Morgunblaðið - 12.12.2006, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 12.12.2006, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 12. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskiptablað vidsk@mbl.is Umsjón Björn Jóhann Björns- son, bjb@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Sveinn Guðjónsson, svg@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók| Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Hulda Kristinsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Morgunblaðið í dag Yf i r l i t                                  ! " # $ %         &         '() * +,,,                         Í dag Sigmund 8 Forystugrein 26 Staksteinar 8 Viðhorf 28 Veður 8 Umræðan 28/31 Úr verinu 12 Minningar 32/36 Viðskipti 13 Skák 37 Erlent 14/15 Leikhús 42 Menning 16/17, 40/44 Dagbók 45/49 Akureyri 18 Bíó 46/49 Austurland 19 Staður og stund 46 Suðurnes 20 Víkverji 48 Landið 20 Velvakandi 48 Daglegt líf 21/25 Ljósvakamiðlar 50 * * * Innlent  Viðræður um varnar- og öryggis- mál við dönsk og norsk stjórnvöld hefjast í næstu viku. Ákveðinn hefur verið fundur danskra og íslenzkra embættismanna í Kaupmannahöfn nk. mánudag. Þá koma norskir emb- ættismenn til Íslands sama dag og funda með íslenzkum starfssystk- inum sínum fram á þriðjudag, auk þess sem þeir skoða þá aðstöðu á vellinum sem stendur öðrum NATO- ríkjum til boða. » Baksíða  Hann er vinalegur, kátur, snjó- hvítur, svolítið klaufskur, loðinn og mjúkur, pínulítið feiminn en á sama tíma afar forvitinn um allt og alla í kringum sig. Við hvern á þessi lýs- ing? Engan annan en ísbjörninn Hring sem bættist í gær í hóp sér- legra vina Barnaspítala Hringsins sem hafa það að markmiði að gleðja börnin sem þar dvelja. » 6  Lögreglunni hefur síðustu miss- erin blöskrað framkoma og tillits- leysi vegfarenda á vettvangi alvar- legra slysa og eru þess dæmi að aðvífandi ökumenn hafi skammast í lögreglu og sett ofan í við hana vegna tafa á umferð á slysstað. A.m.k. tvívegis hefur þetta gerst að undanförnu, á Suðurlandsvegi þegar tveir létust og nú síðast á sunnudag þegar ungur maður lést í árekstri. » 6 Erlent  Óttast er að raðmorðingi gangi laus í austurhluta Englands en þrjár vændiskonur hafa nýverið fundist myrtar í nágrenni borgarinnar Ips- wich. Tveggja til viðbótar er saknað. » 15  Vopnaðir menn í Gaza-borg skutu í gær til bana þrjú ung börn háttsetts fulltrúa í Fatah-hreyfingu Mahmouds Abbas, forseta Palest- ínumanna. Voru uppi getgátur um það í gær, að um misheppnað tilræði hefði verið að ræða, þar sem um- ræddur Fatah-liði, Baha Balousheh, var skotmarkið. » 14  Andlát Augusto Pinochet, fyrr- verandi einræðisherra í Chile, á sunnudag var lítt harmað víðast hvar í heiminum. » 14 EINAR K. Guðfinnsson sjávarút- vegsráðherra segir að hann hafi átt gagnlega fundi með aðilum sem hafa með sjávarútveg að gera í Bandaríkj- unum. Einar sagði að þessi fundaröð væri nýbyrjuð, en hann mun funda áfram með þarlendum aðilum í dag og á morgun. „Þetta er nýbyrjað en ég hef átt á ágætis fundi og gagnlega. Við höfum haft tækifæri til þess að greina frá okkar viðhorfum og útskýra þau, ekki bara um hvalamál heldur sjávarút- vegsmál á breiðum grundvelli, auð- lindanýtingu og annað. Þetta hafa verið gagnlegir og vinsamlegir fund- ir,“ sagði Einar í samtali við Morg- unblaðið í gær- kvöldi. Aðspurður hvort mikið hefði verið rætt um hvalamálið, sagði hann að það hefði verið nokkuð, en það væri alls ekki aðalefni fund- anna. Það væri ljóst að Íslendingar nytu álits fyrir auðlindanýtingu sína á sjávarútvegssviðinu og hann teldi að öllum væri það ljóst í þeim hópum sem hann ætti viðræður við að Ís- lendingar væru ekki að fara fram með óábyrgum hætti í þessum hvala- málum til dæmis. „Í raun og veru verð ég ekki var við að menn séu að véfengja til dæmis hinar vísindalegu forsendur fyrir veiðunum eða neitt slíkt, enda er mönnum sem starfa á þessu sviði hvort sem það er í stjórn- málum eða annars staðar það ljóst að Íslendingar vilja varðveita stöðu sína og ímynd sem ábyrg auðlindanýt- ingaþjóð,“ sagði Einar. Hagsmunagæsla fyrir landið Aðspurður hvort hann hefði ein- hverja eftirþanka vegna þeirrar ákvörðunar að hefja hvalveiðar sagði hann svo ekki vera. Hins vegar sýndi þetta og sú umræða sem farið hefði fram um botnvörpumálin að æ stærri hluti af starfi þeirra sem væru í stjórnmálum og fengjust við sjávar- útvegsmál væri hagsmunagæsla fyrir landið „og það að reyna að útskýra út á við þá hugmyndafræði sjálfbærrar nýtingar sem liggur til grundvallar okkar sjávarútvegi og þar með hval- veiðum“, sagði Einar ennfremur. Viðhorfum íslenskra stjórn- valda komið á framfæri Sjávarútvegsráðherra segir fundi í Bandaríkjunum hafa verið gagnlega Í HNOTSKURN »Sjávarútvegsráðherra áfleiri fundi í dag og á morgun í Bandaríkjunum. »Útskýra á þá hugmynda-fræði sjálfbærrar nýtingar sem liggur til grundvallar ís- lenskum sjávarútvegi og þar með hvalveiðum.Einar K. Guðfinnsson Eftir Hjálmar Jónsson hjalmar@mbl.is RAGNAR Bjarnason og Þorgeir Ástvaldsson ásamt borgarstjóranum í Reykjavík, Vilhjálmi Þ. Vilhjálms- syni, heimsóttu hjúkrunarheimilið Hrafnistu í Laugar- ási í gær við mikinn fögnuð viðstaddra. Vilhjálmur spjallaði við fólkið um það sem því liggur á hjarta um málefni aldraðra auk þess sem rætt var um jólaundir- búning og þýðingu jólanna. Að sögn Huldu Gunnars- dóttur, upplýsingafulltrúa á skrifstofu borgarstjóra, mun stefnan hafa verið sett á að þremenningarnir heimsæki öll hjúkrunarheimilin á höfuðborgarsvæðinu fyrir jólin. Eins og Ragga Bjarna einum er lagið fékk hann fólk- ið til liðs við sig í söng, en einnig tók borgarstjórinn sjálfur lagið við góðar undirtektir. Morgunblaðið/Sverrir „Allir saman nú, syngja með“ MAÐURINN sem lést í umferðar- slysinu á Vesturlandsvegi á sunnu- dag hét Ágúst Bjarnason, til heimilis á Esjugrund 33 í Reykjavík, áður til heimilis á Kirkjubæjarbraut 4 í Vestmannaeyjum. Hann fæddist 9. maí árið 1978 og var ókvæntur og barnlaus. Lést í bílslysi Ágúst Bjarnason ÓLAFUR Hauksson, sýslumaður á Akranesi, hefur lokið rannsókn sinni á ætluðum hlerunum á síma Jóns Baldvins Hannibalssonar, fyrrver- andi utanríkisráðherra, á tímabilinu 1992–1993, og síma Árna Páls Árna- sonar, starfsmanni ráðuneytisins, vorið 1995. Hefur sýslumaður skilað gögnum til ríkissaksóknara sem mælti fyrir um rannsóknina 16. októ- ber. Að sögn Ólafs voru tólf manns teknir í skýrslutöku, þar af var skýrsla tekin tvívegis af Jóni Bald- vini og Árna Páli. Segir sýslumaður slíkt ekki óvanalegt þar sem þeir voru yfirheyrðir fyrstir og því hafi þurft að taka af þeim aðra skýrslu með hliðsjón af því sem kom fram í millitíðinni og fá nánari skýringar á ýmsum atriðum þar að lútandi. Enginn úr hópi þeirra tólf sem voru yfirheyrðir fengu réttarstöðu grunaðs og því mætti draga þá álykt- un að ekki verði gefin út ákæra í mál- inu, að sögn Ólafs. Þegar ríkissak- sóknari ákvað að hefja skyldi rannsóknina, vísaði hann til 4. mgr. 67. gr. laga um meðferð opinberra mála, þar sem kveðið er á um að rík- issaksóknari megi mæla fyrir um rannsókn, þótt líklegt sé að hún leiði ekki til saksóknar ef ríkir almanna- eða einkahagsmunir mæla með því. Ólafur bendir á að e.t.v mætti segja að í upphafi hafi þótt ólíklegt að rannsókn myndi leiða til saksóknar. Rannsókn á ætluðum símhlerunum lokið Sýslumaður hefur skilað gögnum til ríkissaksóknara Kynningar – Morgunblaðinu fylgir Jólahandbók 1928.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.