Morgunblaðið - 12.12.2006, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 12.12.2006, Blaðsíða 48
48 ÞRIÐJUDAGUR 12. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ / KEFLAVÍK THE HOLIDAY kl. 8 - 10:30 LEYFÐ SANTA CLAUSE 3 kl. 8 LEYFÐ THE GRUDGE kl. 10 B.I. 16 / AKUREYRI DEAD OR ALIVE kl. 8 - 10 B.I. 12 THE NATIVITY STORY kl. 6 B.I. 7 STURTAÐ NIÐUR m/ísl. tali kl. 6 LEYFÐ FLUSHED AWAY m/ensku tali kl. 8 LEYFÐ THE LAST KISS kl. 10 LEYFÐ WWW.HASKOLABIO.ISHAGATORGI • S. 530 1919 BOSS OF IT ALL kl. 5:50 - 8 - 10:10 THE U.S. VS. JOHN LENNON kl. 5:50 - 8 - 10:10 B.i. 12 ára SANTA CLAUSE 3 kl. 5:50 - 8 LEYFÐ THE NATIVITY STORY kl. 5:50 - 8 - 10:10 B.i. 7.ára MÝRIN kl. 6 - 8 - 10:10 B.i. 12.ára THE DEPARTED kl. 10:10 B.i. 16.ára FRÁFÖLLNUHINIR KVIKMYND EFTIR BALTASAR KORMÁK eeeee Jón Viðar – Ísafoldeee SV, MBL ÓBORGANLEG GRÍNMYND EFTIR LARS VON TRIER UM ÁREKSTRA ÍSLENDINGA OG DANA, ÞAR SEM FRIÐRIK ÞÓR OG BENEDIKT ERLINGS STELA SENUNNI. ÞESSAR HASARSKUTLUR HAFA ÚTLIT TIL AÐ DEYJA FYRIR. HEIMSFRUMSÝNING TÓNLISTARMAÐUR. MANNÚÐARVINUR. ÞJÓÐARÓGN. FORSTJÓRI HEILA KLABBSINS BNA GEGN JOHN LENNON THE U.S. VS. JOHN LENNON BYGGÐ Á TÖLVULEIKNUM VINSÆLA DEAD OR ALIVE ÞRJÁR Á TOPPNUM Verðhækkun á enska boltanum MÉR BRÁ aldeilis í brún þegar ég heyrði af því á förnum vegi um daginn að uppáhaldssjónvarps- stöðin mín, SkjárSport, ætlaði að hækka mánaðargjaldið. Ég verð að viðurkenna að ég bjóst nú við því að þeir myndu hækka verðið áður en tímabilið byrjaði og beið því fram á síðasta dag með að end- urnýja áskriftina mína þar sem ég vildi vita hvað ég yrði að borga á mánuði, það er eins hjá mér og mörgum að það er dýrt að vera með gott sjónvarpsúrval á Íslandi. Það kom mér því ánægjulega á óvart að sama gamla verðið myndi halda sér 1990 kr. á mánuði fyrir skemmtilegasta fótbolta í heimi. Ég hikaði því ekki við að halda áfram. Í byrjun september er svo til- kynnt um kaup SkjáSports á rétt- inum að ítalska boltanum. Þessi ágæta deild á Ítalíu hefur verið hálfgert rekald hjá keppinautum SkjáSports á Sýn um árabil og ein- ungis verið notuð sem uppfylling- arefni að því er manni hefur sýnst. Þeir hafa svo greinilega ákveðið að gefa þetta frá sér fyrir þetta tíma- bil og SkjáSport séð sér leik á borði. Ég verð að viðurkenna að ég hef engan áhuga á ítalska bolt- anum. Ég hugsa líka að mjög fáir íslenskir fótboltamenn hafi áhuga á ítalska boltanum. Ef það væri áhugi til staðar þá hefði Sýn aldrei látið þetta frá sér. Auðvitað var það samt besta mál að SkjáSport sýndi metnað til að sýna fleiri íþróttir en enska bolt- ann. Það reyndar fannst manni liggja í lofti þegar þeir breyttu nafninu á stöðinni. Ítalski boltinn er viðbót. Ekki sérstaklega góð viðbót, meistaradeildin eða spænski boltinn hefði verið góð viðbót. Það kom mér því gífurlega á óvart þegar ég heyrði af því, ekki frá SkjáSport, heldur kunningja mínum, að hækka ætti mán- aðargjaldið um 25%. Það er langt umfram allar verðlagshækkanir, svo eina skýringin á hækkuninni hlýtur að vera ítalski boltinn. Þá spyr maður sig, finnst fólki í alvöru þess virði að borga 25% hærra gjald fyrir enska boltann bara af því að SkjáSport vill sýna ítalska boltann líka? Þá er komið að tímasetningunni á hækkununum. Þeir hefðu getað hækkað verðið í ágúst, áður en deildin hófst. Þá hefði fólk fengið færi á að velja eða hafna, eftir því hvort það sætti sig við verðhækk- unina eða ekki. Nei, þeir ákveða að hækka þegar rúmur mánuður er búinn af keppnistímabilinu og allir þeir sem voru reiðubúnir til að gangast við verðinu, 1990 kr. á mánuði, búnir að binda sig til út tímabilið. Hugsanlega munu þeir verða sanngjarnir gagnvart þeim sem hafa hreinlega ekki efni á að borga 25% meira fyrir enska bolt- ann og leyfa þeim að losna undan bindisamningnum. En það er ekki málið! Það er vitað mál, og mark- aðsspekúlantar SkjáSports vita þetta auðvitað, að það er miklu erf- iðara að segja upp þjónustu sem þú ert kominn með heldur en að sleppa því að taka hana í upphafi. Ég verð að viðurkenna að ég var alltaf hrifinn af Enska boltanum á síðasta ári. Ég er ekki jafn hrifinn af SkjáSport. Hilmar Örn Gunnarsson, áhugamaður um enska boltann. Svört og hvít tík í óskilum HJÁ Hundavinafélagi Íslands er ung tík í óskilum. Hún er svört og hvít og fannst í Breiðholltinu seint sl. mánudagskvöld 4. des. Upplýs- ingar hjá Hundavinafélaginu í síma 552 2423. Gríma týndist við Reykjavíkurflugvöll UM hádegi fimmtudaginn 7. des- ember s.l. slapp læðan Gríma úr búri sínu í flugvél Flugfélags Ís- lands sem fara átti til Akureyrar. Starfsmenn flugvallarins töldu sig hafa séð hana fara í átt að Skerja- firði hinum megin brautarinnar. Gríma er stór og loðin, 8 ára gæf læða, dökkbrún með ljósbrúnum yrjum, eyrnamerkt, örmerkt og með ljósbleika hálsól. Hún á heima að Bergstaðastræti 33. Þeir sem hafa orðið hennar varir eru vin- samlega beðnir um að hafa sam- band við Sólveigu í síma 661 5754 eða 551 2988. velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is Reuters Jólin eru og hafaætíð verið hátíð hefðarinnar, um leið og við fögnum fæðingu frelsarans. Und- antekningalítið gerum við sömu hlutina ár eft- ir ár; bökum jólakökur og laufabrauð, skrifum jólakort, skreytum hí- býli okkar og kaupum jólatré. En það má stundum beygja útaf þessum hefðum til að hressa upp á lífið og tilveruna. Jólatrén eru kafli út af fyrir sig og Víkverji vill gera að umtalsefni tré sem árlega er sett upp á Aust- urvelli, Óslóartréð svonefnda sem Norðmenn hafa gefið okkur í meira en hálfa öld. Einhvern veginn finnst Víkverja eins og þetta tréð verði fyr- irferðarminna með hverju ári. Að þessu sinni er það um 12 metrar á hæð en heldur gisið fyrir smekk Vík- verja, fyrir utan það að halla eilítið til suðurs, sem er auðvitað ekki Norðmönnum að kenna. Skreytingin að þessu sinni gerir sig heldur ekki, þó að þar sé á ferð styrkur til góðs málefnis. Hér verður ekki gert lítið úr þeim hlýja hug sem gjöf frænda vorra í Noregi hefur fylgt gegnum tíðina en Víkverja finnst að það eigi að vera keppikefli borgarinnar að setja upp glæsilegasta jólatré landsins hverju sinni, svona líkt og gert er við Rockefeller Center í New York. Nú er svo komið að mörg fyrirtæki eru komin með myndarlegra tré við höfuðstöðvar sínar heldur en Óslóartréð (sem er svo ekki alltaf frá Ósló). Víkverji nefn- ir sem dæmi tréð við Orkuveituhúsið við Bæjarháls, sem er virkilega flott jólatré, tignarlegt og fagurlega skreytt. Staðsetning glæsi- legasta trés landsins þarf ekki að vera bundin við Austurvöll. Styttan af Jóni Sigurðssyni gerir það að verkum að jólatréð fer ekki á mið- punkt Austurvallar en þar væri auð- vitað besti staðurinn. Annað hvort þarf borgin að koma því kurteislega til skila til Norð- manna og finna myndarlegra tré í öllu þeirra skógarríki eða þá hrein- lega að efna til samkeppni um hver getur útvegað stærsta og mynd- arlegasta tréð hverju sinni, og finna því jafnvel nýjan stað. Gera þetta eins og í kvikmyndinni með Matt- hew Broderick um árið, senda mann útaf örkinni til að finna hið eina sanna jólatré! víkverji skrifar | vikverji@mbl.is        dagbók MORGUNBLAÐIÐ, Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. SÍMI: 569 1100. SÍMBRÉF: ritstjórn: 569 1181, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 569 1118, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: ritstjorn@mbl.is, / Áskriftargjald 2.800 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 220 kr. eintakið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr. Í dag er þriðjudagur 12. desember, 346. dagur ársins 2006 Orð dagsins: En hvert tré þekkist af ávexti sínum, enda lesa menn ekki fíkjur af þistlum né vínber af þyrnirunni. (Lúkas 6, 44.) Íslandsvinirnirog tónlist- armennirnir, Elv- is Costello og Diana Krall eign- uðst tvíburasyni í síðustu viku. Hafa piltarnir verið nefndir Dexter Henry Lorcan og Frank Harlan James. Fæddust þeir á miðvikudag, á þriggja ára brúðkaupsafmæli for- eldranna. Í yfirlýsingu frá Costello og Krall kemur fram að þau séu í skýjunum og öllum heilsist vel en drengirnir eru fyrstu börn Krall en Costello á barn fyrir, samkvæmt frétt á vef BBC. Diana Krall, sem bæði er þekkt fyrir söng og píanóleik, hélt tónleika fyrir fullu húsi í Laugardalshöllinni í ágúst 2003 og var eiginmaður henn- ar Elvis Costello með í för.    Fólk folk@mbl.is Meðal þeirra sjónvarpsþátta semþóttu bestir voru bandaríska útgáf-an af The Office, spennuþættirnir24, teiknimyndirnar South Park, The West Wing og tveggja þátta sjónvarpsmynd nefnd Elizabeth I, með Helen Mirren í aðalhlutverki. Þess má til gamans geta að Mirren lék einnig Elísabetu II í nýlegri mynd, The Queen. Meðal þeirra mynda sem bestar þóttu á árinu eru United 93, Inside Man eftir Spike Lee, myndin um Bo- rat auk Letters from Iwo Jima í leik- stjórn Clint Eastwood. Auk þeirra koma til greina The Devil Wears Prada, Little Miss Sunshine, teikni- myndin Happy Feet og Babel auk Dreamgirls, sem byggist á sögu Bandaríska kvikmyndastofnunin(The American Film Institute) birtir í lok hvers árs lista yfir það sem þykir hafa skarað framúr í kvik- myndum og sjónvarpi á árinu sem er að líða. hljómsveitarinnar The Supremes og skartar meðal annarra Beyonce Knowles. Talsmenn allra tíu sjónvarpsþátt- anna og kvikmyndanna veita sér- stakri viðurkenningu viðtöku við há- tíðlega athöfn í Los Angeles hinn 12. janúar næstkomandi. Nýlega stóðyfir uppboð í Bretlandi til styrktar síma- þjónustunni ChildLine, þar sem börn og ung- lingar í vanda geta hringt inn allan sólarhring- inn. Meðal þess sem boðið var upp var forláta smóking sem Daniel Craig klæddist sem njósnari hennar há- tignar, James Bond, í myndinni Cas- ino Royale. Smókingurinn seldist á rúmar 1,6 milljónir. Auk þess fór gestahlutverk í sjónvarpsþáttunum Desperate Housewives á rúmar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.