Morgunblaðið - 12.12.2006, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 12.12.2006, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. DESEMBER 2006 33 MINNINGAR ✝ Guðjón Guð-mundsson fæddist í Reykjavík 13. október 1923. Hann lést á Sjúkra- húsi Akraness 4. desember síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Hrefna Jóns- dóttir frá Nýjabæ í Garði, f. 1. október 1895, d. 14. október 1947, og Guð- mundur Sigurðsson frá Akbraut á Akranesi, f. 24. júlí 1894, d. 2. nóvember 1938. Systkini Guðjóns sammæðra eru Hjalti Jónsson, látinn, Sigríður Jónsdóttir og Haukur Bogason. Bróðir hans samfeðra er Vilmar. Guðjón kvæntist hinn 1. júlí 1950 Sjöfn Jóhannesdóttur, f. 31. mars 1923. Foreldrar hennar voru Guðmunda Sigurðardóttir, f. 22. júní 1899, d. 27. júní 1964, og Jóhannes Sigurðsson, f. 3. mars 1895, d. 2. maí 1981. Þau bjuggu á Auðnum á Akranesi. Börn Guðjóns og Sjafnar eru: 1) Jóhannes, f. 1950, maki Guð- rún J. Guðmundsdóttir, börn þeirra eru Gauti, Bjarki og Helga Sjöfn. 2) Guðmundur, f. 1953, maki Ólöf Ásta Guðmunds- dóttir, börn þeirra eru Vala, Stefán og Sölvi. Sonur Guð- mundar og Bjarkar Kristjáns- dóttur er Guðjón. 3) Hrefna, f. 1962, sambýlismaður Sigurður Sigurðsson. Sonur Hrefnu og Valgeirs Barðason- ar er Valgeir Valdi. Börn Sigurðar eru Hallur Þór, Sig- urður Valur, Sól- veig og Heiðrún Anna. Guðjón ólst upp í Hafnarfirði til 15 ára aldurs. Hann stundaði nám við Héraðsskólann á Reykjum í Hrúta- firði, lærði vél- virkjun á Akranesi hjá Þorgeiri og Ell- erti hf. og tók eftir það vél- stjórapróf og lærði síðar renni- smíði. Hann starfaði fyrst hjá Þorgeiri og Ellerti hf. og síðar sem verkstjóri á vélaverkstæði Sementsverksmiðju ríkisins og síðar hjá Vélsmiðju Síldar- og fiskimjölsverksmiðjunnar. Eftir það var hann í allmörg ár sjálf- stætt starfandi vélvirki. Þegar dvalarheimilið Höfði var byggt var hann eftirlitsmaður bygg- ingarframkvæmda en síðustu starfsárin var hann rennismiður á vélaverkstæði Sementsverk- smiðju ríkisins. Af og til á sjö- unda áratugnum var hann vél- stjóri á flutningaskipum. Sjöfn og Guðjón bjuggu lengst af á Stekkjarholti 5 á Akranesi en síðasta eitt og hálfa árið dvöldu þau á dvalarheimilinu Höfða. Útför Guðjóns verður gerð frá Akraneskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. Genginn er góður maður, hann Guðjón tengdafaðir minn. Traustur, tryggur, heiðarlegur, hjálpsamur, samviskusamur, vinnu- samur; allt eru þetta lýsingarorð sem vel gátu átt við hann Guðjón. Leitun var að duglegri manni, man ég það að þegar ég tók fyrst að venja komur mínar á heimili þeirra Guð- jóns og Sjafnar fyrir þrjátíu og fimm árum vakti það mikla athygli mína og aðdáun að Guðjón var hreinlega alltaf vinnandi. Eftir langan vinnu- dag fór hann beint í kjallarann eða bílskúrinn, skaust aðeins upp í kvöldmat og horfði á fréttirnar en mátti svo ekki vera að þessu hangsi lengur! Eiginlega brá mér hálfpart- inn í brún þegar ég sá hann í fyrsta sinn uppáklæddan á jólunum, hafði þá verið heimagangur í Stekkjar- holtinu í tæpt ár en aldrei séð hann öðruvísi en í vinnugallanum. Það er ekki nóg með að Guðjón væri dugnaðarforkur, hann var sannkallaður þúsundþjalasmiður og lék hreinlega allt í höndum hans sem hann kom nálægt, allt frá bílavið- gerðum og pípulögnum til þess að renna smæstu varahluti í flókin augnlækningatæki. Þegar við hjónin vorum að byrja í hestamennsku af al- vöru fyrir tuttugu árum eða svo barst það í tal að gott væri nú að eiga hestakerru. Ekki fannst Guðjóni það mikið mál, sá gamli settist samstundis nið- ur og hannaði og teiknaði hestakerru af flottustu gerð. Síðan safnaði hann í hana efni og smíðaði sjálfur frá grunni, var hún með sérhannaðan búnað að framan svo hestarnir gætu gengið beint út í stað þess að bakka og dempara og gorma úr Skoda svo kerran yrði nógu þýð fyrir hestana. Fyrir barnabörn Guðjóns og Sjafnar var kjallarinn í Stekkjó sannkallaður ævintýraheimur. Þar fyrirfundust öll þau verkfæri sem nöfnum tjáir að nefna, allt frá tveim- ur eða þremur rennibekkjum niður í nokkra tugi af þjölum af mismunandi gerð. Þarna fengu lítil kríli sína fyrstu kennslustund í því að negla nagla og saga spýtur, en ennþá mik- ilvægari var þó áreiðanlega sá lær- dómur sem þau drógu af því að um- gangast afa sinn og drekka í sig hans óbilandi réttlætiskennd og sam- viskusemi. Ekki spillti svo að vita af nýbökuðum pönnukökum og öðru góðgæti uppi í eldhúsi hjá ömmu þegar verkstæðisvinnan fór að verða lýjandi! Síðustu árin hafði heilsu Guðjóns hrakað nokkuð og síðastlið- ið ár dvöldu þau hjónin á dvalar- heimilinu Höfða við góðan aðbúnað. Fékk hann friðsælt andlát eftir þriggja vikna dvöl á Sjúkrahúsi Akraness. Á starfsfólk sjúkrahúss- ins svo og starfsfólk á Höfða miklar þakkir skildar fyrir góða hjúkrun og umönnun síðasta spölinn. Með þessum kveðjuorðum vil ég þakka tengdaföður mínum fyrir samfylgdina, hans er sárt saknað en ljúfar minningar munu ylja þeim sem eftir lifa um ókomin ár. Guðrún J. Guðmundsdóttir. Gott er sjúkum að sofna, meðan sólin er aftanrjóð, og mjallhvítir svanir syngja sorgblíð vögguljóð. (Davíð Stefánsson) Nú er lífsgöngu elskulegs tengda- föður míns lokið. Ég er búin að vera honum samferða í gegnum lífið í tæp 30 ár. Alltaf traustur, alltaf hlýr og nú síðustu árin eftir að hann hætti að vinna, þá jókst glettnin í augnaráði hans og hann var oftar með spaugs- yrði á vör. Jafnvel þessa síðustu daga hans þá spaugaði hann og gerði að gamni sínu. Þannig minnast börn- in mín hans og þannig vil ég minnast hans. Í síðasta skiptið sem ég kom til hans þá tók hann um hendur mínar til að hlýja þeim og setti undir vanga sinn. Hann var orðinn það þrotinn að kröftum að hann mátti vart mæla en umhyggja hans var söm gagnvart mér. Ég mun sakna hans en það er huggun harmi gegn að hann fékk að fara með reisn. Guð blessi minningu mæts manns. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem) Ólöf Guðmundsdóttir. Í hjörtum okkar togast á sorg og léttir eftir andlát afa. Hann skipaði staðfastan punkt í lífi okkar allra og hans verður saknað og minnst með hlýju. Langt er um liðið síðan fyrst birti af degi. Afi átti langa og góða ævi en rökkrið að kvöldi dags var honum að mörgu leyti erfitt og var hann því sennilega svefninum feginn þegar nóttin eilífa lagðist yfir. Minningin um afa verður alltaf tengd kjallaranum í Stekkjó. Þar stendur hann okkur skýrt fyrir hug- skotssjónum í smíðasloppnum sín- um, ýmist að laga eitthvað sem úr lagi hafði gengið eða setja saman eitthvað glænýtt úr gömlu. Hann afi var sannkallaður þúsundþjalasmiður sem gat komið hvaða skrapatóli sem var í lag og fann hann oft snjallar lausnir á erfiðum málum. Við krakk- arnir vorum ávallt velkomnir niður í höllina hans að smíða og þótti honum gaman að segja okkur til og kenna. Afi lagði mikið upp úr góðri um- gengni og þótt hann hafi verið ljúf- menni mikið þá átti hann það til að skipta skapi á örskotsstundu ef hon- um mislíkaði eitthvað, til að mynda slæm meðferð verkfæra. Eitt er víst og það er að maður vissi alltaf hvar maður hafði hann afa. Afi hefur gert margt sniðugt fyrir okkur í gegnum árin og ósjaldan höf- um við fengið að njóta góðs af hand- lagni hans. Iðulega var afi mættur til að laga það sem úrskeiðis fór á heim- ilum okkar, allt frá biluðum hjólum til stíflaðra ofna. Minnisstæð er for- láta hjólakerra sem hann smíðaði til þess að auðvelda barnapössun okkar eldri á þeim yngri. Sömuleiðis má nefna ístöð í barnastærð sem og tækjabúnað sem gerir fötluðum kleift að keyra bíl. Hann afi vann mikið um ævina en ekki naut hann mikilla efnislegra auðæfa. Hann var ekki mikill við- skiptamaður í sér því flest gerði hann fyrir lítinn eða engan pening þótt um utanaðkomandi aðila væri að ræða. Slík var góðmennska hans. Hann var mikill reglumaður og var mikið í mun að koma þeim skila- boðum til okkar sem úr grasi vorum að vaxa að standa í skilum og steypa okkur ekki í skuldir. Það er lærdóm- ur sem við munum búa að og mun hjálpa okkur á tímum topplána og gylliboða. Dýravinur var afi þótt hann hafi sjálfur átt fá gæludýr. Mikil vinátta tókst til dæmis á milli hans og tík- arinnar Perlu sem sótti mikið í fé- lagsskap hans. Þannig var nefnilega mál með vexti að afi vorkenndi hund- inum og laumaði því oftar en ekki góðum bita að hvutta. Var því margra mánaða uppeldisþjálfun hundsins sem að engu orðin eftir fá- einar kvöldstundir með afa. Margar góðar minningar tengjast einnig kaffinu í Stekkjó þar sem miklar kræsingar voru oft í boði. Þegar afi var sóttur í kjallarann og búinn að koma sér fyrir með kaffi- bollann sinn var hann ávallt í essinu sínu og lumaði þá oft á ævintýraleg- um sögum frá sínum yngri árum sem jafnan voru góðlátlega kryddaðar okkur til skemmtunar. Ekki var hann heldur seinn að taka í Rússa ef á hann var skorað og voru spilin því oft munduð í eldhúsinu. Um leið og við kveðjum afa með þessum hinstu orðum biðjum við Guð að blessa minningu hans og styðja við bakið á ömmu okkar. Barnabörn. Hann Nonni var í skúrnum. Og Nonni var í kjallaranum. Þegar komið var í heimsókn að Stekkjarholti 5 var ekki alltaf gott að vita hvort Nonni væri heima, því hann var hvergi að finna í íbúðinni. Í eldhúsinu stóð hins vegar Sjöfn – hún Frænka – og reiddi fram smá- kökur, kaffi, kandís og nýja sultu- tertu. En viti menn, þegar minnst varði heyrðist til Nonna á skörinni, hann stakk kollinum kankvís inn um eldhúsdyrnar og var svo sestur hjá okkur með kaffifantinn. Þegar við systur vorum litlar héld- um við raunar að þetta væri vinnan hans Nonna, að smyrja, logsjóða, smíða og tálga í skúrnum og kjall- aranum. Og berjasaftframleiðslan ævintýralega, þegar hún var og hét, sýndist fullt hliðarstarf. En Nonni reyndist á endanum vinna dagvinnu, eins og aðrir. Það gekk væntanlega upp vegna þess að í kjallaranum leið annar tími. Tími fyrir allt, einhvern veginn. Ef keðja var slitin á reiðhjóli eða slanga sprungin var farið til Nonna. Og ef berjatínu vantaði. Eða kertastjaka. Það er í gegnum hans óteljandi galdragripi sem við munum minnast þessa góða manns, því allir lýsa þeir hugkvæmni hans og hug- ulsemi. Nonni sóttist ekki eftir einkaleyfum á uppfinningar sínar, honum nægði að vita að þær gerðu vinum og vandamönnum hversdag- inn auðveldari. Fallegasti gripurinn af öllum er án efa fjárhúsið í Betlehem, sem til er í fáum, dýrmætum eintökum. Esju- brautin fékk eitt hús og í kyrrð þess og látleysi kristallast jólaminningar okkar frá upphafi vega. Húsið er nú komið norður í land, þar sem það færir yngstu börnunum gleði, þau leggjast á handarbökin og stara hug- fangin á barnið í jötunni. Í sömu andrá og fjárhúsin hans Nonna voru dregin fram úr skúrum og kjöllurum stórfjölskyldunnar í ár, kvaddi hann sjálfur. Af þeim sökum verður nú horft á húsin með enn dýr- ari tilfinningu. Við í fjölskyldu okkar þökkum honum fyrir að vera okkur hlýr og góður, við sendum Frænku og krökkunum öllum samúðarkveðj- ur, við heiðrum minningu Nonna hennar Frænku. Alda og Sigurbjörg. Guðjón Guðmundsson Guðmundur Jóhannsson f. 10. 6. 1932 d. 8. 3. 1989 Minning þín lifir Hvíl í friði LEGSTEINAR SteinsmiðjanMOSAIK Hamarshöfða 4 – sími 587 1960 www.mosaik.is Helluhrauni 10, 220 Hf., sími 565 2566, www.englasteinar.is Englasteinar Fallegir legsteinar á góðu verði ✝ Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ODDNÝ GÍSLADÓTTIR, Miðleiti 7, Reykjavík, andaðist miðvikudaginn 29. nóvember. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug. Sérstakar þakkir til starfsfólks líknardeildar Landa- kotsspítala fyrir kærleiksríka og líknandi umönnun. Ýr Logadóttir, Hrund Logadóttir, Sigríður Logadóttir, Hilmar Vilhjálmsson, barnabörn og langömmubarn. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, BERGÞÓR JÓHANNSSON grasafræðingur, lést á hjartadeild Landspítalans við Hringbraut að morgni sunnudagsins 10. desember. Dóra Jakobsdóttir, Kolbrún Bergþórsdóttir, Brynhildur Bergþórsdóttir, Jens Ingólfsson, Ásdís Bergþórsdóttir, Anna Bergþórsdóttir, Auður Ákadóttir, Ólafur Ásdísarson. ✝ Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SNÆBORG J. STEFÁNSDÓTTIR, Eiðsvallagötu 36, Akureyri, lést á dvalarheimilinu Hlíð laugardaginn 9. desem- ber. Bragi Stefánsson, Helga Sigurlaug Aðalgeirsdóttir, Guðmundur H. Svavarsson, Allý Halla Aðalgeirsdóttir, Hilmar Brynjólfsson, Ingibjörg Bragadóttir, Stefanía Bragadóttir, Gunnar Örn Guðmundsson, Vala Bragadóttir, Hallur Eyfjörð Þórðarson, ömmubörn og langömmubarn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.