Morgunblaðið - 12.12.2006, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 12.12.2006, Blaðsíða 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 12. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ MENNING EFTIR árslangar samninga- viðræður hafa eigendur J. Paul Getty-safnsins í Los Angeles sam- þykkt að skila Grikkjum aftur útfar- arkransi úr skíragulli, sem talinn er vera frá 4. öld fyrir Krist. Sam- komulagið náðist eftir að nýjar upp- lýsingar um líklegan uppruna hans komu í ljós á síðustu vikum. Sérfræðingar segja ítarlegar rannsóknir á því hvernig Getty- safnið eignaðist kransinn hafi skipt sköpum, en Grikkir gerðu fyrst formlegt tilkall til hans undir lok síð- ustu aldar. Grískir saksóknarar hafa meðal annars rannsakað hlut fyrrum safnvarðar hjá Getty, Marion True, í kaupunum. Safnið mun hafa hengt sitt mál í þá staðreynd að ekki var vitað með vissu úr hvaða gröf krans- inn kom en Grikkir hafa nú upplýst það eftir miklar rannsóknir. Haft er eftir grísku lögreglunni að bóndi nokkur hafi grafið kransinn upp úr fornri gröf í landi sínu nærri Serres á Norður-Grikklandi á 10. áratugn- um, og komið honum í hendur þýskra og svissneskra listaverkasala sem seldu hann Getty-safninu. Sterk vísbending lá í kransinum sjálfum en í honum eru blóm sem enn í dag spretta einkum í norðurhluta Grikk- lands. Búist er við því að Grikkir muni nú enn herða tök á erlendum söfnum sem komist hafa yfir grískar forn- minjar og listmuni á misheiðarlegan hátt. Kransin- um skilað Grikkir herja á Getty- safnið í Los Angeles Kransinn Blómin voru vísbending. UPPFÆRSLA Franco Zeffirelli á Aidu eftir Verdi fór ekki beinlínis eftir áætlun í Scala-óperunni í Mílanó þegar tenórinn Roberto Alagna strunsaði af sviðinu öllum að óvörum eftir að áheyrendur höfðu púað á hann. „Ég verðskulda ekki svona mót- tökur,“ sagði Alagna yfir sig hneykslaður í viðtali eftir atburðina á laugardagskvöld. Verkið var frumsýnt sl. fimmtu- dag og var mikil eftirvænting meðal fólks, enda höfðu menn beðið lengi eftir þessum menningarviðburði. Meðal gesta á frumsýningunni voru stjórnmálaleiðtogar, kaupsýslu- menn og þekkt andlit úr menningar- elítunni, s.s. Romano Prodi, for- sætisráðherra Ítalíu, og Angela Merkel, kanslari Þýskalands. Frumsýningargestirnir linntu ekki lófatakinu fyrr en 15 mínútum eftir að tjaldið féll í síðasta sinn. Önnur sýning gekk hinsvegar ekki jafn hnökralaust fyrir sig. Alagna gekk á sviðið og hóf að syngja. Eftir „taugaspennta byrj- un“, að því er segir í dagblaðinu, hóf Alagna að syngja aríuna „Celeste Aida“ og það þurfti ekki að bíða lengi þar til áheyrendur fóru að blístra og púa. Alagna hætti að syngja, leit á áheyrendur og gekk síðan af sviðinu. Það liðu ekki nema nokkrar sek- úndur þar til varaleikarinn Anton- ello Palombi var tekinn við hlutverk- inu, enn í gallabuxunum. Baulað á Alagna Roberto Alagna SKÁLDASPÍRUKVÖLD nr. 76 verður haldið í Iðu í Lækj- argötu í kvöld kl. 20.00. Að þessu sinni les Ævar Örn Jósepsson upp úr nýrri glæpa- sögu sinni: Sá yðar sem synd- laus er. Þá les Kristian Gutte- sen upp úr skáldsögunni Brekkan eftir Carl Frode Til- ler, sem hann þýddi úr norsku. Bókin fjallar um ungan mann sem dvelur á réttargeðdeild og skrásetur minningar sínar. Gestir mega hafa með sér veitingar af kaffihús- inu uppi niður í bókarými. Skipuleggjandi kvölds- ins er sem fyrr Benedikt S. Lafleur. Upplestur Ævar og Kristian á Skáldaspírukvöldi Ævar Örn Jósepsson MIÐASALA á þrjá viðburði Listahátíðar í Reykjavík hefur gengið vel. Mikill áhugi er á komu San Francisco- ballettsins sem fjölmargir sáu síðast á Listahátíð árið 2000. Miðar á frumsýningu seldust upp fyrsta daginn og er sala miða langt komin á aðrar sýn- ingar. Þá er ljóst að margir ætla að sjá einsöngstónleika barítónanna Bryn Terfel og Dmitri Hvorostovsky í Háskólabíói í vor. Miðasala fer fram á vef hátíðarinnar www.lis- tahatid.is og í síma 552-8588 virka daga á milli klukkan 10 og 16. Listahátíð í Reykjavík Miðasala gengið vel hingað til San Francisco ballettinn. SÖNGSVEITIN Fílharmónía heldur síðari aðventutónleika sína í Langholtskirkju klukkan 20 í kvöld. Á efnisskránni eru tónverk tileinkuð Maríu mey ásamt jólalögum frá ýmsum löndum, m.a. frá öllum Norð- urlöndunum. Einnig verður frumflutt nýtt verk eftir stjórnanda kórsins, Magnús Ragnarsson. Einsöngvari er Hulda Björk Garð- arsdóttir, sópransöngkona, organisti er Kári Þor- mar og stjórnandi er sem fyrr segir Magnús Ragnarsson sem tók við söngstjórn kórsins í byrj- un þessa árs. Miðasala er á www.midi.is og við innganginn. Aðventutónleikar María mey í Langholtskirkju Eftir Guðjón Guðmundsson gugu@mbl.is ÚTGÁFA og eftirspurn eftir hljóð- bókum er minni hér á landi en í ná- grannalöndunum og vestan hafs en fer þó vaxandi að sögn útgefenda. Þrjú fyrirtæki, aðallega, sinna útgáfu á hljóðbókum hérlendis, þ.e. Hljóð- bók.is, Dimma og Hörpuútgáfan. Út- gefnir titlar á geisladiskum og MP3 formi hlaupa þó ennþá á tugum en ekki hundruðum en áður var talsverð útgáfa á vegum Blindrafélagsins á snældum sem lagðist af 2003. Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson hjá Dimmu gefur út sjö titla á þessu ári. Hann reynir að dreifa útgáfunni jafnt á haustin og vorin en stílar ekki ein- vörðungu inn á jólamarkaðinn. „Eftirspurnin er frekar að aukast og þá mest eftir efni fyrir börn. Svo virðist sem margir séu að átta sig á því að hljóðbækur eru viðbót við hina prentuðu útgáfu og þær virðast ekki taka sölu frá prentbókum. Ég lít svo á að prentuð bók og hljóðbók sé tvennt ólíkt. Ég einbeiti mér að út- gáfum þar sem höfundar lesa eigið efni,“ segir Aðalsteinn Ásberg. Hann segir misjafnt eftir titlum í hve mörgum eintökum hljóðbók er gefin út. Algengt upplag er um 300 eintök en einfalt er að auka við og framleiða meira ef þörf krefur. Ennfremur er þetta þriðja árið sem Dimma gefur út lestur skálda á eigin verkum. Um er að ræða úrval ljóða í prentuðu formi og þeim fylgir geisladiskur með lestrinum og tón- skreytingum eftir tónskáld. Ljóð Braga Ólafssonar og Sigurbjargar Þrastardóttur hafa komið út í slíkri útgáfu hjá Dimmu. Matthías Hem- stock semur og flytur tónlistina við ljóð Braga en Eðvarð Lárusson við ljóð Sigurbjargar. Aðalsteinn Ásberg segir að lengi vel hafi útgáfa á hljóðbókum einkum verið ætluð sjónskertum og blindum. Blindrafélagið og Blindrabókasafnið höfðu ákveðið frumkvæði að útgáfu einnig fyrir almennan markað. Sú út- gáfa hafi að mestu verið á snældum en þær séu nú að mestu horfnar og teknir við aðrir miðlar eins og geisla- diskar og MP3. Þess má þó geta að fimm af sjö hljóðbókum Hörpuútgáf- unnar eru fáanlegar á snældum. Ennfremur hefur Hörpuútgáfan gef- ið út níu hljóðbækur ætlaðar börn- um, þ. á m. ævintýri H.C. Andersen, þjóðsögur Jóns Árnasonar og Emil í Kattholti. „Hljóðbókaútgáfa hefur verið sér- staklega sterk vestan hafs en einnig í Bretlandi og á Norðurlöndum þar sem hún hefur verið mjög vaxandi. Það hefur verið hægari þróun hér í útgáfunni en kannski á það eftir að breytast,“ segir Aðalsteinn Ásberg. Njála lesin af Hallmar Sigurðs- syni á 800 mínútum Hljóðbók.is, sem er rekin af hjón- unum Gísla Helgasyni og Herdísi Hallvarðsdóttur, hefur gefið út hljóð- bækur síðan 2004 en ári áður hætti starfsemi Blindrafélagsins á þessu sviði. „Við höfum aðallega einbeitt okkur að útgáfu á barnabókum en þó gefið einnig út bækur fyrir fullorðna, eins og t.d. Grafarþögn eftir Arnald Indriðason, Hrafninn eftir Vilborgu Davíðsdóttur og Útkall – Geysir er horfinn. Okkar mesta stórvirki er að gefa út Njálu, sem hefur verið 8–9 ár í fæðingu. Við fengum Hallmar Sig- urðsson, leikara og leiklistarstjóra Ríkisútvarpsins, til þess að lesa út- gáfu Svarts á hvítu frá 1987,“ segir Gísli. Njála kemur út á tólf geisladiskum en einnig á einum MP3 diski. Lest- urinn tekur um 800 mínútur. Útgáfan er styrkt af Menningarsjóði. Hljóðbók.is gefur út sjö titla fyrir þessi jól, þar af sex hljóðbækur. Frá upphafi hefur Hljóðbók.is gefið út 17 hljóðbækur og 7 leikrit. Gísli segir að hver titill sé gefinn út í 300–600 ein- tökum og telur hann að eftirspurnin fari jafnt og þétt vaxandi. Hann segir að Svíar gefi út um 50.000 eintök af hverri hljóðbók og aðrar þjóðir ekki minna. „Við eigum náttúrulega langt í land með þetta en það háir okkur hve markaðurinn er lítill.“ Hljóðbók.is rekur fullkomið hljóð- ver, Hljóðvinnsluna, með þremur starfsmönnum og tekur upp hljóð- bækur fyrir aðra sem gefa út hljóð- bækur. Gísli er sammála Aðalsteini Ásbergi um það að hljóðbókin taki ekki sölu frá prentuðu bókinni heldur hvetji frekar til aukinnar sölu á prentuðum bókum. Herdís Hallvarðsdóttir segir að hljóðbækur ætlaðar börnum sem hafa verið á markaðnum í eitt til tvö ár hafi selst í u.þ.b. 500–1.000 eintök- um. Borgað sé með þeim titlum sem minnst selst af en vinsælustu hljóð- bækurnar seljist í allt að 1.000 ein- tökum. Grafarþögn hafi sömuleiðis gengið ágætlega og selst hafi 300– 400 eintök af henni. Hún segir að líf- tími hljóðbókanna sé almennt lengri en prentaðra bóka. Vegur hljóðbóka vex Njála gefin út á 12 geisladiskum og einum MP3 Morgunblaðið/RAX Útgáfa Gísli Helgason og Herdís Hallvarðsdóttir með nokkrar af þeim hljóðbókum sem fyrirtæki þeirra, Hljóðbók.is, hefur gefið út. Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is STAÐFEST hefur verið að breska rokksveitin Jethro Tull sé vænt- anleg hingað til lands í lok sumars, en sveitin mun halda tónleika í ágúst eða september. Ian Anderson, for- sprakki sveitarinnar, hélt tónleika í Laugardalshöllinni hinn 23. maí síð- astliðinn og var húsfyllir á tónleik- unum. Í þetta sinn kemur Anderson hins vegar í fylgd félaga sinna úr Jethro Tull, meðal annars gítarleik- arans Martin Barre sem hefur verið í sveitinni frá árinu 1969. Ian Anderson stofnaði Jethro Tull í London árið 1968 og er víða þekkt- ur sem maðurinn sem kynnti þver- flautuna fyrir rokkinu. Jethro Tull er ein af vinsælustu og langlífustu hljómsveitum breska rokksins og hefur gefið út plötur á borð við Aqualung, Thick As A Brick og Too Old to Rock n’ Roll: Too Young To Die. Sveitin hefur selt rúmar 60 milljónir platna og leikið á um 2.500 tónleikum í 40 löndum. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Jethro Tull kemur fram hér á landi, sveitin hélt tónleika á Akranesi árið 1992. Ekki hefur enn fengist staðfest hvar tónleikarnir fara fram hér á landi en það er fyrirtækið Performer sem stendur að þeim. Jethro Tull til landsins á næsta ári Morgunblaðið/Kristinn Fjölhæfur Ian Anderson mundar flautuna í Höllinni í maí. ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.