum og bað okkur lengstra orða að þyrma húsinu, það léki allt á reiðiskjálfi. Við báðumst fyrirgefningar og lofuðum bót og betrun, sem við stóðum líklega við, því ekki komu fleiri kvartanir. Ann- ars átti ég lítið að gera í fangbrögð við Stefán. Hann var mun stærri og öflugri en ég og fullyrt get ég að aldr- ei tókumst við á í illu, þótt einhverj- um hafi e.t.v. flogið það í hug, miðað við það sem á gekk. Nei, Stefán var sannur vinur minn alla tíð, þó að leið- ir okkar skildi. Árum saman vorum við búsettir hvor á sínu landshorninu og sáumst allt of sjaldan. Það voru því sannkallaðir gleðifundir þá við hittumst. Ég er ákaflega þakklátur Stefáni vini mínum og fólkinu hans, fyrr og síðar. Þeim sem næst honum standa votta ég innilegustu samúð vegna fráfalls hans. Megi almáttugur Guð liðsinna syrgjendum og blessa okkur öllum minninguna um Stefán Vigfús. Trausti Eyjólfsson, Hvanneyri, Borgarfirði. ✝ Bróðir okkar, KJARTAN STEFÁNSSON frá Skipholti, lést á heimili sínu í Svíþjóð laugardaginn 9. desember. Sigríður Stefánsdóttir, Þórunn Stefánsdóttir, Guðmundur Stefánsson. Elskuleg móðir mín, RÓSA BJÖRK ÁSGEIRSDÓTTIR, lést á líknardeildinni í Kópavogi föstudaginn 8. desember. Útför hennar verður gerð frá Selfosskirkju fimmtu- daginn 14. desember kl. 13:00. Íris Árný Magnúsdóttir. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, TALA KLEMENZDÓTTIR, lést á hjúkrunarheimilinu Hjallatúni, Vík, aðfaranótt sunnudagsins 10. desember. Guðmundur M. Loftsson, Gréta María Dagbjartsdóttir, Indriði Loftsson, Gunnar H. Loftsson, Kolbrún Petrea Gunnarsdóttir, Gunnar Hilmarsson. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir og sonur, ÁSTMAR ÖRN ARNARSON húsasmíðameistari, Bröndukvísl 15, Reykjavík, lést á líknardeild LSH í Kópavogi laugardaginn 9. desember. Jarðarförin auglýst síðar. Guðrún Björg Sigurbjörnsdóttir, Björn Ástmarsson, Ingólfur Ástmarsson, Sólbjört S. Gestsdóttir, Svavar F. Torfason. ✝ Elskuleg móðir mín og fósturmóðir okkar, INGILEIF ÁGÚSTA JÓHANNESDÓTTIR, dvalarheimilinu Hlíð, áður til heimilis í Víðilundi 20, Akureyri, lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri föstudag- inn 8. desember. Útförin fer fram frá Akureyrarkirkju mánudaginn 18. desember kl. 13.30. Blóm og kransar afþakkaðir, en þeim sem vilja minnast hennar, er vinsamlegast bent á Samband íslenskra kristniboðsfélaga. Minningarspjöld Kristniboðsfélaganna fást í Blómabúð Akureyrar og Blómabúðinni Akri. Guðrún Hjaltadóttir, Friðrik Vestmann, Hjalti Hjaltason, Vilhelmína Norðfjörð Sigurðardóttir, Rósa Hjaltadóttir, Hugi Kristinsson og fjölskyldur. ✝ Ástkær faðir minn, tengdafaðir og afi, séra MAGNÚS GUÐMUNDSSON fyrrverandi sóknarprestur, lést á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ laugardaginn 9. desember. Hann verður jarðsunginn frá Hallgrímskirkju fimmtu- daginn 21. desember nk. kl. 15.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Grundar- fjarðarkirkju, sími 438 6725. Sigurbjörn Magnússon, Kristín Steinarsdóttir, Magnús Sigurbjörnsson, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, Nína Kristín Sigurbjörnsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.