Morgunblaðið - 12.12.2006, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 12.12.2006, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. DESEMBER 2006 29 SÍÐAN seinni heimsstyrjöldinni lauk hefur styrjöldum fækkað í heiminum og alþjóðlegt siðferði svo- lítið batnað, víðast hvar. Nýlendur stórveldanna hafa fengið sjálfstæði og það telst ekki lengur til hetjudáða að fara til Afríku að skjóta fíla, nas- hyrninga og ljón. Af hvölum og fílum Að vísu eru ennþá til stjórnvöld sem standa í styrjaldarekstri og voðaverkabraski af ýmsu tagi en yfirleitt reyna mannréttinda- stofnanir og umhverf- issamtök að koma í veg fyrir að hlutirnir fari úr böndunum. Það er þó ekki alltaf auðvelt vegna þess að enn eru til stjórnmálamenn sem tala um að þjóðir þeirra hafi „ótvíræðan sjálfsákvörð- unarrétt“ og þurfi ekki að taka tillit til alþjóðlegra samþykkta. Þótt dauðarefsingar hafi verið aflagðar um alla Evrópu og víðar tíðkast þær ennþá í Bandaríkjunum og þótt til- raunir með kjarnorkuvopn eigi að heyra fortíðinni til er ekki langt síð- an Kóreumenn skutu einni slíkri sprengju upp í loftið. Og þótt langt sé liðið á fyrsta áratug nýs árþús- unds, eru Íslendingar farnir að stunda hvalveiðar. Hvalir ættu eingöngu að vera sýnd veiði sem enginn getur gefið sér. Að fara á löngu úreltu skipi langt út á haf í þeim eina tilgangi að skjóta stórhveli er svo afdankað fyr- irbæri að fólk um víða veröld er yfir sig hneykslað. Það eru ekki nema örfáar aldir síðan Frakkar létu háls- höggva glæpamenn. Bretar létu hengja þá. Nú á tímum tíðkast ekki þannig villimennska lengur enda hefur siðmenningin aukist um víða veröld. Keníamenn hafa fyrir löngu bannað erlendum ferðamönnum að skjóta á fíla, ljón og nashyrninga. Þeir stunda þannig veiðar ekki einu sinni sjálfir (nema kannski einn og einn glæpamaður í skjóli nætur). Þrátt fyrir það hefur efnahagurinn í Kenýa ekkert versnað og ferða- mannafjöldinn frekar aukist en hitt. Fólk fer þangað í stórum stíl í svo- kallaðar safarí-ferðir til að skoða ljónin, fílana og öll hin dýrin sem lifa friðuð í náttúru landsins. Sú atvinnugrein sem hefur aukist hraðast um allan heim á þessari öld er ferðamennskan. Fyrir nokkrum árum reiknaði einhver hagfræðingur það út að hver erlendur ferðamaður skilaði, að meðaltali, álíka miklum tekjum í þjóðarbúið og eitt tonn af þorski. Eða voru það tíu tonn? Hafnir, sem áður voru fullar af fiskveiðibát- um, eru nú auðar en samt eru landsmenn ekkert farnir að lepja dauðann úr skel. Í rauninni hefur þjóð- arbú okkar Íslendinga frekar dafnað á síðustu árum en hitt. Hátækniiðnaður og ferðamennska eru arðvænlegustu atvinnuvegir nú- tímans. Hingað koma þúsundir túr- ista árlega til þess eins að skoða hvali; stærstu og dularfyllstu líf- verur jarðarinnar. Það getur svo sem vel verið að einhverjir ferða- menn komi hingað til að fylgjast með eins úreltum og ógeðfelldum at- vinnuvegi og hvalveiðar eru – en ég get ómögulega séð að þannig þenkj- andi ferðamenn séu velkomnir. Ég er álíka viss um að Bandaríkjamenn vilja miklu frekar fá í heimsókn til sín ferðamenn sem fara til að skoða Disneyland en einhverja lúða sem fara þangað til að fylgjast með aftök- um á fólki – en auðvitað er ennþá til undarlegt fólk um allan heim. Síðustu móhíkanarnir Skömmu eftir að Snorri Sturluson var myrtur í Reykholti (1241) misstu Íslendingar sjálfstæði sitt í hend- urnar á Norðmönnum sem réðu öllu hér á landi þangað til þeir misstu völdin til Dana. Ekki það að Danir hafi viljað eigna sér Ísland – Norð- menn létu þá bara hafa það sem einskonar skiptimynt í pólitískri ref- skák. Þessa sögu þekkja margir. Landið okkar varð dönsk nýlenda öldum saman eða þar til fyrri heims- styrjöldinni lauk og Danir neyddust til að veita okkur réttindi til að verða „frjálst og fullvalda ríki“ innan dönsku krúnunnar, svipað og Fær- eyjar eru í dag. Það þurfti aðra heimsstyrjöld til að við gætum losað okkur við op- inber dönsk áhrif og við urðum að sjálfstæðu lýðveldi árið 1944. Seinni heimsstyrjöldin var þá enn á fullu skriði og Bretar höfðu hernumið Ís- land. Eftir að ófriðnum mikla lauk hófst svokallað „kalt stríð“ og Bret- ar höfðu falið Bandaríkjamönnum að sjá um að fylgjast með hern- aðartilburðum óvinveittra ríkja á norðanverðu Atlantshafi. Og þar sem Ísland liggur mitt á milli Evr- ópu og Ameríku óðu Ameríkanar yf- ir það og settu þar upp ratsjár- stöðvar og hernaðarþorp víða um landið. Nú hafa Kanarnir enga þörf fyrir okkur lengur. Þeir hafa yfirgefið landið og skilið eftir sig hálfgert kakkalakkaþorp á Miðnesheiði – en í staðinn vilja Norðmenn fara að sjá um varnir Íslands. Bretar og Danir eru að íhuga svipaða hugmynd. Í þorskastríðunum voru Íslend- ingar fullfærir um að sjá um sín mál sjálfir og ekki er líklegt að ráðist verði á Ísland í bráð – nema ef Norð- mönnum, Bretum og Ameríkönum dytti það í hug. Danir hafa stundum rétt okkur hjálparhönd við landhelg- isgæslu, enda hafa þeir skyldum að gegna við Færeyinga og Grænlend- inga og eiga því stundum leið nálægt Íslandi. Það eru því Danir sem standa okkur næst. Sýnd veiði Þorsteinn Eggertsson fjallar um hvalveiðar, ferðamennsku og fleira » Að fara á löngu úr-eltu skipi langt út á haf í þeim eina tilgangi að skjóta stórhveli er svo afdankað fyrirbæri að fólk um víða veröld er yfir sig hneykslað. Þorsteinn Eggertsson Höfundur er rithöfundur í Reykjavík. UNDANFARIÐ hefur staðið yfir umræða um hvort Háskóli Íslands geti komist í hóp 100 bestu háskóla heims. Á það hefur verið bent að núna sé hann ekki einu sinni í hópi 1000 bestu, svo að það virðist mundu verða þungur róður að ná þessu annars göf- uga markmiði. Róð- urinn er því þyngri sem skólinn hefur úr minni peningum að spila, en fjársvelti hef- ur háð honum um margra ára skeið. Til er ráð til að bæta nokkuð úr þessu. Þegar fólk er skráð utan trúfélaga renna sóknargjöld þess til Háskóla Íslands, skv. lögum nr. 91/1987. Ég hef oft orðið var við þann misskilning að þessi gjöld renni óskipt til guð- fræðideildar, eða þá að þau renni óskipt til Siðfræðistofnunar og að þar ráði prestar lögum og lofum. Þessi útbreiddi misskilningur hefur valdið því að margir sem ekki aðhyll- ast þjóðkirkjukristni hafa ekki talið taka því að skrá sig utan trúfélaga, í þeirri trú að sóknargjöldunum yrði ráðstafað af prestum hvort sem er. Staðreyndin er sú að sóknargjöld þeirra sem eru utan trúfélaga renna í Háskólasjóð. Úthlutunarnefnd, sem er skipuð af rektor, sér um að ráðstafa þessum tilteknu tekjum. Þessir fjármunir hafa runnið í margt gott og þarft á undanförnum árum, þar á meðal Sagnfræðistofnun, Sið- fræðistofnun, Stúdentaleikhúsið, Háskólakórinn, Mannréttinda- stofnun HÍ, Bókmenntafræðistofn- un, Alþjóðamálastofnun, Háskóla- bókasafn og Íslenska málstöð, svo eitthvað sé nefnt. Guðfræðideild fær eitthvað líka, sem er í sjálfu sér ekki skrítið fyrst HÍ er með slíka deild til að byrja með. Ekki veit ég hvernig sá orðrómur komst á kreik, að eintómir guðfræð- ingar gíni yfir sóknargjöldum trú- lausra. Þótt mér þyki satt að segja ólíklegt að sú sé raunin, þá hefði það samt verið útsmoginn leikur af Þjóð- kirkjunni að dreifa þessum misskiln- ingi til þess að letja fólk við að skrá sig utan trúfélaga … Samkvæmt skoð- anakönnun um trúarlíf Íslendinga, sem gerð var fyrir Þjóðkirkjuna 2004, aðhyllist verulega stór hluti Íslendinga aðrar lífsskoðanir en Þjóðkirkjukristni. Samt eru 85% þjóðarinnar skráð í Þjóðkirkjuna. Þetta misræmi er mikið og vandræðalegt fyrir kirkjuna, en er vafalítið bein afleiðing þess að ríki og kirkja skuli vera í einni sæng sem tveir þriðju hlutar þjóð- arinnar eru reyndar mótfallnir, sbr. skoð- anakannanir Gallup undanfarin ár, síðast í október 2005. Það ætti að vera fólki kappsmál að trúfélagsskráning sé í samræmi við lífsskoð- anir þess. Ljóst er að það er hægur vandi að slá tvær flugur í einu höggi. Á heimasíðu Þjóðskrár, www.thjodskra.is, má nálgast eyðu- blað til að breyta trúfélagsskráningu sinni, prenta það, fylla út og senda í pósti. Heimilisfangið er Borgartún 24, 150 Reykjavík. Því fleiri sem ekki aðhyllast þjóðkirkjukristni og skrá sig í samræmi við lífsskoðanir sínar, þess betur mun trúfélags- skráning þjóðarinnar endurspegla lífsviðhorf hennar, og þess meiri fjármunum mun Háskóli Íslands hafa úr að moða. Hvort sem topp-100 listinn er raunhæft mark- mið eða ekki, þá gæti topp-1000 list- inn í það minnsta að verið innan seil- ingar ef þjóðin sýnir hug sinn í verki auðveldu verki og auðveldar fremstu menntastofnun landsins að byggja sig upp og verða þjóðinni til enn meiri sóma. Trúfélagsskráning og Háskóli Íslands Vésteinn Valgarðsson skrifar um skólagjöld og trúfélög Vésteinn Valgarðsson » Staðreyndiner sú að sóknargjöld þeirra sem eru utan trúfélaga renna í Há- skólasjóð. Höfundur er mastersnemi í sagnfræði við Háskóla Íslands Bókin sem allir eru að tala um - og þú verður að lesa! „Ég ætlaði ekkert að lesa hana, bara að þefa af henni eins og maður gerir við flestar bækur á þessum árstíma. En það var eitthvað við upphafið (...) sem laðaði mig inn í bókina uns ég gat ekki hætt að lesa. Flott verk.“ Silja Aðalsteinsdóttir á tmm.is „Með betri ævisögum íslenskra stjórnmálaleiðtoga. Opinská, fróðleg, áhrifarík og umfram allt skemmti- leg. Ég mæli sterklega með þessari bók.“ Guðmundur Steingrímsson á gummisteingrims.blog.is Einlæg og átakamikil ævisaga sem lætur engan ósnortinn 2. SÆTI Á BÓKSÖLULISTANUM - ævisögur og endurminningar 28. nóv. til 4. des. 2. PRENTUN UPPSELD FYRST og fremst vil ég koma mínum viðhorfum á framfæri. Mér finnst að nýútskrifaðir sjúkraliðar séu fljótir að sjá hvað er að gerast í heilbrigðiskerfinu og ég vil taka þátt í því sem er að gerast í stétt okkar, tjá mig um það og viðra hugsanir mínar við aðra sjúkraliða. Ég hélt að stjórn sjúkraliðafélagsins ætti að reyna að miðla málum, en á heima- síðu þeirra er ekki svo. Þeir segja sjúkraliða skemmd- arverkafólk, við séum að ganga af samstöðu stéttarinnar dauðri og séum með trúarof- stæki. Þetta eru þungar ásakanir sem sjúkraliðar sitja undir og engin rök látin fylgja með yfirlýsingunum eða útskýr- ingar. Stjórnin er með ofstæki og mér finnst þeir eins og komm- únistastjórn Sjúkraliðafélags Ís- lands. Ég þekki kommúnistastjórn af eigin reynslu. Stjórnin vill ekki að við skrifum í blöðin, vill halda þessu ósamkomulagi um brúar- námið til að félagið líti ekki illa út í augum almennings. Gamli komm- únistinn vildi hafa alla jafna, ná- kvæmlega eins og stjórn Sjúkra- liðafélagsins er að gera við sjúkraliða núna, henda okkur út á torg og draga allan okkar ein- staklingsvilja niður. Sjúkraliða- stjórnin er búin að setja okkur í sama hóp og félagsliða í launum í framtíðinni. Mér finnst að Sjúkraliða- félagið eigi að vera til að vernda okkar starf og menntun í stað þess að gera sjúkra- liða að láglaunastétt í framtíðinni. Það ligg- ur í augum uppi að heilbrigðisráðuneytið fær núna ódýra starfs- krafta, þetta mál lykt- ar af pólitík og pen- ingum. Auðvitað vilja menntamálaráðu- neytið, heilbrigð- isráðuneytið og land- læknisembættið setja okkur niður á stall sem ódýrt vinnuafl framtíð- arinnar. Landlæknisembættið get- ur ekki verið samkvæmt sjálfu sér þegar það samþykkir hálfmenntaða sjúkraliða, en á sama tíma vill það ekki gefa okkur starf og ábyrgð samkvæmt núverandi 120 eininga námskrá sjúkraliða. Ef Sjúkraliðafélagið vantaði fólk í félagið þá hefði það ekki átt að gefa þeim sama nafn og okkur heldur búa til annað nafn yfir þessa nýju sjúkraliða ásamt því að hafa þá ekki á sömu kjarasamn- ingum og við. Sjúkraliðafélagið hefði heldur átt að búa til millistétt sjúkraliða sjúkraliðum til hjálpar. Við erum ekki lampar með slökkt á perunni, sjúkraliðar eru ekki „óupplýst“ fólk eins og sumir hafa leyft sér að skrifa, sjúkraliðar eru fólk með vilja, hugsanir og langan- ir og segja það sem þeim finnst. Sjúkraliðafélagið er að vinna vinn- una sína núna og hleypur út um allt með kynningarfundi um brúar- námið, en of seint. Þeir eru búnir að skrifa undir þau mestu mistök sem gerst hafa í sögu sjúkraliða. Nú eru örlög okkar sjúkraliða í gini ljónsins sem framvegis hefur allt í hendi sér; mína framtíð og annarra sjúkraliða. Ég vil að stjórn Sjúkraliðafélags Íslands við- urkenni sín mistök strax og dragi þetta nám til baka, því auðvitað verður það þannig að sjúkraliðar framtíðarinnar taka 60 eininga nám og stéttin verður niðurbarin og illa launuð eins og í gömlu Sov- étríkjunum þegar allir voru á sömu hillu og enginn mátti vera sjálf- stæður og með vilja, langanir og þrár. Sjálfstætt hugs- andi sjúkraliðar Elína Elísabet Azarevich fjallar um málefni sjúkraliða »Mér finnst aðSjúkraliðafélagið eigi að vera til að vernda okkar starf og menntun í stað þess að gera sjúkraliða að láglauna- stétt í framtíðinni. Elína Elísabet Azarevich Höfundur er sjúkraliði. Sængurfataverslun, Glæsibæ • Sími 552 0978 • www.damask.is • Opið mán.-fös. kl. 10-18, lau. kl. 10-16 Barnasængur - barnasett

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.