Morgunblaðið - 12.12.2006, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 12.12.2006, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. DESEMBER 2006 15 Slökkvilið Höfuðborgarsvæðisins Hafið hæfilegt bil á milli kerta, almenn viðmiðun er að hafa a.m.k. 10 cm bil á milli kerta. Munið að slökkva á kertunum i Berlín. AFP. | Geislavirka efnið pólon-210 hefur greinst í fjórum mönnum í Þýska- landi eftir að leif- ar af efninu fund- ust í íbúð Dímítrís Kovtúns, rúss- nesks kaupsýslu- manns. Kovtún hitti Alexander Lítv- ínenko, fyrrverandi njósnara rúss- nesku leyniþjónustunnar, á hóteli í London 1. nóvember áður en Lítv- ínenko lést af völdum pólon-210 sem talið er að honum hafi verið byrlað þann dag. Lögreglan í Hamborg sagði að fyrrverandi eiginkona Kovtúns, tvö ung börn hennar og vinur hennar hefðu sýnt merki um að hafa fengið geislavirka efnið í líkamann. Kovtún fór til Hamborgar daginn áður en hann hitti Lítvínenko í London. Talið er að Kovtún sé nú á sjúkra- húsi í Moskvu. Fjórir með pólon-210 í Hamborg Dímítrí Kovtún Tengjast kaupsýslu- manninum Kovtún Ipswich, London. AFP, AP. | Óttast er að raðmorðingi gangi laus í austurhluta Englands en þrjár vændiskonur hafa nýverið fundist myrtar í nágrenni borgarinnar Ipswich. Fjórðu kon- unnar er saknað og í gærkvöldi skýrði sjónvarpsstöðin Sky News frá því, að lögreglan leitaði þeirrar fimmtu, sem hafi þó haft samband við vini síðasta sólarhring. Breska lögreglan hefur gefið út viðvörun og ráðleggur konum á svæðinu að vera ekki einar á ferð eftir myrkur. Konurnar voru allar allsnaktar þegar þær fundust látnar en lögregl- an segir að engir augljósir áverkar hafi verið á líkunum. „Við getum ekki með formlegum hætti tengt þetta [fund þriðja líksins og hvarf fjórðu vændiskonunnar] morðunum tveimur en staðreyndirnar tala sínu máli,“ sagði Stewart Gull yfirlög- regluþjónn, en hann stýrir morð- rannsókninni. Spurður að því á sunnudag hvort raðmorðingi gengi laus svaraði hann: „Já, það er mögu- legt.“ Konurnar voru allar um eða yfir tvítugt. Sú fyrsta, Gemma Adams, hvarf 15. nóvember og fannst lík hennar 2. desember; lík Taniu Nicol fannst hins vegar sl. föstudag í vatni um 3 km frá þeim stað er lík Adams fannst. Ekkert hafði spurst til Nicol síðan 30. október. Lík þriðju kon- unnar fannst síðan á sunnudag ná- lægt þorpinu Nacton. Haft var eftir John Quinton lögregluforingja að morðin væru „afar svipuð“ en það gefur mönnum tilefni til að ætla að raðmorðingi – einn eða fleiri í sam- starfi – fari nú um og ráðist á konur sem starfa í kynlífsiðnaðinum. Óttast raðmorð- ingja í Ipswich Lík þriggja ungra vændiskvenna hafa fundist að undanförnu, tveggja saknað Í HNOTSKURN »Lík allra kvennanna fund-ust í nágrenni borgarinnar Ipswich, um 110 km norð- austur af London. »Tilkynnt var í gær að ekk-ert hefði spurst til fjórðu konunnar, Paulu Clennell, síð- an á laugardag. ÞESSIR vinalegu apar voru að baða sig í volgri upp- sprettu í bænum Yamanouchi í Japan þegar ljósmynd- ara Reuters-fréttastofunnar bar að garði. Þeir virtust ekkert kippa sér upp við hinn hnýsna gest, sem mynd- aði þá í bak og fyrir, heldur héldu áfram að snyrta sig og snurfusa og hafa það gott í vatninu. Reuters Baða sig í volgri uppsprettu Teheran. AFP. | Margir þekktir Vest- urlandabúar, sem afneitað hafa hel- förinni, voru meðal þátttakenda á ráðstefnu íranskra stjórnvalda um helförina sem haldin var í Teheran í gær. Íranar segja ráðstefnuna að- eins til þess hugsaða að skapa vett- vang fyrir skoðanaskipti en ráða- menn á Vesturlöndum hafa fordæmt frumkvæði þeirra og segja forkast- anlegt að ýja að því að drápin á sex milljónum gyðinga í fangabúðum þýskra nasista í síðari heimsstyrj- öldinni hafi aldrei átt sér stað. Manouchehr Mottaki, utanríkis- ráðherra Írans, setti ráðstefnuna og sagði um vísindaráðstefnu að ræða þar sem menn myndu reyna að svara þeim spurningum sem Mahmoud Ahmadinejad, forseti Írans, hefði spurt um helförina. Ekki væri ætl- unin að sanna eða afsanna helförina, aðeins veita fræðimönnum tækifæri til að skiptast á skoðunum. Meðal þátttakenda á ráðstefnunni voru Frakkinn Robert Faurisson og Ástralinn Fredrick Töben, sem fæddist í Þýskalandi, en Töben hefur sagt að það sé „helber lygi“ að nas- istar hafi myrt gyðinga í gasklefum. Bandaríkjamaðurinn David Duke, sem áður var í forsvari Ku Klux Klan-samtakanna, sat einnig ráð- stefnuna en hann sagði það hneyksli að í Evrópu skyldi vera hægt að senda menn í fangelsi fyrir að lýsa skoðun á helförinni. „Ég tel Ahmad- inejad afar hugrakkan mann fyrir það að tala um þessi mál,“ sagði hann. Meðal gesta í gær voru einnig fulltrúar samtaka rétttrúnaðar-gyð- inga sem hafna tilverurétti Ísraels. Helfararráðstefna í Íran Írönsk stjórnvöld segja markmiðið ekki að sanna eða afsanna að nasistar hafi drepið sex milljónir gyðinga Reuters Fulltrúi gyðinga Dovid Weiss, bandarískur rabbíni, var einn gesta.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.