Morgunblaðið - 12.12.2006, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 12.12.2006, Blaðsíða 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 12. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ Einar Sigurðsson. Styrmir Gunnarsson. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. HVERNIG KOMAST ÞEIR TIL VALDA? Hvernig komast menn eins ogAugusto Pinochet, sem nú erlátinn, til valda? Á dögum kalda stríðsins komust slíkir menn til valda í skjóli þeirra átaka, sem þá stóðu yfir á milli kommúnismans og lýðræðisríkja Vesturlanda. Þá var talið að verið væri að fórna minni hagsmunum fyrir meiri. Pinochet hefði ekki komizt til valda nema vegna þess, að Bandaríkja- menn á þeim tíma gáfu grænt ljóst á valdatöku hans. Hann hefði ekki haldið völdum svo lengi nema vegna þess, að það hentaði hagsmunum Bandaríkjamanna. Þetta er dökka hliðin á afskiptum Bandaríkjamanna af alþjóðamálum. Og Pinochet var ekki eini einræðis- herrann, sem náði völdum í Mið- og Suður-Ameríku vegna þess, að Bandaríkjamenn ýmist greiddu fyrir því eða létu það óátalið. Bandamönnum Bandaríkjanna var þetta ljóst en þeir höfðu svo mikla hagsmuni af því, að Bandaríkjamenn stæðu með þeim á helzta vígvelli kalda stríðsins í Evrópu, að þeir horfðu fram hjá þeirri einkennilegu háttsemi mesta lýðræðisríki heims að leiða einræðisherra til valda, þar sem það hentaði hagsmunum þeirra. Þetta er auðvitað mjög kaldrifjuð pólitík en alþjóðapólitík er nánast alltaf kaldrifjuð. Pinochet skar sig á engan hátt úr hópi einræðisherra í Mið- og Suður- Ameríku. Hann var hermaður, sem beitti hernum til þess að halda völd- um. Hann var meira í alþjóðlegum fréttum vegna þess hversu lengi hann var við völd og vegna þess að honum tókst lengi í skjóli hersins að halda frelsi sínu eftir að hann var farinn frá völdum. Valdaferill Pinochets er ekki ein af glæstustu stundum bandarískra ráðamanna. Það voru mörg grimmd- arverk framin í Chile í valdatíð hans. Bandaríkin bera a.m.k. óbeina ábyrgð á þeim vegna þess, að þau hefðu getað komið í veg fyrir valda- töku hans. Hvíta húsið í Washington hefur sent frá sér yfirlýsingu, þar sem að- standendum fórnarlamba Pinochets er tjáð samúð bandarískra stjórn- valda. Auðvitað vilja Bandaríkin ekk- ert kannast við fortíð sína í Chile. Ástæðan fyrir því að svo margir vinstri menn hafa komizt til valda í þessum heimshluta á undanförnum árum er auðvitað sú, að almenningur í þessum löndum finnur að herforingj- ar og hægri sinnaðir leiðtogar í þess- um löndum hafa engan áhuga á að draga úr því gífurlega þjóðfélagslega óréttlæti, sem þar er að finna. Andlát Pinochets ætti að verða Bandaríkjamönnum hvatning til að taka upp nýja stefnu í málefnum ná- grannaríkja sinna og byggja hana á beztu kostum bandarísks samfélags en ekki verstu ókostum þess. JAFNRÉTTI OG VELFERÐ BARNA Jafnrétti kynjanna er sett á oddinn ínýrri skýrslu Barnahjálpar Sam- einuðu þjóðanna um stöðu barna í heiminum. Niðurstaða skýrsluhöf- unda er sú að eigi að senda fátæktina á ruslahauga sögunnar verði fyrst að binda enda á misréttið milli kynjanna. Til þess að binda enda á einstaklings- bundna og stofnanalæga mismunun kynjanna þurfi djarft frumkvæði og óbilandi staðfestu. Taka verði á við- horfum, venjum og gildismati, sem séu konum og stúlkum í óhag. Í skýrslunni kemur fram að árang- ur hafi náðst í baráttunni gegn mis- munun. Stúlkur séu farnar að sækja að drengjum í skólasókn og frammi- stöðu í skólanum og hafi meira að segja farið fram úr þeim í nokkrum þróunarlöndum og -svæðum. At- hafnakonum fjölgi í viðskiptalífinu og ár hvert fjölgi konum á þjóðþingum. Hins vegar sýni skýrslan hversu mik- ið verk sé óunnið. Michael Bociourkiw, talsmaður UNICEF í Genf, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að líklega hefði ekkert meiri áhrif á framtíð barna í heiminum en þær ákvarðanir, sem teknar væru inni á heimilum þeirra og þar heyrðist rödd kvenna ekki nógu hátt. „Við höfum sífellt rekist á það í 60 ára sögu UNICEF að réttindi kvenna og velferð barna haldast í hendur,“ segir Bociourkiw. „Ef börn eiga að þroskast og dafna eðlilega er nauðsynlegt að mæður þeirra séu heilbrigðar og hafi aðgang að mennt- un.“ „Útrýming kynjamisréttis og færsla valds til kvenna eru meðal meginviðfangsefnanna, sem nú blasa við heiminum,“ segir Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóð- anna, í inngangi að skýrslunni. „Þeg- ar konur eru heilbrigðar, menntaðar og hafa frelsi til að nýta þau tækifæri, sem lífið veitir þeim, þrífast börn og lönd blómstra og konur og börn upp- skera tvöfalt.“ Það eru ekki ný sannindi að aukin réttindi kvenna stuðli að velferð barna og allar þjóðir á hnettinum geta gert betur. Barátta kvenna á Vestur- löndum sýnir að jafnrétti næst ekki af sjálfu sér. Konur í löndum, þar sem staða þeirra er hvað verst, þurfa á allri þeirri hjálp að halda, sem hægt er að veita þeim, ekki bara þeirra vegna heldur einnig barna þeirra vegna. Hefðir, venjur, trúarbrögð og siðmenning eru ekki afsökun fyrir mismunun kynjanna og eiga ekki að fá að þvælast fyrir í þeirri baráttu, sem framundan er. Slík rök eru ómarktæk á Íslandi. Af hverju ættu þau að eiga við annars staðar? Þegar konur eru misrétti beittar grefur það undan samfélaginu. Þegar konur eru útilokaðar frá námi tapar samfélagið. Þegar konur eru beittar ofbeldi á heimilum sínum eitrar það samfélagið. Jafnrétti kynjanna og vel- ferð barna fylgjast að. Verkefnið er erfitt, en ávinningur undanfarinna ára sýnir að hægt er að ná árangri. Í baráttunni fyrir jafnrétti og velferð barna getur enginn skorast undan. Í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar um nýverkefni íslenskra stjórnvalda viðbrottför varnarliðsins kemur fram aðdómsmálaráðherra mun leggja fram frumvarp til nýrra laga um almannavarnir. Þar segir einnig að stefnt sé að enn frekari samhæfingu og samstarfi björgunaraðila. Ástæða er til að fagna þessum yfirlýsingum. Eitt helsta keppikefli samfélaga eins og okkar er að tryggja öryggi og velferð borg- aranna og byggja upp getu einstaklinganna og stofnana samfélagsins til að bregðast við áföllum. Einstaklingar og fyrirtæki í sér- hæfðu og verkskiptu nútímasamfélagi búast við því og ætlast til þess að innviðir sam- félagsins virki, að hlutirnir gangi snurðu- laust fyrir sig. Krafa um öryggi Á hinn bóginn blasir það við að nútíma- samfélagið er að mörgu leyti viðkvæmara fyrir áföllum og hvers kyns röskun en áður var. Benda má á miklar umferðarteppur vegna umferðarslyss í Ártúnsbrekku ný- lega sem einfalt dæmi um þetta. Það hefur áhrif á líðan okkar og lífsgæði að við höfum rafmagn og rennandi vatn, komumst greið- lega leiðar okkar og fáum fljótt og vel þá þjónustu sem við teljum okkur þurfa. Að sama skapi treystir fólk því að stofnanir samfélagsins geti brugðist hratt og örugg- lega við smáum sem stórum áföllum og séð til þess að hlutirnir komist sem fyrst aftur í samt lag. Þar kemur til kasta viðbragðs- aðila og fjölmargra stofnana samfélagsins. Öryggi er í raun forsenda þess að fólk geti notið þeirra fjölmörgu kosta sem nútíma- samfélag býður upp á. Þróttmikið samfélag er ekki byggt á ein- um degi heldur hlýtur það að vera stöðugt viðfangsefni og áskorun. Við berum í raun öll ábyrgð á öryggi okkar og velferð, hvert um sig og öll saman. Einstaklingar geta ekki skorast undan ábyrgð á eigin lífi og annarra. En meginstoðir öruggs og þrótt- mikils samfélags eru engu að síður hinar sameiginlegu stofnanir okkar; fyrirtæki, samtök, sveitarfélög, ríkið. Að vernda líf, heilsu, umhverfi og eignir Mest er auðvitað ábyrgð ríkis og sveitar- félaga og er hún víða skilgreind í lögum, meðal annars í lögum um brunavarnir (nr. 75/2000), sveitarstjórnarlögum (nr. 45/1998) og lögum um almannavarnir (nr. 94/1962). Samkvæmt sveitarstjórnarlögum skulu sveitarfélög vinna að sameiginlegum vel- ferðarmálum íbúanna. Eins og við þekkjum gera þau þetta með ýmsum hætti; rekstri skóla, leikskóla, slökkviliðs, vatns- og orkuveitna, skipan al- mannavarnanefndar og starfi að skipulags- isval Slys Rau miki mikl um s is. Í B arhl lykil lagi vá. O svon enn sem Björ arstöðin í Sk sveitarfélag Margt hefur mála en enn sem skapas Tækifæri til vinnu og sam Byggjum á Markmið skapa sterk snerpu og a stórum sem aðila má ski lagi eru áæt gerðir. Í öðr eru hjálpar þurfa frá þe einum eða f virkastan há sem viðkom þriðja lagi a ingum og ko fyrst. Mikilvæg ar til þess að skapast þeg efnum. Þeg vá byggjum ast við hin d aðstæður st rétt eins og leikhúsgest allt hafi veri lega, að svið og leikararn Meginregl Á Norður að björguna sem byggist aðar. Þær e kvæmnisreg samhæfinga segja að kja Í fyrsta la anagerð, for mestu leyti standa borg er sveitarstj fulltrúum rí Í öðru lag og umhverfismálum. Óhætt er að segja að sveitarfélög annist stóran hluta þeirrar þjónustu sem íbúunum er mikilvægust enda eðlilegt að ákvarðanir um slíka þjón- ustu séu teknar af þeim sem næst standa notendunum og þátttakendunum. Lög um almannavarnir fjalla um sér- stakan viðbúnað vegna stórslysa og nátt- úruhamfara en það er hins vegar daglegt viðfangsefni okkar að „vernda líf, heilsu fólks, umhverfi og eignir“ (lög um bruna- varnir) og „vinna að sameiginlegum vel- ferðarmálum íbúanna“ (sveitarstjórn- arlög). Í langflestum tilvikum er þetta gert í samvinnu tveggja eða fleiri aðila. Það á til dæmis við um viðbrögð við eldsvoðum og umferðarslysum og fleiri dæmigerð verk- efni sem fella má undir ofangreind laga- ákvæði. Samhæfing og samvinna Það er því engin tilviljun að aukin sam- vinna og samhæfing hafa um skeið verið lykilorð í allri umræðu um björgunarmál og almannavarnir. Eins og meðfylgjandi mynd sýnir eru viðbragðsaðilar í lang- flestum tilvikum að fást við tilvik þar sem fremur lítil þörf er á samhæfingu. En eftir því sem líkur á alvarlegum afleiðingum aukast eykst þörfin fyrir samhæfingu og samvinnu. Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hafa tekið mikilvægt frumkvæði í átt til aukinnar samvinnu og samhæfingar á und- angengnum árum. Fyrst með stofnun Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins (SHS), síðan með sameiningu almannavarna- nefnda á svæðinu og síðast en ekki síst með uppbyggingu Björgunarmiðstöðvarinnar Skógarhlíðar í góðri samvinnu við rík- Öruggt og þróttmikið félag – á ábyrgð okka Eftir Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson og Jón Viðar Matthíasson Jón Viðar Matthíasson »Markmið alls viðbún-aðarstarfs er að skapa sterkt og öruggt þjóðfélag sem hefur snerpu og afl til að bregðast við áföllum, stórum sem smáum. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson Föstudaginn 24. nóvembersl. blés Alþjóða-málastofnun Háskóla Ís-lands til ráðstefnu undir yfirskriftinni: „Ný staða Íslands í utanríkismálum – Tengsl við önnur Evrópulönd“. Á ráðstefnunni hélt úrval fræðimanna tólf erindi sem höfðu misjafna snertifleti við við- fangsefnið. Einnig kom í pontu ráð- herra utanríkismála, Valgerður Sverrisdóttir, auk aðila frá Svíþjóð og Finnlandi sem fóru yfir reynslu sinna ríkja af veru sinni í ESB. Í lokin var svo boðið upp á pallborðs- umræður þar sem fulltrúar at- vinnulífsins og launamanna fengu tækifæri til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri. Fremstir fræðimanna! Þrátt fyrir almenna ánægju með ráðstefnuna hafa þrír einstaklingar komið fram á ritvöllinn og gagnrýnt upplegg hennar og þá sem þar létu ljós sitt skína. Prófessorarnir stjórnmálahe en ég fæ ekki bragði séð hv hefðu átt að v pontu fyrir R Árnasyni og Hólmsteini G urarsyni á of greindri ráðs Lágkúra Ra Arnalds Annar Rag Ragnar Arna ur í tvígang a skálum reiði sinnar út af rá unni hér á síðum blaðsins. N það alls ekki markmið mitt efnislegt orðaskak við Ragn alds. Ég tók slíka glímu við í alllangri ritdeilu hér í Mor unblaðinu sem stóð yfir frá úar fram í lok apríl árið 199 haf þeirrar deilu var að ég v mér að leiðrétta augljósa ra færslu sem Ragnar viðhafð sem birtist hér á síðum blað desember 1998. Ég sé enga gang í að hjóla í aðra ritdeil Hannes Hólmsteinn Gissurarson og Ragn- ar Árnason skrifuðu hvor um sig grein hér í blaðið og færðu, að eigin sögn, rök fyrir því að helstu fræði- mönnum á sviði Evr- ópusamrunans hefði ekki verið boðin þátt- taka. Þeir félagar áttu þá við að úr því þeim var ekki boðin þátt- taka hefði ekki verið leitað í smiðju helstu fræðimanna! Þrátt fyrir að Hannes og Ragnar hafi báðir brennandi áhuga á allri umræðu um þjóðmál líðandi stundar er heldur langt seilst hjá þeim að skilgreina sig sem helstu sérfræðinga Evrópusamrun- ans. Ragnar er sérfræðingur í fiski- hagfræði og Hannes hefur und- anfarin ár einbeitt sér að ævisöguritun. Hvorki fiskihagfræði né ævisögur voru viðfangsefni ráð- stefnunnar! Þessir heiðursmenn eru eflaust fyrirmyndarfræðimenn á sínu fræðasviði, fiskihagfræði og Ragnar, Ragnar og Hannes Eftir Úlfar Hauksson Úlfar Hauksson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.