Morgunblaðið - 12.12.2006, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 12.12.2006, Blaðsíða 32
32 ÞRIÐJUDAGUR 12. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Elsku Anna Sigga. Ég vil varla trúa því að þú sért farin frá okkur. Mikið er það sárt að missa svona góðhjartaða og yndislega konu. Það er svo margt sem ég á þér að þakka, Anna mín. Þú bauðst mig alltaf svo velkomna á heimili þitt og þau voru ófá skiptin sem þú bauðst mér að borða með ykkur. Þú máttir ekkert aumt sjá og rétt- ir hiklaust fram hjálparhönd ef eitt- hvað bjátaði á. Mér leið alltaf vel í kringum þig, enda varð ég ein af heimalingunum ykkar. Það var svo gott að koma í heimsókn til ykkar og spjalla um allt og ekkert og heyra smitandi hlátur- inn þinn. Þú gafst þér líka alltaf tíma í að leika við Líney Mist þegar við kom- um til ykkar, hún hafði aldrei hlegið eins mikið og þegar þú varst að fífl- ast í henni. Anna Sigríður Þorsteinsdóttir ✝ Anna SigríðurÞorsteinsdóttir, „Anna Sigga“, fæddist í Vest- mannaeyjum 19. júlí 1957. Hún lést á gjörgæsludeild LSH við Hringbraut 7. nóvember síðastlið- inn og var útför hennar gerð frá Bú- staðakirkju 14. nóv- ember. Svona varstu, þú fékkst fólk til að brosa og hlæja. Ég er ánægð að hafa komið til ykkar í heimsókn í vor, ég var í viku hjá ykkur og þegar ég kvaddi þig þá áttirðu erfitt með að ráða við tárin. Þú varst svo góð- hjörtuð og sýndir manni hiklaust að þér þótti vænt um mann. Takk fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig, ég met það mikils. Það var gott að fá að kveðja þig stuttu áður en þú kvaddir þennan heim, en mikið var það erfitt. Þú brostir svo fallega til mín þegar þú sást að ég var komin til þín og það yljaði mér um hjartaræturnar. Þetta bros mun ég geyma í hjarta mínu þar til við hittumst á ný. Ég, Danni og Líney Mist litla frænka þín þökkum þér fyrir góðar samverustundir. Minning um góða konu lifir í hjört- um okkar allra um ókomna tíð. Hvíldu í friði, elsku Anna Sigga. Elsku Þorsteinn, Óli, Tanja, Tinna, Sonja, Sandra, Benni og stór- fjölskyldan öll, ég votta ykkur mína dýpstu samúð og bið góðan Guð um að gefa ykkur styrk í þessari miklu sorg. Kveðja, Hanna Stella Georgsdóttir. Mig langar að minn- ast Gunnars M. Sig- urðssonar eða Gunna Sig. eins og hann var alltaf kallaður. Að skrifa minningargrein um þig núna þegar þú varst í blóma lífsins var það síðasta sem ég átti von á. Stundum finnst manni lífið ekki sanngjarnt. Vinskapur okkar Gunna er búinn að standa hátt í 50 ár. Kynntumst fyrst í Hlíðaskóla og fórum svo að vinna saman í Vífilfelli. Ég á svo ótal- margar minningar um árin okkar saman, t.d. siglingarnar með Gull- fossi sem eru alveg ógleymanlegar. Þessar minningar getur enginn tekið í burtu. Það sem einkenndi Gunna var hjálpsemin hans, alltaf var hann tilbúinn til að hjálpa. Okkur Gunna varð aldrei sundurorða, við virtum skoðanir hvor annars, sem lýsir því bara hvernig góðir vinir eru. Gunni var traustur vinur og alltaf gat ég talað við hann, sem við gerðum reyndar á hverjum einasta degi sem við unnum saman í þessi 35 ár. Við vorum saman í spilaklúbbi til margra ára og eyddum þar góðum stundum saman. Daginn áður en Gunni kvaddi þetta líf kom hann til mín þegar ég var að fara heim og áttum við þar gott spjall, það þykir mér afar dýr- mætt, að við skyldum ná að tala svona vel saman þarna. Gunni var frábær maður í alla staði og ég vil þakka honum fyrir þessa sterku vin- áttu sem við áttum, það er alls ekki sjálfsagt að eiga svona vin eins og Gunni Sig. var. Minning lifir um hjálpsaman og hjartahlýjan mann. Vinur sem veitir en ekkert þiggur, vináttan er honum allt. Traustur hann er trúr og tryggur, trúnaður sem engum er falt. Gunnar M. Sigurðsson ✝ Gunnar MagnúsZoëga Sigurðs- son fæddist í Reykjavík 26. júní 1950. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut 25. nóv- ember síðastliðinn og var útför hans gerð frá Hafn- arfjarðarkirkju 1. desember. Gott er að eiga góðan að, einhvern sem að hefur hjarta sitt á réttum stað og trausta hönd þér gefur. (Tinna Rut) Við hjónin vottum fjölskyldu Gunna okk- ar dýpstu samúð og biðjum góðan guð að styðja þau og styrkja í þessari miklu sorg. Þinn vinur Sveinn Isebarn. O, svo erfitt, minn elsku hjartans vinur, Gunni Sig., er farinn frá okkur öllum, allt í einu, allt of fljótt. „Hvað er í gangi?“ 7, 9, 13. Gámur að koma, gámur að fara, allt þetta hráefni, hvar á að láta þetta dót, „ekkert pláss“, gerir enginn neitt hérna? Er ekki bara hægt að hafa hlutina í lagi. Áætlanir hvað? Gunni var sannur vinur minn. Við spjöll- uðum alltaf saman, eða þögðum, oft á dag alla daga, um allt, og ekkert. „GunnGunn, ég frétti að þig vant- aði stiga, af hverju talaðir þú ekki við mig?“ Stiginn var kominn heim til mín eftir smástund. „Gunni farðu til læknis, þú ert ekki orðinn nógu góður eftir þessa flensu.“ „GunnGunn, ég hef ekki far- ið til læknis hingað til og ég ætla ekki að fara að taka upp á því núna.“ En hann fór nú samt. Við töluðum stundum um að við værum nú orðin svo „gömul“ og ætt- um að athuga hvort Svabbi gæti kannski reddað okkur íbúð í Selja- hlíð fyrst hann væri nú kominn í klík- una. Starfsmannafélagið, sumarbú- staðurinn, veiðin, safna fyrir alla, árshátíðirnar, jólaböllin, bara allt! Gunni sá um allt, Gunni gerði allt, Gunni var alltaf í vinnunni, alltaf til staðar. Fyrir alla, alltaf flautandi og kátur, yndislegur! Hvað gerum við nú? Við tökum Gunna Sig. okkur til fyrirmyndar og höldum áfram, og gerum okkar allra besta í því sem við tökum okkur fyrir hendur, og minn- umst hans alltaf. Mínar innilegustu samúðarkveðj- ur til fjölskyldu Gunna og allra vina hans. Guðrún Þorgrímsdóttir. Pétur Þór var mað- ur sem ekki sat auð- um höndum og virkj- aði fólkið í kringum sig á einn eða annan hátt. Í minningunum af Rauðarár- stígnum var alltaf mikið ævintýri að fara út á rakarastofuna hans Péturs. Skjótast rétt fyrir hornið á Skúla- götunni og athuga hvort maður gæti ekki sníkt Wrigley’s tyggjó hjá hon- um eða komist í tilraunaklippingu hjá einhverjum nemanum. Hann átti það til að gefa okkur heilan tyggjó- pakka, en oft gegn því að maður færi sendiferð, sópaði gólfið eða eitt- hvað álíka. Það má vel segja að hann Pétur Þór Melsteð ✝ Pétur Þór Mel-steð fæddist í Reykjavík 27. jan- úar 1941. Hann varð bráðkvaddur 13. nóvember síðastlið- inn og var útför hans gerð frá Hall- grímskirkju 24. nóv- ember. hafi kennt manni það að það var hægt að vinna fyrir hlutum eins og heilum pakka af gulum Wrigley’s eða kókflösku ef heppnin var með manni. Verkefnin uxu síðan með aldrinum og fólu jafnvel í sér dreifingu tímaritsins Hárs og fegurðar eða aðstoð á framkvæmd við hár- og förðunar- sýningar hans á Broadway. Pétur var alltaf á ferðinni og iðinn í skemmtanalífinu. Hann var alla tíð ungur í anda, alltaf töffari og eig- inlega alltaf í svörtu. Á tímabili hlaut hann viðurnefnið Svarti-Pétur meðal frændsystkinanna. Hann ferðaðist mikið um landið og í ófá skiptin vorum við viðstödd símtöl sem hann átti við ömmu Helgu þar sem hann var staddur uppi á þessu eða hinu fjallinu á jeppanum og lýsti fyrir henni aðstæðum. Hann fylgdist alltaf vel með og hafði einlægan áhuga á fólkinu í fjöl- skyldunni og því hvað það hafði fyr- ir stafni. Á seinni árum grúskaði hann í gömlu efni héðan og þaðan. Hann ýtti mjög á okkur frændsystk- ini sín að koma á ættarmótin eða heimsækja hann í sumarbústaðinn. Hann naut þessu verulega að vera afi, það var greinilegt. Þótt veikindi hans síðustu ár hafi haft töluverð áhrif á líf hans og starf var aðdáun- arvert hversu fljótt hann komst til starfa á ný eftir þau. Það er vissulega sorglegt að hugsa til þess að af alsystkinum pabba okkar standi Jónína ein eftir og bræðurnir fjórir séu horfnir á braut, langt fyrir aldur fram. Hins vegar ef leið Péturs lá svona hratt til þeirra bræðra, þá var kannski gott að það gerðist með þessum hætti og án langrar sjúkdómslegu. En það breytir því ekki að eftir standa fjölskylda og vinir og syrgja góðan dreng. Við erum þakklát fyrir góðar minningar um skemmtilegan frænda og sendum okkar innileg- ustu samúðarkveðjur. Helga, Jóhann, Anna Sigríður og Elva Dögg Símonarbörn. Mig langar til að minnast bróður míns í örfáum orðum. Árni lést langt fyrir aldur fram vegna veikinda sem hann tók þó hraustlega á móti en sigruðu hann að lokum. Skildi hann eftir stórt skarð sem aldrei verður fyllt. Hann var hjartahreinn maður, samviskusamur, góður, heiðarleg- ur og vildi allt fyrir alla gera og er þetta það sem ég mun reyna að til- einka mér á lífsleiðinni. 2. ágúst 2002 misstum við systk- inin föður okkar, sem Árni líktist einna mest, Árni fékk allt frá Árni Sigurðsson ✝ Árni Sigurðssonfæddist á Skagaströnd 17. október 1945. Hann lést á gjörgæslu- deild LSH við Hringbraut 14. nóv- ember síðastliðinn og var útför hans gerð frá Fossvogs- kirkju 27. nóv- ember. pabba. Ég sat hjá pabba þegar hann kvaddi þennan heim og mitt fyrsta símtal var til Árna bróðir, því þar fann ég minn styrk og huggun, og upp frá því leitaði ég til Árna með ráð eða bara að hitta hann. Þegar mér fannst allt vera á móti mér í líf- inu þá var það alltaf hann Árni sem átti svör til við öllu og ekki var langt í létt- leikann hans og húm- or. Ég hlakkaði alltaf til, þegar ég var krakki, að fá þig norður, því það voru góðir tímar með þér þar. Fyrir rúmum mánuði leigðir þú þér litla gröfu til að auðvelda vinnu heima við hjá þér en eitt- hvað tókst illa til og skemmdist eldhúsglugginn hjá þér. Þú sagðist ekki hafa viljað hringja í mig til að ég gæti hjálpað þér með gröfuna vegna þess að ég hefði líklegast engan tíma vegna minnar vinnu. En ég sagði að þú og Inga þyrftuð bara að hringja og þá væri ég kominn, því fyrir ykkur vildi ég allt gera ef ég gæti. Þú kvaddir þennan heim snöggt, mun ég og mín fjölskylda þakka þér allt sem þú gafst okkur með þinni vináttu og bróðurkærleika. Megi guð og englar vaka yfir þér, elsku Árni minn. Elsku Inga mín, megir þú finna huggun í bænum og fögrum minn- ingum sem þið Árni áttuð saman. Guð geymi þig og veiti þér styrk í sorginni. Þú og Árni veittuð mér og minni fjölskyldu gleði og ómet- anlegan vinskap sem aldrei gleym- ist. Elsku Inga, Árni Ragnar, Elm- ar og systkini, megi Guð gefa ykkur styrk og frið. Þig sem í fjarlægð fjöllin bak við dvelur, og fagrar vonir tengir líf mitt við. Minn hugur þráir, hjartað ákaft saknar, er horfnum stundum, ljúfum, dvel ég hjá. Heyrirðu ei, þig hjartað kallar á? Heyrirðu ei storm, er kveðju mína ber? Þú fagra minning eftir skildir eina, sem aldrei gleymist, meðan lífs ég er. (Valdimar Hólm Hallstað.) Þinn bróðir Kolbeinn og fjölskylda. Í örfáum orðum langar mig til að minnast kærrar vinkonu minnar Unnar Magnús- dóttur sem lést 15. nóvember sl. Kynni okkar Unnar byrjuðu er ég hóf störf hjá Skýrsluvélum ríkisins og Reykjavíkurborgar árið 1970, hún vann þar í mötuneyti fyritæk- isins en ég á skrifstofunni. Með okkur tókst góð og einlæg vinátta sem aldrei bar skugga á. Unnur Unnur Magnúsdóttir ✝ Unnur Magn-úsdóttir fæddist á Görðum í Önund- arfirði 16. október 1928. Hún lést á lungnadeild Land- spítalans í Fossvogi 15. nóvember síð- astliðinn og var út- för hennar gerð frá Fossvogskapellu 22. nóvember síðastlið- inn var einstaklega heil- steypt manneskja og hafði þægilega nær- veru. Ekki barst hún á en vann störf sín af samviskusemi og heiðarleika. Engri manneskju hef ég kynnst sem var eins snyrtileg og Unnur enda bar heimili hennar vott um slíkt, því allt sem hún kom nálægt einkenndist af snyrtimennsku og alúð, hvort sem það var innandyra eða garðurinn við húsið hennar á Tunguveginum, svo ég tali nú ekki um mötuneyti Skýrsluvéla sem alltaf var einstak- lega snyrtilegt í hennar umsjá. Það var gott að eiga hana að á vinnustað okkar og ekki var síður gaman að rabba við hana um dag- inn og veginn þegar stundir gáfust til slíks. Unnur hafði reynt mikið um ævina, hún greindist ung með berkla og það var hræðilegt fyrir unga konu sem rétt var að byrja lífið að verða fyrir slíku áfalli, en hún var af sterkum vestfirskum stofni og stóð þetta af sér þó svo að heilsa hennar hafi á margan hátt verið henni fjötur um fót, sér- staklega hin síðari ár. Þegar Unn- ur lét af störfum hjá Skýrsluvélum árið 1985 hélst vinátta okkar áfram, þó svo að við hittumst sjaldan notuðum við símann óspart og aldrei gleymdum við afmælis- dögum hvor annarrar, enda var síðasta símtalið frá Unni minni tveim dögum fyrir afmæli mitt í október sl. en þá fannst mér þessi kæra vinkona mín vera orðin frek- ar lasburða og þegar Sigga dóttir hennar hringdi í mig og tilkynnti mér andlát hennar kom það mér raunverulega ekki mikið á óvart. Maður hittir ekki marga á lífs- leiðinni sem líkjast Unni, svona traustar og trygglyndar manneskj- ur eru ekki á hverju strái. Mér þótti vænt um vináttu okkar Unn- ar og mat hana mikils og á eftir að sakna símtalanna okkar. Með Unni Magnúsdóttur er gengin yndisleg og hugrökk mannekja sem auðgaði svo sannarlega líf mitt með traustri vináttu sinni. Ég geymi í hjarta mér allar góðu minningarn- ar frá liðnum samverustundum okkar og þakka henni af alhug vin- áttu og tryggð við mig og fjöl- skyldu mína. Stefáni manni hennar og börnum sendum við Sigurjón okkar innilegustu samúðarkveðjur og biðjum þeim allrar blessunar. Unni minni bið ég góðrar heim- komu og kveð hana með eftirfar- andi ljóðlínum. Von sú og vissa ég veit hún lifir, þér í brjóst blási blíðum friði. Sætt er að sofna sjúkur, þjáður vakna alheill við englasöng. (Hannes S. Blöndal) Margrét Þ. Blöndal. Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.